Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 76

Morgunblaðið - 25.01.2018, Side 76
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 25. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Nafn mannsins sem lést á … 2. Tómas Tómasson er látinn 3. Lömuð eftir fall í Malaga 4. Réðust á 18 ára fanga á Litla-Hrauni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrstu hádegistónleikar ársins, í tónleikaröðinni Á ljúfum nótum, verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag kl. 12. Á þeim koma fram hinar ægifögru nornir sem fylgja árs- tíðunum, eins og segir á vef kirkj- unnar. Hafa þær nú brugðið sér í þorranornagervi og flytja af miklum krafti fjölbreytta dagskrá byggða að miklu leyti á íslensku þjóðlögunum og öðru þorragóðgæti. Nornirnar eru Arnhildur Valgarðsdóttir, Berta Dröfn Ómarsdóttir, Elsa Waage, Íris Sveins- dóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir. Nornir í Fríkirkjunni  Tónskáldin og tónlistarkonurnar Björk Níelsdóttir og Kaja Draskler halda tónleika í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Þær munu leiða áheyr- endur í tónlist- arlegt ferðalag þar sem landamæri klassískrar tón- listar, djass og spuna verða könnuð í frumflutningi á nýjum tónverkum eft- ir þær sjálfar. Landamæri könnuð með frumflutningi  Leikarinn Kári Viðarsson flytur tónleikauppistand sitt Frjáls fram- lög í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 í Tjarnarbíói og lýsir því sem sprenghlægilegri, grátbroslegri og afkáralegri gleðistund. Markmið sýningarinnar sé að miðla tvö- földum regnboga til- finninga þar sem sviti hins sveltandi lista- manns endurspegli allt litrófið sem finna megi á hinu vafa- og vara- sama vegasalti veruleikans. Á vafasömu vegasalti Á föstudag Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma um landið sunnan- og vestanvert í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. Skýjað og þurrt norðan- og norðaustantil. Frost 0 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s, en norðan 8-13 austast fram eftir degi. Stöku él um landið norðaust- anvert, annars víða léttskýjað. Kólnandi veður. VEÐUR Ísland mætir tveimur af átta bestu liðum heims, Belgíu og Sviss, í A-deild Þjóðadeildar UEFA í knatt- spyrnu karla í haust. Vinni Ísland sinn riðil kemst lið- ið í fjögurra liða loka- keppni Þjóðadeildarinnar en lendi liðið í neðsta sæti fellur það niður í B-deild. Ítarlega er fjallað um Þjóðadeildina og þýðingu hennar í íþróttablaðinu í dag. »4 Tvö af átta bestu liðum heims Sigríður Lára Garðarsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, hefur greinst með liðagigt. Þessi 23 ára gamla Eyjakona er byrjuð í lyfjameðferð sem ætlunin er að taki 3 vikur, og er vongóð um að eftir það muni þessi sjúkdómur ekki hafa áhrif á knattspyrnufer- ilinn en hún þarf væntanlega að vera í reglulegri lyfjagjöf vegna hans um aldur og ævi. »1 Landsliðskona í lyfja- meðferð fyrir lífstíð Haukar og ÍBV skildu jöfn, 27:27, í Ol- ísdeild kvenna í handknattleik í Vest- mannaeyjum í gær. Þar með hefur Valur tveggja stiga forskot í efsta sæti deildarinnar en Haukar eru í öðru sæti. ÍBV er í fjórða sæti með 18 stig. Haukar voru með sex marka for- skot snemma í síðari hálfleik en töp- uðu því niður eftir að leikstjórnandi liðsins fékk rautt spjald. »3 Haukar misstu niður gott forskot í Eyjum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Senn styttist í að sérstakur, öflugur fjallabíll verði tekinn í notkun hér- lendis, en eigendurnir, Friðrik Stef- án Halldórsson og Guðni Ingimars- son, hafa unnið við að setja hann saman frá grunni frá 2012 og þó eink- um nýliðin fjögur ár. „Við tveir höf- um unnið í yfir 5.000 tíma við bílinn og auk þess fengið ómælda aðstoð,“ segir Guðni. „Þetta er í raun verkfræðilegt und- ur,“ segir Friðrik og hrósar félaga sínum og vélaverkfræðingnum fram- sýnina. „Guðni var með ákveðna hug- mynd í kollinum og setti niður fyrir sér verkið í smæstu atriðum, sem síð- an tók á sig mynd og birtist nú í full- sköpuðum bíl.“ Síðasti búturinn í innréttinguna var settur í bílinn fyrir helgi, en fé- lagarnir hafa farið í reynsluakstur á fjöllum og eru tilbúnir í slaginn. „Fæðingin hefur tekið lengri tíma en við áttum von á en við erum ánægðir með árangurinn,“ segir Friðrik. Grind úr gömlum bíl Félagarnir höfðu keypt sér Uni- mog-hásingar úr þýskum Dingó- hertrukk og í kjölfarið ákváðu þeir að búa til bíl. Þeir keyptu MAN- mjólkurbíl í Flóanum, árgerð 1991, og grindin í honum varð grunnurinn að fjallabílnum. „Við byrjuðum með tvo grindarbúta, smíðuðum undir grindina, keyptum okkur Chevrolet Kodiak C4500, árgerð 2006, ekinn 25.000 mílur, í Bandaríkjunum og settum ofan í hana, bættum við hluta úr Chevrolet-sendibíl fyrir aftan og festum þá saman með þriðja bílnum,“ segir Friðrik. Friðrik áréttar að ómældar stund- ir hafi farið í verkið. Þeir hafi haft góða aðstöðu til að sinna þessu áhugamáli og átt flest nauðsynleg tól og tæki. Þegar þeir hafi verið komnir það langt að ekki hafi verið hægt að hætta við hafi þeir tvíeflst og spýtt í lófana. „Við fengum líka góða hjálp frá vinum, til dæmis vegna verka sem voru fullstór og of mikil fyrir okkur.“ Í þessu sambandi bendir Guðni á að þeir hafi víða leitað fanga. Þeir hafi til dæmis keypt bíl og stóla í Bandaríkjunum, felgur í Hollandi, aukarafkerfi í Ástralíu, ljós frá Bret- landi og hásingar frá Þýskalandi. Undir bílnum eru átta 54 tomma dekk, 1,60 m á hæð. Hann tekur 10 farþega auk bílstjóra og er búinn miklum þægindum. Fjallabíll með öllu. Ætlunin er að nota hann til þess að fara með ferðamenn á hálendið. „Bíllinn er kjörinn til þess,“ segir Friðrik. Eini bíllinn sinnar tegundar  Smíðuðu sér- stakan og öflugan torfærutrukk Tilbúinn Friðrik Halldórsson og Guðni Ingimarsson við fjallabílinn, sem er sá eini sinnar tegundar. Þægindi Bíllinn er rúmgóður og sætin af bestu gerð. Morgunblaðið/Árni Sæberg MYfir 5.000 vinnustundir »28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.