Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 12

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þegar ég kom til Íslands leiðmér eins og ég væri kominheim. Það á afar vel viðmig að vera í svona mikilli nálægð við náttúruna. Ég ólst upp í Óðinsvéum í Danmörku sem er þétt- býli, og til að komast þar út í náttúr- una þurfti ég að fara á bíl eða í lest, gera mér ferð. En hér heima á Ís- landi geng ég út frá heimili mínu í stutta stund og er þá komin út í frið- sæla náttúru. Það er yndislegt og skiptir mig miklu máli,“ segir Aja Jensen, dönsk ung kona sem ætlaði að vera aðeins í einn mánuð í starfs- námi á Íslandi, en hún er hér enn, nokkrum árum síðar. Hún er búin að koma sér vel fyrir í Reykholti í Bisk- upstungum með íslenska kærastan- um sínum og saman hafa þau eignast litla stúlku. Aja lærði Skogteknik í Dan- mörku og þegar hún fékk tækifæri til að fara til Íslands í verklega hluta námsins í einn mánuð, þá sló hún til. „Ég kynntist kærastanum mín- um, Níels Magnúsi Magnússyni, ein- mitt þar í íslenska skóginum, Haukadalsskógi hér í sveitinni, þar sem hann starfar. Örlögin leiddu okkur saman, og núna eigum við níu mánaða gamla stúlku, Rósu litlu Jensen, sem er mikill gleðigjafi.“ Þetta er hluti af mér Aja er listræn og hefur skapað með höndunum frá því hún man eftir sér. „Það hefur alltaf verið mér eðlislægt, líkt og hluti af mér, hvort sem það er að mála eða búa eitthvað til, og þá sérstaklega úr því sem náttúran gefur. Til dæmis úr tré og trjá- berki, jurtum, mosa og hverju því sem verður á vegi mínum. Ég er líka hrifnust af nátt- úrulegum litum,“ segir Aja en hún og Níels hafa skapað heilmikið úr því sem fellur til í skóginum. Níels hefur gert hillur úr trjábökum með trjáberkinum á og ýmislegt fleira, en auk þess býr hann til tóbakshorn, upptakara og lyklakippur úr horn- um, enda hæg heimatökin þar sem foreldrar hans eru sauðfjárbændur. „Rósa tengdamóðir mín selur fyrir okkur það sem við Níels höfum verið að búa til í galleríinu sínu, Gallerí Rós, í Austurhlíð hér í Biskupstungum, og ferða- menn eru mjög hrifnir af því. En ég sel auk þess skartgripina mína á Instagram.“ Tenging við sögu sauðkindar Aja býr til hringa, hálsmen, eyrnalokka og nælur undir merkinu Naturalistica creations. „Ég er að prófa mig áfram, bæði með efnivið og aðferðir, ég nota til dæmis brot úr laufblöðum og blómum sem ég finn úti í náttúrunni, þurrka þau og mála eða gylli, og set svo á bakgrunn hrings eða hálsmens og lími gler yfir. Ég nota líka myndir og ég hef sagað lítil brot úr hrúts- hornum til að nota í skartgripagerð- ina, mér finnst hornin spennandi efniviður og tengingin við sögu sauð- kindarinnar á Íslandi. Mér finnst frábært að búa til verðmæti úr því sem annars væri hent,“ segir Aja sem leggur mikið upp úr því að efnin sem hún notar séu sem hreinust. „Ég hef verið að prófa að gera einfalda hringi úr trjáberki. Mér finnst frábært að geta borið á mér skart sem geymir eitthvað úr nátt- úrunni, en ég hef stundað fjall- göngur og útivist alla tíð, og þá finn ég alltaf eitthvað í þeim ferðum sem ég tek með mér heim til að búa eitt- hvað til. Það er svo ótrúlega margt smátt og fagurt úti í náttúrunni, bara ef maður gefur því gaum,“ seg- ir Aja og bætir við að hún fyllist orku við að skapa og það veiti henni mikla ánægju. „Níels segir að ég hverfi inn í annan heim þegar ég er að þessu.“ Lukkukróna á fæðingardeild Aja segir að fólk geti sent henni eða komið með til hennar eitthvað sérstakt sem er því kært, blóm eða annað, og hún geti búið til skartgrip sem dýrmætið er hluti af. „Þá getur fólk borið á sér það sem hefur til- finningalegt gildi fyrir það. Til dæm- is ætla ég að búa til skartgrip fyrir dóttur mína úr krónupeningi sem við Níels fundum í herbergi sem við dvöldum í á kvennadeild eftir fæð- inguna. Fæðingin var erfið og ég var send í bráðakeisara en allt fór vel. Við lítum á þessa krónu sem lukku- peninginn okkar, því það er gæfa að fá heilbrigt barn í hendurnar þegar hlutirnir standa tæpt. Ég hef geymt þessa krónu vel og vandlega og hlakka til að búa til skartgrip handa Rósu og segja henni söguna af krón- unni þegar hún verður eldri.“ Nýtir það sem náttúran gefur Aja ætlaði að skreppa til Íslands í einn mánuð fyrir nokkrum árum, en örlögin gripu í taumana og hún er hér enn. Hún kann vel að meta ná- lægðina við náttúruna á Íslandi og sækir þangað efniðvið í skart. Hálsmen Í því er bútur úr hrútshorni og gyllt laufblaðsbrot. Litla listræna fjölskyldan Níels, Rósa og Aja við hillu sem Níels bjó til. Vatnslitamyndirnar eru eftir Aju. Armband Ævintýralegt og fínlegt. Haustlegt Þurrkaðar jurtir undir gleri. Flott Níels bjó til úr hornum. Fingurskart Aja er hrifin af því að búa til skart sem lítur út fyrir að vera gamalt. Hringir með máluðum brotum laufblaða. Litríkir Engir tveir hringar eru eins, sem Aja býr til af listfengi og natni. Þeir sem vilja kaupa skart af Aju eða fá hana til að búa sér- staklega til fyrir sig skart, geta sent henni skilaboð á messenger á Facebook: Aja Jensen, á In- stagram: naturalistica_creations, eða í tölvupósti: ajajens@gmail- .com.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.