Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 112

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 112
112 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Skopmyndateiknarinn og grínist- inn Hugleikur Dagsson sýnir ásamt Steinþóri Hróari Steinþórssyni, betur þekktum sem Steindi Jr., kvikmyndina Batman & Robin í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Verður hún hluti af sýningum sem Hugleikur stendur fyrir undir nafninu Prump- að í Paradís, þar sem skemmtilega vondar kvikmyndir verða sýndar. Hugleikur og Steindi munu síðan leiklesa valið atriði og ræða mynd- ina við gesti sýningarinnar. Meira en bara slæm mynd Batman & Robin frá 1997 hefur verið aðhlátursefni kvikmyndaunn- enda árum saman og þykir ein- staklega klisjukennd en Steindi segir að á sama tíma sé eitthvað einstaklega fallegt við myndina. „Það hefur alveg klárlega eitthvað gerst, eins og með allar þessar myndir sem Hugleikur er að sýna. Það hefur verið einhver brjáluð meðvirkni á settinu eða það hefur eitthvað farið allsvakalega úrskeið- is þarna en á rosalega fallegan hátt. Það skín alveg í gegn bæði með þessa mynd og aðrar að það var verið að vilja vel og það er hjarta á bak við þetta og það var fólk að reyna að búa til góða mynd.“ Hugleikur og Steindi munu svo taka upp hlaðvarpsþátt/uppistand þar sem kvikmyndin verður rædd þegar sýningu lýkur og verður gestum boðið að taka þátt í umræð- unum. „Við horfum á myndina og spjöllum svo um hana eftir á. Við Hugleikur tölum um hana og áhorf- endur geta tekið beinan þátt í um- ræðunum eða bara setið og hlustað. Þetta verður mjög afslappað og frjálst.“ Steindi segir að þeir félagar ætli að fara vel yfir myndina, en af nægu er að taka. Hugleikur hefur svo þýtt eitt atriði úr myndinni yfir á íslensku og ætla þeir að leiklesa það fyrir gesti. „Ég ef ætti einn draum væri það sennilega að horfa framan í hljóð- manninn í senunni þegar Schwarzenegger, sem Mr. Freeze, og Uma Thurman, sem Poison Ivy, eru að fara yfir málin og plotta,“ segir Steindi og hlær. „Það hefði átt að vera myndavél beint í andlit- ið á hljóðmanninum sem er að fá samtalið þeirra mjög djúpt í eyr- un.“ Steindi segir hins vegar að mynd- in sé svo miklu meira en bara en lé- legar samræður og hnyttnar ein- línur. „Munurinn er að það er verið að dæla út vondum myndum dag- lega, það er alltaf verið að prumpa út einhverjum vondum myndum. Þetta er ekki einungis vond mynd; hún er mjög góð á sama tíma. Það er hægt að horfa á þetta en til þess að horfa á svona myndir og fá alla upplifunina þarf að horfa á hana í hópi. Við erum að hlæja saman og erum í rauninni að hlæja saman að óförum annarra en það er ekkert fórnarlamb. Í það minnsta enginn sem fær að heyra af því.“ Miðaverð á sýninguna er 1.600 krónur og hægt er að nálgast miða á tix.is. Steindi hvetur fólk eindregið til að koma og hlæja með þeim. Morgunblaðið/Hari Prumpað í Paradís Að sýningu lokinni munu Steindi Jr. og Hugleikur Dagsson svara spurningum ásamt því að leiklesa eitt atriði fyrir gesti. Allt fór úrskeiðis en á fallegan hátt  Batman & Robin sýnd í Bíó Paradís Biggi Hilmars fagnar útgáfu þriðju breiðskífu sinnar, sem nefnist Dark Horse, á tón- leikum á Húrra, Tryggvagötu 22, í kvöld. Húsið verður opnað kl. 20 og tónleikar hefjast kl. 21. Biggi leikur lögin af nýju plötunni ásamt hljómsveit. „Platan hefur fengið lof erlendra og innlendra gagnrýnenda og var plata vikunnar á Rás 2 í síðasta mánuði,“ segir í tilkynningu. Í við- tali við Morgunblaðið í seinasta mánuði sagði Biggi um lög plöt- unnar: „Ég er að semja um lífið, dauðann, stríð, veikindi og per- sónulegar upplifanir sem drifið hefur á daga mína og minna nán- ustu á þessu tímabili.“ Plötuna má nálgast á Spotify og á vefsíðu Bigga, www.biggihilmars.com. Miðar eru seldir á tix.is og við inn- ganginn. Leikur Dark Horse á Húrra í kvöld Biggi Hilmars Johnny Hally- day, dáðasta rokkstjarna Frakka, er látinn 74 ára að aldri. Samkvæmt frétt BBC var beina- mein hans lungnakrabba- mein. Hallyday, sem hét réttu nafni Jean-Philippe Smet, ákvað að gerast söngvari þegar hann sá Elvis Presley á hvíta tjald- inu árið 1957. Hann var af aðdáend- um sínum nefndur hinn franski Presley, enda var hann fyrstur til að syngja rokktónlist á frönsku. Á ferli sínum seldi hann um 100 millj- ón plötur og lék í fjölda kvikmynda, en var engu að síður nær óþekktur utan hins frönskumælandi heims. Emmanuel Macron, forseti Frakk- lands, minnist Hallyday með hlýju og segir hann eiga heima í hjörtum allra Frakka. „Hann heillaði Frakka með gjafmildi sinni á tón- leikum.