Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 40

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 40
Herra ORTLES GTX Kr. 74.9 Ortles herra og dömu úlpurnar eru hannaðar fyrir krefjandi aðstæður eins og fjallgöngur, ísklifur og skíða- og jöklaferðir. PRO 90.- VERSLUN SALEWA LAUGAVEGI 91 Dömu ORTLES 2 GTX PRO Kr. 74.990.- Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þetta var gaman en ekki síður mik- ilvægt, þetta er í fimmta sinn sem Reykjavíkurborg færir Þórshöfn jólatré,“ segir Líf Magneudóttir, sem fór sem staðgengill borgar- stjóra til að afhenda tréð. Líf er for- seti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Líf segir ekki vera mikið um tré í Færeyjum, þetta sé ekki bara þakk- lætisvottur, heldur líka tákn um góð samskipti á milli Þórshafnar og Reykjavíkur. Hefðinni var komið á fyrir fimm árum en tengist líka vest- norræna sjóðnum. Líf segir Reykja- víkurborg líka gefa tré til Nuuk á Grænlandi. Í ár hafi verið kveikt ljós á trénu þar í annað sinn. Þessar þrjár borgir, Reykjavík, Þórs- höfn og Nuuk, séu í samstarfi og vest-norræni sjóðurinn sé þeirra samstarfs- vettvangur. „Það voru þús- undir manna þarna á Vaglinum í Þórshöfn. Örugglega fleiri en á Austurvelli þegar við tendruðum ljósin á Óslóar- trénu. Þetta var bara svolítið magn- að, þarna hefst jólahátíðin hjá Fær- eyingum. Öll börn koma þarna og það er mikið gert úr þessu, mjög há- tíðleg stund, þannig að þetta hefur sess hjá fólkinu. S. Björn Blöndal átti að fara til Nuuk til að vera við tendrun ljósanna á jólatrénu þar, en hann varð veðurtepptur, þannig að þau tendruðu það bara sjálf,“ segir Líf. Hún segir að í fyrra hafi tréð a.m.k. verið fallega skreytt með norðurljósin í baksýn og að það hafi verið ævintýri líkast að horfa á. Þykir vænt um Óslóartréð Líf segir að Reykvíkingum þyki vænt um Óslóartréð. Nú sé það fengið úr Noregslundi í Heiðmörk, en Óslóarbúar eiga þann lund. Þórshafnarbúar skreyttu tréð sitt fallega með stjörnu á toppnum mið- að við heldur látlausari skreytingu á Óslóartré Reykvíkinga, sem virðist eins ár frá ári. „Við erum bara svo nýtin hérna í Reykjavík en þetta er frekar nýtt í Færeyjum,“ telur Líf að gæti verið ástæðan. Ljósmynd/Reykjavik.is Þórshöfn Reykjavíkurtréð í Þórshöfn í Færeyjum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reykjavík Óslóartréð á Austurvelli, úr Heiðmörk. Kveikt á glæstu Reykja- víkurtré á Vaglinum  Nýtnir Reykvíkingar með minna skreytt Óslóartré Líf Magneudóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Það heyrir til undantekninga að sérfræðilæknar innheimti gjald fyrir þjónstu sem þeir veita sjúk- lingum í gegn um síma eða með rafrænum samskiptum. Sem dæmi má nefna að aðeins einn af 56 læknum sem hafa stofur hjá Læknasetrinu í Mjódd innheimtir gjald fyrir fjarþjónustu. Heimild um að innheimta gjald fyrir fjarþjónustu og rafræn sam- skipti var tekin upp í samningum Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands í lok árs 2013. Í reglugerð kemur fram að sjúklingurinn sjálfur skuli greiða gjaldið án niðurgreiðslu ríkisins. Kristján Guðmundsson, formað- ur samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur, lítur á þessa heimild sem viðurkenningu á þjónustu sem sérfræðilæknar eru að veita sjúk- lingum. Telur hann algengt að þegar læknar hafi lokið viðtölum dagsins bíði þeirra 10 til 20 beiðnir um að hringja til sjúklinga og reyni þeir að sinna því eftir bestu getu. Kristján telur að læknar noti þessa heimild afar lítið. Það sé fyrst og fremst vegna vandræða við innheimtu gjaldsins. Nefnir að það kosti 400 krónur að búa til greiðsluseðil til að innheimta þær 2.000 krónur sem gjaldskráin heimilar. Þá kosti vinnu að upp- fylla þau skilyrði sem eru fyrir innheimtunni. Beiðni um fjarþjón- ustuna þarf að koma frá sjúklingi, upplýsa þarf hann um kostnað og gjaldfæra samskiptin sérstaklega í sjúkraskrá. Ekki er heimilt að inn- heimta gjald fyrir samskipti sem eiga sér stað í þrjá mánuði, í fram- haldi af viðtali og skoðun. Bíða eftir einfaldari lausn Kristján lítur svo á að innheimta eigi gjald fyrir fjarþjónustu þegar læknirinn leysir vandamál sjúk- lingsins í gegn um síma og það komi í stað viðtals á stofu. Hann telur að læknar almennt bíði eftir einfaldari greiðslulausn, til dæmis með nýju kerfi, heilsu- vera.is, sem tekið hefur verið í notkun á heilsugæslustöðvum. Sjaldan greitt fyrir símtöl  Sérfræðilæknar hafa heimild til að innheimta 2.000 kr. fyr- ir fjarþjónustu  Lítið nýtt vegna fyrirhafnar við innheimtu Morgunblaðið/Eggert Þjónusta Ríkið niðurgreiðir ekki gjald sem læknar innheimta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.