Morgunblaðið - 25.01.2018, Page 63

Morgunblaðið - 25.01.2018, Page 63
sóknasetur um smáríki innan vé- banda hennar árið 2002. Hann var formaður stjórnar þessara stofnana 2002-2011, stofnaði Sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki sem hefur starfað frá árinu 2003, en yfir 500 erlendir nemendur, auk ís- lenskra stúdenta, hafa sótt skólann. Hann er rannsóknastjóri Rann- sóknaseturs um smáríki frá 2013. Baldur hefur verið gestaprófess- or við fjölda erlendra háskóla eins og William College í Massachusetts og Háskólann í Washington í Seattle í Bandaríkjunum, Queen Mary Háskólann í London, Science Po í París, og í Tallinn, Vilnius og Bergen. Baldur hefur setið í stjórn Fé- lagsstofnunar stúdenta frá 2008, var formaður stjórnar Mannréttinda- skrifstofu Íslands 2002-2004, for- maður jafnréttisnefndar HÍ 2001- 2004, formaður stjórnar Nýsköp- unarsjóðs námsmanna 1996-2002, ritstjóri héraðsblaðsins Suðurlands 1990 og Háskólans/stúdentafrétta 1991-92, varaformaður Vöku - félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1991-92, ritstjóri Vökublaðsins 1990-91, vara- þingmaður Samfylkingar 2009-2013, einn af stofnendum Félags samkyn- hneigðra stúdenta við HÍ árið 1999 og hefur tekið virkan þátt í mann- réttindabaráttu samkynhneigðra. Helstu áhugamál Baldurs eru framandi menningarheimar, ferða- lög, crossfit, stjórnmál, sagnfræði, spil og borðspil: „Við Felix erum nýkomnir úr ferðalagi til Víetnam, Laos og Taílands, sem er þriðja ferð okkar til Indókína á jafnmörgum árum. Þetta er heillandi heimshluti og við stefnum á fleiri ferðir þang- að, t.d. til Malasíu og Myanmar.“ Fjölskylda Maður Baldurs: Felix Bergsson, f. 1.1. 1967, leikari. Foreldrar hans eru Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, f. 8.2. 1942, hjúkrunarfræðingur, og Bergur Felixson, f. 14.10. 1937., framkvæmdastjóri, búsett í Reykja- vík. Börn Baldurs og Felix eru 1) Álfrún Perla Baldursdóttir, f. 30.1.1992, stjórnmálafræðingur í Reykjavík en maður hennar er Árni Freyr Magnússon sagnfræðinemi, og 2) Guðmundur Felixson, f. 6.4. 1990, sviðslistamaður í Reykjavík en kona hans er Þuríður Blær Jó- hannsdóttir leikari. Systkini Baldurs eru Ólöf Þór- hallsdóttir, f. 23.5. 1975, lyfjafræð- ingur í Reykjavík, og Bjarki Þór- hallsson, f. 3.2. 1977, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Baldurs: Hjónin Þor- björg Hansdóttir, f. 8.2. 1939, d. 15.10. 2013, kaupmaður á Ægissíðu í Rangárvallasýslu og Þórhallur Æg- ir Þorgilsson, f. 13.9. 1939, raf- virkjameistari á Ægissíðu Baldur Þórhallsson Ólöf Árnadóttir húsfr. á Þverlæk Guðmundur Jónsson b. á Þverlæk í Holtum, af Víkingslækjarætt Ólöf Guðmundsdóttir húsfr. á Selfossi (2) Hans Jörgen Ólafsson bifreiðarstj. og verkam. á Selfossi (3) Þorbjörg Hansdóttir kaupm. á Ægissíðu Þorbjörg Sigurðardóttir húsfr. á Eyrarbakka og Selfossi Ólafur Sigurðsson söðlasm. á Eyrarbakka og Selfossi Sævar Jónsson húsasmið- ur á Snjallsteinshöfða Jón Þorgilsson oddviti og síðar sveitarstjóri á Hellu Ingvar Helgason forstj. í Rvík Guðrún P. Helga- dóttir skólastj. Kvennaskólans Sigurður Óli