Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 116

Morgunblaðið - 07.12.2017, Page 116
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 341. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Drakk bara vatn í heila viku 2. Þórdís Kolbrún í stað Sigríðar 3. Án ríkisfangs í Danmörku 4. Munar um álið í sprittkertunum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Árlegir jólatónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur verða í Norður- ljósum Hörpu á sunnudag kl. 17. Ein- leikarar koma úr röðum sveitarinnar en einnig verður lútuleikarinn Arn- geir Heiðar Hauksson sérstakur gest- ur. Hann hefur helgað sig uppruna- flutningi á fornri tónlist og hefur starfað lengi í Bretlandi með ýmsum tónlistarhópum. Árlegir jólatónleikar Kammersveitarinnar  Degi íslenskrar tónlistar er fagn- að í dag kl. 11. Í Hörpu verða flutt þrjú lög og út- varpað í beinni svo þjóðin geti tekið undir. Sig- ríður Thorlacius, Valdimar Guð- mundsson og Tómas Jónsson flytja „Líttu sérhvert sólarlag“ eftir Braga Valdimar Skúlason, Elín Ey flytur „Ef engill ég væri með vængi“ eftir Ellen Kristjánsdóttur við texta Elínar Eiríksdóttur og Jón Jónsson flytur „Gefðu allt sem þú átt“ eftir sjálfan sig við texta Einars Lövdahl. Degi íslenskrar tón- listar fagnað í dag  Auður Gunnarsdóttir sópran, Þor- björn Rúnarsson tenór og Bjarni Thor Kristinsson bassi flytja jólaperlur frá ýmsum tímum ásamt kvennakórnum Concordia og hljómsveit á lokatónleikum ársins hjá Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni í dag kl. 12. Aðgangseyrir rennur óskiptur til styrktar kviðarhols- og þvagfæraskurð- deild Landspít- alans. Jólaperlur frá ýmsum tímum í Fríkirkjunni Á föstudag Breytileg átt 3-8 m/s, léttskýjað. NV 10-18 austanlands framan af og dálítil él með ströndinni, lægir smám saman. Frost 4 til 14 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir með bjartviðri vestan til, en áfram hvassviðri eða stormur og él austanlands. Frost 1 til 6 stig, en herðir á frosti síðdegis. VEÐUR Ungt lið Fjölnis berst fyrir lífi sínu í Olísdeild kvenna í handknattleik en þetta er aðeins þriðja tímabilið eftir að ákveðið var að senda meistaraflokk til keppni haustið 2015. Fjölnisliðið er að stórum hluta byggt á hópi stúlkna sem urðu Íslands- meistarar í 4. flokki árið 2014. Í opnu íþróttablaðsins í dag er fjallað ítarlega um lið Fjölnis og rætt við Andreu Jacobsen. » 2-3 Ungt lið Fjölnis í harðri baráttu FH-ingurinn Gísli Þorgeir Krist- jánsson verður fyrsti íslenski hand- knattleiksmaðurinn í sex ár til þess að fara frá íslensku félagsliði beint í efstudeildarlið í Þýskalandi. Gísli skrifaði undir þriggja ára samning við THW Kiel á dögunum, en gjörningurinn var opinber- aður í gær. Þeir sem síðast fóru beint frá Íslandi í efstu voru einnig Hafnfirðingar. » 1 Sá fyrsti í 6 ár sem fer beint í þýsku deildina Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, mun greiða félögum sem eiga leik- menn í lokakeppni heimsmeistara- móts karla í knattspyrnu í Rússlandi næsta sumar samtals 21,5 milljarða íslenskra króna og upphæðin er þre- falt hærri en í síðustu keppni. Greiðslur til félaga vegna þátttöku ís- lenska landsliðsins nema minnst 534 milljónum króna. » 1 Fá 534 milljónir fyrir þátttöku Íslands á HM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Safnaðarstarfið í