Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 34

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu bakstursins, við hreinsum fötin Við erum sérfræðingar í erfiðum blettum BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs borg- arinnar um að hafin verði kynning og umsagnarferli að nýju deiliskipulagi á kolli Úlfarsfells. Fyrirtækið Fjar- skipti hf. (Vodafone) hefur sótt um leyfi til að setja upp fjarskiptastöð á fjallinu. Íbúðabyggð hefur þrengt að möstrum á Rjúpnahæð og Vatnsenda og mikilvægt er talið að finna hent- ugan stað fyrir útvarpssenda. Úlfarsfell liggur á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og skiptist það nokkuð jafnt á milli sveit- arfélaganna. Fjarskipti hf. hafa lagt fyrir borgina lýsingu á nýju deili- skipulagi sem unnin er af Verk- fræðistofu Bjarna Viðarssonar. Sam- kvæmt henni á skipulagsferlinu að ljúka um mitt ár 2018. Útvarpsrekstur á Íslandi hófst fyr- ir alvöru í árslok 1930 þegar Rík- isútvarpið hóf útsendingar sínar. Sendingarnar voru á langbylgju og var sendistöðin staðsett á Vatns- endahæð þar sem reist höfðu verið tvö 150 metra há stálmöstur vegna sendinganna. Seinna hófust FM- útvarpssendingar, en þær eru nú allsráðandi í útvarpsþjónustu þótt langbylgjusendingum sé enn við- haldið. Lengst af var höfuðborg- arsvæðinu að mestu leyti þjónað með sendibúnaði á Vatnsendahvarfi og Rjúpnahæð í Kópavogi. Árið 2007 var fjarskiptastöðin á Rjúpnahæð lögð niður og rifin til þess að rýma fyrir íbúðabyggð á svæðinu. Útvarpsrekstur á hrakhólum „Frá þeim tíma hefur aðstaða fyrir útvarpsrekstur á höfuðborgar- svæðinu verið á hrakhólum auk þess sem framtíð Vatnsendahvarfs sem sendistaðar er í uppnámi,“ segir í lýs- ingu vegna nýs deiliskipulags. Athygli fjarskiptarekenda hafði nokkru áður beinst að Úlfarsfelli sem heppilegum stað fyrir fjarskiptastöð, sem þjónað gæti höfuð- borgarsvæðinu öllu. Árið 2007 sendu Fjarskipti erindi til bæjarráðs Mos- fellsbæjar þar sem óskað var eftir lóð fyrir fjarskiptastöð á þeim hluta fjallsins sem liggur innan bæjar- marka Mosfellsbæjar. Árið 2009 fékk fyrirtækið Fjarski ehf, sem þá var í eigu Landsvirkjunar, stöðuleyfi fyrir lítinn fjarskiptahýsil vegna fjar- skiptaþjónustu sinnar í þágu Lands- virkjunar. Í desember 2010 sendu Fjarskipti erindi til skipulagsstjóra Reykjavíkur með ósk um viðræður við Reykjavíkurborg um lóð til fjar- skiptareksturs. Ítrekun á erindinu var send í októ- ber 2011, en þá hafði samvinna tekist með Fjarskiptum og Ríkisútvarpinu um að vinna sameiginlega að upp- byggingu á þessum stað. Í svari skipulagsstjóra var tilkynnt að ekki væri hægt að verða við því að úthluta lóð fyrr en reynsla væri kom- in á hvernig staðsetningin reyndist og bent á að sækja skyldi um bygg- ingarleyfi fyrir minni mannvirkjum til reynslu. Þetta var gert og bygg- ingarleyfi gefið út í maí 2012 fyrir litlu tækjaskýli og tveimur tréstaur- um til fjarskiptareksturs. Jafnframt var veitt framkvæmdaleyfi fyrir lögn á rafmagnsheimtaug og ljósleiðara að stöðinni. Útvarpsrekstur frá bráða- birgðastöðinni á Úlfarsfelli hófst sumarið 2012 og hefur síðan verið út- varpað þaðan fimm til sex útvarps- dagskrám. Í lýsingunni segir að fljót- lega hafi orðið ljóst að Úlfarsfellið stóð fyllilega undir væntingum sem útvarpssendistaður, en að bráða- birgðamannvirkin nægðu ekki til þess að sinna þjónustuþörfinni á full- nægjandi hátt. Í apríl 2013 var lögð fram í fyrirspurnarformi til skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur ósk Fjar- skipta hf. og Ríkisútvarpsins um heimild til þess að reisa mastur við tækjahúsið. Í bréfinu var lýst nýund- irrituðum samningi milli Rík- isútvarpsins og Fjarskipta um þjón- ustu á dreifikerfum útvarps. Í svari í ágúst 2015 var óskað eftir því að skoðaðir væru möguleikar á öðrum staðsetningarkostum áður en Úlfarsfellið fengi frekari meðhöndl- un. Einnig var óskað eftir frekari rökstuðningi fyrir því að staðsetning í Reykjavík ætti að leysa vanda í öðr- um sveitarfélögum og að skoðaðar yrðu staðsetningar í viðeigandi sveit- arfélögum til úrlausnar á vanda í þeim. Til þess að verða við