Ólafs- son kaupm. oddviti og alþm. á Selfossi Svanhildur Sig- urðardóttir húsfr. á Eyrarbakka og í Rvík Júlía Jóns- dóttir húsfr. á Skeggjastöðum Jón Guðmunds- son b. á Hlíðar- enda í Ölfusi Eiður Guðnason alþm., ráðherra og sendiherra Þorgils Torfi Jónsson oddviti í Rangárþingi ytra Helgi Ingvars- son yfirlæknir á Vífilsstöðum Helgi Jónsson læknir Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir Evrópumeistari í fimleikum Pétur Sigurgeirsson biskup Íslands Ólafur Oddsson ís- lenskukennari við MR Margrét Jónsdóttir húsfr. í Efra-Seli við Stokkseyri Dr. Pétur Pétursson pró- fessor við HÍ Valgerður Jónsdóttir húsfr. á Rauðsgili í Hálsasveit í Borgarfirði Jón Helgason skáld og pró- fessor við Hafnarháskóla Júlíus Vífill Ingv- arsson fyrrv. forstj. og borgarráðsm. Þorbjörg Sigurðardóttir, hjá Höfn á Selfossi Sigríður Ragna Sigurðar- dóttir kennari og fyrrv. dagskrárfullr. barnaefnis RÚV – Sjónvarps Sigurgeir Sigurðsson biskup Íslands Sigríður Þórðardóttir húsfr. í Rvík Þórður Einarsson sendiherra Guðni Guðmunds- son, verkam. í Rvík Sveinsína Ásdís Sveinsdóttir húsfr. í Vestur-Hún. Filippus Vigfússon verkam. í Rangárv.s. og Vestur-Hún. Kristín Filippusdóttir b. og húsfr. á Ægissíðu Þorgils Jónsson b. og kennari á Ægissíðu Guðrún Pálsdóttir, húsfr. á Ægissíðu Jón Guðmundsson b. og fræðim. á Ægissíðu, frá Keldum af Víkingslækjarætt Úr frændgarði Baldurs Þórhallssonar Þórhallur Ægir Þorgilsson rafvirkjam. á Ægissíðu á Rangárvöllum (1) ÍSLENDINGAR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 100 ára Ásta J. Guðmundsdóttir 95 ára Margrethe Kristinsson 90 ára Ragna G. Pálsdóttir 85 ára Ásta E. Kolbeins Sigríður Guðjónsdóttir 80 ára Lára Angantýsdóttir Sesselja M. Kjærnested Þorgerður Guðmundsdóttir 75 ára Garðar Svavarsson Gunnvör Valdimarsdóttir Pálína I. Tómasdóttir Sigríður O. Erlendsdóttir Sigurður L. Kristinsson 70 ára Allan Rettedal Danuta Jozefik Guðrún S. Brynjólfsdóttir Hermann Hermannsson Jóhanna Sigurðardóttir Jóhann Brynjar Júlíusson Sigríður Kristín Einarsdóttir Sveinn S. Pétursson 60 ára Auður E. Guðmundsdóttir Björn Ragnarsson Einar Ingvi Magnússon Guðrún H. Hjálmarsdóttir Guðrún I. Halldórsdóttir Heimir Lárus Hjartarson Hugrún Elfa Bjarnadóttir Ingibjörg A. Magnúsdóttir Jón Halldór Oddsson Jón Heiðar Guðmundsson Jónína Sólveig Jónsdóttir Pálmar Breiðfjörð Sigurbjörg Eðvarðsdóttir Sigurður Sigurðarson Sverrir Salberg Magnússon Wieslawa Gainska Þórunn Rafnar 50 ára Anna Guðmundsdóttir Ásgerður Hrönn Karlsdóttir Baldur Þórhallsson Bergsveinn Bergsveinsson Bryndís Snæbjörnsdóttir Dagbjört Jónsdóttir Helga Ólafsdóttir Ingvi Þór Björnsson Jacek Zurawski Júlíus Guðmundsson Kolbrún S. Briem Ólafsd. Nelia Bearneza Baldelovar Ragnar Halldórsson Ragnheiður S. Eyjólfsdóttir Sigurður A. Þórarinsson Stefán Ingi Guðjónsson Stefán Stefánsson Thorben Jósef Lund Winai Puttharat 40 ára Fjóla Einarsdóttir Fríða Björk Sandholt Hafliði Hörður Hafliðason Heimir Hafliðason Helga Sigríður Davíðsdóttir Ian Richard Payne Ingimar Valur Einarsson Jóhann Pálsson Kristbjörg Ólafsdóttir Snæbjörn Ragnarsson Svandís