Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.2017, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Íbúum í sveitarfélaginu Árborg hef- ur fjölgað um 523 á einu ári, frá 1. desember 2016 fram til 1. desember 2017. Í nóvembermánuði fjölgaði íbúunum um 58, þeir eru nú 8.967 í allri Árborg sem telur Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakka og Sand- víkurhrepp. Fólksfjölgunin hefur kallað á mikla uppbyggingu. „Það sem af er þessu ári erum við búin að samþykkja um 380 íbúðir, allt árið í fyrra voru þær 150. Ég gæti trúað að það sé að nálgast 300 íbúðir sem er búið að taka í notkun á þessu ári,“ segir Bárður Guðmunds- son, skipulags- og byggingarfulltrúi Árborgar. „Það er búið að vera að byggja í Gráhellu sem er syðst í bænum og í Dísastaðalandi sem við köllum Austurbyggð. Síðan er það Hagahverfið við flugvöllinn og við Austurveginn, í miðbænum, þar sem er verið að byggja hátt í 50 íbúðir fyrir 50 ára og eldri.“ Bárður segir aðallega verið að byggja lítil raðhús og parhús þótt einbýlishús og fjölbýlishús sjáist líka. Í Austurbyggðinni er mest byggt af litlum raðhúsíbúðum, um 70 fm án bílskúrs, sem verið er að selja á 20 til 25 milljónir. Fólk virðist mik- ið vera að leita að slíkum eignum, að sögn Bárðar. Mikið er byggt af timb- urhúsum. „Við erum á upptakasvæði Suðurlandsskjálftans og þau standa betur í hristingi. Í Árborg hefur allt- af verið timburhúsamenning.“ Grunnskólabygging á dagskrá Búið er að skipuleggja um 500 til 600 íbúðir í Björkulandi þar sem líka verður byggður grunnskóli og leik- skóli. Bárður býst við að farið verði að byggja á því svæði eftir tæp tvö ár. „Það er verið að gera deiliskipu- lagið núna og við reiknum með að klára það á næsta ári. Sennilega verður byrjað á að byggja grunn- skólann og gera byggingarhæfar lóðir í kringum hann. Annars er enn þá eitthvað af lausum lóðum í eign einkaaðila í Hagalandi og Aust- urbyggð og þá eru einkaðilar með Árbakkann, byggð fyrir sunnan sjúkrahúsið sem teygir sig austur að golfvellinum. Þar er tilbúið skipulag og hluti af innviðum kominn og þar gæti verið byrjað að byggja á næsta ári. Þá er verið að byggja 70 her- bergja hótel við Eyrarveg 11.“ Bárður segir að þau hafi farið að finna fyrir fjölguninni í sveitarfé- laginu í fyrravetur en síðan hafi það bara aukist og aukist. „Það er stutt í að það verði lóðaskortur hérna. Ef þessu heldur svona áfram eins og hefur verið. Það er líka verið að byggja á Stokkseyri og Eyrarbakka og allt selst hratt og vel.“ Bárður hefur verið skipulags- og byggingarfulltrúi á Selfossi síðan 1985 og hann man ekki eftir öðru eins. „Þetta er algjörlega for- dæmalaust og hefur verið mikill álagstími að undanförnu, við erum hálfbugaðir hérna,“ segir hann kankvís. Fagnar fjölguninni Ásta Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Árborgar, segir þá sem hafa flust í sveitarfélagið að undanförnu skiptast í þrjá hópa: ungt fólk í fyrstu kaupum, fjöl- skyldur sem þurfa að stækka við sig húsnæði og ráða ekki við það á höf- uðborgarsvæðinu og eldra fólk sem er að selja stærri eignir og losa um pening með því að fara í minna og ódýrara húsnæði. Ásta segir þá sem hafa flutt á svæðið mikið keyra á höfuðborgarsvæðið til vinnu en einn- ig hafi störfum á Suðurlandi í þjón- ustu og í kringum ferðamennsku fjölgað. Þá sé rífandi gangur í bygg- ingarbransanum, iðnaðarmenn standi ekki aðgerðalausir. Ágætlega hefur gengið að takast á við þessa hröðu fjölgun íbúa að sögn Ástu. „Það tekur auðvitað í í ýmsum þjónustuþáttum eins og leik- og grunnskólum. Við erum að undirbúa núna fyrir næsta ár að stækka hjá okkur einn leikskóla og svo erum við að vinna í lausnum varðandi grunn- skóla og erum jafnframt byrjuð á undirbúningi á nýjum grunnskóla.