Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 24

Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 24
fóru yfir götuna. Í dag gerir hún sér grein fyrir því að hún hefði ekkert getað gert. Samviskubitið er enn til staðar en Vera segir það hafa minnkað með tímanum og með því að ræða það opinskátt. Þóranna var með samviskubit yfir því að hafa ekki reynt að stoppa son sinn í því að keyra systkinin á flugvöllinn. Hún er komin yfir það núna. Það sama má segja um Oddnýju, sem dvaldi ekki lengi í þeirri hugsun að hún hefði ef- laust getað farið fyrr með drenginn til læknis. Við gerð bókarinnar gafst mæðr- unum tækifæri til þess að ræða um líðan barna og maka í kringum and- látin og árin á eftir. Einnig líðan hjá öfum og ömmum, systkinum, vinum og annarra í samfélaginu. „Ég hélt að við hefðum rætt opið um það sem gerðist þegar Árni Garðar dó. Það kom mér því á óvart þegar dóttir mín Perla, sem fæddist einu og hálfu ári eftir að Árni Garðar minn dó, sagði mér að hún hefði upp- lifað sig utanveltu þegar rætt var um slysið og vissi ekki að hverju hún mætti spyrja,“ segir Vera. Allar eru þær sammála um að þær hafi gert sitt besta til þess að vernda börnin en á köflum hafi það að lifa af daginn verið full vinna. Þær eru sammála um að það hafi reynst erfitt fyrst um sinn að svara spurningunni „Hvað áttu mörg börn?“ „Ég var mjög óörugg í fyrstu hverju ég átti að svara. Sigurjón til- heyrði ennþá fjölskyldunni og ég var feimin að segja frá því að ég ætti fimm börn og eitt dáið,“ segir Þór- anna. Þær segjast vera þakklátar fyrir að hafa búið í Eyjum þegar synir þeirra létust. „Allur bærinn tók utan um okkur fjölskyldurnar. Allir boðnir og búnir að leggja fram hjálparhönd. Banka upp á með meðlæti, blóm og engla- styttur. Samhugurinn hjálpaði mikið,“ segir Oddný og hinar taka undir það. Í bókinni koma þær inn á fram- komu gagnvart syrgjendum og segja að það þurfi í raun ekkert að segja, faðmlag eða klapp á öxlina skipti máli. Fólk eigi ekki að vera hrætt við að mæta syrgjendum og það sé óþægilegt þegar fólk láti sig jafnvel hverfa úr búðum til þess eins að þurfa ekki að mæta þeim. Mæðurnar þrjár telja sig ósköp venjulegar konur sem hafi þurft án nokkurs fyrirvara að takast á við sorgina sem fylgi því þegar einn úr fjölskyldunni sé horfinn, dáinn. Þær segja að vitneskjan um að aðrir hafi lent í svipuðu og haldið áfram að lifa hafi hjálpað þeim. „Það komu tímabil þegar ég gat ekki ímyndað mér að ég liti glaðan dag framar og það yrði aldrei gaman að gera hluti í framtíðinni sem ég gerði á meðan Elli var á lífi,“ segir Oddný. En lífið heldur áfram eins og sjá má á lýsingu Veru í bókinni: Þegar sjö ár voru liðin frá dauða Árna Garðars var það einn dag þegar ég var að búa um rúmið í svefnherberginu okkar Hjalta að það helltist allt í einu yfir mig sterk sáttar- tilfinning. Ég gat samþykkt þá staðreynd að sonur minn væri látinn. (bls. 30) Oddný, Vera og Þóranna líta björtum augum til framtíðar. Þær segjast eiga góða maka sem stutt hafi þær í bókaskrifunum, börn, barnabörn, systkini, foreldra og vini. Þær eru líka þakklátar Skálholts- útgáfunni, sem gefur bókina út, og Eddu Möller og Karítas Hrund Pálsdóttur, sem ritstýrðu bókinni. Til þess að sýna Eyjamönnum þakk- læti sitt fyrir stuðninginn var út- gáfuhóf bókarinnar haldið í Vest- mannaeyjum 2. desember að viðstöddu fjölmenni. Útgáfuhóf Skálholtsútgáfunnar verður laugardaginn 9. desember klukkan 13 í Kirkjuhúsinu á Lauga- vegi 31. „Með bókinni höfum við náð þeim tilgangi að vinna úr tilfinningum okkar vegna missis barns. Hitt markmiðið, að miðla reynslu og ráð- um til þeirra sem lent hafa í því að missa barn eða eiga eftir að lenda í því, næst vonandi með útkomu bók- arinnar.“ Sigurbjörg Yngvadóttir samdi ljóðið Tilefni eftir að Erlingur Geir bróðir hennar lést. Sigurbjörg var 19 ára þegar hún samdi ljóðið sem lýsir vel erfiðum tíma í lífi fjölskyldunnar. Ljóðið er birt í bókinni Móðir, Missir, Máttur, sem móðir Sigurbjargar er meðhöfundur að. Tilefni Áður voru dagar sem var erfitt að bíða, tími tilhlökkunar stundum lengi að líða. Spennt voru systkini fjögur, í nógu að snúast hjá foreldrum tveim. Nú þessum dögum lengi ég kvíði, vona að þeir sem fljótast líði. Söknuður á þessum stundum sárari er, gnístandi sársaukinn magnast inni í mér. Nú tími hátíðar fer óðum nær að draga, móðir mín hefur ekki úr rúmi sínu risið, í einhverja daga. Hvernig eiga jólin án litla Ella að vera, þegar sorgina er of þungt að bera? Ljóð eftir systur SORGARFERLI FJÖLSKYLDU Uppskera Bókarhöfundar og eiginmenn þeirra Steingrímur, Yngvi og Hjalti í Sagnheimum í útgáfuhófi bókarinnar. Árni Garðar Hjaltason Sigurjón Steingrímsson Erlingur Geir Yngvason Ríkharður Örn Steingrímsson Veldu milli sjö mismunandi karfa og bættu við annarri matvöru, víni eða g jafavöru. Við sjáum um pökkunina þér að kostnaðarlausu. Frábær jólag jöf til viðskiptavina eða starfsmanna. Kíktu áms.is - einfalt og fljótlegt. J Ó L A G J Ö F S Æ L K E R A N S H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Gómsætarjólagjafir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Innlent
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.