Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 52

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 52
52 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is Skoðið glæsilegt úrval á carat.is Sendum frítt um allt land Ekkert jólastress Hjá okkur er opið allan sólarhringinn á www.carat.is HÁLSMEN – ARMBÖND – HRINGIR – EYRNALOKKAR BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Sú ákvörðun Donalds Trump Banda- ríkjaforseta að viðurkenna formlega Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja sendiráð Bandaríkjanna þang- að gæti valdið ólgu í Miðausturlönd- um, leitt til nýrrar hrinu ofbeldis, grafið undan tilraunum Bandaríkja- stjórnar til að ná friðarsamningum milli Ísraela og Palestínumanna og skaðað tengsl Bandaríkjanna við samstarfsríki þeirra í heimshlutan- um. Þetta er mat embættismanna í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og stjórnvalda í mörgum öðrum löndum. Trump ákvað að virða þessar við- varanir að vettugi og efna loforð sem hann gaf í kosningabaráttunni í fyrra. Þar með vék hann frá stefnu sem bandarísk stjórnvöld hafa fylgt síð- ustu áratugi í deilu Ísraela og Palest- ínumanna um Jerúsalem sem gyðing- ar, kristnir menn og múslímar líta á sem helga borg. Hún hefur verið eitt af erfiðustu deilumálum Ísraela og araba og torveldað mjög friðarsamn- inga. Stjórnvöld í Ísrael fögnuðu ákvörð- un Trumps, sögðu hana sögulega, en fulltrúi Palestínumanna í Bretlandi lýsti henni sem „stríðsyfirlýsingu“ og „kossi dauðans“ fyrir friðarviðræður sem byggðust á tveggja ríkja lausn- inni svonefndu. Palestínumenn hafa krafist þess að Austur-Jerúsalem verði höfuðborg ríkis þeirra þegar fram líða stundir. Bandarísk stjórn- völd hafa fylgt þeirri stefnu að leysa eigi deiluna um Jerúsalem í friðarvið- ræðum, eins og kveðið er á um í samningi Ísraela og Palestínumanna frá árinu 1993. Innlimunin brot á þjóðarétti Ekkert ríki er með sendiráð í Jerú- salem núna. Allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna samþykkti árið 1947 áætlun um skiptingu Palestínu í tvö ríki, gyðinga og araba, og samkvæmt henni átti Jerúsalem, Betlehem og nálægir helgistaðir að vera undir stjórn alþjóðasamtakanna. Gyðingar samþykktu áætlunina um skipting- una en arabaríki höfnuðu henni og hófu stríð gegn Ísrael eftir að ríkið var stofnað árið 1948. Þegar átökun- um lauk ári síðar tilheyrði austurhluti borgarinnar Jórdaníu en vestur- hlutinn Ísrael. Ísraelar hernámu austurhlutann í sex daga stríðinu 1967 og síðan hefur öll borgin verið undir stjórn Ísraels. Austurhlutinn var innlimaður í landið árið 1980 með lögum þar sem Jerúsalem var lýst sem „eilífri og óskiptri höfuðborg Ísr- aels“. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fordæmdi innlimunina, sagði hana vera brot á þjóðarétti, og sam- tökin hafa aldrei viðurkennt hana. Eftir innlimunina hafa borgarmörk Jerúsalem verið færð út með lögum sem samþykkt hafa verið á þingi Ísr- aels. Alls búa um 200.000 gyðingar á svæðum sem Ísraelar hafa lagt undir sig í austurhluta Jerúsalem. Samein- uðu þjóðirnar líta á landtökubyggð- irnar sem brot á þjóðarétti en Ísrael- ar neita því. Með því að viðurkenna Jerúsalem formlega sem höfuðborg Ísraels gæti Trump styrkt Ísraela í deilunni um landtökubyggðirnar. Fyrir innlimunina voru Holland og tólf ríki Rómönsku Ameríku með sendiráð í vesturhluta Jerúsalem en sendiráð Bandaríkjanna hefur alltaf verið í Tel Avív. Eftir innlimunina fluttu öll ríkin þrettán sendiráð sín til Tel Avív. Nokkur lönd, þeirra á meðal Bandaríkin, eru með ræðismanns- skrifstofu í vesturhluta Jerúsalem. Kveðst styðja stofnun Palestínuríkis Þing Bandaríkjanna samþykkti ár- ið 1995 lög þar sem kveðið er á um að viðurkenna eigi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og flytja eigi sendi- ráðið þangað. Bandaríkjaforseti fékk þó heimild til að fresta gildistöku ákvæðisins vegna öryggishagsmuna landsins og forverar Trumps hafa nýtt þessa heimild og frestað gildis- töku ákvæðisins með hálfs árs milli- bili. Trump gerði það einnig í júní. Forsetinn útskýrði ákvörðun sína í ræðu sem hann flutti í gærkvöldi. Hann sagði m.a. að leysa bæri deiluna um borgarmörk Jerúsalem í samn- ingaviðræðum um framtíðarstöðu borgarinnar og að Bandaríkjastjórn styddi óbreytta stöðu Musteris- hæðarinnar, helgistaðar gyðinga, kristinna manna og múslíma. Hann lýsti því einnig yfir að hann