Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 16

Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 16
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Gjafir sem gle ðja HAMMERSHOI Blómavasi 20 cm Verð 7.690,- AHLMAN Kertastjaki Verð 4.390,- STELLA Hangandi kertastjaki Verð 5.590,- NOBILI Fyrir sprittkerti Verð frá 4.190,- FIORA Vasi 20 cm gull Verð 7.190,- OMAGGIO Blómavasi 28 cm Verð 9.390,- HAMMERSHOI Kanna Verð 9.990,- URBANIA Kertahús Verð frá 2.990,- LOVE SONG Blómavasi Verð frá 4.190,- STELLA Kertastjaki Verð 4.190,- GLOBO Kertastjaki 23 cm Verð 7.790,- HAMMERSHOI Teljós Verð 3.190,- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Innlent SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Miðaldra karlmenn eru sá hópur sem kann síst að haga sér í at- hugasemdakerfum netmiðlanna og á bloggsíðum. Það eru helst frétt- ir um konur og útlendinga sem þessi hópur skrifar óviðeigandi at- hugasemdir við. Þetta segja þeir Árni Matthíasson, einn umsjónar- manna blog.is sem hýst er og rek- ið af mbl.is og Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri DV. Hvor- ugur þeirra segist kunna neinar skýringar á því hvers vegna þessi hópur hagi sér svona umfram aðra. Kristjón segir að karlmenn séu í miklum meirihluta þeirra sem hafi verið bannaðir á athuga- semdakerfi DV.is vegna óviðeig- andi athugasemda og orðbragðs. Í flestum tilvikum séu þeir mið- aldra. „Í athugasemdum við sum- ar fréttir hafa menn farið alger- lega fram úr sér, við höfum stundum ekki undan við að fylgj- ast með því sem er skrifað. Þegar það gerist höfum við þurft að loka fyrir kerfið,“ segir hann. Þær fréttir sem helst vekja hörð viðbrögð þessa hóps segir Kristjón vera fréttir af stjórn- málum og þeim flokkum sem séu í ríkisstjórn hverju sinni. „Fréttir um Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkinn virðast kveikja mjög í lesendum DV. Þá verða oft gríðarlega harðar umræður um fréttir sem tengjast femínisma á einhvern hátt og við höfum oft þurft að grípa þar í taumana. Það sama gildir um fréttir af útlend- ingum og hælisleitendum.“ Getur verið erfitt viðureignar Kristjón segir að í þessum efn- um sé reynt að feta á milli þess að vera vettvangur frjálsra skoð- anaskipta og ábyrgra samskipta. „En stundum þarf að vera fundar- stjóri og vera leiðinlegur,“ segir hann. Að sögn Kristjóns getur verið býsna snúið að koma í veg fyrir að fólk, sem ítrekað hefur skrifað óviðeigandi athugasemdir á DV.is, haldi því áfram. „Stundum höfum við bannað einhvern, sem hefur þá bara mætt galvaskur til leiks undir öðru nafni,“ segir hann, en athugasemdakerfi DV.is er tengt við Facebook-síður notenda. „Við vitum dæmi um menn sem eru með allt að tíu gervisíður og það er erfitt að fást við það.“ Hótuðu að nauðga konum Árni segist geta nefnt mörg dæmi um fréttir eða atburði sem hafa vakið upp sterk viðbrögð á blog.is og í athugasemdakerfi mbl.is. Eitt svæsnasta dæmið sé umdeild klámráðstefna sem til stóð að halda á Hótel Sögu árið 2007, en á þeim tíma var bloggið mjög vinsæll miðill. „Þá voru margir ungir karlmenn sem hög- uðu sér þannig að það þurfti að taka út bloggfærslur þeirra. Þeir skrifuðu mjög óþverralega hluti um fólk, sökuðu nafngreinda ein- staklinga um að vera með geð- sjúkdóma eða að vera viðriðna glæpsamlegt athæfi. Þá var kon- um sem mótmæltu þessari ráð- stefnu hótað nauðgunum, bar- smíðum og öðru ofbeldi. Obbinn af þeim sem svona skrifuðu var karlmenn á þrítugsaldri,“ segir Árni. Hann segir að síðustu fimm ár eða svo hafi umsjónarmenn blog- .is og athugasemda við fréttir á mbl.is eingöngu þurft að hafa af- skipti af miðaldra karlmönnum. Tilefnið sé yfirleitt fréttir af inn- flytjendum eða af konum sem krefjist réttar síns á einhvern hátt. Einbeittur brotavilji Árni segir að helst sé gripið inn í þegar verið sé að saka fólk um ólöglegt athæfi. Ekki sé heldur hægt að samþykkja þegar fólki séu gerðir upp geðsjúkdómar eða það svívirt. „Við leyfum heldur ekki að veist sé að manni eða hópi manna vegna trúarbragða, litar- háttar eða kynhneigðar, það er í samræmi við almenn hegningar- lög.“ Árni segir að ýmsar leiðir séu notaðar í þessu sambandi. Stundum sé bloggsíðum lokað, sumum sé bannað alfarið að blogga hjá blog.is. Í sumum til- vikum sé lokað fyrir IP-tölur, en sumir reyni að komast hjá því með því að stofna erlenda IP-tölu. „Hjá sumum er býsna einbeittur brotavilji, þeir leita allra leiða til að geta hagað sér dólgslega á net- inu.“ Getty Images/iStockphoto Athugasemdakerfi Að sögn Árna Matthíassonar hjá mbl.is og Kristjóns Kormáks Guðjónssonar hjá DV.is eru mið- aldra karlmenn í meirihluta þeirra sem hafa þarf afskipti af vegna óviðeigandi athugasemda á þessum vefsíðum. Flestir netdólgar eru miðaldra karlmenn  Fréttir um konur og innflytjendur vekja hörð viðbrögð Nýverið greindu norskir fjölmiðlar frá því að karlar yfir fimmtugu eru 90% þeirra sem skrifa athugasemdir sem er eytt úr athugasemdakerfi norska vefmiðlisins VG. Helsta ástæða þess að athugasemdum þeirra er eytt eru að í þeim er talað á óviðeigandi hátt um konur og útlendinga. Í viðtali við norska ríkissjónvarpið sagðist Øyvind Solstad, umsjón- armaður athugasemdakerfis VG, telja að fyrir þessu væru nokkrar ástæður. „Sumir átta sig einfaldlega ekki á því að þeir eru á opinberum umræðugrundvelli,“ segir Solstad og bætir við að unga fólkið sé ekki sá hópur sem helst þurfi kennslu í hvernig beri að haga sér á netinu, heldur ætti það frekar við um þá sem eldri eru. „Unga fólkið hefur alist upp í netheimum og þess fyrir utan hafa for- eldrar þess og skólinn sífellt hamrað á því að það verði að vanda það hvernig það tjáir sig á netinu. Eldra fólkið er margt hvert nýbyrjað að nota netið og áttar sig ekki á því hvaða áhrif hegðun þess getur haft.“ Þurfa kennslu í nethegðun ÁTTA SIG EKKI Á AÐ ÞEIR ERU Á OPINBERUM GRUNDVELLI Árni Matthíasson Kristjón K. Guðjónsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.