Glerárkirkju er lif- andi og fjölbreytt og þátttaka fólksins góð. Frá fyrstu tíð höfum við átt vel- unnara sem hafa lagt lið með ýmsu móti – og í sóknarnefnd og önnur leið- andi hlutverk hér hefur valist fólk sem hefur haft metnað fyrir hönd kirkj- unnar. Að því búum við mjög,“ segir Gunnlaugur Garðarsson, sóknar- prestur við Glerárkirkju á Akureyri. Um komandi helgi verða liðin 25 ár frá vígslu kirkjunnar, en það var á öðrum sunnudegi í aðventu árið 1992. Þess- ara tímamóta er minnst með ýmsu móti. Þar ber hæst hátíðarmessu sunnudaginn 10. desember klukkan 11. Ein besta nútímakirkjan Á Akureyri er Lögmannshlíðar- sókn, kennd við kirkjustað í útjaðri bæjarins. Henni var lengi þjónað af prestum Akureyrarkirkju en árið 1981 var ákveðið að setja á laggirnar sjálf- stætt prestakall og reisa því kirkju. Sr. Pálmi Matthíasson kom þá til starfa og þjónaði í átta ár og á eftir honum sr. Pétur Þórarinsson, sem þjónaði í tvö ár. Frá 1991 hefur Gunnlaugur Garð- arsson verið sóknarprestur í Glerár- kirkju. Prestur við kirkjuna er Stef- anía Guðlaug Steinsdóttir, djákni er Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir og Valmar Väljaots er tónlistarstjóri. „Fyrstu tvö árin sem ég þjónaði hér stóðu framkvæmdir við kirkjuna enn, svo að verkefni varðandi bygginguna voru talsverður hluti af starfi mínu fyrstu árin, Að vísu var bráðabirgða- aðstaða í kirkjunni komin en starfinu voru eigi að síður takmörk sett. En svo var kirkjan vígð og þá breyttist margt til betri vegar. Svanur Eiríksson arki- tekt hannaði einhverja bestu nútíma- kirkju á Íslandi, sem tekur mið af fjöl- þættu starfinu hér,“ segir Gunn- laugur. Lögmannshlíðarsókn nær yfir hverfin á Akureyri norðan Glerár. Þar búa um 7.500 manns og af þeim eru tæplega 7.000 skráð í Þjóðkirkjuna, sem telst hátt hlutfall. Festa í samfélagi „Kirkja skapar festu í samfélaginu. Það á ekki síst við úti á landi, þar sem safnaðarstarf tengir fólk saman á dýpstu forsendum lífssýnar. Tilbeiðsla er kjarni kirkjustarfs og hér eru mess- ur alla sunnudaga og fylgt sígildu formi. Messan er kjölfestan og utan um þann miðpunkt höfum við fjöl- breytni og víðan faðm,“ segir Gunn- laugur og getur þess að í Glerárkirkju sé öflugt barna- og unglingastarf og þar oft fyrirlestrar um áhugaverð efni, m.a. guðfræði. „Kirkjan og kærleiks- boðskapur hennar skipta miklu máli og hingað í Glerárkirkju kemur fólk bæði í gleði og sorg,“ segir sóknar- presturinn. Kjölfestan og víður faðmur  25 ára vígsluaf- mæli Glerárkirkju á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sóknarprestur Kirkjan með sinn kærleiksboðskap skiptir samfélagið miklu máli, segir sr. Gunnlaugur Garðarsson. Nú á laugardag, 9. desember, flytur Pétur H. Ármannsson erindi í Glerárkirkju sem ber yfirskriftina Guðshús nýrra tíma. Pétur er manna fróðastur um húsa- gerðarlist Íslendinga og byggingarsögu og mun nálgast sögu kirkjunnar á þeim nótum. Fyrirlestur Péturs hefst kl. 14. Á sunnudagsmorgun kl. 11 hefst svo hátíðarmessan þar sem biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, þjónar ásamt prestum kirkjunnar. Þegar afmælishald- inu lýkur tekur við helgihald í aðdraganda jóla, með ýmsum viðburðum sem allir bera þess svip að hátíð fer nú að hönd- um. Í guðshúsi nýrra tíma HÁTÍÐARMESSA Á SUNNUDAGINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.