Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2018, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 26.05.2018, Qupperneq 54
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Ég er byrjuð á rann- sókn sem tengist klaustrum. Hún snýst um aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Eftir að klausturhald lagðist af settust sýslumenn að á þessum klausturstöðum og þeir sáu um að dæma fólk og framfylgja dauðadómum. Á sýningunni eru upplýsingar og gripir sem fundust í rann-sókn minni á klaustrum á Íslandi. Ákveðið þema er fyrir hvern klausturstað, svo hún er mjög fjölbreytt og fróðleg,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir, pró- fessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Í fyrra kom út bók hennar Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir, sem vakti mikla athygli og var m.a. tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna. Í rannsókn Steinunnar var leitað að hvers kyns vísbendingum um klausturhald í landinu frá 1030– 1554 en klausturhald hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðu- klaustri árið 1493. „Klaustrin urðu ásamt biskups- stólunum að umsvifamestu kirkju- legu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll síðan í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. Þegar ég hóf rannsóknina á sínum tíma átti ég alls ekki von á að hún yrði jafnviðamikil og raun ber vitni og það er enn af nógu að taka,“ segir Steinunn og bætir við að hún finni fyrir miklum áhuga fólks á þessu málefni. „Það kemur mér ánægjulega á óvart. Fólk er almennt opið fyrir öllum trúarbrögðum og hefur einn- ig áhuga á sögunni, líka því sem ekki hefur mikið verið talað um,“ segir hún. Klausturgripir fundust á söfnum Við rannsóknina á klaustrunum var notast við jarðsjármælingar og grafnir könnunarskurðir þar sem vísbendingar sáust. Leitað var að klausturgripum í söfnum og kirkjum og að klausturplöntum, rústum og örnefnum úti á vettvangi. Heimildir voru lesnar, jafnt fornbréf sem þjóðsögur, auk þess sem farið var yfir kort og ljósmyndir. Steinunn er hvergi nærri hætt að rannsaka klaustur, þótt hún hafi þegar skrifað 600 síðna bók um málefnið. Í byrjun júní hefst uppgröftur að Þingeyrum þar sem Þingeyrarklaustur stóð til forna og stendur yfir í mánuð. „Ég er líka byrjuð á rannsókn sem tengist klaustrum en hún snýst um aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Eftir að klausturhald lagðist niður settust sýslumenn að á þessum klausturstöðum og þeir sáu um að dæma fólk og framfylgja dómum, líka dauðadómum. Ég er að leita að dysjum og sögum þessa fólks sem var tekið af lífi. Það var oft dysjað á aftökustaðnum því það missti réttinn til greftrunar í kirkju- garði. Þetta er líka stærra verkefni en ég átti von á, en um er að ræða 300 mál á 300 ára tímabili. Þessi mál eru einnig hluti af sögunni sem ekki hefur mikið verið talað um,“ segir Steinunn. Margar vinnukonur voru líflátnar Hún segir að gögn bendi til þess að margar vinnukonur hafi verið teknar af lífi á þessu tímabili og áhugavert að skoða hverju það sæti. „Mig langar að skoða þetta mál út frá femínisma og valdamisvægi. Í kaþólsku var það guð sem réð refs- ingu fólks og það gat unnið dóma af sér. Með stóradómi eftir siðaskiptin missti kirkjan vald yfir refsingum og það færðist yfir til sýslumanna. Þeir gátu því ráðið örlögum fólks,“ greinir Steinunn frá. Búið er að grafa upp tvær dysjar sem báðar eru á höfuðborgarsvæð- inu. „Þessir staðir eru í raun allt í kringum okkur,“ segir Steinunn. Nánar má lesa um sýninguna Leitin að klaustrunum á vef Þjóðminja- safnsins, thjodminjasafn.is. Rannsakar klausturstaði og aftökur á Íslandi Sýningin Leitin að klaustrunum verður opnuð á Þjóðminjasafni Íslands í dag. Hún byggir á rann- sókn Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors í fornleifafræði. Á sýningunni má m.a. sjá merka gripi sem hafa fundist á klausturstöðum víða um land og fá fjölbreyttan fróðleik um um klaustrin. Steinunn segist finna fyrir miklum áhuga á sögu klaustra á Íslandi. MYND/KRISTINN INGVARSSON Á sýningunni má m.a. sjá vígslustein helgrar byggingar sem kom í ljós við framkvæmdir árið 2008. MYND/SIGTRYGGUR ARI Innköllun á fæðubótarefnunum Now B-100 Icepharma er umhugað um öryggi neytenda og hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla Now B-100 þar sem ráðlagður neysluskammtur sem tilgreindur er á vörunni er hærri en öryggismörk Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) segja til um. Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við: Vöruheiti: Now B-100 Strikanúmer: B-100, 100 hylki 733739004369 Lotunúmer og fyrning: B-100 – lotur: 3042426 dags. 31.5.2020 , 3032411 dags. 31.3.2020, 3025270 dags. 31.01.2020 Framleiðandi: Now foods Dreifing: Akureyrarapótek ehf, Apótek Garðabæjar ehf, Apótek Hafnarfjarðar ehf, Apótek MOS, Apótek Ólafsvíkur, Apótek Suðurnesja, Apótek Vesturlands ehf, Apótekarinn Bíldshöfða, Apótekarinn Domus Medica, Apótekarinn Eiðistorgi, Apótekarinn Fitjum, Apótekarinn Fjarðak./Hólshr., Apótekarinn Glæsibæ, Apótekarinn Hafnarstr.91-95, Apótekarinn Hamraborg, Apótekarinn Helluhrauni, Apótekarinn Hrísalundi, Apótekarinn Hveragerði, Apótekarinn Hvolsvelli, Apótekarinn Höfða, Apótekarinn í Vestmannaeyjum, Apótekarinn Keflavík, Apótekarinn Mjódd, Apótekarinn Mosfellsbæ, Apótekarinn Salahverfi, Apótekarinn Selfossi, Apótekarinn Skipholti, Apótekarinn Smiðjuvegi , Apótekarinn Vallakór, Apótekið Garðatorgi, Apótekið Hólagarði, Apótekið Setbergi, Apótekið Skeifunni, Apótekið Spönginni, Austurbæjarapótek ehf., Árbæjarapótek ehf., Blómaval Reykjavík, Borgarapótek, Farmasía ehf, Fjarðarkaup ehf., Fjarðarkaup Fræið, Garðs Apótek ehf., Gló verslun, Hagkaup – Akureyri, Hagkaup – Eiðistorgi, Hagkaup – Garðabæ, Hagkaup – Kringlan, Hagkaup – Skeifan, Hagkaup – Smáralind, Hagkaup – Spöngin, Heilbr.st. Vesturl. Lyfs Hólma, Hraunbergsapótek ehf, Ice- land Engihjalla, Iceland Staðarberg, Iceland Vesturberg, Iceland-Verslun Akureyri, Iceland-Verslun ehf Arnarbakka, Iceland-Verslun Keflavík, IceMed á Íslandi slf, Inter Medica ehf, ÍslandsApótek ehf., Kjörbúðin Blönduósi, Kjörbúðin Bolungarvík, Kjörbúðin Búðardal, Kjörbúðin Dalvík, Kjörbúðin Grundarfirði, Kjörbúðin Neskaupstað, Kjörbúðin Sandgerði, Kjörbúðin Seyðisfirði, Kjörbúðin Siglufirði, Kjörbúðin Skagaströnd, Krónan Akranesi, Krónan Árbæ, Krónan Bíldshöfða, Krónan Fiskislóð, Krónan Fitjar, Krónan Flatahrauni, Krónan Grafarholti, Krónan Hamraborg, Krónan Hvaleyrar- braut, Krónan Jafnaseli, Krónan Lindir, Krónan Mosfellsbæ, Krónan Nóatúni, Krónan Reyðarfirði, Krónan Selfossi, Krónan Vallakór, Krónan Vestmannaeyjum, Lyf og Heilsa Austurveri, Lyf og Heilsa Glerártorgi, Lyf og Heilsa Granda, Lyf og Heilsa Hafnarfirði, Lyf og heilsa Kringlunni 1 hæð, Lyf og heilsa SA lyfjaskömmtun, Lyfja lyfjaútibú Stykkishólmi, Lyfja Borgarnesi, Lyfja Hafnarstræti, Lyfja Ísafirði, Lyfja Laugavegi, Lyfja Lágmúla, Lyfja lyfjaútibú Blönduós, Lyfja lyfjaútibú Eskifirði, Lyfja lyfjaútibú Hvammstanga, Lyfja lyfjaútibú Patreksfirði, Lyfja Nýbýlavegi ,Lyfja Sauðárkróki, Lyfja Selfossi, Lyfja Smáralind, Lyfja Smáratorgi, Lyfjaval ehf Mjódd, Lyfjaval ehf Álftamýri, Lyfjaver ehf, Lyfsalinn, Nesbakki, Nettó Akureyri, Nettó Borgarnesi, Nettó Búðakór, Nettó Egilsstöðum, Nettó Granda, Nettó Grindavík, Nettó Hafnarfirði, Nettó Hrísalundi, Nettó Húsavík, Nettó Höfn í Hornafirði, Nettó Iðavöllum, Nettó Ísafirði, Nettó Mjódd, Nettó Reykjanesbæ, Nettó Salavegi, Nettó Selfossi, Reykjanes- apótek ehf, Reykjavíkur Apótek, Rima Apótek ehf., Seljakjör – Samkaup, Siglufjarðar Apótek ehf., Urðarapótek ehf., Vöruhótel Krónan Bakkinn. Neytendur sem hafa keypt vöruna eru beðnir um að skila henni á sölustaði eða til Icepharma, Lynghálsi 13 á milli 8-16 alla virka daga. Neytendur fá vöruna endurgreidda að fullu. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . M A Í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 4 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E A -5 A 2 C 1 F E A -5 8 F 0 1 F E A -5 7 B 4 1 F E A -5 6 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.