Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 57

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 57
UMRÆÐAN 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Landsmenn eru al- mennt orðnir þreyttir á langsóttum áherslum víða í póli- tíkinni og kalla eftir ríkisstjórn til stöðu- leika, framfara og ör- yggis í okkar gjöfula landi. Sú ríkisstjórn verð- ur að vera framsýn og kröftug til verka og taka á mikilvægum efnahagsmálum með faglegum og ábyrgum hætti sem og að hér dafni ekki á ný svip- að viðskiptaumhverfi og var fyrir hrun. Samhliða þarf að bæta úr mis- vægi til launa og ýmsum málum er varða mikilvæga innviði samfélags- ins og fleiru sem betur má fara víða í kerfinu. Margir eru ósáttir við að ekki hefur tekist að ná tökum á þensl- unni t.d. varðandi húsnæðismál og fleiri þáttum. Fé hefur streymt úr lánastofnunum til hinna ýmsu fjár- festingahópa. Vonandi eru tryggingar fyrir þessum lánum eins og krafa er gerð um hjá einstaklingum svo lánin lendi ekki á almenningi ef illa fer eins og var við hrunið með ýmsum hætti t.d. með skertum lífeyrisrétt- indum og fleiri áföllum. Eftir hrunið 2008 vantaði meiri festu hjá stjórnvöldum og víðar í kerfið til að vernda almennt launa- fólk, minni fyrirtæki og fleiri fyrir hrammi fjármagnsins sem var með heljartök á flestum innviðum sam- félagsins. Hópur fólks missti allt sitt sparifé við hrunið, húseignir sem annað meðan aðrir gátu ávaxtað sitt sparifé verðtryggt með ríkis- ábyrgð. Íbúða- og námslán sem stökk- breyttust eftir hrun liggja enn þungt á mörgum fjölskyldum. Skuldir hækka hjá láglaunahóp- um, en minnka hjá þeim sem betur standa og hafa getað nýtt sér sértæk úrræði stjórn- valda, t.d. séreigna- sparnað skattfrítt til íbúðarkaupa. Þarna þarf að huga betur að heildinni, t.d. varðandi nefnd lán og ýmsum öðrum þáttum við fyrstu íbúðarkaup. Lækka þarf vexti og taka út og endurskoða vissa uppfærsluliði sem skrúfa upp verðtryggð lán með okurvöxtum. Efla þarf á landsvísu heilsugæslu og spítala og klára sem fyrst bygg- ingu hátæknisjúkrahúss á hent- ugum stað á höfuðborgarsvæðinu með hágæðaendurhæfingarplássi. Samhliða þarf að stórefla bygg- ingu þjónustuíbúða á hagstæðu verði með aðkomu ríkisins, sveitar- félaga og lífeyrissjóða. Með slíkri uppbyggingu myndi álag á sjúkrahúsin minnka og fram- boð á íbúðarhúsnæði aukast fyrir ungt fólk í grónum íbúðahverfum. Margir urðu hissa að heyra frétt í vor varðandi fyrirkomulag á inn- kaupum lyfja og háu verði til spít- alanna sem bitnað hafi jafnvel á heilsu sjúklinga. Samkvæmt frétt- inni hafa verið lögð fram tvö frum- vörp til að breyta þessu fyrir- komulagi, en þau dagað uppi í kerfinu. Ef þetta er rétt, þá er það ekki boðlegt gagnvart sjúklingum. Aðhald í rekstri þarf að bæta svo sömu rekstraraðilar geti ekki aftur og aftur farið með rekstur í þrot og stundað kennitöluflakk út og suður. Skattayfirvöld, ASÍ og fleiri tala um að samfélagið verði af hundrað milljörðum eða meiru á ári hverju vegna þessa. Ferðageirinn vex umfram mót- tökugetu á vissum svæðum þannig að náttúruperlur eru víða að bera skaða af. Þarna vantar frekari úr- bætur hjá stjórnvöldum og þeim sem að koma sem og betra skipulag vegna tíðra slysa á ferðamönnum, þarfar vegabætur og fleira. Eðlilegt er að sett verði á komu- gjöld á flug- og skipafarþega sem og nýtingargjald á þá sem fjölnota ferðamannastaði og jöfnuður til gjalda. Á móti komi góð aðstaða á þekktum ferðamannastöðum og víðar sem og víðtækara aðhald/ eftirlit. Efla þarf menntun á ýmsum svið- um, t.d. varðandi greinar sem vant- ar fagfólk í og stórefla forvarnir á flestum sviðum. Verulegur launamunur er víða jafnvel fyrir svipuð störf, bæði hjá konum og körlum sem og háir skattar á lág laun. Einnig af séreignasparnaði