Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 100

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Þegar Ísland minnkaði Á fyrri hluta átjándu aldar hófu Danir skipulegar strandmælingar við Ísland. Árið 1730 var sendur til Íslands leiðangur undir stjórn norsks skipstjóra, Thomas Hans Henrik Knoff, og mældi hann öll sumur fram til 1734. Af ókunnum ástæðum ákváðu dönsk yfirvöld þó að gefa ekki út landakort byggð á mæligögnum Knoffs, þótt um væri að ræða fyrstu áreiðanlegu mæl- inguna á strandlengju landsins. Vinna Knoffs og félaga lá hins vegar til grundvallar kortum sem komu síðar út í ritum annarra, til að mynda skýrslu Niels Horre- bows um Íslandsför hans, Til- forladelige Efterretn- inger om Island, sem kom út í Kaup- mannahöfn 1752. Henni fylgdi Ís- landskort sem einnig var gefið út í erlendum þýðingum bókarinnar og náði því nokkurri útbreiðslu í Evr- ópu og fjöldi korta kom út um alla álfuna sem byggði á Knoff-laginu. Í framhaldinu var haldið áfram að vinna að land- og strandmæl- ingum og gerður var út hinn mikli leiðangur Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem stóð yfir ár- in 1752-1757. Íslandskortið sem fylgdi útgáfu á ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna sýndi því ýmis nýmæli, en þó miklu færri en ætla mætti ef haft er í huga hve víða þeir fóru. Smám saman þokaði því þekkingu Evrópubúa á Íslandi í rétta átt. En saga kortagerðar hefur sjaldnast verið bein lína. Kort þró- uðust ekki smám saman frá frum- stæðum uppdráttum til vísinda- lega nákvæmra korta sem sýndu raunverulega lögun og hnattstöðu. Um tíma er sem ekkert þokist áfram en svo er eins og þekkingin taki skyndilega stökk. Því miður geta þessi stökk stundum verið í ranga átt. Slíkt hliðarstökk var tekið um sama leyti og Ferðabók Eggerts og Bjarna kom út og með henni fyrsta Íslandskortið þar sem sjá mátti Vatnajökul, eða Klofajökul eins og hann var nefndur. Árið 1771 sendi franska ríkisstjórnin vísindaleiðangur til Íslands með það að markmiði að mæla og rannsaka lönd við Norður- Atlantshaf. Stjórnandi hans var Verdun de la Crenne. Afrakstur- inn var tíundaður í bók sem gefin var út í kjölfarið og henni fylgdi kort af Íslandi. Leiðangursmenn höfðu haft bækistöðvar á Vest- fjörðum og þar gerðu þeir flestar mælingar sínar. Þeir töldu þær sýna að öll kort af Íslandi fram til þessa hefðu ekki verið nógu ná- kvæm. Færa þyrfti vesturhluta landsins lengra í austur. Það gleymdist hins vegar að færa yrði austurhlutann líka í austur til samræmis. Þetta nýja Íslandslag má sjá á kortinu Carte Reduite des Meres du Nord, gefið út 1776. Það er oft- ast kennt við yfirmann frönsku sjómælinganna, Bellin, en stund- um er leiðangursstjórinn, de la Crenne, sagður höfundurinn eða þá Petit, koparstungumaður frönsku sjómælinganna, sem áður hafði stungið út Íslandskort byggt á lagi Knoffs. Ísland var nú nán- ast jafnt á alla kanta og hafði týnt helmingnum af flatarmáli sínu. Ísland stutt og digurt Útgáfa þessa korts dró dilk á eftir sér. Á næstu árum nýttu margir kortagerðarmenn þessar röngu mælingar við gerð Íslands- korta í stað þess að horfa til vinnu Knoffs. Sá fyrsti var að öllum lík- indum hinn þýski Christian Pont- oppodan sem árið 1785 gaf út kort undir heitinu Neue Karte von Isl- and nach de Verduns und anderen Beobachtungen. Annað kort af þessum toga var eftir Christoph Matthias Reinecke (1768-1818) og kom út árið 1800, Island nach Murdochischer Projection. Kortið sýnir Ísland og Færeyjar og það er mjög fallega gert, vel stungið og með fallegum smáatriðum. Hins vegar er lögun landsins öll úr lagi færð. Um sama leyti gaf Reinecke einnig út