“ Um 1.200 grunnskólanemendur eru nú á Selfossi og er hver fermetri í skólunum tveimur sem þar eru vel nýttur að sögn Ástu. „Við erum mjög glöð með að fá allt þetta fólk til okkar, það er gaman að fólk vilji búa hérna og segir okkur að þjónustan sem við veitum er góð. Ég á von á því að það muni halda áfram að fjölga fram á næsta ár enda er mjög mikið af íbúðum í byggingu.“ Spurð hvort þau hafi lent í ein- hverjum vandræðum vegna fólks- fjölgunar segir Ásta það snúa að- allega að leikskólunum, þar hafi myndast biðlistar í haust, ólíkt því sem áður var. Hún segir ekki nægan stuðning við sveitarfélög sem stækka svona hratt hér á landi og vísar til Noregs þar sem jöfn- unarsjóður greiðir framlag til sveit- arfélaga í örum vexi. „Það er ekkert slíkt hér og það er líka of lítið tillit tekið til þess í núgildandi reglum jöfnunarsjóðs þegar sveitarfélög sameinast og verða fleiri en einn byggðarkjarni. Það vantar að bæta inn í stuðningi við sveitarfélög sem eru með marga byggðarkjarna.“ Hröð fólksfjölgun í Árborg  Búið að samþykkja um 380 íbúðir það sem af er ári  Voru 150 allt árið í fyrra  Byggingarfulltrúi man ekki eftir öðru eins  Spurn eftir litlum rað- og parhúsum  Stutt í lóðaskort ef fram heldur Morgunblaðið/Hari Uppbygging Byggingarkrana er víða að sjá á Selfossi en íbúum þar hefur fjölgað hratt síðasta árið. Fasteignasalar á Selfossi kvarta ekki að sögn Þorsteins Magnússonar, fasteignasala hjá Fasteignasölunni Árborgir. „Þetta er búið að vera mjög gott. Við erum að selja mikið af smærri íbúðum í raðhúsum, en svo hefur verið að aukast salan bæði í parhúsum og ein- býlishúsum. Árið er búið að vera mjög gott en undanfarin ár hafa verið góð líka,“ segir Þorsteinn. Spurður hverjir séu að flytja í bæinn segir Þorsteinn það vera Reykvíkinga en líka mikið uppalda Selfyssinga sem séu búnir að mennta sig og flytji nú aftur heim með fjölskyld- una. Nokkuð sé um að eldra fólk selji eignir á höfuðborg- arsvæðinu og flytji á Selfoss „Í Gráhellum voru 70 íbúðir seld- ar í raðhúsum og stór hluti af þeim sem keyptu er fólk 60 ára og eldra sem var að minnka við sig í Reykjavík.“ Þorsteinn segir lítið vera til sölu á Selfossi, í Hveragerði og Þorlákshöfn og flest allt sem kemur inn seljist á tiltölulega skömmum tíma. „Ég sé ekki lát á þessu.“ Hefur verið mjög gott FASTEIGNASALI ÞG verk byggja nú þrjú fjölbýlishús á Selfossi, með samtals 57 íbúðum. Fyrsta húsið er í byggingu, 23 íbúða fjölbýlishús, og fara íbúðir í því í sölu í byrjun næsta árs og er afhending áætluð með haustinu. Sindri Már Guðbjörnsson, bygg- ingarstjóri ÞG verka á Selfossi, segir að nú þegar séu farnar að berast fyr- irspurnir um íbúðirnar sem eru í byggingu. „Það er mikill áhugi. Þetta er fyrsta fjölbýlishúsið sem við byggj- um á Selfossi og við erum að horfa til framtíðar því þetta er fyrsta verkið þar sem við tökum heildstæða nálgun á rafbílavæðinguna á Íslandi,“ segir Sindri Már en hleðslustöðvar fyrir rafbíla verða strax settar upp á bíla- plönum húsanna. „Við húsið sem við erum að byggja núna verða til að byrja með hleðslustæði fyrir sex bíla en hægt verður að bæta við fleirum eftir því sem þarf. Húsfélagið mun síðan reka hleðslustöðvarnar og að- eins íbúar í húsinu hafa aðgang að þeim.“ Sindri Már nefnir aðra nýjung í sambandi við bygginguna en baðher- bergiseiningarnar koma allar tilbúnar frá Litháen, smíðaðar eftir norskri hönnun, og verða hífðar inn í íbúð- irnar. „Einingarnar eru framleiddar við bestu aðstæður og tryggja mjög góðan frágang.“ Morgunblaðið/Hari Selfoss stækkar Fjölbýlishús sem ÞG verk byggir nú í Hagahverfinu. Byggja þrjú fjölbýlis- hús með 57 íbúðum  Rafhleðslustöðvar verða við hvert hús Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.