“ Johnny Hallyday lát- inn 74 ára að aldri Johnny Hallyday The Killing of a Sacred Deer Skurðlæknirinn Steven flæk- ist inn í erfiðar aðstæður sem þarf að færa óhugsandi fórn, eftir að ungur drengur sem hann tekur undir vernd- arvæng sinn fer að haga sér undarlega. Metacritic 73/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 17.45, 20.00 Atvikið á Nile Hilton Lögreglumaður rannsakar dularfullt morð á konu sem í fyrstu er talin vændiskona, en annað kemur í ljós. Bíó Paradís 22.00 Listy do M3 Bíó Paradís 20.00 Batman And Robin Bíó Paradís 20.00 Thor: Ragnarok 12 Thor er í kapphlaupi við tím- ann til að komast aftur heim til Ásgarðs til að stöðva heimsendi. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 72/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 19.45, 22.30 Murder on the Orient Express 12 Einn af farþegum Austur- landahraðlestarinnar er myrtur í svefni og Hercule Poirot fær tækifæri til að leysa málið. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 56/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 20.10, 22.40 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 22.00 Reynir sterki 16 Sagan af Reyni Erni Leós- syni, sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugn- um sem sterkasti maður í heimi. Smárabíó 20.00 Borgarbíó Akureyri 17.50 Undir trénu 12 Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 17.50 Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 18.00 Wonder Saga um ungan dreng með afmyndað andlit, sem tekst að fá fólk til að skilja að feg- urð er ekki á yfirborðinu. Metacritic 68/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.25 Háskólabíó 17.50, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00 Jigsaw 16 Lík finnast hér og þar í borg- inni og þau benda til þess að hryllileg morð hafa verið framin að undanförnu. Metacritic 39/100 IMDb6,1/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Blade Runner 2 16 Morgunblaðiðbbbbn Metacritic 82/100 IMDb 8,8/10 Smárabíó 20.30, 22.10 A Bad Mom’s Christmas 12 Metacritic 42/100 IMDb 5,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Háskólabíó 18.00, 21.00 Litla vampíran Tony langar að eignast vin til að hleypa smá ævintýrum inn í líf sitt. Metacritic 45/100 IMDb 5,9/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 15.40, 18.00 Hneturánið 2 Ævintýramynd um sérvitran íkorna og vini hans. Metacritic 37/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 15.40 The Party Janet heldur veislu til að fagna stöðuhækkun. Morgunblaðið bbbbb Metacritic 73/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 18.00, 23.00 Mother! 16 Morgunblaðið bbmnn Metacritic 74/100 IMDb 6,8/10 Bíó Paradís 22.15 Í myndinni hafa þeir Dusty og Brad ákveðið að taka höndum saman um að halda hin fullkomnu jól fyrir börnin. Það reynir hinsvegar á þessa nýtil- komnu vináttu þeirra þegar karlremban faðir Dusty og hinn ofurblíði og tillitssami faðir Brad, sem John Lithgow leikur, mæta á svæðið. Metacritic 30/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 21.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.00, 17.50, 19.30, 19.50, 22.00, 22.10 Daddy’s Home 2 Coco Röð atburða, sem tengjast aldagamalli ráðgátu, fer af stað. Það leiðir til óvenjulegra fjölskylduendurfunda. Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 18.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.20 Sambíóin Akureyri 17.20 Smárabíó 15.15, 17.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Justice League 12 Batman safnar liði af ofur- hetjum; Wonder Woman, Aquaman, Cyborg og The Flash, til að sigrast á aðsteðj- andi ógn. Metacritic 49/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.20, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 21.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.10, 19.45, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 22.20 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.