Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 25.01.2018, Qupperneq 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Barátta upp á líf og dauða, klúð- ursleg brúðkaupsveisla í franskri höll og ballettverk í mótun eru með- al þess sem er í boði á Franskri kvik- myndahátíð að þessu sinni en hátíðin hefst á morgun, 26. janúar og stend- ur yfir í tíu daga. Sýndar verða tíu kvikmyndir og þar af ein kanadísk á þessari fyrstu kvikmyndahátíð árs- ins. Hátíðin í ár er sú 18. í röðinni og stendur yfir til 4. febrúar í Reykjavík og á Akureyri verða valdar myndir sýndar 28. janúar til 3. febrúar. Opnunarmynd hátíðarinnar nefnist Le Sens de la fête, eða Svona er lífið, og er eftir sömu hand- ritshöfunda og leikstjóra og gerðu hina feikivinsælu Intouchables sem sýnd var á hátíðinni árið 2012. Julie Coadou, menningarfulltrúi hjá franska sendiráðinu á Íslandi, er ein þeirra sem komu að skipulagn- ingu hátíðarinnar í ár. Hún segir að markmið hátíðarinnar sé sem fyrr fjölbreytni, að bjóða upp á ólíkar kvikmyndir og í það minnsta eina fyrir börn en í ár er það teiknimynd- in Tout en haut du monde, eða Hátt á heimi. Coadou segir gaman frá því að segja að um íslenska þýðingu á myndinni sáu frönskunemar við Há- skóla Íslands. „Það er skemmtileg samvinna í gangi þar, milli hátíðar- innar og háskólans,“ segir hún. Íd á ballettsýningu Tvær mynda hátíðarinnar fjalla um ballett, annars vegar heimild- armyndin Reléve og hins vegar kvik- myndin Polina. Þær verða sýndar saman á sérstöku ballettkvöldi 31. janúar og segir Coadou að báðar myndirnar hafi hlotið mikið lof. Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórn- andi Íslenska dansflokksins og dans- arar úr flokknum munu milli sýn- inga leiða gesti inn í heillandi heim ballettsins. Blaðamaður ákveður að slá aðeins um sig með því litla sem hann kann í frönsku og spyr hvort myndirnar á hátíðinni séu „la créme de la créme“ franskrar kvikmyndagerðar á síð- ustu misserum. „Já, já, já, já, við vorum að prófa að velja svolítið góða blöndu ólíkra kvikmynda til að hafa eitthvað fyrir alla,“ svarar Coadou á prýðilegri íslensku og bendir á nýj- ustu kvikmynd hins margverðlaun- aða leikstjóra Michael Haneke, Happy End. „Hún er mjög sérstök, fjallar um franska fjölskyldu góð- borgara og er mjög áhugavert port- rett,“ segir Coadou kímin og greini- legt að ekki má segja meira um þá ágætu kvikmynd svo áhorfendur verði ekki sviptir ánægjunni af því að láta koma sér á óvart. „Meistaraverk“ Coadou bendir einnig á að á mánudaginn, 29. janúar, eftir frum- sýningu á kvikmyndinni Réparer les vivants, eða Lífs eða liðinn eins og hún heitir á íslensku, verði pallborð. Þar munu skiptast á skoðunum Kjartan Birgisson hjartaþegi, Run- ólfur Pálsson læknir, Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður, Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir líffæra- gjafa og Vilhjálmur Árnason heim- spekingur. Munu þau einnig taka við spurningum úr sal og allur ágóði af miðasölu á sýninguna rennur til Annars lífs – áhugafélags um líf- færagjafir. Coadou segir Lífs eða liðinn meistaraverk og að upphaf mynd- arinnar sé einstaklega áhrifaríkt. „Það má enginn missa af því að sjá það á breiðtjaldi,“ segir hún en í myndinni segir af ungum manni sem er heiladauður eftir bílslys. For- eldrar hans taka þá erfiðu ákvörðn að gefa úr honum hjartað til að bjarga lífi dauðvona konu. