Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 ✝ Jónína Ásdís(Stella) Krist- insdóttir var fædd í Reykjavík 30. októ- ber 1934. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 3. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Karólína Á. Jósefsdóttir hús- móðir, f. 26.11. 1903 á Ísafirði, d. 14.3. 1984, og Kristinn Halldór Kristjánsson vörubílstjóri, f. 23.4. 1892 í Reykjavík, d. 3.3. 1952. Systkini: Anna Fanney, hús- móðir í Kaupmannahöfn, f. 17.7. 1924, d. 15.12. 2001. Kar- ólína Ágústa, (Buddí) kennari, f. 13.10. 1926, var ættleidd tveggja ára til Danmerkur. Al- freð, f. 13.10. 1927, d. 24.2. 1997, leigubílstjóri og ökukenn- ari. Kristján Karl, f. 3.6. 1929, fórst með togaranum Max Pem- berton í júní 1944. Gunnar, fyrrverandi hitaveitustjóri, f. 1.11. 1930, d. 27.8. 2000. Jósep maki Davíð Pálsson og eiga þau fimm börn. Eygló, f. 26.9. 1988, maki Hrannar Gylfason og eiga þau tvö börn. 3) Árni, f. 26.11. 1956, d. 24.1. 1957. 4) Áslaug, f. 26.2. 1958, maki Þorgeir Kjart- ansson. Börn þeirra eru Guð- björg, f. 27.5. 1977 og á hún tvö börn. Símon, f. 1.11. 1978, bú- settur í Noregi, maki Tinna Jónsdóttir og eiga þau tvö börn, Árni Þór, f. 8.4. 1987, og Guð- laugur, f. 14.8. 1993. 5) Kristín, f. 9.3. 1960, maki Ásgeir J. Þor- valdsson. Börn þeirra eru Júlía Gréta, f. 12.5. 1977, maki Manu- el Pereira og eiga þau tvö börn. Sveinn, f. 22.7. 1985, maki Sylvía Ómarsdóttir og eiga þau tvö börn. Þorbjörg, f. 17.11. 1989, og á hún eitt barn. Stella ólst upp fyrst á Berg- þórugötu, síðar á Litla-Háteigi. Um haustið 1948 var húsið að Litla-Háteigi flutt að Skipa- sundi 36. Stella vann aðallega við saumaskap og þjónustustörf þar á meðal á Aski og síðustu árin sem hún vann var hún hjá Sjóklæðagerðinni 66°Norður eða þar til hún lét af störfum árið 2004 sökum aldurs þá 70 ára. Útför Jónínu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 16. febrúar 2018, klukkan 15. Birgir, bifvélavirki, f. 3.8. 1932, d. 10.8. 2006. Þorfinnur Kristinn, f. 19.2. 1938, d. 21.4. 1938. Stella giftist Al- exander Guð- mundssyni en þau skildu. Börn þeirra eru 1) Jóna Guðný, f. 23.11. 1953 maki Davíð Löve. Börn þeirra eru Lilja, f. 15.12.1972. Búsett í Svíþjóð, maki Lef Molin og eiga þau tvö börn. Sandra, f. 6.10. 1975, maki Jón V. Ásmundsson og eiga þau fjögur börn. Sigurður, f. 14.1. 1978 og á hann eitt barn. Guðrún, f. 27.1. 1981, maki Kristinn Jóhannsson og eiga þau tvö börn. 2) Sófus, f. 4.10. 1955, maki Guðrún Ágústsdóttir. Börn þeirra eru Bergþóra, f. 3.6. 1974, og á hún tvo drengi. Þorsteinn, f. 11.7. 1976, búsettur í Noregi, maki Ann Elisabeth og eiga þau tvo drengi. Jóhann, f. 9.5. 1982, d. 9.5. 1982. Oddný, f. 3.7. 