Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 97

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 97
DÆGRADVÖL 97 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Hnífar og hnífatöskur 20% afsláttur Gildir til 24. desember á meðan birgðir endast Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þegar þú trúir á einhvern, gerðu það þá alla leið. Og það er kannski jafn gott. Segðu það sem þér finnst, en kenndu ekki öðrum um líðan þína. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú færð góðar fjáröflunarhugmyndir í dag. Ráðgerðu að borða kvöldmat með vin- unum og segðu þeim góðu fréttirnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er auðvelt að fá letikast á verstu mögulegu stundu. Frá og með deg- inum í dag ættirðu að geta horft fram á veg- inn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hafðu allar staðreyndir á hreinu ef þú vilt vinna einhverja til fylgis við málstað þinn. Umfram allt skaltu ekki hafa óþarfa áhyggjur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú verður fyrir óvæntu happi og það er í þínum höndum að spila sem best úr því. Greiddu hundinum þínum, vökvaðu blómin og þvoðu teppið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Himintunglin varpa ljósi á ráðgátu í uppsiglingu. Láttu ekkert verða til að egna þig upp. Gömul vandamál skjóta upp koll- inum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú vilt breyta einhverju þá skaltu strax ganga í málin og sannfæra aðra um ágæti hugmynda þinna. Ef það gerist, skaltu segja allt af létta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert ákveðinn í að komast til botns í ákveðnu máli í dag. Hafðu í huga að samskipti þín við aðra endurspegla það hver þú ert. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er engin ástæða til að gera of mikið úr hlutunum þótt eitthvað fari öðru- vísi en þú ætlaðir. Gefðu þér líka tíma til þess að staldra við og vega og meta stöðu þína. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að allt hefur sinn tíma og það hefur ekkert upp á sig að beita þrýstingi. En það gerir lítið til, því draumarnir næstu nótt verða stórkostlegir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Notaðu daginn til þess að ræða skyldur tengdar barnastarfi eða barnaupp- eldi í dag. Einbeittu þér að því að leysa mál- in. Það hefur nefnilega steytt á steinum upp á síðkastið og orðið tímabært að koma öllu aftur á flot. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að það eru fleiri en ein hlið á hverju máli og því getur verið erfitt að finna sannleikskjarnann. Gleymdu ekki að gefa þínum nánustu tíma og umhyggju. Sigurlín Hermannsdóttir skrifarað þá sé jólafastan brostin á með allri sinni ofgnótt af mat (og öðru). – „Merkilegt hvað landinn þarf alltaf að borða mikið ef eitthvert tímabil kallast fasta,“ segir hún og lætur ljóðið „Desember“ fylgja: Dásemd ein er desember þótt dekki heiminn kaldur snjór því jólafastan alveg er yfirfull af mat og bjór. Litla gefa hlaðborð hvíld, heimsmenningar göfug stund; purusteik og pikkluð síld, piparkrydduð hrossalund. Villibráð og grafin gæs grísatær og hreindýrsmauk hasselbäck á borði er næs og brúnuð sulta úr rauðum lauk. Boðið upp á eggjaflan, ístertu sem bætir geð, möndlugraut og marsipan, makkintoss og kaffi með. Þorlák hyllir þjóðin enn þykir nokkuð við hann sátt. Kæsta skatan kætir menn, kasúldin sú hefur mátt. Þá blessuð jólin bresta á er boðið tvíreykt hangikjöt hamborgarahryggur, já og heilsteikt rjúpa lögð á föt. Krónhirti og kalkúnsskip kunnáttumenn reiða fram kokka stykki af kostagrip með kryddi upp á milligramm. Með öllu þeir svo velja vín vökvun fyrir sálarhró aðrir malt og appelsín og ætla það sé feikinóg. Um áramótin þjóðin þarf þokkalega að hlúa að sér. Það er orðið ærið starf að eta sig gegnum desember. Fallegar hugsanir sækja á mann á jólaföstu. Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði: Kertaljósið brennur blítt, burtu skugga hrekur, gerir lífið gott og hlýtt og gleði hjartans vekur. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir sér „Ljósið“: Þegar allra þreyta fer þá mun halla degi. Ljósið fagra lýsi þér lífs á góðum vegi. Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir: Vonarbirtu ljósið ljær lífs á dimmum vetri. Hátíð nálgast helg og skær hlýnar sálartetri. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vel er kveðið á jólaföstu „HANN ER FRÁ TRYGGINGAFÉLAGINU. ÞEIR VILDU ANNAÐ ÁLIT“ „EF ÉG KEMST AÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ SÉRT AÐ PLATA, VERÐUR EKKERT NAMMI Í VIKU“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Þegar hún vill bara dansa við þig Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SJÁÐU GRETTIR, ÉG FANN HAPPASKEIFU BANK BANK! ÞAÐ ER HALTUR HESTUR FYRIR UTANOG HANN VIRÐIST EKKI VERA GLAÐUR ÉG ER SKOTIN Í HUGAÐASTA STRÍÐSMANNINUM ÞÍNUM. …OG HVER MYNDI ÞAÐ VERA ? ÞESSI SEM ÞORÐI AÐ BIÐJA ÞIG UM KAUPHÆKKUN Jólaundirbúningurinn er hafinn,með öllu sínu stressi og streði. Víkverja finnst það oft kyndugt hversu mjög fólk bætir á áhyggj- urnar á þessum árstíma, allt til þess eins að geta tryggt sjálfum sér eins og eina gleðilega kvöldstund mitt í svartasta myrkrinu. x x x Víkverji tekur þrátt fyrir það full-an þátt í stressinu og hleypur til og frá í leit að bestu jólagjöfunum og skreytingunum sem gera munu að- fangadagskvöld að ógleymanlegri lífsreynslu, og þá vonandi af góða taginu. x x x Þegar Víkverji var barn, var þaðalltaf stór partur af jólaundir- búningnum að fara á landareign fjöl- skyldu sinnar, þar sem skógrækt hefur verið stunduð í fjölmörg ár, til þess að fá sér jólatré. Féll fjölskylda Víkverja æði oft í þá gildru, að tré sem virtust vera lítil og settleg úti í miðri náttúrunni voru ekki svo lítil eða settleg þegar þau voru komin í miðja stofuna. Minntu aðfarir fjöl- skyldunnar að þessu leyti stundum á fræga jólakvikmynd með gamanleik- aranum Chevy Chase. x x x Víkverja varð óneitanlega hugsaðtil barnæsku sinnar, nú þegar hann og Frú Víkverji fóru að kaupa sér nýtt jólatré. Að þessu sinni skyldi keypt gervijólatré, þar sem þau eiga víst að vera umhverf- isvænni, auk þess sem Víkverji er ekki viss um að aumingja furunni eða grenitrénu finnist það skemmti- legt að hanga í stofunni heima hjá honum yfir hátíðarnar. Þá losnar Víkverji að auki við alls kyns dýralíf sem iðulega fylgir lifandi trjám. x x x Til að gera langa sögu stutta, þáfór Víkverji örlítið offari að þessu sinni, og keypti ögn stærra jólatré en lagt hafði verið upp með í byrjun. Það fer svo sem vel í stof- unni og lítur mikilfenglega út. Skuggavarp í stofunni er hins vegar orðið talsvert meira eftir að tréð var sett upp. Eins gott að jólin eru líka hátíð ljóssins. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þeg- ar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki. (Sálm. 16:8)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.