Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 83

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 83
MINNINGAR 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 ✝ Stella Gísla-dóttir fæddist á Patreksfirði 18. júní 1939. Hún lést á Landspítalanum 15. nóvember 2017. Hún var elst sex barna, hjónanna Gísla Snæbjörns- sonar og Guðrúnar Samsonardóttur. Systkin Stellu eru: Bjarney, gift Eyjólfi Þorkels- syni, Sigríður, var gift Jóhanni Svavarssyni, sem nú er látinn, Snæbjörn, giftur Kristínu Finn- bogadóttur, Guðmundur, næst- yngstur, og þá Margrét, yngst. Stella giftist Richardi Krist- jánssyni. Hann er sonur hjónanna Kristjáns Ólafssonar og Lilju Kristófersdóttur. Börn Stellu og Richards eru: 1) Guð- rún Richardsdóttir, gift Gunn- ari Brynjólfssyni. Þeirra synir eru: a) Guðni Páll Gunnarsson, er í sambúð með Auði Ásgeirs- dóttur, og synir þeirra eru Dagur Gunnar og Bjarki Stormur, b) Brynjólfur Árni Gunnarsson. 2) Árný Rich- Vignisson, er í sambúð með Hildi Guðrúnu Þorleifsdóttur. Þeirra sonur er Björn Orri. c) Fjalar Orri Vignisson. 5) Fjalar Richardsson, er látinn, var í sambúð með Svanhvíti Yngva- dóttur, þau slitu samvistum. þeirra börn eru: a) Erla Fanný, fósturdóttir Fjalars, er í sam- búð með Jóni Eyþóri Gott- skálkssyni, þeirra dóttir er Svanhvít Rós. b) Friðrik Fjal- arsson, er í sambúð með Brynju Hallgrímsdóttur. c) Lilja Mar- grét Fjalarsdóttir. Frosti Rich- ardsson var í sambúð með Hjördísi Gígju Brandsdóttur, þau slitu samvistum. Þeirra börn eru Hlífar Máni, Anton Breki og Emma Dögg. Frosti er kvæntur Auði Sigurð- ardóttur. Fósturbörn Frosta eru Gunnar, Júlía og Unnar. Stella ólst upp á Patreks- firði, fór í Framhaldskólann að Laugum í Eyjafjarðarsveit. Fór í Húsmæðraskólann í Reykja- vík. Stella starfaði í Öldusels- skóla, fyrst sem gangavörður en lengst af sem húsvörður þar til hún lét af störfum vegna veikinda. Stella hafði unun af söng og var lengi í Kirkjukór Seljakirkju. Stella var jarðsungin frá Seljakirkju 27. nóvember 2017. ardsdóttir, var gift Friðriki Dungal Höskuldssyni, hann lést af slysförum. Þeirra synir eru Richard Dungal og Árni Kristinn Dun- gal, hann lést af slysförum. Árný er gift Ívari Atlasyni, þeirra sonur er El- liði Ívarsson, unn- usta hans er Krist- ín Ingólfsdóttir. 3) Gísli Richardsson, var kvæntur Sig- ríði Halldórsdóttur, þau slitu samvistum. Þeirra börn eru: a) Halldór Fannar Gíslason, er í sambúð með Jennýju Magn- úsdóttur. Þeirra sonur er Gísli Fannar. b) Stella Valdís Gísla- dóttir, er í sambúð með Brynj- ari Má Bjarnasyni, þeirra börn eru Alexander og Orka Malín. 4) Vignir Richardsson, var kvæntur Unni Ýr Björnsdóttur, þau slitu samvistum. Þeirra börn eru: a) Trausti Björn, fóst- ursonur Vignis, er kvæntur Jónínu Rós Guðfinnsdóttur. Þeirra börn eru Erla Ýr og Kristin Bjarki. b) Axel Kári Elsku Stella mamma, mamma og langamma okkar er látin. Hennar er sárt saknað og verða afmælisveislur og heimboð öðru- vísi hér eftir. Stella hafði gaman af að fylgjast með barnaskar- anum, enda fyrirmyndarmamma og -amma. Hún hafði gott tón- eyra, hafði gaman af söng. Stella var hlý og umhyggjusöm og var ekki að velta sér upp úr smá- munum. Gunni minnist enn fyrstu samskipta sinna við Stellu, tilvonandi tengdamóður sína, þegar hann bauð henni upp á kaffi, í fyrsta sinn, þá sagði hún kímin, að það hefði komist fullmikið af vatni í kaffið. Þau Rikki voru dugleg að fara í útilegur með börnin sín og þurfti næmt auga fyrir því hvar passaði að stinga hlutum í skott- ið á bílnum en hver hlutur átti sinn stað í skottinu. Þegar börn- in voru flutt að heiman, breyttist ferðamátinn. Húsbílar voru komnir í stað