þessum óskum ákváðu Fjarskipti hf. að fá óháðan aðila til þess að vinna skýrslu um mögulegt staðarval. Verkfræðistofan Mannvit vann verkið og ber skýrslan heitið „Út- varpsþjónusta á höfuðborgarsvæð- inu“, dagsett í mars 2016. Í skýrsl- unni er farið yfir stöðu mála, skoðuð dreifing útvarpsþjónustu frá tólf stöðum á svæðinu og gerður saman- burður á þeim sem dreifingarstöðum fyrir útvarp. Samkvæmt niður- stöðum skýrslunnar er staðsetning útvarpsmasturs á Úlfarsfelli áber- andi besti kosturinn. Útvarp er almannaþjónusta „Ríkir almannahagsmunir liggja í því að útvarpsþjónusta sé góð á höf- uðborgarsvæðinu. Útvarpsþjónusta er almannaþjónusta sem veitt er án endurgjalds og flestir íbúar nýta sér á hverjum degi. Efni í dagskrám út- varpsstöðva snerta flest svið mann- lífsins. Þar eru fréttir, fræðsla, um- fjöllun um málefni sem eru í deiglunni, tónlist, tilkynningar og auglýsingar. Öryggishlutverk út- varps er ennfremur mikið,“ segir í lýsingunni. Mannvirki á Úlfarsfelli, sem nauð- synleg eru vegna fjarskiptastöðv- arinnar, eru tækjahús og mastur fyr- ir loftnet. Gert er ráð fyrir því að tækjahúsið verði 60-80 fermetrar og að mastrið verði 50 metra hátt stál- grindarmastur. Þessi masturshæð er nauðsynleg til þess að tryggja pláss fyrir loftnetastæður sem tryggja dreifingu á öflugum útvarpsmerkjum margra útvarpsstöðva á þjón- ustusvæðinu. Útvarpsbylgjur frá Úlfarsfelli  Kynning og umsagnarferli vegna nýs deiliskipulags á kolli Úlfarsfells hafin  Vodafone hefur sótt um leyfi til að setja upp fjarskiptastöð  Staðsetning útvarpsmasturs á Úlfarsfelli góður kostur Ljósmynd/Verkfræðistofa BV Úlfarsfell Bráðabirgðamannvirkin og sendiloftnet þeirra séð úr lofti og er horft úr suðaustri yfir Sundin. Reisa þarf öflugri mannvirki á fjallinu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið skrifaði stærstu sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu bréf í júlí síðastliðnum. Þar sagði að Póst- og fjarskiptastofnun hefði vakið at- hygli ráðuneytisins á því að nokkur óvissa virtist ríkja um framtíð helstu sendistaða hljóðvarps og sjónvarps á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. á Vatns- endahvarfi og Úlfarsfelli. En hverju breytir það ef heimilað verður að setja upp sendistöð á Úlf- arsfelli? Því svarar Þorleifur Jóns- son, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar: „Fyrir allmörgum árum lagðist Rjúpnahæð af sem annar af tveimur mikilvægum sendastöðum á höfuð- borgarsvæðinu (hinn er Vatns- endahæð). Í framhaldi af því var reynt að nota Víðines sem fjar- skiptasendastað en það gafst ekki vel. Úlfarsfell var talið mjög hentugt sem sendastaður og með þeirri bráðabirgðaaðstöðu sem þar er nú hefur það verið staðfest. Verði heim- ild veitt fyrir þeirri aðstöðu sem nú er í ferli og vísað var til í fyrirspurn þinni, en þar er um að ræða að reist verði 50 metra hátt mastur auk stærra tækjahúss, þá má segja að búið verði að leysa þau vandamál sem urðu til við það að Rjúpnahæð lagðist af sem sendastaður. Leggist hins vegar Vatnsendahæð af sem sendastaður í framtíðinni (sem verður að teljast frekar líklegt) þarf að skoða aðrar tæknilegar lausnir til að koma megi þeim 10 sendum (dagskrám) sem þar eru fyrir í mastrinu á Úlfarsfelli. Hugs- anlega þarf að setja upp einhverja smærri senda til að ná dekkun á svæðum sem Úlfarsfell nær ekki til en Vatnsendi dekkar í dag (Suður- hlíðar í Garðabæ og Hafnarfirði til dæmis). Einnig er rétt að hafa í huga að íbúðabyggð á höfuðborgarsvæð- inu bæði þéttist og dreifir úr sér þannig að kröfur um aukna dekkun aukast sífellt.“ Þeir aðilar sem nú reka dreifikerfi fyrir útvarp eru Vodafone sem er stærst (dreifir fyrir RÚV og 365), Frequency ehf. sem dreifir fyrir Ár- vakur, Útvap Sögu o.fl., svo eru minni hljóðvarpsstöðvar sem dreifa sjálfar. Loks má nefna að Míla er hýsingaraðila á Vatnsenda og leigir því út aðstöðu þar fyrir aðra aðila. Morgunblaðið/Þorkell Vatnsendahæð Myndin er tekin um aldamótin en möstrum hefur fækkað verulega. Þau fyrstu voru reist 1930. Vatnsendi er enn mikilvægur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.