1983, Í dag kveð ég mömmu mína og eru það þung skref. Minningarnar rifjast upp. Ég er óendanlega stolt af dugnaðin- um í þér, lífið var ekki alltaf dans á rósum með okkur fjögur systk- inin og þú ein að ala okkur, en aldrei skorti neitt. Þú kenndir mér að gefast aldrei upp, sagðir alltaf „þú getur þetta ef viljinn er fyrir hendi“. Margar stundir uppi á Eir sat ég hjá þér og fór svo heim með þvottinn og þú sagðir alltaf æi takk en það getur nú ekki verið mikið núna og nei mamma, það var aldrei mikið og minn var heiðurinn að gera þetta fyrir þig. Ég skal passa Júlíu mína og hennar fjölskyldu því ég veit að það var sterkur strengur á milli ykkar, eins með Svenna og Tobbu. Er búinn að vera að hlusta á Sven Ingvars-lögin sem þú spil- aðir þegar ég var lítil og eins líka Jim Reeves. Nú hittir þú aftur ömmu og afa og Önnu frænku og efa ég ekki að það verði gaman hjá ykkur. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Kristín H. Alexandersdóttir. Mig langar að minnast tengdamóður minnar með nokkr- um orðum. Ég hef átt samleið með henni í 45 ár og upp í hug- ann koma mörg minningarbrot. Það fyrsta á leið í Bakkahverfið í Breiðholti á Dafinum hennar að kaupa notaðan kerruvagn svo að við gætum farið saman í bæinn á 17. júní 1974. Hjálpa mér að baka fyrstu rjómatertubotnana og hvernig átti að matreiða alls kon- ar mat. Hún var mér til halds og trausts, ungu stelpunni, fyrstu árin sem ég og sonur hennar vor- um að eignast okkar börn. Stella, eins og hún var kölluð, var mikil hannyrðakona og lék allt í hönd- um hennar varðandi þær. Þau eru ófá saumastörfin sem hún hefur hjálpað mér með eða saum- að fyrir mig í gegnum árin. Eitt árið tók hún sig til og saumaði upphluti á litlu ömmustelpurnar sínar og 38 árum seinna eru ömmustelpurnar mínar að nota upphlutinn sem amma lang saumaði. Stella las mikið og var mikill grúskari. Fyrir tæpum fjórum árum fór heilsu tengda- móður minnar að hraka og flutti hún þá á hjúkrunarheimilið Eir þar sem hugsað var vel um hana af góðu starfsfólki. Að lokum, elsku Stella, vil ég þakka þér fyr- ir allar samverustundirnar okkar bæði í gleði og sorg. Ég mun sakna þín. Guðrún (Gurra). Dagurinn er kominn, dagurinn sem ég kveið fyrir frá því ég man eftir mér. Ég er að kveðja ömmu mína, ömmu mína sem ég leit á sem mína aðra móður, ömmu sem var einnig mín besta vin- kona. Þegar ég var lítil bjuggum ég og mamma hjá ömmu, og þá átt- um við amma margar góðar stundir saman. Oftast var valinn hárgreiðslu- leikur, ég var hárgreiðslukonan og amma kom í rúllur, amma sat í stólnum sínu og kveikt var á teiknimyndum sem oftast voru Tommi og Jenni. Ég fékk að gera allt í hárið á henni nema að klippa það og lita auðvitað. Amma dottaði alltaf því að fikt í hárinu hennar fannst henni gott og ég gat dundað mér við þetta lengi, enda ætlaði ég að verða hárgreiðsludama og var að æfa mig á henni. En amma var mikil saumakona og saumaði allt. Þeg- ar ég byrjaði í handavinnu í skól- anum fékk ég áhugann á að sauma, en bara með ömmu hjálp og fékk ég hana óspart. Þegar ég fermdist langaði mig svo í föt sem ég sá í Kringlunni og voru frekar dýr, amma hélt nú bara að hún gæti saumað þau og gerði hún það og mér fannst þau meira að segja miklu flottari en þau sem voru í búðinni. Þegar ég var unglingur flutti ég aftur til ömmu og bjó þar í smá tíma, sem einnig var mér mjög dýrmætur tími. Amma hjálpaði mér og ég hjálpaði ömmu, við gerðum margt mikið saman. Ég eignaðist mitt fyrsta barn 2001 og áður en hún kom í heiminn vorum við amma að skoða prjóna- og heklu- blöð. Ég sá þennan æðislega skírnarkjól sem var heklaður og sagði við ömmu: „Vá, hvað þessi er flottur, amma. Værir þú ekki til að gera þennan fyrir mig?