Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Launahækkanir ekki fjarri þróun
Starfshópur um málefni kjararáðs segir að launaþróun kjararáðs víki ekki merkjanlega frá almennri
þróun ASÍ krefst þess að laun kjörinna fulltrúa verði lækkuð Lækkanir gætu leitt til dómsmála
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Starfshópur um málefni kjararáðs
segir að ekki séu efnislegar forsend-
ur til þess að lækka laun kjörinna
fulltrúa en leggur til miklar breyt-
ingar á hvernig laun verða framvegis
ákvörðuð. Í skýrslu starfshópsins
sem birt var í gær kemur fram að
samanburður á launum æðstu emb-
ættismanna, dómara og kjörinna
fulltrúa bendir ekki til þess að þau
víki verulega frá því sem er í saman-
burðarlöndunum. Auk þess hafi
launaþróun þeirra sem eiga undir
kjararáði ekki vikið merkjanlega frá
almennri þróun á launatímabilinu
2006 til 2018.
Laun verði fryst
Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar
skýrslunnar þar sem þess er krafist
að laun forseta, ráðherra, þing-
manna, ráðuneytisstjóra og skrif-
stofustjóra verði með lögum lækkuð
sem nemur síðustu launahækkunum
kjararáðs. Meirihluti starfshópsins
leggur hins vegar til að laun verði
fryst og taki engum hækkunum þar
til þau ná viðmiðum rammasam-
komulagsins. Í yfirlýsingu ASÍ segir
að „frysting launa æðstu stjórnenda
ríkisins gæti varað út árið 2018 fyrir
suma en nokkur ár fyrir þá sem
fengu mesta hækkun. ASÍ telur að
með því að fara þessa leið haldi þessi
hópur ekki einasta launum upp á 671
milljón króna vegna hækkunar
kjararáðs, sem þegar hefur verið
greidd, heldur fái 378 milljónir til
viðbótar vegna þessarar sömu útaf-
keyrslu þar til frystingunni lýkur“.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir að það sé eðlilegt að launin
verði leiðrétt að því sem nemur
hækkunum. „Það er niðurstaða þess-
arar úttektar að miðað við þá launa-
stefnu sem ríkið samdi um á vinnu-
markaði í rammasamkomulagi hafi
kjararáð farið fram úr sér. Það er þá
rétt, þegar ákvörðunin er með al-
mennum hætti, samkvæmt
ákveðnum hópum, að það sé leiðrétt.
Það er ekki hægt að gera það aftur-
virkt en það yrði frá núinu. Þeir
fylgja þá launaþróun hér eftir eins
og vinnumarkaðurinn,“ segir Gylfi.
„Þetta er skynsamleg leið og hún er
til þess að skapa meiri sátt á vinnu-
markaði. Við teljum margt óeðlilegt
við að menn fái að halda því sem hef-
ur gengið fram úr vinnumarkaði, í
því felast umtalsverðir fjármunir.“
Ákvarða ekki laun einstaklinga
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri SA, segir að sam-
kvæmt lögfræðimati starfshópsins
sé lækkunarleiðin ófær vegna þess
að kjararáð sé óháður aðili sem úr-
skurði ekki laun einstaklinga heldur
laun starfsgreina sem hafa ekki leyfi
eða rétt til að semja um laun sín.
„Niðurstöður lögfræðinga sem
komu að þessu máli eru að til þess að
þetta nái fram að ganga verði það að
byggjast á því sem kallast „knýjandi
nauðsyn“. Það væru þá rök sem
byggjast á til dæmis afkomu ríkis-
sjóðs, efnahagskreppu eða ósjálf-
bærri stöðu ríkisfjármála. Hættan
að mati lögmanna, og ég tek undir
það mat, er að einstaklingar, t.d.
embættismenn eða forstöðumenn í
kerfinu, sem yrðu fyrir þessari
launalækkun, gætu höfðað dómsmál.
Það er mat lögmanna að það yrðu
yfirgnæfandi líkur á því að lækkun-
inni yrði hnekkt og það stæðist bara
ekki skoðun,“ segir Halldór.
Tillögur starfshóps um
málefni kjararáðs
» Horfið verði frá því fyr-
irkomulagi að úrskurða í kjara-
ráði laun þjóðkjörinna fulltrúa,
æðstu embættismanna og ráð-
herra.
» Laun þeirra verði ákvörðuð í
viðeigandi lögum um hvern
hóp.
» Sama gildi um starfs-
tengdar kostnaðargreiðslur.
» Laun sem þannig eru fast-
sett með lögum verði endur-
ákvörðuð hinn 1. maí ár hvert
og gildi óbreytt í eitt ár frá
þeim degi.
