Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 50
50 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 UMBOÐSAÐILI RAY•BAN Á ÍSLANDI Gríðarmiklir skógar- og kjarreldar geisa nú í Kaliforníu í Bandaríkjunum og berjast yfir 1.000 slökkviliðsmenn við eldhafið, oft við afar erfiðar aðstæður. Er eldurinn sagður breiðast nokkuð hratt yfir vegna óhagstæðra veðurskilyrða á svæðinu, en gróður þarna er mjög þurr og því afar mikill eldsmatur. Ríkisstjóri Kali- forníu, Jerry Brown, hefur beðið fólk um að vera reiðubúið að yfirgefa heimili sitt með skömmum fyrirvara, en um 30 þúsund manns hafa þegar yfirgefið hættusvæðið. Þá greinir fréttaveita AFP frá því að minnst einn hafi látið líf- ið í hamförunum. Meðfylgjandi er mynd af slökkviliðs- manni í eftirlitsferð um íbúðarhverfi. AFP Mikið eldhaf ógnar mannslífum og eignum Minnst 21 almennur borgari er sagð- ur hafa fallið í loftárás rússneskra orrustuþotna í gær á þorp austan við fljótið Efrat í austurhluta Sýrlands. Er það fréttastofa Reuters sem greinir frá og vitnar í mannréttinda- hreyfinguna Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgist með stríðinu þar í landi. Árásin er sögð hafa átt sér stað skammt frá borginni Deir al-Zor, sem finna má nærri landamærum Íraks. Átti hún að styðja við aðgerðir bandalags kúrdískra og arabískra hreyfinga, sem nefnist Sýrlensku lýðræðisöflin (SDF), gegn sveitum Ríkis íslams. En vígamenn gerðu í seinustu viku árás á þorpið. Ekki var í gær ljóst hversu margir vígamenn létust í loftárás rúss- neskra sveita, en mannréttinda- hreyfingin segir sýrlenska herinn og bandamenn hans hafa „útrýmt“ vígamönnum Ríkis íslams á svæðinu- vestan við Efrat-fljót. Þá hafa einnig borist fregnir af mikilli sigurgöngu liðsmanna YPG, sem er vopnaður hópur Kúrda, innan austasta hluta héraðsins Deir al-Zor. Eru þeir sagðir hafa unnið stórsigur á Ríki íslams þar nýverið. Í höndum Rússlands Bandaríkin og Frakkland hvetja nú Rússa til þess að beita sér fyrir því að ríkisstjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta taki virkan þátt í friðarviðræðum í Genf, svo binda megi enda á styrjöldina í Sýrlandi. „Við höfum sagt Rússum að það sé mjög mikilvægt að sýrlenska stjórn- in verði við borðið og taki þátt í þess- um viðræðum og um leið um- ræðunni,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi sem haldinn var í Brussel í Belgíu. „Það er í höndum Rússa að koma þeim að borðinu.“ Þá greinir Reuters einnig frá því að komi fulltrúar sýrlenskra stjórn- valda ekki að samningaborðinu yrði það „mjög vandræðalegt“ fyrir ráða- menn í Kreml. Sprengjur féllu á þorp  Mjög hefur fjarað undan Ríki íslams AFP Átök Stjórnarhermaður horfir yfir Deir Ezzor eftir að loftárás var gerð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.