Ægistjaldsins. Í einu ferðalaginu, þau í húsbíln- um og við í Ægistjaldinu vökn- uðum við við að Stella og Rikki voru vel vöknuð og höfðu út- varpið stillt á fréttir. Við höfðum á orði að þau hefðu boðið okkur út í morgunmat. Því þegar við vorum klædd og komin út var búið að leggja á borð. Það var gott að ferðast með þeim og hefðu ferðalögin mátt vera fleiri. Húsbíllinn fór nokkuð greitt yfir og ekki erfitt að vera í samfloti með þeim, þessi fáu skipti sem það var. Stella hafði gaman af hannyrðum. Eftir hana eru margar myndir sem okkur þykir afar vænt um. Kjólasaumur á dæturnar lék í höndum hennar. Jólakjólar og hversdagskjólar voru fallegir og dæturnar ánægðar. Veisluborðin hennar Stellu og hjálpsemin við að útbúa veislur er okkur eft- irminnileg. Því sannarlega svignuðu borðin undan öllum kræsingunum. Elsku mamma, amma og langamma, við þökkum fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur af þinni fórnfýsi. Hvíl í friði. Kveðja frá Guðrúnu, Gunnari og fjölskyldu. Stella Gísladóttir Hár aldur skilur ekki alltaf á milli lífs og dauða. Þessi örlög Steins Ólafs Grétarssonar voru ráðin er hann lést á heim- ili sínu 7. nóvember síðastlið- inn. Góður drengur með fagrar hugsjónir og létta lund lauk þar með jarðvist sinni. Steinn Ólafur fæddist á Ísa- firði 8. ágúst 1962, sonur hjónanna Grétars Steinssonar og Valgerðar Karlsdóttur. Hjónaband foreldranna varð ekki farsælt til lengdar og slitu þau samvistir. Eftir það ólst Steinn upp með móður sinni, lengst af í Reykjavík. Hann var efnilegur unglingur, myndar- legur á velli með háar hug- sjónir og hjálpsamur öðrum. Hann vann ýmis störf á breið- um vettvangi, var vandvirkur og sanngjarn. Það er fremur Steinn Ólafur Grétarsson ✝ Steinn ÓlafurGrétarsson fæddist 8. ágúst 1962. Hann lést 7. nóvember 2017. Bálför Steins Ólafs fór fram í kyrrþey 23. nóv- ember 2017. regla en undan- tekning að fólki sem er félagslega sinnað með ljúft hugarfar er hætt- ara við utanaðkom- andi áhrifum af öfl- um sem ekki eru ávallt eftirsótt og æskileg. Fljótlega eftir unglingsárin fór Bakkus að gera sig heimakominn og sótti stíft á. Steinn háði harða baráttu við að komast úr klóm hans, en það reyndist erf- itt. Ætla má að þessi vandi hafi reynst honum ofjarl í lífsbar- áttunni því að hann var aðeins 55 ára að aldri er hann lést. Nú hvílir Steinn Ólafur í nýj- um heimkynnum. Hinsta kveðja og útför fór fram að viðstödd- um nánustu ættingjum og vin- um þann 23. nóvember síðast- liðinn. Aldraðri móður, föður, börn- um, systkinum og öðrum ætt- ingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Lára Karlsdóttir, Ágúst Karlsson, Svala Karlsdóttir. Halldóra Hjaltadóttir ✝ HalldóraHjaltadóttir fæddist í Hólum í Nesjum 3.1. 1929. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- austurlands 27. nóvember 2017. Útför Halldóru fór fram 6. desember 2017. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is ✝ Tómas Hall-grímsson, fæddist í Reykjavík 17. september 1967. Hann varð bráð- kvaddur á heim- ilinu sínu í Cochrane, Kanada, 9. október 2017. Foreldrar hans eru Guðrún Örk Guðmundsdóttir, f. 1941, og Hall- grímur Tómas Jónasson, f. 1939. Systkini Tómasar eru: Helga Björg Hallgrímsdóttir, f. 1959, eiginmaður hennar er Ágúst Jakobsson, f. 1956. Þau eiga eina dóttur og þrjú barnabörn. Anna Vilborg Hallgrímsdóttir, f. 1960. Hún á fjögur börn og eitt barna- barn. Hildur María Hallgríms- dóttir, f. 1966, eiginmaður henn- ar er Alexander Poole, f. 1966. Þau eiga tvo syni. Jónas Hall- grímsson, f. 1970, eiginkona hans er Kristín Sverrisdóttir, f. 1972. Þau eiga þrjár dætur. Tómas ólst upp á Íslandi til níu ára aldurs eða þar til fjölskylda