Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 106

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 106
106 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Lífsblómer safn ljóða og kjarnyrða Sigurðar Halls Stefánssonar, fyrrum héraðsdómara. Hér er að finna úrval skáldskapar Sigurðar Halls allt frá því á sjötta áratug síðustu aldar eða þegar hann var ímenntaskóla. En svo reið áfallið yfir á heims- meistaramóti íslenska hestsins í Hollandi sumarið 2007. Við vorum á góðri ferð eftir hringvellinum þegar það gerðist á einu sek- úndubroti að Freyr minn reigði aftur hausinn og ranghvolfdi í sömu andrá í sér augunum, en álíka fettur átti hann einstaka sinnum til, enda skapmikill og einþykkur að upplagi, jafnvel svolítið köstóttur og duttlunga- fullur þegar sá gállinn var á honum. Aldrei grunaði mig að þetta háttalag hans ætti eftir að koma okkur báðum í koll frammi fyrir slöttungsfjölda áhorfenda þegar mótið stóð sem hæst, en í þessu tilviki náði blaðamaður á vegum evrópska hestatímaritsins Cavallo ljósmynd af okkur Frey á hárréttu augnabliki og birti hana í næsta tölublaði þess til að styðja umfjöll- un sína um illa meðferð á íslenska hestinum. Þar sást nefnilega ekki betur en að Freysi minn væri að veina af kvölum og pínu, svo skein upp í geiflandi hvoftinn og hvítuna í augunum. Svei mér þá ef það hlakkaði ekki í útgefendum blaðsins sem töldu sig vísast hafa himin höndum tekið með þessari einu ljósmynd að vopni sem þeir höfðu sennilega lengi beðið eftir til að rökstyðja kjaftasögurnar ytra um íslenska hestinn. Það var ekkert launung- armál að ræktendur og þjálfarar annarra hestakynja á meginlandi Evrópu höfðu árum saman séð of- sjónum yfir ljóma og velgengni þessa litla og fótfráa útnárafáks, allavega nógu margir þeirra til þess að öfundin var okkur unn- endum hans á erlendri grundu augljós. Og það er nú einu sinni svo að frá öfundinni er jafnan stutt í illmælgina. Það höfðu lengi verið uppi sögu- sagnir í þessum kreðsum um að reiðmenn bæði og ræktendur ís- lenska hestsins færu illa með hrossin sín, en meginástæðu þess að þau væru í senn ljúf í skapi og lipur á velli mætti vísast rekja til heldur harkalegrar þjálfunar og hryssingslegra samskipta við þau sem allt eins mætti líkja við fanta- brögð. Það væri einmitt svo að hlýðni og undirgefni þessara smá- hesta kæmi til af hræðslu þeirra og ótta við að fá fyrir ferðina ef þeir létu ekki að stjórn. Íslenski hesturinn væri því öðru fremur fórnarlamb reiðistjórnunar. Og svo sannarlega fannst mörgum í hesta- bransanum ytra gaman að smjatta á svona kjaftæði sem auðheyrilega var munngæti margra helstu flennikjafta og fleiprara álfunnar á þessum tíma þegar útflutningur ís- lenska hestsins austur á megin- lendur Evrópu var að ná sínu há- marki. Sjálfsagt var þetta skiljanlegt að einhverju leyti, þótt ekki væri sak- ir annars en að viðlíka skýringar hljómuðu vitaskuld miklu meira spennandi í eyrum ókunnugra en minna áhugaverð sannmæli um upplag og eðliskosti íslenska hests- ins. Gilti þar einu þótt almennt væri viðurkennt á meðal virtra hestaspekinga í Evrópu um þetta leyti að fá ef nokkur önnur hesta- kyn tækju því íslenska fram í um- gengnisvenjum. Íslenski hesturinn á það sárasjaldan til að bíta eða berja frá sér, ólíkt öðrum hesta- kynjum. Hann er álíka afslappaður innan um mannfólkið og hann má heita nægjusamur og þolinmóður, en á þess utan mjög auðvelt með að laga sig að nýjum og breyttum aðstæðum hvar sem hann ber nið- ur fæti. Í raun og sann má kalla hann góðlynda félagsveru. Hvað sem öllum þessum vanga- veltum leið var ég niðurbrotin manneskja eftir birtingu ljós- myndarinnar. Ég var allt í einu orðin að táknmynd illrar með- ferðar á dýrum í vel þokkuðu fag- tímariti á meðal kollega minna á meginlandinu – og auðvitað stoðaði ekkert að koma með mínar eigin útskýringar eða halda uppi nokkr- um málsvörnum á meðan þessi for- smánarlega ljósmynd nærði hvað mest og frekast allan óhróðurinn og bakmælgina um íslenska knap- ann á illa kerrtum hestinum. Eins og stundum gerist við and- byr af þessu tagi tapaðist sjálfs- virðingin og snerist fljótlega upp í sjálfsásökun. Ég hlyti sjálf að vera ábyrg á þessu ólukkans klandri, enda væri þar ekki öðrum til að dreifa en spólurokknum mér sem léti kappið hlaupa með sig í gönur. Verst væri þó hvað ég hefði brugð- ist mörgum félögum mínum í hestamennskunni, að ekki sé talað um foreldra mína heima á Íslandi og aðra ástvini sem höfðu kennt mér frá barnæsku að koma fram við hvaða dýr sem er af vænt- umþykju og virðingu. Nú blasti eitthvað allt