Morgunblaðið - 25.01.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 25.01.2018, Síða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 fyrir öll tölvurými og skrifstofur Rafstjórn tekur út og þjónustar kæli- og loftræstikerfi Kæling Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Verð frá kr. 181.890 m/vsk Aukin lífsgæði án verkja og eym Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“ Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt NUTRILENK ACTIVE sla Það er þyngra en tár- um taki að horfa upp á ástand þjóðvegakerf- isins á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á þessu svæði er ástandið senni- lega hvað verst á lands- vísu og brýnust þörf fyrir úrbætur til að fylgja eftir kröfum al- mennings og atvinnu- lífs. Vestfjarðavegur, Gufudalssveit Áformað var að fara í útboð fyrsta verkþáttar Vestfjarðavegar um Gufudalssveit síðastliðið haust, en af- staða skipulagsyfirvalda kom í veg fyrir að svo yrði. Stefnt var að því að sl. haust yrði sköpuð aðstaða fyrir verktaka, gert skarð í gegnum Teigsskóg og keyrt fyllingarefni út í firðina. Frekari fjár- mögnun yrði kunngjörð í samgöngu- áætlun á Alþingi í byrjun þessa árs. Öllum sem til þekkja er ljóst að nýr vegur um Gufudalssveit þolir enga bið. Þessi framkvæmd hefur verið lengi á dagskrá en málið tafist vegna dómsmála og afstöðu Skipulagsstofn- unar. Nú er beðið niðurstöðu sveitar- félagsins varðandi skipulagsmál, en hennar er að vænta í febrúar. Þessi vegur er síðasti áfanginn í að tengja með bundnu slitlagi byggð- irnar á sunnanverðum Vestfjörðum en nú mega íbúar og aðrir þeir sem þarna eiga leið um aka um gamlan malarveg, m.a. yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls sem er hættulegur allri umferð og sérstaklega að vetrarlagi. Ótalmörg dæmi eru um að stórvirkar vinnuvélar hafi þurft til að drösla flutningabílum yfir helstu farartálma á þessari leið. Í þessu samhengi er vert að minn- ast á háa ferðatíðni flutningabíla sem flytja afurðir Arnarlax af svæðinu, en grundvallaratriði fyrir fyrirtæki sem flytja út ferska vöru er að geta treyst á greiðar samgöngur, hvort sem er á landi, með flugi eða á sjó. Endanlegur kostnaður vegna nauðsynlegra vegabóta í Gufudals- sveit er ekki ljós, en þegar ég síðast spurði var verðmiðinn á ódýrasta kostinum um 7 milljarðar króna. Þá var ekki verið að tala um jarðgöng í gegnum fjöll eins og einhverjir krefjast, enda myndu slíkar framkvæmdir hleypa kostnaði upp um milljarða króna, ásamt því að tefja verkið enn frekar – og eru nú taf- irnar orðnar ærnar samt. Milljarður til eða frá skiptir okkur gríð- arlega miklu máli. Milljarður er t.a.m. þumalfingursreglan við kostnað á byggingu einna mislægra gatnamóta, svo að dæmi sé nefnt. Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði Það er vel að hafnar eru fram- kvæmdir við Dýrafjarðargöng. Ljóst er að þessi jarðgöng munu skipta sköpum fyrir Vestfirði, en það er einnig jafn ljóst að ef ekki fylgir nýr vegur um Dynjandisheiði, þá er til lít- ils unnið. Fram hefur komið að kostn- aður við Dýrafjarðargöng er áætl- aður um 13 milljarðar króna, en þá er Dynjandisheiðin eftir sem er óhjá- kvæmileg framkvæmd ef Dýrafjarð- argöng eiga að nýtast sem skyldi. Áætlaður kostnaður við Dynjand- isheiði er 4,5 milljarðar króna. Kostn- aður við nauðsynlegar vegabætur á sunnanverðum Vestfjörðum, þ.e. Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði og Gufudalssveit, slagar þannig upp í 30 milljarða. Á norðanverðum Vestfjörðum er líka verk að vinna. Þar bíða fram- kvæmdir við Djúpveg og veginn á Ströndum um Veiðileysuháls, en áætlaður kostnaður við þær fram- kvæmdir er talinn munu nema vel á annan milljarð króna. Það blasir við að enginn einn lands- hluti er í jafn brýnni þörf fyrir bráða- aðgerðir í vegamálum og Vestfirðir. Það er að vonum að íbúar þessa landshluta séu orðnir óþreyjufullir og kalli eftir aðgerðum. Vesturland En það er víðar en á sunnanverðum Vestfjörðum sem skórinn kreppir. Handan Breiðafjarðar blasir Skógar- ströndin við og lengi hefur verið beðið eftir endurbótum á Skógarstrandar- vegi. Um er að ræða um 70 km langan vegarkafla frá Dölum í Stykkishólm, en þarna er boðið upp á þröngan og stundum illfæran malarveg og á þess- ari leið eru fjölmargar hættulegar beygjur og einbreiðar brýr. Litlum fjármunum hefur verið var- ið til endurbóta á þessum vegarkafla, þótt ærin ástæða sé til. Verkefnið sem við blasir er enda mikið og mun kostnaður við endurgerð vegarins með bundnu slitlagi vera áætlaður um 6 milljarðar króna, en fullnaðar- hönnun vegarins er ekki lokið. Annar vegarkafli á Snæfellsnesi hefur beðið allt of lengi, en fyrir ligg- ur margítrekað loforð stjórnvalda um lúkningu