hans flutti til Calgary í Albertafylki í Kan- ada árið 1976. Synir Tómasar búsettir í Cochrane í Kanada eru: Mathias Roger, f. 1998, og Jakob Tómas, f. 2001. Uppeldisdætur Tómasar eru: Aeriel, f. 1988. Hún á tvær dætur. Janet Lee, f. 1990. Hún á einn son. Móðir þeirra er Kathy King. Tómas og Kathy slitu samvistum árið 2012. Tómas starfaði við pípulagnir lengst af og síðustu ár var hann framkvæmdastjóri í eigin pípu- lagningafyrirtæki í Calgary. Útför Tómasar fór fram í Cochrane, Albertafylki í Kan- ada, 14. október 2017. Minning- arathöfn var haldin í Garða- kirkju 21. nóvember. Jarðsett var í Garðakirkjugarði. Þungbær er kveðjustundin, elsku bróðir. Ósjálfrátt reikar hugurinn fimmtíu ár aftur í tím- ann. 16. september 1967. Þetta er afmælisdagurinn hennar mömmu. Hún er að því komin að fæða barn og býst til að fara á fæðingardeildina. Ég er átta ára og finnst mikið til þess koma að mamma fái barn í afmælisgjöf. En þú ákvaðst að sitja einn að þínum afmælisdegi og komst í heiminn 17. september 1967 – lít- ill hnoðri með bollukinnar sem mér fannst svo gott að kyssa og knúsa. Þremur árum síðar bættist yngsti bróðirinn í hóp okkar systkinanna og við þá orðin fimm. Oft mikið fjör í hópnum og gott að eiga hvert annað að. Þú varst níu ára þegar fjöl- skyldan flutti til Kanada 1976 og árin liðu. Litli drengurinn þú varðst að kraftmiklum, fallegum, ungum manni sem reiðubúinn var að takast á við lífið. Stofnaðir fjölskyldu, eignaðist börn og sett- ir á fót þitt eigið fyrirtæki. Alltaf mikið að gera. Þrátt fyrir að búa í rúm fjöru- tíu ár í Kanada voru rætur þínar alltaf á Íslandi. Þú varst stoltur af landi og þjóð, talaðir ætíð og skrifaðir lýtalausa íslensku og fékkst ekk- ert betra að borða en lambakjöt í karrí þegar þú heimsóttir pabba og mömmu á Íslandi. Hin síðari ár sóttir þú Ísland heim eins oft og þú hafðir tök á. Ljóslifandi í minningunni er sumarið 2008 þegar þú komst með alla fjöl- skylduna þína til Íslands í heim- sókn og við slógum upp samkomu í sveitinni þar sem stórfjölskyld- an og vinir komu saman. Jólin 2012 standa líka upp úr þegar þú komst til Íslands ásamt drengjunum þínum tveimur; Matthíasi og Jakobi. Þá vorum við öll saman systkinin, börnin okkar og pabbi og mamma. Syn- irnir, uppeldisdæturnar tvær og barnabörnin þrjú sakna nú sárt pabba síns og afa. Oft var hugurinn hjá þér, elsku Tommi minn, þrátt fyrir fjar- lægðina. Ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar. Hvíldu í friði. Þess óskar þín stóra systir Helga Björg. Um leið og ég kveð Tómas, kæran bróðurson minn, sem svo snögglega var kallaður frá okkur, skoða ég mynd sem var tekin fyr- ir nokkrum árum á Laugarvatni. Þar var stórfjölskyldan saman komin í tilefni þess að Tommi og fjölskylda voru á Íslandi en þau eru búsett í Kanada. Það er skrít- ið að fjórar manneskjur á mynd- inni eru nú horfnar frá okkur. Svo á ég líka fjölskyldumynd frá jólum 1969 á Háaleitisbrautinni. Þar var Tommi í fanginu á pabba og mömmu sinni, voða hræddur við jólasveininn sem var nú bara föðurbróðir hans. Nokkrum mán- uðum seinna kúrði hann hjá okk- ur í Kópavogi á meðan mamma hans var á fæðingardeildinni að eignast yngsta barnið, litla bróð- ur Tomma. Öll systkinin hafa myndað sterka taug við mína fjölskyldu, bæði á gleði- og sorgarstundum. Ég þakka fyrir það og enn er römm þessi taug. Þessar minn- ingar sem ég rifja upp eigum við um einstaklega ljúfan dreng. Síðast þegar Tommi var á Ís- landi bauð hann mér á kaffihús og áttum við góða stund saman. Þó Tommi hafi búið í Kanada í mörg ár elskaði hann Ísland og naut þess að ferðast um landið en vinnan og fjölskyldan voru í Calgary. Ég óska þess