sem eldri borgarar hafa nurlað saman og taka gjarnan út í áföngum til að skrimta við lækkun á tekjum við starfslok. Endurskoða þarf fjárfestingar og fleira í lífeyriskerfinu. Sumir eru með digrar lífeyris- greiðslur meðan hinn almenni launamaður er með lág eftirlaun eftir 45 til 50 ára greiðslur í hina ýmsu lífeyrissjóði. Auðmenn kaupa hér upp nátt- úruperlur í auknum mæli, geta í reynd lagt heilu sveitirnar í eyði þar sem engar reglur gilda um bú- setu á viðkomandi svæðum. Sumir krefjast þess að allar gáttir verði opnaðar til innflutnings á landbún- aðarvörum og fleira. Slíku getur fylgt óværa í gróður sem og sýking- arhætta af ýmsu tagi, hærra vöru- verð með tíð og tíma sem og ótryggt vöruframboð ef íslenskur landbúnaður verður knésettur. Halda þarf áfram að efla sjávar- útveginn hjá stærri og minni fyrir- tækjum og stuðla áfram að hátækni í greininni sem og í öðrum greinum. Samhliða þarf að sporna við að úr- vinnsla/framleiðsla í hinum ýmsu greinum fari úr landi þannig að þar skapist aðal arðurinn. Efla þarf loftslags- og umhverf- isvernd almennt, ekki með sjón- hverfingum sem engu skilar. Sumir leggja kapp á að þarfar og arðbærar ríkiseignir verði seldar. Nær væri að leggja niður óþarfa einingar hjá ríkinu og efla þær sem þarfar eru. Því miður virðist víða vera horft til einnar nætur í rekstri sem fyrr með ómældum skaða og gjald- þrotum þ.e. svipað umhverfi og var fyrir hrun. Er ekki kominn tími á meiri framsýni og festu víða í rekstrarumhverfið svo landsmenn þurfi ekki ítrekað að standa frammi fyrir óvissu og skaða af ýmsu tagi. Er hrunfyrirmyndin að eflast á ný? Eftir Ómar G. Jónsson »Eftir hrunið 2008 vantaði meiri festu víða í kerfið til að vernda almennt launa- fólk, minni fyrirtæki og fleiri fyrir hrammi fjármagnsins. Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi og áhugamaður um bætt stjórnmálaumhverfi. Það er ekki að spyrja að framkomu borgarstjórnarmeirihlutans gagn- vart okkur íbúunum og varðveislu gamalla minja og sögu borgarinnar. Þær skal eyðileggja fyrir komandi kynslóðum. Svei, svei. Þrátt fyrir mótmæli af ýmsum toga samþykkti hann þessa hræðilegu tillögu að hótelbyggingu á Landsímareitnum svokallaða, og þar með eyðilegg- ingu Víkurgarðs, án þess að blikna eða blána, og það áður en kveðið hefur verið upp úr um það, hver hafi eignarhaldið á honum og þar með yfirráðin. Með þessu er líka verið að eyðileggja ásýnd Kirkju- strætis, sem er mjög miður, vægast sagt. Það er greinilegt, að þetta fólk ber enga virðingu fyrir neinu, allra síst gröfum forfeðranna, og gefur þeim, sem vilja varðveita fornar minjar, langt nef, svo sem öllum þeim öðrum, sem hafa á móti því, sem þeim dettur í hug að gera yfirleitt, svo sem þrengingu gatna o.s.frv., að ekki sé minnst á ástand- ið í leikskólunum. Ég bið kjósendur að minnast þessa alls í kosning- unum á vori komanda enda orðið tímabært að skipta um meirihluta og nóg komið af vitleysunni. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hreinasta hörmung Landssímareiturinn Deiliskipulag hafði áður verið samþykkt fyrir reitinn en þá var talið að hann næði ekki inn í kirkjugarð Víkurkirkju. Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Aðventa í Kjósinni Aðventumarkaðurinn er 9. desember frá 12:00-17:00 Kvenfélagið verður með heitt súkkulaði og hlaðborð Verið velkomin í Kjósina á aðventunni SK ES SU H O R N 20 17 www.kjos.is • Kátt í Kjós Tvíreykt hangikjöt, nautakjöt og fallegt handverk GJÖF MEÐ SÖGU Sa fn bú ði rÞ jó ðm in ja sa fn sÍ sla nd s, Su ðu rg öt u 41 og H ve rfi sg öt u 15 , 10 1 Re yk ja ví k. O pi ð þr ið ju da ga til su nn ud ag ak l. 10 -1 7. ne tv er slu n. th jo dm in ja sa fn .is úr Safnbúðinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.