Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 03.01.2018, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2018 Spurð um gott ráð til að hjálpa fólki að borða betur segir Alda „Grænmeti með hádegis- og kvöld- mat, ekki verra að hafa það í milli- málum líka. Það má alveg fela það í réttunum, þarf ekki endilega að vera hálfur diskur af salati. Annars er alltaf best að meta hversu mikla næringu hver máltíð mun gefa manni, velja betri kostinn næring- arlega og skammtalega.“ Fyrir þá sem vilja fylgjast með Öldu má finna hana á samfélags- miðlum undir aldawellness. Döðlupestó 1 krukka sólþurrkaðir tómatar (ca 300 gr krukkan með olíu) 1 krukka steinlausar svartar ólífur (ca 100 gr ólífur) 10 stórar og mjúkar döðlur 2 hvítlauksrif 1,5 dl kasjúhnetur 1,5 dl klettasalat Hella olíunni af sólþurrkuðu tómötunum og vatninu af ólífunum. Skera döðlurnar og taka steinana úr þeim. Rífa niður tvö hvítlauks- rif. Annaðhvort saxa þetta allt með hníf og hræra saman i skál eða skella því í matvinnsluvél. Passa bara að mauka það ekki alveg ef ætlunin er að halda í þessa grófu áferð. Saxa klettasalat og kasjú- hnetur í grófa bita og bæta út í skálina. Hræra allt vel saman. Gott er að bæta við næringargeri og hræra saman við en það gefur keim af ostabragði. Einnig má bæta við fetaosti. Gott er að leyfa pestóinu að standa í kæli í smá tíma áður en það er borið fram, leyfa bragðinu að hámarka sig. Pestóið má bera fram með brauðsneið, hrökk- brauði, baka það á þunnum pizza- botni eða jafnvel hræra soðin egg saman við. Dúndur-uppskriftir einkaþjálfarans Alda María Ingadóttir, íþróttafræðingur og þjálfari í Hreyfingu, er orkumikil og jákvæð fyrir nýju ári. Alda kennir einnig hiphop dans og eldri borgurum stóla- og vatnsleikfimi en hún hættir ekki þar því hún er einnig öflug í eldhúsinu og deilir hér girnilegum upp- skriftum í hollari kantinum sem gott er að styðjast við nú í janúar þegar margir ákveða að byrja árið með bættum lífsstíl. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Girnilegt Döðlupestóið svíkur engan. Sætkartöflu-borgari 4 stk Kartöfluskífur 1-2 stórar sætar kartöflur 0,5 dl ólífuolía 1 tsk hvítlauksduft ¼ tsk svartur pipar 1/3 tsk gróft salt Borgarar 500 gr hakk ½ -1 tsk hvítlauksduft ½ tsk gróft salt ½ tsk grófur pipar 1 egg Á milli Hvítlauks aioli sósa (til dæmis frá Gestus) Klettasalat Grænmeti að vild (agúrka, tómatur, paprika, steiktir sveppir) Kartöfluskífur: Blandið olíunni og kryddinu saman. Hitið pönnu á háum hita. Skerið niður stóra sæta kartöflu í átta eins cm þykkar sneiðar og penslið dressingunni á b áðar hliðar. Kartöflurnar eru steiktar á hvorri hlið í 5-10 mínútur. Hægt er að steikja þær allan tímann á pönnu, setja þær á grill eða í ofn. Gott er að setja þær á grill eða pönnu til að fá stökkari áferð að utan. Borgarar: Blandið hakkinu og kryddunum saman í skal. Hrærið eggið saman og hella því út í hakkið. Hnoðið vel saman og skiptið svo í 4 hluta. Blöndunni er hnoðað saman í kúlur og þær flattar út með lófunum eða hamborgarapressu. Borgararnir eru steiktir á pönnu eða grilli eftir smekk. Varist að ofsteikja, gott er að hafa borgarann léttbleikan í miðjunni. tobba@mbl.is Djúsí frá grunni Heimagerðir borgarar eru fljótlegir í gerð og innihalda engin aukaefni. Alda einkaþjálfari Hægt er að fylgjast með hollum afrek- um Öldu á instagram undir nafninu aldawellness. Nýlöguð humarsúpa Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.