“ Amma svaraði: „Ég hef nú ekki heklað lengi,“ þá sagði ég: „Eng- in pressa, bara hugmynd.“ Tveim dögum seinna hringdi hún í mig og tjáði mér að hún væri nú búin að kaupa í kjólinn og væri byrjuð á honum. Ég næstum hoppaði af gleði. Dýrmætustu hlutir sem ég á frá henni eru minningar um allt sem við höfum brallað í gegnum árin og upphlutinn sem hún saumaði á mig þegar ég var lítil og hafa stelpurnar mínar notið góðs af og skírnarkjólinn sem hún heklaði og ég hef skírt báðar mínar stelpur í. Árið 2008 förum við í utanlandsferð ég og fjöl- skyldan mín, við ákváðum að við vildum að amma kæmi með og hún var sko til í það enda hafði hún ekki farið til sólarlanda áður. Amma kom eftir að við vorum bú- in að vera í tvær vikur og eyddi hún með okkur síðustu vikunni úti. Þar var mikið brallað, við fór- um í skemmtigarða, dýragarð, markaði og tívolí og var svo geng- ið meðfram ströndinni. Á kvöldin förum við stundum niður í bæ og skoðuðum mannlífið þar og auð- vitað var farið og borðaður góður matur. Amma var alltaf fyrst á fætur og komin út í sólina og sat þar og las. Á hennar efri árum, áður en hún fór á hjúkrunarheim- ilið, fórum við oft að bæjast og fengum okkur oft KFC, það var í miklu uppáhaldi hjá henni. Henni ömmu fannst nú gott að borða þótt það sæist ekki á henni. Amma var rosalega sterk og dugleg kona alla sína tíð. Hún var líka pínu húmoristi og tók gríni alltaf vel, hló bara að okkur og kallaði hún okkur nú meiri bjána, og gerði hún það alveg fram á það síðasta. Amma mikið rosalega eigum við Manuel, Kristín og Klara eftir að sakna þín en við vitum að þér líður vel á þínum nýja stað og ert sameinuð öllum þínum. Minning þín lifir með okkur. Júlía Gréta, Manuel, Kristín og Klara. Sú tilfinning er engri lík að finna í allri sálinni að maður sé velkominn. Þannig var ævinlega þegar ég kom til Stellu frænku á bernsku- og unglingsárunum. Hún sýndi ungum frænda gegnheila hlýju og gleði yfir samfundum, tók þátt í samræðum og lét unga manninn finna að hann væri ein- hvers virði, jafnvel svolítið merkilegur, nóg til að færa hon- um kaffi og kökur. Þetta er fyrsta myndin sem kemur upp í hugann þegar ég kveð hana Stellu, föðursystur mína, sem ég hef þekkt frá því ég man eftir mér. Hún hefur nú kvatt jarðlífið, síðust syst- kinanna sem bjuggu hér á landi. Kannski varð hennar líf að mörgu leyti dæmigert fyrir fólk- ið sem var fætt á fyrri hluta síð- ustu aldar, ekkert var sjálfgefið, hafa þurfti fyrir öllu, stundum mikið. Stella skilaði sínu, með jafn- aðargeði og þrautseigju, útsjón- arsemi og dugnaði kom hún öll- um fjórum börnunum á legg. Efnin voru ekki mikil en hún spilaði úr því sem hún hafði. Fyrst var t.d. enginn bíll á heim- ilinu, svo kom litli