Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 44

Morgunblaðið - 07.12.2017, Side 44
44 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Börn á leikskólanum Krógabóli á Akureyri nota spjaldtölvur reglu- lega við málörvun af ýmsu tagi og hefur það gefist mjög vel að sögn verkefnastjóra í skólanum. Leik- skólinn hefur tvívegis fengið mynd- arlegan styrk úr Sprotasjóði, alls þrjár og hálfa milljón króna, til þró- unarstarfs í læsi og snjalltækni og á dögunum var opnuð vefsíðan Snjall- tækni í leikskólastarfi sem er af- rakstur þróunarstarfsins.    Íris Hrönn Kristinsdóttir, verk- efnisstjóri og Anna R. Árnadóttir, leikskólastjóri Krógabóls, eru afar ánægðar með hvernig til hefur tek- ist. Þær segja verkefnið hafa vakið töluverða athygli og aðrir leikskólar sýnt því áhuga. „Við höfum tekið á móti hópum víða af landinu, sem hafa viljað kynna sér verkefnið,“ segir Íris við Morgunblaðið.    Stundum er haft á orði að snjall- tæki séu beinlínis af hinu vonda, þegar börn eiga í hlut, en starfs- menn Krógabóls eru sannarlega á öðru máli. „Við ætlum ekki að vera snjalltækjaskóli heldur er þetta við- bót; spjaldtölvan er eins og bókin eða kubbarnir. Við veljum verkefni handa krökkunum og veltum svo fyrir okkur hvernig best er að vinna þau. Stundum notum við kubbana, stundum snjalltækin eða förum út. Notum þau áhöld hverju sinni sem henta best,“ segir Anna.    Verkefnið hefur verið í þróun frá 2014 og miðar að því að efla málrækt í leikskólanum og nýta snjalltækni á skapandi hátt. Þær segja læsi og málörvun í raun undirstöðu leik- skólastarfs, unnið hafi verið á marg- víslegan hátt að þeim þáttum en áhugi hafi verið á því á Krógabóli að gera starfið markvissara. Eitt leiddi af öðru og þannig hófst verkefnið með snjalltæknina. „Við notum snjalltæki til að örva börnin, ýta undir ímyndunarafl þeirra og sköpun. Þau átta sig á því að spjaldtölvan er gott tæki til þess að læra af, ekki bara til þess að spila einhverja leiki. Börnin eru notendur, ekki bara neytendur,“ sagði Íris.    Börnin á Krógabóli hafa gaman af því að búa til sögur, að sögn Önnu og Írisar. Bæði endursegja þau sög- ur sem lesnar eru fyrir þau, eða semja sínar eigin. „Við vinnum til dæmis með þjóðsögurnar og þá fer mesti tíminn í undirbúning; þau búa til bakgrunn og persónur, læra sög- una og loks er tekið upp myndband. Það er endahnúturinn en áður hafa þau lært heilmikið.“    Þær segja starfsfólk leikskólans ekki hafa síður gott og gaman af tæknivæðingunni, enda ekki allir vanir tölvum. „Hlutverk verkefn- isstjórans skipti sköpum,“ segir Anna. „Allir gátu leitað til Írisar og hún lét alla gera ákveðin verkefni.“    Verkefnið var unnið í góðu sam- sarfi við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. „Þrír starfs- menn þar unnu náið með okkur; Rannveig Oddsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir og Þóra Rósa Geirs- dóttir, og ástæða er til að þakka þeim sérstaklega fyrir,“ sagði Íris.    Nýverið var styrkjum úthlutað úr Menningar- og viðurkenning- arsjóði KEA í 84. skipti, alls 15 millj- ónum til 64 aðila. Úthlutað var til margvíslegra verkefna; í flokknum menningar- og samfélagsverkefni fóru 2,6 milljónir í 20 verkefni, jafn- mörg fengu samtals 7,5 milljónir í flokki íþrótta- og æskulýðsmála, auk þess sem 13 ungir afreksmenn fengu samtals tæpar tvær milljónir, og styrkir til rannsókna- og mennta- mála voru samtals 3 milljónir króna.    KEA hefur keypt rúmlega 7% hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu Saga Travel á Akureyri og kemur inn í félagið sem nýr hluthafi ásamt fjárfestingasjóðnum Eldey, skv. frétt á heimasíðu KEA í gær. „Sam- hliða innkomu þessara aðila festi Saga Travel kaup á Geo Iceland sem hefur sérhæft sig í dagsferðum frá Reykjavík. Saga Travel hefur hing- að til aðallega sérhæft sig í upplif- unarferðum á Norðurlandi en hefur nú haslað sér völl á suðvesturhorni landsins með kaupum á Geo Iceland. Stöðugildi hjá Saga Travel eru að meðaltali um 20, þar af 16 á Ak- ureyri þar sem höfuðstöðvar og sölu- skrifstofa félagsins er staðsett.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjöll málrækt Nemendurnir Baldur Máni Hreiðarsson og Hrafndís Jana Gautadóttir æfa sig. Íris Hrönn Krist- insdóttir verkefnastjóri er til vinstri, þá Anna Árnadóttir leikskólastjóri og Lilja Valdimarsson leikskólakennari. Skapandi mál- örvun með snjalltækjum Skapti Hallgrímsson Leppalúði Baldur Máni og Hrafndís Jana hlusta hér á orðið Leppalúði lesið í tölvunni og finna í framhaldinu réttu stafinu til að skrifa orðið sjálf. Skrímsli Bríet Rut Sveinsdóttir, til vinstri, og Rakel Vignisdóttir með skrímslabókina og heimatibúin skrímsli, úr smiðju nemenda og kennara. Aðeins kr. 7.860 – Pantaðu jólaáskriftina á rit.is/askrift eða í síma 578 4800 Tvö glæsileg blöð í jólapakkann og fimm tölublöð inn um lúguna yfir árið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.