styddi stofnun Palestínuríkis ef samkomu- lag næðist um það, en hann hafði áður neitað að gera það, að sögn The Wall Street Journal. António Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að ákvörðun Trumps græfi undan tveggja ríkja lausninni og samræmd- ist ekki ályktunum Sameinuðu þjóð- anna um að deilan um framtíðarstöðu Jerúsalem yrði leidd til lykta með samningum milli Ísraela og Palest- ínumanna. Bandarískir embættismenn segja að með því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels sé Trump að „viðurkenna veruleikann“. Þeir segja að það taki nokkur ár að flytja sendi- ráðið til Jerúsalem, því að velja þurfi lóð fyrir það, huga að öryggis- ráðstöfunum, hanna og fjarmagna bygginguna áður en framkvæmdirn- ar geti hafist. Samningaumleitanir fyrir bí? Margir leiðtogar annarra ríkja vör- uðu við því að ákvörðun Trumps gæti valdið mikilli ólgu meðal múslíma í Miðausturlöndum og bandaríska utanríkisráðuneytið tók þær viðvar- anir alvarlega. Starfsmönnum banda- rískra sendiráða var sagt að vera við- búnir mótmælum og bandarískum ríkisstarfsmönnum og fjölskyldum þeirra var bannað að ferðast til Jerú- salem og Vesturbakkans vegna hættu á að þau yrðu fyrir árásum. Donald Trump lýsti sér sem af- burðasnjöllum samningamanni í kosningabaráttunni og sagði þegar hann ávarpaði allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna í september að hann væri að vinna að „alerfiðasta samn- ingnum“, þ.e. friðarsamningi milli Ísraela og Palestínumanna til að binda enda á 70 ára erjur þeirra. Hon- um hefur verið lýst sem „samningi aldarinnar“. „Ég tel að við séum í góðu færi – ef til vill betra en nokkru sinni fyrr,“ sagði Trump í ræðunni og kvaðst ætla að gera allt sem hann gæti til að tryggja slíkan samning. Tengdasonur Trumps, Jared Kush- ner, og aðalsamningamaður forsetans, Jason Greenblatt, hafa stjórnað þess- um samningaumleitunum. Hermt að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, gegni lykilhlutverki í við- ræðunum og Sádar leggi fast að Mahmoud Abbas, forseta heima- stjórnar Palestínumanna, að fallast á nýja friðaráætlun. Lítið er vitað um nýju tillögurnar en sagt er að þær feli meðal annars í sér að Palestínumenn fái yfirráð yfir dreifðum svæðum á Vesturbakkanum, sem verði umlukin landsvæðum Ísraels, og einu úthverfi í Austur-Jerúsalem, Abu Dis. Konungur Sádi-Arabíu var á meðal leiðtoga arabaríkja sem fordæmdu ákvörðun Trumps. Ráðgjafi Abbas, Nabil Shaath, sagði að yfirlýsing Trumps í gær myndi binda enda á draum hans um „samning aldarinn- ar“. „Koss dauðans“ fyrir frið?  Trump viðurkennir Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels  Palestínumenn segja ákvörðun forsetans gera draum hans um „samning aldarinnar“ að engu  Sögð geta leitt til ólgu og hrinu ofbeldis TEL AVÍV Nablus Jenín Betlehem Hebron Ramallah Jeríkó Austur- Jerúsalem Vestur- Jerúsalem Í S R A E L DAUÐA- HAF 10 km Ísrael, Jerúsalem og Vesturbakkinn Borgarmörk Jerúsalem „Græna línan“ Landamærin árið 1949 Múr Ísraela á Vesturbakkanum Hefur verið reistur Í byggingu Svæði sem lúta yfirráðum Palestínumanna að hluta eða að öllu leyti Landtökubyggðir gyðinga Ísraelar segja að Jerúsalem sé óskipt höfuðborg Ísraels en Palestínumenn segja að hún eigi að vera höfuðborg ríkis þeirra þegar fram líða stundir. Öll sendiráðin í Ísrael eru í Tel Avív núna, alls 86 Skýringartexti fyrir Vesturbakkann Útvarðarstöðvar gyðinga Svæði á Vesturbakkanum undir stjórn Ísraela JÓ RD A N ÍA SÝ RL A N D Í S R A E L Gaza- svæðið Vestur- bakkinn G ól an - hæ ði r JERÚSALEM LÍBANON 50 km Heimildir: peacenow.com/B’Tselem/GoogleMap/Openstreetmap VESTURBAKK INN AFP Umdeild yfirlýsing Donald Trump tilkynnti í gærkvöldi að Bandaríkin myndu viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, fyrst ríkja heims. Ákvörðunin gagnrýnd » Leiðtogar Sádi-Arabíu, Egyptalands, Jórdaníu, Evr- ópusambandsins, Frakklands, Þýskalands og Tyrklands réðu Trump frá því að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísr- aels áður en hann tilkynnti ákvörðun sína í gær. » Forseti Tyrklands sagði að ákvörðun Trumps yrði vatn á myllu hryðjuverkamanna og hótaði að slíta stjórnmála- sambandi við Ísrael. » Stjórnvöld í Sádi-Arabíu sögðu ákvörðunina „smánar- lega ögrun við múslíma“. » Frans páfi hvatti öll ríki til að virða óbreytta stöðu Jerúsal- em í samræmi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.