Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 32

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 17 4 6 36 4 Rekstrarland er hluti af Olís Nilfisk fæst í verslun Rekstrarlands, Vatnagörðum 10 og hjá útibúum Olís um land allt. NILFISK HÁÞRÝSTIDÆLUR VINNA VERKIÐ Á METHRAÐA Nilfisk háþrýstidælur eru til í ýmsum stærðum og styrkleikum jafnt fyrir heimili sem til iðnaðar- og fyrirtækjanota. Með öflugri háþrýstidælu vinnur þú verk á svip- stundu sem annars tæki mun lengri tíma. er að þróa með sér vandamál í lið- og vöðvakerfi líkamans. Gauti segir að á meðal þess sem sjúkraþjálfarar fáist við séu kross- bandaslit. Þau séu um 300 á hverju ári. Hann telur að meðalkostnaður við hvert slíkt óhapp sé um ein milljón króna að lágmarki. Þessi kostnaður felist í fjarveru frá vinnu, aðgerðum sem fara þarf í og vanda- málum sem fylgja í framtíðinni. Hann telur mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir þessi slys. Það sé hægt með bættri þjálfun og vitn- eskju hvers og eins um líkamlegt ástand sitt. Að þekkja réttar hreyfingar Kylfingar eru hópur sem mikið leitar í sjúkraþjálfun. „Erlendar rannsóknir sýna að um 18% kylf- inga eiga við verki eða önnur óþæg- indi að stríða sem rekja má til golf- iðkunarinnar,“ segir Gauti. Hann segir að um 3600 Íslendingar séu með áverka tengda golfi og mik- ilvægt sé að nálgast ekki málið að- eins sem einstaklingsbundin vanda- mál heldur horfa á hvernig kylfingar beri sig að á vellinum. Þeir þurfi að hreyfa sig rétt í sveifl- unni og kunna að ná stöðugleika. Yf- ir þessi atriði sé farið í tímum fyrir kylfinga hjá Sjúkraþjálfun Reykja- víkur. „Samhliða aukinni offitu og hreyf- ingarleysi er þeim sem þróa með sér sykursýki 2 að fjölga verulega. Með því að grípa inn í sjúkdómsferlið snemma er hægt að koma í veg fyrir og hægja á þróun þessa skelfilega sjúkdóms sem kostar mikla skerð- ingu á lífsgæðum, hreyfigetu og or- sakar marga sjúkdóma sem dýrt er að vinna á,“ segir Gauti. „Það hefur á síðustu árum orðið mikil aukning á komum fólks vegna álagseinkenna í öxlum, herðum og hálsi. Þetta er fólk sem vinnur við tölvur,“ segir Gauti. Hann segir að krakkar sem límdir eru tölvurnar sínar alla daga sýni líka slík ein- kenni í auknum mæli. Svo séu að skapast vandamál sem rekja megi til mikillar símanotkunar ungs fólks. „Staðan sem er á hálsinum þegar verið er að tala getur haft áhrif á öndunina,“ segur hann. „Þessi hall- andi staða þrýstir á taugar sem eiga að viðhalda taugaflæði niður í þindina þannig að krakkarnir missa hæfileikann til að ná djúpri öndun og það skapar vandamál í framtíð- inni.“ Alhliða endurhæfingarstöð  Sjúkraþjálfun Reykjavíkur flutt í ný húsakynni á Fiskislóð  12 sjúkraþjálfarar og 3 íþróttafræð- ingar  Búnaður til að mæla líkamsástand  Rétt hreyfing og þjálfun kemur í veg fyrir vandamálin Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Æfingar Hóptímar njóta vaxandi vinsælda hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Þeir eru meðal annars fyrir kylfinga og hlaupara. Nýtt húsnæði Ekki bara hefðbundin sjúkraþjálfun heldur alhliða end- urhæfingarstöð, segir Gauti Grétarsson. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Hér fer ekki bara fram þessi hefðbundna sjúkraþjálfun, heldur lítum við á þetta nýja húsnæði og þann tækjakost sem hér er sem al- hliða endurhæfingarstöð þar sem lögð er áhersla á forvarnir ekkert síður en úrræði við verkjum og meiðslum sem fólk kemur til að fá bót á.“ Þetta segir Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari sem stýrir Sjúkra- þjálfun Reykjavíkur. Um síðustu helgi flutti hún starfsemi sína í glæsileg og rúmgóð húsakynni á 2. hæðinni í Ellingsenhúsinu við Fiski- slóð. Þetta er rótgróið fyrirtæki, stofnað 1988 og þá með aðsetur á Seljavegi. Stöðin á því 30 ára afmæli í vor. Þar starfa nú 12 sjúkraþjálf- arar og 3 íþróttafræðingar auk ann- ars starfsfólks. „Heilbrigðismál framtíðarinnar snúast um fjölgun aldraðra, aukn- ingu á sykursýki 2, fjölgun stoðkerf- iseinkenna, afleiðingar tölvunotk- unar og álagseinkenni hvers konar og hreyfingarleysi,“ segir Gauti. Hann segir að í nýju endurhæfing- arstöðinni sé aðstaða, tækjabúnaður og þjálfað starfsfólk sem geti tekist á við þessi vandamál með mark- vissri þjálfun og mælingum. Bæta ástand eldra fólks „Ég hefði gjarnan viljað sjá sem innlegg í nýjan stjórnarsáttmála að stefnt væri að því að bæta líkams- ástand fólks á aldrinum 55 til 75 ára með markvissu átaki til að koma í veg fyrir að það þurfi að leggjast inn á hjúkrunarheimili í framtíð- inni,“ segir Gauti. „Við erum með þekkingu og fólk til að vinna þessa hluti.“ Hann segir að þekking á öldrun og aðferðum til að takast á við hana hafi aukist mikið á síðustu 10 til 20 árum. Það hljóti að vera markmiðið að fólk sem hættir á vinnumarkaði sökum aldurs geti átt hamingjusamt ævikvöld án þess að vera að bíða eftir plássi á hjúkr- unarheimili. En forsenda þess að nýta tækifærin sem skapast við starfslok sé að vera í góðu lík- amlegu ástandi og formi. Í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur er auk einstaklingsmeðferðar boðið upp á hópþjálfun fyrir karla og kon- ur, fyrir kylfinga og hlaupara og fleiri hópa. Einstakur tækjabúnaður stöðvarinnar nýtist við hvers kyns mælingar á líkamlegu þoli og ástandi, kröftum og þreki. Með mælingum er hægt að sjá hvort fólk Á vef Sjúkraþjálfunar Reykja- víkur segir að sjúkraþjálfun sé byggð á eðlilegri starfsemi líkamans og frávikum sem kunna að valda óþægindum. „Sjúkraþjálfarar fást við greiningu og meðferð fólks með ýmis einkenni sem tengj- ast truflun á hreyfigetu og stafa af sjúkdómum, slysum eða röngu álagi. Markmið sjúkraþjálfunar er að auka og viðhalda styrk, hreyfigetu, jafnvægi og færni sjúklings, kenna leiðir til að fyrirbyggja tap á þessum þáttum og minnka verki. Meðferð getur verið ein- staklingsbundin eða í hópum, allt eftir því hvað við á hverju sinni. Einstaklingsmeðferð felst m.a. í styrkjandi, liðk- andi og úthaldsaukandi æf- ingum, fræðslu um rétta lík- amsbeitingu og góða líkamsstöðu o.fl.“ Laga truflaða hreyfigetu SJÚKRAÞJÁLFUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.