Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 20

Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Stjórn Pressunn- ar hefur lagt fram kæru á hendur Birni Inga Hrafnssyni fyrir meintan fjár- drátt. Lögmaður Björns Inga segir að tilgangurinn sé að þyrla upp moldviðri í fjöl- miðlum. Greint var frá kærunni í Frétta- blaðinu í gær. Hún byggist á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi ekki staðið skil á greiðslu op- inberra gjalda, að frá árinu 2014 hafi á níunda tug milljóna verið milli- færðar út af reikningum félagsins inn á reikning Björns Inga og að Björn Ingi hafi notað á þriðja tug milljóna af eignum félagsins í formi auglýsingainneigna til að greiða fyr- ir hús að Kirkjustétt 28. Í yfirlýsingu frá Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni Björns Inga, segir að kæran sé hluti af herferð sem gangi út á að koma höggi á fyrr- verandi stjórendur Pressunnar og koma fyrirtækjunum í þrot. „Ný stjórn hefur ekki gert nokkra tilraun til að kynna sér þau atriði sem kært er fyrir eða afla sér gagna eða upplýsinga hjá fyrrverandi fyrir- svarsmönnum. Er tilgangurinn greinilega sá að þyrla upp moldviðri í fjölmiðlum og koma þannig höggi á umbjóðendur mína.“ Pressan kærir Björn Inga  „Verið að þyrla upp moldviðri“ Björn Ingi Hrafnsson Jólahátíð fatlaðra fer fram í kvöld á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Þetta er í 35. sinn sem hátíðin er haldin að frumkvæði André Bach- mann. Bjarni Þór Sigurðsson sér um framkvæmd jólahátíðarinnarm sem er vegleg að þessu sinni sem fyrr. Meðal þeirra sem koma fram eru Laddi, Dimma, Sveppi, Ingó töframaður, Geir Ólafs og Ingó veðurguð og þá eru forseta- hjónin heið- ursgestir. Kynn- ar eru Sigmundur Ernir Rúnarsson og þáttastjórnendur Með okkar aug- um. „Jólahátíðin er hugarfóstur og barnið hans André Bachmann og þetta er 35. árið sem hann heldur hana,“ segir Bjarni Þór, sem hefur aðstoðað André síðustu fimm árin. „Hátíðin nú verður með svipuðu sniði og fyrr en aðeins veglegri út af 35 ára afmælinu. Það er mikið lagt í skemmtiatriðin og svo ætla forseta- hjónin að heiðra okkur með nær- veru sinni.“ Bjarni Þór býst við 1.500 til 2.000 gestum og mikilli gleði. Hann segir að jólahátíðin verði vonandi haldin áfram um ókomin ár, en Hilton hót- el hefur gefið vilyrði sitt fyrir því að hátíðin verði haldin þar áfram næstu ár, þar sem hún hefur verið síðustu tíu ár. Ferðaþjónusta fatlaðra sér um akstur til og frá hátíðinni fyrir þá sem það panta og segir Axel Sig- urjónsson, þjónustufulltrúi hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, að mikil ánægja sé með þjónustu fyrirtæk- isins. Þetta er stærsti dagur ársins hjá ferðaþjónustunni, en hún er með stjórnstöð á vettvangi og Axel stendur með talstöð úti á plani og stýrir umferðinni svo að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig. „Við erum alltaf að reyna að byggja upp gott umhverfi svo að öllum líði vel, sérstaklega þeim sem eru að mæta á þessa hátíð,“ segir Axel. Húsið er opnað klukkan 19, skemmtidagskrá hefst kl. 20 og dag- skrá lýkur um klukkan 21.30. Ókeypis er inn. ingveldur@mbl.is Mikil gleði á jólahátíð fatlaðra  35. sinn í kvöld  Forsetahjónin mæta Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuð Frá síðustu jólahátíð fatlaðra. Bjarni Þór Sigurðsson Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þjóðhagslegir hagsmunir eru gríð- arlegir, en í lok síðasta árs var heild- arfasteignamat alls húsnæðis á Ís- landi tæplega 5.300 milljarðar íslenskra króna,“ sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu (SVÞ), í ávarpi sem hann flutti í gær á fræðslufundi um myglu í húsnæði. Voru það SVÞ og verkfræðistofan Mannvit sem efndu til fundarins og var vel mætt. Aðalræðumaður fundarins var hins vegar Wolfgang Lorenz, einn helsti sérfræðingur Þjóðverja á þessu sviði, en hann rekur ráðgjafar- og verkfræðistofu í Düsseldorf þar í landi og sérhæfir hún sig í myglu og áhrifum hennar á húsnæði og fólk. „Eftir 25 ára vinnu höfum við tekið út um 16.000 heimili, fyrirtæki og skóla og á þessum tíma höfum við lært margt. Í upphafi, árið 1992, átt- um við oftast von á því að vandamálið væri efnafræðilegs eðlis, s.s. vegna þungmálma, en í dag er það myglan,“ sagði Lorenz. Hann benti á að árið 1994 hefði mygla verið vandamál í um 20% þeirra húsa sem fyrirtæki hans kann- aði en í dag væri mygla sökudólgur- inn í nær öllum tilfellum. „Þetta hef- ur breyst mjög. Var áður minnsti hluti okkar vinnu en er nú stærstur.“ Þéttari hús – meiri skemmdir Lorenz sagði ekki auðvelt að festa fingur á hvað veldur þessari umpól- un. „Því mygla er jú eldri en sjálft mannkynið. Sveppir og bakteríur lifðu góðu lífi á jörðinni löngu áður en við mættum til sögunnar. Þetta er því ekkert nýtt,“ sagði hann og velti því m.a. upp hvort fólk hefði á árum áður einfaldlega leitt mygluskemmdir hjá sér, ekki rætt þær í jafn miklum mæli eða hvort þær væru sýnilegri nú vegna betri tækni. „Á undanförnum 20 árum hefur fólk einnig viljað spara þegar kemur að nýbyggingum,“ sagði hann og hélt áfram: „Nú á dögum er byrjað að flytja inn í hús sem vart eru tilbúin, auk þess sem húsin eru mun þéttari en áður. Það er því mikill raki í nýjum byggingum,“ sagði Lorenz og benti á að í eldri húsum væri oft skipt um glugga og að þeir væru mun þéttari en þeir sem fyrir voru. Er því mik- ilvægt að huga að loftun. „Aukinn þéttleiki húsa er því oft á tíðum einn helsti valdur þess að skemmdum fjölgar,“ sagði Lorenz. Morgunblaðið/Hari Sérfræðingur Dr. Wolfgang Lorenz flutti erindi í gær, en hann hefur 25 ára reynslu af mygluvandamálum í húsum. Vandamálið lang- oftast rakið til myglu  Mygluvandamál rædd á morgunfundi Mannvits og SVÞ „Ég get full- vissað þig um að það eru eng- ir hamstrar í hættu,“ segir Flosi H. Sig- urðsson héraðs- dómslögmaður um gjaldþrot Dýraríkisins ehf. sem aug- lýst hefur verið í Lögbirtinga- blaðinu. Dýraríkið ehf. var lýst gjaldþrota í Héraðsdómi Reykja- víkur í síðasta mánuði og hefur Flosi kallað eftir kröfum í búið fyrir hönd skiptastjóra. Áður hafði rekstur Dýraríkis- ins, nafnið og lager, verið seldur til nýrra aðila. Þeir tóku við í mars á þessu ári og reka nú þrjár verslanir undir nafninu Dýra- ríkið, í Holtagörðum, á Akureyri og Selfossi. Fjallað var um málefni Dýra- ríkisins í fjölmiðlum í fyrra, en þáverandi eigandi sagði að þung- ur skuldabaggi hefði legið á fyrirtækinu frá hruni. Fréttir voru sagðar af slæmum aðbúnaði dýra í versluninni árið 2015 og gerði Matvælastofnun at- hugasemdir við frávik á reglum um dýravelferð, meðal annars að smádýr væru drepin þar með klóróformi. Nýir eigendur hafa tekið vel til í verslunum og bætt aðbúnað dýr- anna til muna. „Það fór gríðarlegur tími í þrif hérna en hefur gengið vel síðan,“ sagði starfsmaður í versluninni við Morgunblaðið í gær. Dýraríkið ehf. tekið til gjaldþrotaskipta Páfagaukur Dýrin í Dýraríkinu fengu nýja húsbændur. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Mannbroddar -öryggisins vegna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.