Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 16

Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Fuglavernd stendur fyrir fræðslu- kvöldi um garðfugla kl. 21 í kvöld, fimmtudaginn 25. janúar, í sal Barð- strendingafélagsins, Hverfisgötu 105, Reykjavík. Örn Óskarsson, fé- lagsmaður og umsjónarmaður garð- fuglakönnunar Fuglaverndar, heldur framsöguerindi um garðfugla, grein- ingu tegunda og fóðrun þeirra. Að er- indi loknu svarar hann fyrirspurnum úr sal. Skrifstofa Fuglaverndar verður opin, en þar er hægt að kaupa fóður- hús, fuglahús, fóðrara og fuglafóður til styrktar félaginu. Frítt inn fyrir fé- lagsmenn og eru nýir félagar boðnir sérstaklega velkomnir. Garðfuglahelgin er svo strax í kjöl- farið, helgina 26. – 29. janúar. Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garð- fugla yfir eina helgi, venjulega síð- ustu helgina í janúar. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dög- um áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Nánari upplýsingar um fram- kvæmdina eru á vefsíðunni fugla- vernd.is. Vefsíðan www.fuglavernd.is Fuglafræðsla í kvöld og garðfuglakönnun um helgina Morgunblaðið/Golli Garðfugl Auðnutittlingar eru af finkuætt og lifa í skógum, kjarri og görðum. Ljósmynd/Bill Bradshaw Heimsóknin Hallvarður fremstur á mynd að taka þátt í sýningunni The Visit eftir Friedrich Dürrenmatt. Katrín Lilja Gunnarsdóttir katrinlilja1988@gmail.com Þegar ég komst ekki inn íListaháskóla Íslands þávar það eina sem ég heyrði„þú getur reynt aftur eftir heilt ár“ eða „Sveppi reyndi í sex ár“. Ég er greinilega óþolinmóð mann- eskja að vilja ekki bíða í ár. Ég vildi byrja strax. Af- hverju að eyða heilu ári? Ég byrjaði á að fara á kynningar og sótti svo um í leik- listarskóla í Bret- landi sem mér leist vel á. Ég flaug út í prufu og fékk strax svar um að ég hefði komist inn. Loks- ins gat ég byrjað!,“ segir Hallvarður Jes Gíslason, leiklistarnemi í Bourne- mouth á Englandi um þá ákvörðun sína að leggja land undir fót og láta reyna á lukkuna á erlendri grundu. En hvers vegna leiklist? „Ég hef alla mína ævi á einn eða annan hátt verið tengdur við leiklist. Ég útskrifaðist af Leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ og sem krakki fór ég á nokkur sumarnám- skeið í í Draumasmiðjunni hjá Borg- arleikhúsinu og var einnig virkur meðlimur í leikfélaginu Óríon í nokk- ur ár. Ég fór á leiklistarhátíðir í bæði Þýskalandi og Möltu, leikstýrði verki í Borgarleikhúsinu í samstarfi við há- tíðina Unglist, auk þess sem ég hef verið aukaleikari hér og þar.“ Gott að breyta aðeins til Að sögn Hallvarðar er töluverð upplifun að læra í erlendum háskóla. Það er skemmtileg lífsreynsla. Ég missi auðvitað af háannatímanum í Hámu og pup-quiz kvöldunum í Stúdentakjallaranum, en öðlast reynsluna að búa í öðru landi sem mér finnst að allir ættu að prófa að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Ég er ekki beint hinum megin á hnett- inum, en munurinn er samt nægur til að gera háskólareynsluna ógleym- anlega. Mæli einnig eindregið með að prófa að búa í landi þar sem aðal- tungumálið er ekki enska.“ En hvað skyldi standa uppúr? „Nú tala ég við alla listamenn. Þekkiði ekki tilfinninguna að sjá all- an áhuga hverfa á sekúndubroti í augunum á manneskju sem var að spurja hvað þú vilt verða? Þú segir „listamaður“ og viðkomandi svarar „já, flott . . . en hvað ætlarðu í alvör- unni að verða?“ Það brýtur mann niður þegar enginn skilur að þetta er meira en bara áhugamál. Seinustu þrjú ár hef ég algjörlega losnað við þetta. Fólkið í skólanum kemur fram við mig sem listamann, leikara í míni tilviki. Engin niðrandi augnráð held- ur koma spurningar eins og „hefurðu áhuga á að leika í myndinni sem að ég er að fara að leikstýra“ eða þýða „ég hef verið að vinna að myndatöku og væri til í að vinna með þér “. Draumurinn er orðinn að veruleika. Þetta er það sem hefur staðið mest uppúr fyrir mig í náminu, að geta loksins fengið svigrúm til að vera leikari,“ segir Hallvarður og tekur fram að hann hafi aldrei fengið þetta augnaráð frá fjölskyldu sinni. „Þar var ég heppinn.“ Vill stofna Listamanna-félag Hvar sérðu sjálfan þig að námi loknu? „Ég sé fyrir mér lífstíl þar sem ég get flakkað á milli þess að leika í bæði bíómyndum og leikritum, hvort sem það verður erlendis eða á Ís- landi, og svo bæði þróa og koma upp listamanna-félagi með vini mínum sem er að læra á Spáni. Þetta Lista- manna-félag myndi hafa algjört frelsi til að gera sín eigin verkefni, hvort sem það væru bíómyndir, þættir eða leikrit. Og fólk getur komið til okkar með hugmyndir, hæfileika, handrit og spurt „getum við unnið saman að þessu verkefni?“ Sífellt færist í vöxt að Íslend- ingar flytji til útlanda, og hafa marg- ir þeirra kosið að setjast að í Bret- landi. Spurður hvað sé gott að hafa í huga þegar á að aðlagast bresku samfélagi stendur ekki á svari. „Ekki bjóða Breta ristað brauð með marmelaði og osti. Sú blanda á eftir að fá þig rekinn úr landinu. Er ekki einu sinni að grínast. Án efa skrýtn- asti menningarmunur sem ég veit um. Og hinn hluturinn sem Bretar kunna ekkert á eru innanhúss- hittingar. Ég á hinsvegar heima í stúdentahúsi svo það gæti verið und- antekning.“ Engin niðrandi augnaráð í skólanum Hallvarður Jes Gíslason er leiklistanemi í Arts University í Bournemouth á Englandi. Hann er einn af fjölda Íslendinga sem kjósa að sækja sér menntun til útlanda en sá hópur fer sístækkandi. Fínir Hallvarður lagar bindi samleikara síns eftir sýningu The Visit. Æfing Leiklistarnemendur á æfingu, Hallvarður svartklæddur fyrir miðju. Hallvarður Jes Gíslason Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.