Daffodil-bíll- inn. Samskipti Stellu við bílinn voru sérlega lýsandi fyrir henn- ar karakter og lífshlaup allt. Sumir kölluðu þessa bíla nefni- lega óttalegar druslur. En Stella klappaði honum og talaði við hann í kærleika og hann fór í gang – þótt aðrir hefðu gefist upp. Nýjasta myndin sem ég sá af Stellu er mynd af lífsreyndri gamalli konu sem upplifði mikla gleði. Þar sat hún fyrir ásamt heimsmeistaranum sínum, hon- um Róberti Ísak, dótturdóttur- syni, afreksmanni í sundi og heimsmeistara í sínum keppnis- flokki, skömmu fyrir jól. Stella kvaddi í faðmi fjölskyld- unnar, öll börn hennar, Jóna, Sófus, Ása og Stína, voru hjá henni. Hún fékk hægt andlát. Hvíl í friði, kæra frænka. Þórhallur Jósepsson. Jónína Ásdís Kristinsdóttir ✝ Agnete Simson(Dídí) fæddist á Ísafirði 9. septem- ber 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 23. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðný Gísladóttir, f. 1899, d. 1967, og Mart- inus Simson, ljós- myndari og skóg- ræktarfrömuður, f. 1886, d. 1974. Agnete átti þrjú hálfsystkini, Alf Ingolf, f. 1924, d. 1944, Elly, f. 1929, d. 2009, og Lillian, f. 1929. 20. apríl 1946 giftist Agnete Magnúsi Guðmundssyni flug- stjóra, f. 9. ágúst 1916, d. 27. apríl 2014. Börn þeirra eru: 1) Guðný, f.1946, sonur hennar er Magnús Azevedo, f. 1967, sam- býliskona hans er Eygló Ólöf Birgisdóttir. Dóttir Magnúsar kona hans er Sólveig Guð- munda Guðmundsdóttir. Dóttir Harðar frá fyrra hjónabandi er Lára Bettý. Agnete var alin upp á Ísafirði og lærði þar ljósmyndun í iðn- skólanum og hjá föður sínum. Um tvítugt flutti hún til Reykja- víkur og fór að vinna á ljósmyndastofu Sigurðar Guð- mundssonar. Eftir að þau Magnús hófu búskap var hún að mestu heimavinnandi en vann nokkur ár á ljósmyndastofu og tók að sér verkefni sem hún vann heima, s.s. að lita myndir og „retouchera“ plötur. Hún var einnig árum saman sjálf- boðaliði Rauða krossins á Land- spítalanum við að sjá um ut- anumhald og útlán bóka til rúmliggjandi sjúklinga. Þau hjónin Magnús og Ag- nete byggðu hús að Hlíðargerði 15 í Reykjavík og bjuggu þar í hartnær sextíu ár. Agnete dvaldist á hjúkrunarheimilinu Mörk síðustu þrjú á ævi sinnar. Útför Agnete fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 16. febrúar 2018, klukkan 13. er Guðný Sóley og stjúpbörn eru Daníel, Björn Andri, Jóhanna og Stefán Gauti. 2) Guðmundur, f. 1951, kona hans er Ragnhildur Gunn- arsdóttir. Börn þeirra eru a) Styrmir, f. 1975, kona hans er Bryndís Alfreðs- dóttir. Börn þeirra eru Freydís Lilja og Fanney Brynja. Dóttir Styrmis frá fyrra sambandi er Karen Ósk og stjúpdóttir hans er Sylvía Sara Ágústsdóttir. b) Brynja, f. 1982, eiginmaður hennar er Bjarni Eyvinds Þrast- arson. Börn þeirra eru Katrín og Júlía. 