Þorvaldsdóttir 30 ára Aivis Auzins Anna Hafþórsdóttir Davíð Örn Valdimarsson Hildur Sigurðardóttir Samúel Sigurðsson Til hamingju með daginn 30 ára Stella ólst upp í Hafnarfirði, býr í Kópa- vogi, lauk prófi í hár- greiðslu og starfar á Marmik í Breiðholti. Maki: Sindri Þór Krist- jánsson, f. 1989, trygg- ingasölumaður. Sonur: Alexander Þór, f. 2008. Móðir: Sjöfn Jónsdóttir, f. 1959, klifur- og fimleika- þjálfari og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðhöndlari í Hafnarfirði. Stella Rut Jensdóttir 30 ára Gestur ólst upp í Ohio og Kópavogi, býr þar, lauk Mag.jur.-prófi í lögfræði frá HÍ og LLM- prófi frá Suður- Kaliforníuháskóla og er lögmaður hjá Draupni - Lögmannsþjónustu. Systkini: Þórir, f. 1985; Ingunn, f. 1990, og Jón, f. 2001. Foreldrar: Gunnar Jóns- son, f. 1960, lögmaður, og Kristín Þórisdóttir, f. 1961, húðlæknir. Gestur Gunnarsson 30 ára Dóra Sif ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi, lauk B.Ed.-prófi frá HÍ og rekur barnafataverslunina Bíum bíum í Síðumúla. Maki: Bjarni Þór Við- arsson, f. 1988, knatt- spyrnumaður í FH. Dætur: Sonja Sif, f. 2012, og Sara Sif, f. 2017. Móðir: Drífa Hilmars- dóttir, f. 1957, kaupkona í Kópavogi sem starfrækir barnafataverslunina með Dóru Sif. Dóra Sif Ingadóttir Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði ÚTSALA 30-60% afsl. af öllum útsöluvörum Sergei Vlasov hefur lokiðdoktorsritgerð sinni í efnafræðivið Háskóla Íslands og ITMO- háskólann í Sankti Pétursborg í Rúss- landi. Ritgerðin nefnist Skammta- fræðilegt smug milli segulástanda. Andmælendur voru dr. Dmitrii E. Makarov, prófessor við Texas-háskóla í Austin, Bandaríkjunum, og dr. Oleg A. Tretiakov, aðstoðarprófessor við To- hoku-háskólann, Japan. Leiðbeinendur voru Hannes Jóns- son, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, og Valery M. Uzdin, prófessor í eðlisfræði við ITMO- háskóla í St. Pétursborg. Viðar Guð- mundsson, prófessor við Raunvís- indadeild Háskóla Íslands, var einnig í doktorsnefndinni. Segulástönd eru notuð til að skrá og geyma upplýsingar. Eftir því sem stærð seguleininganna er minnkuð til að auka geymslu- getuna, verður mikilvægara að gæta að líftíma segulástandanna. Í ritgerðinni er greint frá kenni- legum rann- sóknum á þeim möguleika að um- breyting úr einu segulástandi í annað gerist með skammtafræðilegu smugi og almenn líking er leidd út til að meta við hvaða hitastig smug verður ráð- andi hvarfgangur. Aðferð til að finna líklegustu smugferla, þ.e. svokallaðar snareindir, er þróuð og notuð til að meta virkjunarorku fyrir varmafræði- lega eflt smug sem fall af hitastigi. Að- ferðunum er beitt á ýmis segulkerfi, svo sem sameindasegla og skyrmeind- ir í þunnum segulhúðum. Sergei Vlasov  Sergei Vlasov fæddist árið 1990 í St. Pétursborg í Rússlandi. Hann lauk MS- prófi í hagnýtri stærðfræði við ITMO-háskólann í Sankti-Pétursborg árið 2013. Hann hóf haustið 2014 sameiginlegt doktorsnám við Háskóla Íslands og við ITMO-háskólann. Áhugamál hans eru skammtafræði, heimspeki og klettaklifur. Doktor Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.