annað við þeim, rétt eins og ljósmyndin sýndi og sann- aði, svo og meinyrtur textinn í kringum hana. Mér fannst eins og ég væri að sökkva í einhverja botnlausa fenja- mýri og kannski ennþá fúlli for- arpytt þegar hér var komið sögu – og efaðist raunar stórlega um að ég ætti þaðan nokkurn tíma aftur- kvæmt. Kannski væri bara best að ég hyrfi af yfirborði jarðar. Það var ekki til að bæta sjálfs- virðinguna á þessum erfiða tíma í lífinu að mér fannst hjónaband mitt standa helst til veikum fæti. Sú tilfinning mín byggðist aðallega á æ meiri fjarveru okkar hjóna hvors frá öðru, fremur en nær- veru. Ég reyndi náttúrlega hvað ég gat að leyna því hvernig komið var fyrir okkur Karly í símtölunum heim til pabba og mömmu á kvöld- in. En þau lásu mig raunar alltaf eins og opna bók – og skynjuðu núna ekki bara stafina heldur líka allt sem lesa mátti á milli línanna, jafn næm og læs á aðstæður sem þau voru bæði tvö um alla sína daga. Lengi vel höfðum við maðurinn minn verið samstiga og einhuga í flestu því sem laut að ræktun og þjálfun íslenska hestsins á búgarð- inum okkar á Forstwald, en síð- ustu árin fannst mér eins og leiðir hefðu skilið í þeim efnum – og gott ef það gætti ekki vaxandi gremju okkar í milli þegar komið var að öllum heila búskapnum. Að minnsta kosti kom æ skýrar í ljós að við höfðum ekki alveg sama skilning á nokkrum veigamestu undirstöðuatriðum hestatamninga. Okkur greindi æ oftar á um það hvaða leiðir væru áhrifaríkastar og úrræðabestar við að venja og spekja hrossið, eða öllu heldur hvað mætti bjóða því mikið svo það yrði manninum auðsveipt. Ég fann að ég var fyrir vikið farin að vera æ oftar ein með hest- unum mínum heima á Forstwald – og þegar á mótin var komið, bæði í Þýskalandi og löndunum í kring, fannst mér orðið fýsilegra að eiga samneyti við íslensku félagana á staðnum en hanga ein með eig- inmanninum á mótssvæðinu, en þar voru komnir orginalar á borð við Skagfirðinginn Jóa Skúla sem var slíkur meistari blótsyrðanna ef eitthvað gekk honum ekki í vil að það var ekki annað hægt en að hlæja sig máttlausa af gleði yfir öllum þeim ósköpum, eða Begga Eggerts úr vestari sýslunni fyrir norðan sem mér leiddist aldrei að stríða fyrir það eitt að vera fædd- ur röngum megin Húnaþings þar sem hestar hefðu aldrei verið tald- ir til húsdýra. Þetta voru mínir karlar, innan um kaptein Sigga Sæm sem haggaðist ekki, hvert svo sem atið var í kringum hann. Og auðvitað pirraði þetta mann- inn minn. Skárra væri það. Við Karly höfðum verið eins og ein manneskja í leik og starfi frá því ég féll fyrst fyrir þessum mynd- arlega og heillandi manni þegar tíu ár voru eftir af síðustu öld – og ég flutti fljótt til hans á stóra og fal- lega býlið í Loch, suðvestan Köln- ar, sem lagði grunninn að enn frekari landakaupum okkar á ystu mörkum Vestur-Þýskalands. Hvergi á byggðu bóli átti ég eftir að líta tilkomumeiri landareignir, með þvílíku dýraríki allt í kring, að ekki einasta varð mér auðið að fylgjast með heilu hjörðunum af hjartardýrum og villisvínum út um svefnherbergisgluggann minn, milli þess sem hérar og refir skut- ust inn á milli hárra trjánna, held- ur gat ég stundum horfst í augu við lítinn mink á næstu grösum sem sat þar á rassi sínum og góndi lengi vel á þessa orðlausu konu of- an af Íslandi sem var aldeilis hlessa á öllu þessu fjölskrúðuga dýralífi í kringum sig. (…) Ég gæti eflaust skilið við karl- inn, hélt ég áfram að grufla, en ég ætti erfiðara um vik að skilja við staðinn. Og eftir því sem ég fálm- aði lengra inn eftir huganum fannst mér það alltaf þungbærara sem ég pældi meira í því að ég var í raun og veru orðin fangi í mínu gullna og geðfellda búri. Ég óskaði þess jafn innilega að vera áfram á sama stað og ég vildi komast þaðan. Ég þráði með öðr- um orðum frelsið eins mikið og ég óttaðist það. Úr fásinni sveit- anna í glæsilíf í útlöndum Hestakonan Rúna Einarsdóttir lifði í vellysting- um á glæsilegum hestabúgarði í Þýskalandi og ekkert lát virtist vera á velgengninni. Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar sögu stúlkunnar sem ólst upp í fásinni og náttúrufegurð í Svínadal í Húnavatnssýslu, konunnar sem náði hæstu hæð- um glæsilífs – en líka dýpstu dölum tilverunnar. Sveitarsæla Litla fjölskyldan á Forstwald á notalegri stund í heimsókn hjá vinafólki. Móðir Rúna var lengi vel efins um að eignast barn af því að hún leit fyrst og fremst á sig sem hestamann. En dóttirin Anna Bryndís breytti því á auga- bragði. Hér er hún í barnavagni og Dimma frá Skjólgarði í taumi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.