3) Una Þóra, f.1958, eiginmaður hennar er Hörður Högnason. Börn hennar frá fyrra hjónabandi eru Stefán Þórarinsson, f. 1988, og Valtýr Þórarinsson, f. 1991, sambýlis- Látin er kær frænka mín Ag- nete Simson, eða Dídí eins og hún var kölluð. Guðný móðir Dídíar og Óskar Ólafur faðir minn voru börn Gísla Gíslasonar og Kristínar Þórðardóttur á Ísa- firði. Þau eignuðust sjö börn. Gísli bjó með fjölskyldu sinni að Héð- inshöfða á Ísafirði. Þangað kom fjölskyldan frá Gunnólfsvík á Langanesströnd árið 1910 og þar áður frá Brimnesi við Seyð- isfjörð, en þar fæddist Guðný móðir Dídíar. Faðir minn fórst með skipinu Pétursey sem Þjóðverjar skutu niður í stríðinu árið 1941 og urð- um við þá föðurlausir tveir ung- ir bræður, tveggja og fjögurra ára. Í framhaldi af því fluttist ég með móður minni frá Reykjavík og austur á land þar sem ég bjó til tvítugs er ég flutti aftur til Reykjavíkur. Á þessu tímabili missti ég öll tengsl við föðurfólk mitt. Það var ekki fyrr en við þessa endurkomu mína til Reykjavíkur að ég að frum- kvæði Dídíar kynntist henni og hennar góða manni, Magnúsi Guðmundssyni, og Gísla afa mínum. Afi var þá níutíu og tveggja ára svo að það voru síð- ustu forvöð fyrir okkur að hitt- ast. Dídí var ættrækin og vinsæl og laðaði að sér skyldfólk og vini. Lagði hún sig fram um að treysta ættarböndin. Naut ég góðs af því og kynntist þannig mörgu skyldfólki mínu í föður- ætt. Kann ég Dídí miklar þakkir fyrir ræktarsemi hennar í minn garð. Í áratugi höfum við Dídí hald- ið góðu sambandi og skipst á heimsóknum. Dídí var fagurkeri og kom það fram með ýmsum hætti. Gaman var að ganga með henni um garð og gróðurhús við hús þeirra hjóna og fá leiðsögn hennar um hinar ýmsu gerðir skrautblóma sem hún ræktaði. Þegar inn í hús var komið mætti manni hlýlegt viðmót og fallegt heimili. Veitingar voru veglegar og borðbúnaður í stíl, þar á meðal silfuráhöld og postulín frá frægum framleið- endum. Aldrei var skortur á umræðuefni við þau hjón. Gjarnan var rætt um bækur en Dídí var víðlesin og margfróð. Hún vann áratugum saman sem sjálfboðaliði á vegum Rauða krossins við úthlutun bóka úr sjúklingabókasafni Landspítal- ans. Árið 2008 birtist í Morgun- blaðinu viðtal við Dídí og tvær samstarfskonur hennar þar sem þær voru við sjálfboðaliðastörf á Landspítalanum. Dídí var þá hálfníræð. Í viðtalinu segist hún hafa unnið við sjálfboðaliðastörf í 37 ár. Hún hafi verið farin að hafa betri tíma frá heimilinu og alltaf haft áhuga á bókum. Til að byrja með hafi hún búið til varning til sölu á basar til styrktar sjúklinagabókasafninu og nefnir í því sambandi handa- vinnu og kökugerð en eftir fyrsta árið hafi hún snúið sér að bókaþjónustunni sem hún hafi síðan sinnt í áratugi. Dídí segir í viðtalinu að börn þeirra hjóna hafi sagt: „Pabbi er flugstjóri og mamma gerir ekki neitt.“ Dídí hafði ákveðnar skoðanir á þjóð- félagsmálum og sló hjarta henn- ar með þeim sem minna mega sín. Vera má að kröpp kjör í æsku hafi haft mótandi áhrif á skoðanir hennar í því efni. Eins og í öðru var Dídí mjög smekkvís í fatavali og klæðnaði. Hún var glæsileg kona. Bæði voru þau hjón traustir og góðir vinir. Við Ingibjörg vottum að- standendum dýpstu samúð okk- ar. Kristinn Ólafsson. Nú hafa þær allar kvatt þennan heim, mæður okkar vin- kvennanna, Guðnýjar, Maju, Kristínar og mín. Við fjórar kynntumst