Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 07.12.2017, Qupperneq 74
74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Bragð af vináttu • Hágæða gæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@k100.is Þær Sara Dallin, Siobhan Fahey og Keren Woodward, sem allar eru farnar að nálgast sextugt, stofnuðu Bananarama árið 1981. Þær gefa yngri poppsystrum sínum ekkert eftir í kynþokka og framkomu og voru tvívegis klappaðar upp á líf- legum tónleikum í Brighton. Útsendarar K100, Auðun Georg Ólafsson og vinir hans, sem vilja ekki láta nafna sinna getið í þessari frétt af ótta við álitshnekki, skelltu sér á tónleikana og nutu í botn. „Þetta byrjaði sem grín og flipp, en svo ákváðum við að taka þetta alla leið; gúggla sveitina fyrir tón- leikana og rifja upp gömlu 80’s lög- in,“ segir ónefndur vinur Auðuns. „Það er skemmst frá því að segja að það kom töluvert á óvart hversu sveitin á marga einlæga aðdáendur og hvað þetta voru raunverulega skemmtilegir tónleikar. Lífsgleðin og einlægnin var smitandi og við könnuðumst flestir við lögin. Þetta var eins og beinlínutenging við bernskuna að sjá þær á sviði og því verður ekki neitað að við hrifumst með. Þvílíkar gyðjur!“ Þeir félagar eru ekki einu Ís- lendingarnir sem notið hafa tón- leika Bananarama því sjálf popp- stjarna Íslands, Páll Óskar, sá þær í London á dögunum og skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook: „Þetta var eitt besta gigg sem ég hef upplifað. Þvílíkt power, orka og lífsgleði. Djöfull eiga þær mikið af hitturum. Ég söng (gargaði) með allan tímann.“ Stöllurnar í Bananarama eru um þessar mundir á tónleikaferðalagi í Bretlandi en eftir áramót koma þær fram í Bandaríkjunum og Kanada. Goðsagnakenndu glimmergellurnar í Bananarama slógu enga feilnótu í tón- leikahöllinni í Brighton um síðustu helgi. Á fimmta þúsund manns dilluðu sér við þekkt lög sveitarinnar eins og Venus, I heard a Rumour, Na Na Hey Hey og Cruel Summer. Tónlistarspekúlantar tala um endurkomu ársins og vinsældir þessarar fyrstu stúlknasveitar Bretlands nálgast nú fyrri hæðir þegar þær slógu í gegn á níunda áratug síðustu aldar. Engu gleymt Bananarama-gyðjurnar hafa ekki sungið saman í 30 ár en þær hafa samt engu gleymt. Gyðjur á fjallstindi – Bananarama slær í gegn á ný Hulda Bjarnadóttir hulda@mbl.is Sumarið 2011 tóku nokkrir ein- staklingar sig til og stofnuðu Hinseg- in kórinn. Fyrsta æfingin fór fram í húsnæði Samtakanna 7́8 en kórinn stækkaði það ört að strax var þörf á stærra húsnæði, og í dag er æft í hús- næði Listdansskólans í Laugar- dalnum. Kórinn spilar stórt hlutverk á Hinsegin dögum í Reykjavík og Faroe Pride í Þórshöfn í Færeyjum auk þess að koma fram í afmælum, á vinnustaðaskemmtunum og víðar. Og nú er komið að hinum árlegu jóla- tónleikum kórsins, sem haldnir verða laugardaginn 9. desember í Linda- kirkju í Kópavogi. Þar mun jóla- glimmerinu rigna yfir, eins og segir í tilkynningu kórsins. Kórstjórinn Helga Margrét Marzellíusardóttir og kórmeðlimurinn Ragnhildur Sverris- dóttir voru í viðtali hjá Huldu og Hvata í Magasíninu á K100 þar sem rætt var um starfið og verkefnin fram undan. Skemmtilegt og göfugt kórstarf Helga Margrét, sem er fædd og uppalin á Ísafirði, hefur stjórnað Hin- segin kórnum frá því haustið 2011. Hún segir alla vera velkomna í kór- inn, óháð kynhneigð. „Hinsegin kór- inn er ekki bara hinsegin fólk. Ég myndi samt segja að fólk sé svolítið hinsegin í sér til að vera með. Við vilj- um fólk sem er opið, við viljum fólk sem er glatt og tilbúið að taka þátt í þessu starfi. Sem er líka að ákveðnu leyti til að ýta undir þennan málstað.