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á smarabio.is/fff. Góðborgarar Úr Happy End, nýjustu kvikmynd hins virta og margverðlaunaða leikstjóra Michael Haneke. Dansað, hlegið og grátið Julie Coadou  Frönsk kvikmyndahátíð haldin í átjánda sinn  Ballett- kvöld og pallborðsumræður um líffæragjafir meðal viðburða Reléve/Endurfæðingin Heimildarmynd eftir Thierry Demaizière og Alban Teurlai sem fjallar um Benjamin Millepied sem var skipaður dansstjórnandi Þjóðaróperunnar í París árið 2014 og umbylti öllum formerkj- um í klassískum dansi, bæði með verkefnavali og vinnuaðferðum balletthóps óperunnar, eins og því er lýst á vef hátíðarinnar. Í myndinni er fjallað um sköp- unarferli nýs balletts Millepieds, Clear, Loud, Bright, Forward. Polina Dramatísk kvikmynd í leik- stjórn Valérie Müller og Angelin Preljocaj. Polina er efnileg ball- ettdansmær sem hefur alla tíð lotið ströngum aga og kröfu- hörku danskennarans síns. Henni er að opnast aðgangur að Bols- hoj-ballettinum heimsfræga en sér þá sýningu á nútímadansi og ákveður að leggja allt annað á hilluna til að starfa með Liriu Elsaj, snjöllum danshöfundi, og reyna að finna sína eigin rödd. Réparer les vivants/ Lífs eða liðinn Dramatísk kvikmynd eftir leik- stjórann Katell Quillévéré. Hand- rit myndarinnar er skrifað eftir bók Maylis de Kerangal en í henni er fjallað um mikilvægi líffæragjafa. Tout en haut du monde/ Hæst á heimi Teiknimynd í leikstjórn Rémi Chayé. Hún fjallar um Sacha, stúlku af rússneskum aðalsætt- um sem hefur lengi verið hug- fangin af lífi afa síns, ævintýra- mannsins Oloukines sem var frægur landkönnuður. Hann smíðaði sér stórkostlegt skip, Davaï, en sneri aldrei aftur úr síðasta leiðangri sínum til norð- urskautsins. Sacha heldur á slóðir afa síns í leit að hinu fræga skipi. Iqaluit Kanadísk dramamynd í leik- stjórn Benoit Pilon. Í myndinni segir af Carmen sem er gift Gil- les, verkstjóra sem starfar á norðurhjara. Gilles slasast alvar- lega og heldur Carmen til bæj- arins Iqaluit til að komast að því hvað hafi gerst. Þar kynnist hún vini Gilles, inúítanum Nóa, og þau sigla saman út á Frob- isherflóa. Þar leitar Carmen svara en Nói reynir að bjarga lífi sonar síns. Les chevaliers blancs/ Hvítu riddararnir Jacques Arnault, forseti sam- takanna „Move for kids“, telur franskar fjölskyldur, sem vilja ættleiða börn, á að kosta aðgerð til að lauma til landsins mun- aðarlausum börnum frá stríðs- hrjáðu Afríkulandi. Honum til að- stoðar er hópur sjálfboðaliða sem trúa á verkefnið og hafa þeir einn mánuð til að finna 300 börn og flytja til Frakklands. Dramatísk kvikmynd eftir leik- stjórann Joachim Lafosse. Happy End Nýjasta kvikmynd Michael Ha- neke. „Veröldin er allt í kring og við í miðjunni, og sjáum ekkert. Skyndimynd af fjölskyldu evr- ópskra góðborgara, nokkrum kynslóðum með ýmiss konar per- sónuleikaraskanir en umhverfis hana iðar samfélagið í Calais og ekki síst erlendu flóttamennirnir og vandamálin tengd auknu streymi þeirra til Evrópu,“ segir um myndina á vef hátíðarinnar. Le sens de la fête/ Svona er lífið Gamanmynd í leikstjórn Eric Toledano, Judith Chemla og Oli- vier Nakache. Myndin segir af Max Angély sem býr að langri reynslu í skipulagningu á hvers kyns veislum. Hann tekur að sér skipulag brúðkaupsveislu á 17. aldar óðalssetri og skal ekkert til sparað. Fljótlega fer allt úr bönd- unum, eins og við mátti búast. Victoria Gamanmynd eftir leikstjórann Justine Triet um Viktoríu sem er lögræðingur og fráskilin tveggja barna móðir. Henni er boðið í brúðkaup þar sem hún hittir vin sinn Vincent og Sam sem er fyrrverandi dópsali og skjólstæð- ingur hennar. Degi síðar sakar kærasta Vincent Viktoríu um morðtilræði og eina vitnið reyn- ist vera hundurinn hennar. Dans la forêt/Myrkviði Spennumynd eftir leikstjórann Gilles Marchand. Bræðurnir Tom og Benjamín halda til Svíþjóðar að hitta föður sinn sem þeir hafa átt lítil samskipti við frá því hann skildi við móður þeirra. Faðirinn er sannfærður um að Tom sé skyggn og leggur til að þeir haldi norður og gisti í kofa úti í skógi. Svo líða dagarnir en faðirinn er ekki á því að snúa aftur heim. Níu franskar, ein kanadísk KVIKMYNDIRNAR Á FRANSKRI KVIKMYNDAHÁTÍÐ 2018 Opnunarmyndin Úr Le sens de la fête eða Svona er ĺífið. Dans Úr Endurfæðingunni. Sorg Úr Lífs eða liðinn. Ævintýri Úr Hæst á heimi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.