í Kvennaskólanum þrettán ára gamlar og höfum haldið hópinn æ síðan. Allar mæður okkar komust á tíræðisaldur og áttu það sameiginlegt að halda reisn sinni og glæsileika til hinstu stundar. Þær voru sterkar per- sónur, hver með sínu móti, og höfðu dýpri áhrif á okkur dæt- urnar en við vorum ef til vill fúsar að viðurkenna á unglings- árunum. Dídí, móðir Guðnýjar, var þeirra yngst og hún fór síð- ust. Þegar ég kom í fyrsta skipti heim með Guðnýju, fimm ára, með freknur og eldrautt hár, spurði Dídí mér til mikillar raunar hvort margir í fjölskyld- unni væru rauðhærðir. Hún rifj- aði oft hlæjandi upp viðbrögð mín við spurningunni; að ég hefði dæst og svarað með mikl- um mæðusvip að það væri eng- inn rauðhærður en pabbi minn ætti víst einhvern rauðhærðan frænda sem héti Lárus og væri leikari. Hún hafði gaman af að segja frá og endurtók gjarnan uppáhaldssögurnar. Oft tengd- ust þær börnum hennar, atburð- um á Ísafirði, flugferðum Magn- úsar og ósjaldan var minnst á árið á Laugalandi, en „stelpurn- ar“ sem voru með henni þar hittust reglulega meðan allar voru við líf og heilsu. Dídí var opinn og litríkur per- sónuleiki. Ung lærði hún ljós- myndun í Iðnskólanum á Ísa- firði og á ljósmyndastofu föður síns og eftir að fjölskyldan flutt- ist í Hlíðargerðið vann hún heima við að lita myndir og „retouchera“. Öll skólaárin var Hlíðargerðið mitt annað heimili. Iðulega var þar gestkvæmt og um tíma bjuggu hjá þeim bæði Guðný móðir Dídíar og Gísli afi hennar. Í endurminningunni finnst mér að Dídí hafi mótað heimilisbraginn að verulegu leyti enda Magnús oft í burtu vegna starfs síns. Ást hennar á fjölskyldu sinni og umhyggja var djúp. Hún var einstaklega hlý, tók ávallt á móti mér með opinn faðminn, bros á vör og orðunum „elskan mín, mikið er gaman að sjá þig“. Dídí átti mörg áhugamál, fylgdist vel með, las mikið og hafði unun af að handfjatla bæk- ur. Í mörg ár vann hún í sjálf- boðavinnu fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum og naut þess að gefa lesendum góð ráð. Hún var listfeng, sótti námskeið í keramik og postulínsmálun og síðustu árin í olíu- og vatnslitun. En líf hennar og yndi var garð- ræktin. Strax og sól hækkaði á lofti var hún komin út í garð og var þar öllum stundum fram á haust. Ekki man ég hve margar plöntutegundir voru í garðinum hennar en hvergi voru rósirnar jafn unaðslegar og sprúðlandi og í garðhúsinu í Hlíðargerðinu. Lífsorka Dídíar og Magnúsar var óþrjótandi. Mér finnst eins og það hafi verið í gær að þau komu hjólandi til mín á Bakk- astíginn eldhress, þá búin að fara hring út á Seltjarnarnes. Ef til vill má segja að þau hafi hvorugt horfst í augu við aldur sinn og sjálfri fannst mér þau alltaf vera eins og þegar ég kynntist þeim fyrst. Með djúpum söknuði kveð ég mína kæru vinkonu Agnete Sim- son. Það er mikill sjónarsviptir að henni en minningarnar eiga eft- ir að gleðja og ylja. Við Skúli og Ásta Olga vottum fjölskyldunni dýpstu samúð. Sylvía Guðmundsdóttir. Agnete Simson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.