“ Ragnhildur tekur undir það og segir það aðalsmerki kórsins hversu fordómalausir kórfélagarnir séu. Hún heillaðist sjálf af kórnum fyrir um tveimur árum á tónleikum og ákvað að sækja um og vera með. „Ég vildi tengja aftur inn í hinsegin sam- félagið. Þetta kom mér svolítið inn í starfið á ný. Það skipti mig máli,“ segir Ragnhildur. Hún segist hafa verið sópran á árum áður er hún tók þátt í kórstarfi MR á menntaskóla- árunum en í dag er hún alt-rödd í kórnum. Kórinn er með eindæmum líflegur, segja þær, og segir Ragnhildur hóp- inn einstaklega skemmtilegan. Þau eru eitthvað látin dansa í takt við tón- ana og fullyrðir hún að danshæfileik- arnir hafi aukist eftir að hún gekk til liðs við kórinn. Hvort sem það er kaldhæðni eður ei segir hún að fólk verði bara að koma á jólatónleikana til að dæma fyrir sig sjálft, enda sé sjón sögu ríkari. „Þetta er bara svo skemmtilegur hópur,“ segir Ragn- hildur og ljóst er að gleðin og ástríðan fyrir söngnum er aðalatriðið. 100 kóra mót í Þýskalandi Starfið er mikið ár hvert, ekki síð- ur erlendis, enda er markmið kórsins að syngja utan landsteinanna að lág- marki annað hvert ár, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu kórsins. Í júní 2014 tók kórinn þátt í Various Voices, alþjóðlegu kóramóti hinsegin kóra í Dublin á Írlandi, sumarið 2015 fór kórinn til London og söng sem gestakór á tónleikum Pink Singers, hinsegin vinakórs í London. Helga Margrét og Ragnhildur segjast hafa tekið þátt í kóramóti í Finnlandi í vor og nú sé stefnan sett á Þýskaland. Þar mun kórinn taka þátt í risastóru hinsegin kóramóti þar sem tæplega 100 kórar munu mæta til leiks. Hýrir jólatónar Hinsegin kórinn leggur áherslu á fjölbreytt lagaval og líflega fram- komu og það verður engin und- antekning á því á jólatónleikunum næstkomandi laugardag. Á boðstól- um verða hýrir jólatónar í bland við dægurlög og popp en búast má við miklu fjöri og ljúfum tónum sem áður hafa verið fluttir af meisturum á borð við Stevie Wonder, Pat Benatar, Sin- fóníuhljómsveit Íslands, Bee Gees, The Weather Girls og Elton John. Kórinn syngur sem fyrr segir und- ir stjórn Helgu Margrétar Marzellí- usardóttur og píanóleikari er Halldór Smárason. Með kórnum á jólatónleik- unum verða Ásmundur Jóhannsson á trommum, Steinþór Guðjónsson á gítar og Jóhann Ásmundsson á bassa. Jólaglimmerinu mun rigna yfir Hinsegin kórinn heldur sína árlegu jólatónleika næstkomandi laugardag, 9. desember, í Lindakirkju í Kópavogi. Kórinn leggur áherslu á fjölbreytt laga- val og líflega framkomu og það verður engin und- antekning á því á laugardag, segja þær Helga Mar- grét kórstjóri og Ragnhildur Sverrisdóttir sem er altrödd í kórnum. Hinsegin kórinn Jólatónleikarnir verða haldnir í Lindakirkju um helgina. Í heimsókn Ragnhildur og Helga Margrét kórstjóri í viðtali á K100.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.