„Ég hlakka mikið til þess að koma til Detroit, borg-
arinnar við vötnin miklu,“ segir Óttarr Magni Jóhanns-
son. Í gær var dregið í áskrifendaleik Árvakurs og WOW
air og var Óttarr einn fimm áskrifenda að Morgun-
blaðinu sem þar hrepptu tvo miða í ferðavinning, en sam-
tals voru dregnir út tíu miðar. Hinir voru Sigurður Guð-
jónsson, Lára Magnúsardóttir, Inga Fjóla Baldursdóttir
og Páll Helgason.
Áskrifendaleikurinn stendur í tíu vikur og útdrátt-
urinn í gær var sá sjötti í röðinni. Eftir viku verða úr
potti dregin nöfn fimm heppinna áskrifenda sem fara til
Cincinnati í Ohio-ríki, sem er einn áfangastaða WOW
vestanhafs. Alls eru 104 farmiðar í pottinum í leiknum.
Óttarr Magni, sem er sölumaður, er Austfirðingur að
uppruna en hefur lengi búið í Reykjavík. „Seyðfirðingur,
Vesturbæingur og KR-ingur, það er sterk blanda. Ég
hef komið í flestallar heimsálfur, utan Ástralíu og Suð-
urskautslandið, og nokkrum sinnum til Bandaríkjanna.
Ferðalög eru frábær til að breikka sjóndeildarhringinn
og kynnast nýju fólki og framandi aðstæðum. Því verður
spennandi að koma til Detroit í Michigan, bílaborg-
arinnar miklu sem svo er kölluð,“ segir Óttarr, áskrif-
andi Morgunblaðsins til áratuga.
Dreginn út og fer til Detroit
Víkkar sjóndeildarhring-
inn 10 miðar til áskrifenda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðalangur Óttarr Magni Jóhannsson hefur ánægju af
ferðalögum og datt því heldur betur í lukkupottinn.
Öryrkjabandalag
Íslands (ÖBÍ) á í
dag fund í utan-
ríkisráðuneytinu
vegna Sunnu Elv-
iru Þorkels-
dóttur, sem er í
farbanni á Spáni
lömuð fyrir neðan
mitti.
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir,
formaður ÖBÍ, segir að fundurinn
snúist bæði um að fá að vita meira
um stöðu mála og til hvaða aðgerða
ÖBÍ geti gripið án þess að það gangi
í berhögg við aðrar aðgerðir utan-
ríkisráðuneytisins. „Við ætlum alla-
vega að reyna að knýja á um að hún
fái þá þjónustu sem henni ber og
hún þarf að fá. Það er númer eitt, tvö
og þrjú að hún fái viðeigandi læknis-
aðstoð og hjúkrun,“ segir Þuríður og
bendir á að ÖBÍ sé með sambönd í
alþjóðlegum öryrkjabandalögum úti
í heimi ásamt öðrum mannréttinda-
samtökum.
ÖBÍ beitir
sér í máli
Sunnu
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
Eiga fund í utan-
ríkisráðuneyti í dag
Snjóþungi síðustu daga kætir eflaust marga af
yngri kynslóðinni um þessar mundir. Á mynd-
inni má sjá tvo kappklædda krakka sem voru
að leika sér við að láta draga sig á snjóþotu
þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að
garði í gær.
Víða má sjá börn renna sér á sleðum, reisa
snjóhús og í öðrum leikjum ungu kynslóð-
arinnar þessa dagana.
Unga kynslóðin skemmtir sér í snjónum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skjálftahrina varð norður og norð-
austur af Grímsey á áttunda tíman-
um í gær, sá stærsti 4,1 að stærð.
Bjarni Magnússon, fyrrverandi
hreppstjóri í Grímsey, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
skjálftarnir hefðu fundist í Grímsey.
Bjarni segir litla skjálfta algenga
á svæðinu en hann viti ekki til þess
að stór skjálfti hafi fundist.
„Ég var hjá syni mínum og
tengdadóttur í matartímanum þegar
það komu þrír skjálftar,“ sagði
Bjarni. „Við vorum í timburhúsi og
þar heyrir maður drunur,“ bætti
hann við en hann kippti sér ekki mik-
ið upp við skjálftana. „Maður er svo
vanur þessu og það er ekkert sem
hefur hrist að ráði. Maður sefur ró-
legur. Ég held að flestir séu vanir
þessu, svona fullorðið fólk. En auð-
vitað er sjálfsagt alltaf einn og einn
sem finnur fyrir þessu.“
ash@mbl.is
Fæstir kipptu sér
upp við skjálftana
Skjálftahrina norður af Grímsey
Mynd/Veðurstofa Íslands
Skjálftar Á korti Veðurstofunnar
sést að skjálftarnir voru margir.