vegarins yfir Fróðárheiði, en kostnaður vegna hans er talinn vera um 400 milljónir króna. Líkur eru þó á að þetta verk verði klárað á þessu ári. Borgfirðingar hafa lengi kallað eft- ir vegabótum, enda eru langir kaflar malarvega í héraðinu. Vegurinn um Uxahryggi hefur fengið nokkra fjár- veitingu sem mjög hefur verið kallað eftir, m.a. af ferðaþjónustunni, en bet- ur má ef duga skal. Þannig gerir laus- leg áætlun um að tengja saman Suð- urland og Vesturland með ferðamannavegi frá Borgarfjarð- arbraut um Uxahryggjaveg og Kaldadalsveg að Þingvallavegi við þjónustumiðstöð á Þingvöllum ráð fyrir því að kostnaður við fram- kvæmdina nemi 2,2 milljörðum króna umfram það sem þegar hefur verið ákveðið að verja til verkefnisins. Þá er ótalinn kostnaður við lagningu bundins slitlags á langa vegarkafla í Borgarfirði, auk breikkunar á helstu leiðum. Vesturlandsvegur Umferð um Vesturlandsveg hefur stóraukist undanfarin misseri og á vaxandi fjöldi ferðamanna þar stóran þátt, en einnig og ekki síður má rekja vaxandi umferð til þess að fólk búsett á Akranesi og í Borgarnesi sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið. Umferð um Hvalfjarðargöngin nálgast einnig þolmörk út frá öryggissjónarmiðum. Brýnt er að ráðast án tafar í end- urbætur á Vesturlandsvegi. Áætlað er að kostnaður við tvöföldun veg- arins á Kjalarnesi að Hvalfjarðar- göngum ásamt tvöföldun einbreiðs vegarkafla í Mosfellsbæ sé nálægt 4 milljörðum króna. Það er öllum ljóst að umferðaröryggi Vesturlandsvegar er stórlega ábótavant enda bera um- ferðarslys að undanförnu þess óræk- an vott. Upptalningin í þessari grein er alls ekki tæmandi en eins og sjá má er verkefnið risavaxið. Lauslega áætlað þarf að ráðast í verkefni á þessu svæði sem kosta munu háar fjárhæðir og er stærðargráðan í námunda við fimmtíu milljarða króna. Það er engin þolinmæði hjá almenningi, hvorki á þessu svæði né annars staðar, til að bíða í áratugi eftir þessum fram- kvæmdum. Lélegar samgöngur hafa enda mjög hamlandi áhrif á alla upp- byggingu atvinnulífs á svæðinu. Eftir Jón Gunnarsson »Það er engin þol- inmæði hjá almenn- ingi, hvorki á þessu svæði né annars staðar, til að bíða í áratugi eftir þessum framkvæmdum. Jón Gunnarsson Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra. Ákall um aðgerðir – Vesturland og Vestfirðir Ósköp á gamall maður erfitt með að skilja þá ákvörðun borgar- stjórnar Reykjavíkur að hafna beiðni Hjálpræðishersins um til- hliðran í lóðarúthlutun á sömu for- sendum og áður hefur gilt um við- líka stofnanir. Einhvern veginn finnst mér að Hjálpræðisherinn eigi annað og betra skilið. Fram skal tekið að hér koma trúarskoð- anir ekkert við sögu. En fórnfýsi og gjafmildi Hjálpræðishersins við þá sem minna mega sín allt frá fyrstu tíð og fram á þennan dag hefur verið slík að nokkur umbun hefði verið sjálfsögð fyrir þau mörgu kærleiksverk. Um þetta gildir máske gamla orðtakið að mönnum eru mislagðar hendur, Helgi Seljan. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Eru mönnum mislagðar hendur? Í vor er lag að losa Reykjavík við öfgafulla vinstri meirihlutann sem setið hefur allt of lengi. Mikil óstjórn er í málefnum borgar- innar. Húsnæðis- skortur og hátt verðlag á húsnæði er afleiðing öfgafullrar stefnu um þéttingu byggðar sem leitt hefur til mestu dreifingar byggðar til nágranna-sveitarfélaganna sem um getur. Fjármál borgarinnar eru í óreiðu með mikilli skuldasöfnun og það í góðærinu. Samgöngur í borg- inni eru í miklum ólestri vegna einka- bílahatursins. Neyðarbraut flugvall- arins hefur verið lokað af meirihlutanum sem sífellt þrengir að starfsemi flugvallarins. Börn eru send heim úr leikskólum vegna óstjórnar. Á meðan allt brennur, fær meiri- hlutinn útrás fyrir gyðingahatur sitt, með banni á innflutningi á vörum framleiddum í Ísrael. Nú breytum við um stefnu í vor. Til þess þurfum við for- ystumann sem við getum treyst. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, er ótví- ræður forystumaður sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann þekkir borgina betur en nokkur annar, hann sér í gegn- um lygavef vinstrimanna og hann hefur aldrei klikkað í neinu máli. Hann styður flugvöllinn í Vatnsmýrinni, vill fella niður lóðagjöld til Hjálpræðishersins og er á móti borgarlínunni, sem hann kallar villuljós Dags og félaga. Hann er gegnheill og heiðarlegur maður. Við styðjum hann til forystu í borg- inni í prófkjörinu 27.1.18. Kjartan í forystu Eftir Auðun Svavar Sigurðsson Auðun Svavar Sigurðsson »Kjartan Magnússon þekkir borgina betur en nokkur annar, sér í gegnum lygavefi og hefur aldrei klikkað í neinu máli. Höfundur er skurðlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.