og bið að drengj- unum hans vegni vel í framtíð- inni. Bróður mínum, mágkonu og systkinum Tómasar votta ég sambúð og kveð þig, kæri frændi og vinur. Þín frænka Hrafnhildur. Tómas Hallgrímsson Það er með mikl- um söknuði að ég kveð hana, Sigrúnu Guðmundsdóttur, Díu, móðir æskuvinkonu minnar, Guðrúnar. Við Guðrún áttum heima í sömu blokk í Skipholti þegar við fæddumst og hefur vinskapur okkar haldist síðan. Día var svo indæl, hlý og ljúf, að mér fannst ég alltaf velkomin í hvert sinn sem ég kom í heim- sókn. Það er mér sérstaklega minnisstætt við eina heimsókn- ina þegar hún tók á móti mér í gullsamfestingi sem mér þótti svo fallegur. Hún tók sig svo vel út í honum að hún minnti mig einna helst á prinsessu. Día var einstök kona og fór sínar eigin leiðir varðandi útlit og fataval. Hún átti mikið af föt- um og voru þau oft mjög sérstök auk þess sem þeim fylgdi fjöl- breyttur hárlitur og mikið af fal- legu skarti, sem oft á tíðum stakk í stúf við tíðarandann. Hún stóð uppúr og lét álit ann- arra ekki hafa áhrif á sig enda klár og sjálfstæð kona sem vissi hvað hún vildi. Það birtist líka í því að hún var útivinnandi og kláraði nám sem löggiltur fast- eignasali sem var ekki algengt í þá daga. Eftir að hún Día greindist með Alzheimer hélt hún áfram að vera þessi ljúfa og yndislega kona, þó svo að ég veit að það var alls ekki alltaf auðvelt fyrir fjölskyldu hennar þegar þessi sjúkdómur fór að láta á sér bera. Eftir að hún komst inn á Lauga- skjól, komu þær mæðgur af og til í heimsókn til mín, þegar Sigrún Guðmundsdóttir ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir, Día, fæddist 27. janúar 1934. Hún lést 25. september 2017. Útförin fór fram 3. október 2017. Guðrún tók hana með sér í bíltúr. Ég á eftir að sakna þeirra stunda því það var alltaf mikið hlegið ekki síst vegna þess að Día hefur alltaf haft mikinn húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér og þrátt fyrir veikindin var alltaf stutt í grínið hjá henni. Það var svo dásamlegt að fylgjast með því hve dugleg og natin hún Guðrún var við að sinna mömmu sinni alla tíð. Eft- ir að hún veiktist sinnti hún henni alveg sérstaklega vel. Día var alltaf svo fín og vel til fara, með snyrtar neglur, fínt hár og í fínum fötum. Guðrún sá til þess að hún hélt alla tíð reisn sinni hvað það varðar og ég veit að það skipti hana miklu máli. Elsku Guðrún, Rúnar, Ágúst, Sturla, Arndís, Rúnar yngri, við fjölskyldan í Starmýri sendum ykkur einlægar samúðarkveðjur. Söknuðurinn er mikill en minn- ingin lifir. Nanna. Elsku amma. Það eru mikil kaflaskipti í okkar lífi nú þegar þú ert farin. Fallegar minningar sitja eftir bæði úr Snekkjó, Skúlagöt- unni og svo að lokum Brúnaveg- inum. Þú varst einstaklega falleg, sterk, dugleg kona og góð fyr- irmynd og það er alltaf jafnmikill heiður þegar fólk segir að ég sé lík ömmu minni í útliti. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svona Elín M. Kaaber ✝ Elín MargretheKaaber fæddist 20. janúar 1922. Hún lézt 16. nóv- ember 2017. Útför og sálu- messa fór fram 24. nóvember 2017. lengi hjá okkur. Ég er sérstaklega þakklát fyrir að Diddi litli fékk að kynnast langömmu sinni svona vel. Honum fannst svo gaman að kíkja til þín á Brúnaveginn og fara með þér á kaffihúsið að fá pönnukökur og kakó. Honum þykir leitt að hafa ekki náð að nagla- lakka þig eins og þið voruð búin að ákveða en við eigum margar góðar minningar saman sem lifa áfram. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín gríðarlega en það er mikil huggun í því að vita að þið afi eruð loksins sameinuð á ný. Anna Lára og Friðrik Breki. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.