Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 113

Morgunblaðið - 07.12.2017, Síða 113
MENNING 113 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2017 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Diskurinn er hluti af jólasýning- unni minni, Las Vegas Christmas Show, og lögin á samnefndum diski eru blanda af jólalögum og venjulegum amerísk- um popplögum. Diskurinn er óður til sýningarinnar og ákvörðunin um að blanda saman jólalögum og popplögum er pínu öðruvísi og á að gefa hug- mynd um hvernig við vinnum þetta. Það má segja að þetta séu tvær plöt- ur á einum diski og því má spila diskinn allan ársins hring eða byrja að spila hann í nóvember og halda svo áfram út desember,“ segir Geir Ólafsson, söngvari og tónlistar- maður, um jóladisk sem hann gefur út samhliða jólatónleikunum sem hann heldur í Gamla bíói á morgun, föstudag, og einnig á laugardag. Þekktir hljóðfæraleikarar „Það er virkilega ánægjulegt að strákarnir frá Ameríku skuli vera það áhugasamir að vilja vera með mér hérna á Íslandi með sýningu, þeir hafa hvatt mig til að halda áfram að gefa út efni og voru með mér í því. Þetta eru allt frekar þekktir hljóðfæraleikarar. Don Randy er sá frægasti. Hann spilaði inn allt fyrir Beach Boys, Michael Jackson, Frank Sinatra og var í The Wrecking Crew, hljómsveit sem spilaði fyrir allar stórstjörnurnar í Los Angeles á sjöunda og áttunda áratugnum og menn hafa keppst um að fá að vinna með honum. Hann vel- ur þá sem koma með honum til Íslands að spila á sýningunni. Um- gjörðin verður í sama stíl og í Las Vegas en ég er með hljóðfæraleikara sem eru fastráðnir flestir sem stúdí- ótónlistarmenn og hafa unnið mikið í Las Vegas. T.d. spiluðu fjórir af þeim sem koma til landsins núna á amerísku tónlistarverðlaununum, með Beyoncé og fleirum, þannig að þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir mannkynið,“ segir Geir, hress í bragði. Hann segir Las Vegas-þemað tengjast því að vera með amerískt efni og hljóðfæraleikara og tónlistin sé í takt við það sem er að gerast í Las Vegas núna. Geir og Don Randy ákváðu að gefa ungu og efnilegu fólki tækifæri til að koma fram því honum finnst mikið sama fólkið allt- af vera að koma fram og syngja. „Annars vegar er það Alexandra Dögg Einarsdóttir og hins vegar Már Gunnarsson, sem er blindur söngvari og píanó- leikari. Þau eru bæði langt innan við tvítugt, bara 16- 17 ára. Það er mikill heið- ur að hafa tækifæri til að bjóða fólki upp á að sjá og heyra flóruna; ungt hæfi- leikafólk sem þarf að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína.“ Varðandi lagavalið þá var Don Randy með hugmyndir og Geir líka, þeir báru þær undir hvor annan og þannig völdust lögin í sýninguna og diskinn, að sögn Geirs, en hann gaf út jólalög í fyrra og sum eru þau sömu. Munurinn núna sé sá að að þessu sinni séu lögin tekin upp „live“ í stúdíóinu, hver nóta sé eins og hún var spiluð. Seldist upp á átta klukkutímum „Ég er stoltur af því að vera með „dinner & show“, það verður lagt meira í þetta verkefni núna, við er- um alltaf að læra, þetta er alltaf að stækka. Það hefur verið mikil eftir- spurn og það er búið að biðja okkur mikið um að vera með þriðju og jafn- vel fjórðu tónleikana en við viljum halda okkur á jörðinni og gera það vel sem við höfum í höndunum og reyna að byggja á þessu. Vonandi getum við þá verið með fleiri sýn- ingar á næsta ári, en það seldist upp á tónleikana núna á aðeins átta klukkutímum. Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir það og ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem hafa keypt miða og stutt þetta verkefni, en ég er að reyna að gera eitthvað sem er öðruvísi en gengur og gerist á Íslandi. Það er mikill heiður.“ Aðspurður hvað hann sé búinn að vera að gera á árinu segist Geir m.a. vera í söngnámi. „Ég er alltaf í tím- um hjá Kristjáni Jóhannssyni óperu- söngvara, hann er bara yndislegur, ég er búinn að vera hjá honum í nokkuð mörg ár. Það hefur verið af- ar lærdómsríkt og breytt ferli mín- um mikið,“ segir Geir og kveðst sjálfur ekki vera að kenna en þeim mun meira í að gefa ungum söngv- urum tækifæri. „Annars varð ég fað- ir árið 2016, ég eignaðist litla dóttur sem heitir Anna Rós, hún hefur átt hug minn allan og það eina sem ég hef verið að gera undanfarið er að reyna að vera góður pabbi og góður uppalandi. Þetta er það besta sem ég hef gert á ævinni, að eignast þessa litlu stúlku. Ég er þakklátur fyrir að eiga líka góða konu en ég gifti mig á árinu. Nú eigum við fjölskyldu og ég er orðinn fjölskyldufaðir og það á hug minn allan. Allt annað er í raun lítils virði miðað við það.“ „Stórt skref fyrir mig en lítið fyrir mannkynið“  Las Vegas-jól Geirs Ólafs, nýr diskur og tónleikar Morgunblaðið/Árni Sæberg Augasteinn Geir Ólafsson ásamt dóttur sinni, Önnu Rós, sem á hug hans allan. „Það eina sem ég hef verið að gera undanfarið er að reyna að vera góður pabbi og góður uppalandi,“ segir Geir sem undirbýr jólasýningu sína. Ós Pressan stendur fyrir útgáfu- teiti í tilefni af annarri útgáfu Óss, The Journal, í kvöld kl. 19 í Grön- dalshúsi. Útgáfan inniheldur texta á átta tungumálum eftir 31 höfund og tengjast höfundarnir allir Ís- landi. The Journal er fjölþjóðlegt bókmenntatímarit með 13 smásög- um og 28 ljóðum. Tungumálin átta eru íslenska, enska, pólska, þýska, hollenska, spænska, kúrdíska og búlgarska, að því er fram kemur í tilkynningu. Nokkrir af þeim sem eiga verk í útgáfunni munu lesa upp úr verkum sínum fyrir gesti í teitinni í kvöld. „Markmið Ós Pressunnar er að fagna öllum þeim ólíka uppruna, kynjum, stílum og tungumálum sem móta hið íslenska bókmennta- samfélag í dag,“ segir ritstjórn í til- kynningu. Ós fagnar útgáfu The Journal Höfundur Eiríkur Örn Norðdahl er meðal þeirra sem efni eiga í The Journal. Atvinna SÝND KL. 5.30SÝND KL. 6 SÝND KL. 8, 10.15SÝND KL. 5.30, 8, 10 SÝND KL. 8, 10.25 Miðasala og nánari upplýsingar 5% ICQC 2018-20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.