kort til að sýna muninn á gamla laginu og því nýja, Doppel-Charte von Island. Bakgrunnurinn sýnir lögun Knoffs en fyrir framan er hin nýja lögun la Crennes. Munurinn er mikill, landið er miklu minna í meðförum Frakkanna og lögunin önnur. Það er furðulegt að virtur kortagerð- armaður á borð við Reinecke hafi talið að þessar mælingar ættu við rök að styðjast og ýtt þar með út af borðinu öllu sem áður hafði áorkast. En Frakkar voru álitnir fremstu kortagerðarmenn heims um þessar mundir og því trausts- ins verðir. Aaron Arrowsmith (1750-1823) var enn annar virtur kortagerðar- maður sem notaðist við sömu lög- un á kortinu Iceland, sem gert var fyrir seinni útgáfu ferðabókar Williams Hooker (1785-1865), Jo- urnal of a Tour in Iceland, sem út kom 1813 (fyrri útgáfan kom út 1811 og var án korta). Hooker var skoskur grasafræðingur sem hafði komist í hann krappan í Íslands- ferð sinni. Hann varð til að mynda vitni að því þegar Jörundur hundadagakonungur tók völdin á Íslandi sumarið 1809. Eins og kunnugt er var valdatíð hans stutt, breski sjóherinn tók hann til fanga í ágúst þetta ár og sigldi með hann til Englands. Hooker fékk far með skipinu. Skipið hafði siglt í tvo daga þegar fangar um borð gerðu uppreisn og kveiktu í því en fyrir snarræði skipverja, ekki síst Jörundar, tókst í það minnsta að bjarga mannskapnum, áhöfn og farþegum. Á endanum komst Hooker aftur til Bretlands og gaf þar út bók sína og seinna kort. Það er einstaklega ólánlegt. Lögunin er algerlega út í hött, á því er örnefnakraðak og lítt hirt um að gæta nákvæmni, ekki einu sinni útlínur Vatnajökuls eru dregnar upp. Hið sanna Ísland En Knoff-lögunin var þrátt fyrir þetta ekki horfin. Kort voru áfram gefin út með henni en óhætt er að segja að menn hafi verið óvissir um hvaða lögun ætti að nota eftir að kort la Crennes kom út. Eftir að mælingum Magnúsar Arasonar og Knoffs lauk árið 1734 aðhafðist danska stjórnin ekkert frekar varðandi kortagerð Íslands um nokkra hríð. Árið 1776 sendi Íslandsverslunin norskan skip- stjóra, Hans Erik Minor, til Ís- lands til að gera dýptarmælingar við verslunarhafnir og kort af fiskimiðum við landið. Minor drukknaði í Hafnarfjarðarhöfn 1778 þegar hann reri úr landi aft- ur til skips, augafullur að talið var. Árið 1776 sendi danska stjórnin einnig mann í sínu um- boði, J.P. Wleugel, til að gera dýptarmælingar á Austfjörðum. Báðir gerðu þeir svæðiskort byggð á mælingum sínum, Minor fyrir vestan en Wleugel fyrir aust- an. Aldamótaárið 1800 var aftur tekið til við mælingar á ströndum landsins og þeim lauk 1818. Þar með var loksins grundvöllur kom- inn til að sýna raunverulega lögun landsins á kortum. Raunveruleg lögun landsins Reynir Finndal Grétarsson er ástríðusafnari landakorta af Íslandi og í bókinni Kortlagning Íslands, sem Crymogea gefur út, er að finna úrval úr safni hans af helstu Íslandskortum prentsögunnar birt saman í einni bók með skýringum. Elsta kortið er frá 1482 og sagan nær fram til loka nítjándu aldar þegar Ísland kortanna hefur tekið á sig þá mynd sem við nú þekkjum. Furðulegt Aaron Arrowsmith, Iceland, 1813. Íslandskort byggð á korti Verdun de la Crenne sýna undarlegt land - de la Crenne taldi að færa þyrfti vesturhluta landsins í austur en gleymdi að færa austurhlutann til samræmis. Framför Niels Horrebow, Jaques Nicolas Bellin, Carte de l’Islande, 1768 (1780). Íslandskortið í ferðabók Horre- bows um Ísland byggðist á gögnum danska landmælingamannsins Thomas Hans Henriks Knoffs frá 1730 til 1734. Morgunblaðið/Styrmir Kári Safnari Reynir Grétarsson er mikill áhugamaður um Íslandskort.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.