Morgunblaðið - 16.02.2018, Page 8

Morgunblaðið - 16.02.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 KRINGLU OG SMÁRALIND SKECHERS LANDRO VATNSFRÁHRINDANDI HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5 VERÐ: 13.995,- HERRASKÓR Veður víða um heim 15.2., kl. 18.00 Reykjavík 0 snjóél Bolungarvík 3 alskýjað Akureyri 2 skýjað Nuuk -10 snjókoma Þórshöfn 6 rigning Ósló 0 skýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki -6 skýjað Lúxemborg 3 súld Brussel 9 skúrir Dublin 5 léttskýjað Glasgow 4 rigning London 8 skúrir París 9 súld Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 0 snjókoma Berlín 2 heiðskírt Vín 1 heiðskírt Moskva -8 snjókoma Algarve 16 heiðskírt Madríd 7 þoka Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 9 heiðskírt Aþena 10 skýjað Winnipeg -22 skýjað Montreal 1 rigning New York 7 þoka Chicago 4 þoka Orlando 19 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:20 18:05 ÍSAFJÖRÐUR 9:34 18:00 SIGLUFJÖRÐUR 9:18 17:43 DJÚPIVOGUR 8:52 17:32 Páll Vilhjálmsson skrifar:Stundin og Reykjavík Media telja sig handhafa lýðræðisins á Ís- landi. Það er misskilningur.    Lýðræðið ertvennt. Í fyrsta lagi virðing fyrir meginreglum, s.s. mannréttindum og tjáningarfrelsi. Í öðru lagi er lýðræð- ið stjórnskipun, formreglur um valdaskiptingu og hvernig deilumál skuli útkljáð.    Í deilu Stundarinnar/ReykjavíkMedia við þrotabú Glitnis er tekist á um mörk mannréttinda (persónuverndar) og tjáningar- frelsis. Dómstólar úrskurða um deiluefnið.    Í nafni tjáningarfrelsis ráðastReykjavík Media, þá í samstarfi við RÚV, á æru manna, t.d. Kára Arnór Árnason, án þess að hafa nokkur gögn í höndunum sem styðja ásakanir.    Ef við látum fjölmiðla um aðákveða hvað skuli birt og hvað ekki er hætt við að mannréttindi eins og persónuvernd færu fyrir lít- ið.    Deila Stundarinnar/ReykjavíkMedia við þrotabú Glitnis snýst um bankaupplýsingar mörg hundruð Íslendinga. Upplýsing- arnar varða bankaviðskipti fyrir meira en tíu árum. Stundin/ Reykjavík Media láta eins og him- inn og jörð farist ef þessar upplýs- ingar birtist ekki strax.    Tíu ára gömul frétt er úldin ogskemmist ekki meira við þann tíma sem tekur dómstóla að finna úrlausn á deiluefninu.“ STAKSTEINAR Stundarhroki – ekki lýðræði Páll Vilhjálmsson „Við höfum séð loðnu á stóru svæði, en hún virðist ekki enn þá vera komin í eiginlegan kökk,“ sagði Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli frá Fá- skrúðsfirði, um miðjan dag í gær. Þeir voru þá búnir draga einu sinni, um 220 tonn, og sagði Bergur að lóðningin hefði ekki boðið upp á meira. Hrognafyll- ing loðnunnar var 17,6% og þessa dagana er meiri áhersla lögð á gott hráefni fyrir vinnsluna heldur en stóra skammta, að sögn Bergs. Þeir voru að veiðum á Lónsbugt og á svipuðum slóðum voru Aðalsteinn Jónsson SU, Börkur NK, Vilhelm Þorsteinsson EA, Ásgrímur Halldórsson SF, Hákon ÞH, Ísleifur VE og Huginn VE. Þarna voru einnig grænlenska skipið Polar Amaroq og færeysku skipin Norðborg, Finnur fríði og Höga- berg. Bergur sagði að blíðuveður væri á miðunum. 200 þúsund tonn úr einni torfu Samkvæmt yfirliti Fiskistofu er búið að veiða um 70 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni, en trúlega er aflinn nokkru meiri því aflatölur skila sér ekki um leið og landað er. Eftir aukningu um 77 þúsund tonn um mánaðamótin er heildaraflamark á loðnu við Ís- land 285 þúsund tonn á vertíðinni. Af þeim kvóta koma alls 199.826 tonn í hlut íslenskra skipa. Sum útgerðarfyrirtæki eru rétt að byrja loðnuvertíð, meðan önnur tóku stóran hluta kvótans í janúar. Í fyrravetur var endanlegur loðnukvóti gefinn út er nokkuð var liðið á febrúarmánuð. Kvótinn náðist þó að lítill tími væri til stefnu og í Morgunblaðinu var haft eftir einum skipstjóranum að úr einni torfu hefðu verið veidd um 200 þúsund tonn af stórri og góðri loðnu. Byrjað hefði verið að kasta á torfuna við Hrollaugseyjar 20. febrúar þegar sjómannaverkfalli lauk og torfunni síðan verið fylgt vestur með suður- ströndinni og norður undir Bjargtanga. aij@mbl.is Loðnuskipin að veiðum á Lónsbugt  Loðnan hefur sést á stóru svæði  Gangan ekki enn „komin í eiginlegan kökk“ Veiðar Norðmanna á loðnu við Ís- land í vetur hafa ekki verið í sam- ræmi við væntingar þeirra. Lítið hefur fiskast, frátafir verið vegna veðurs og fram kemur í Fisk- eribladet/Fiskaren að verð fyrir aflann hafi verið lægra en í fyrra. Þeir mega veiða tæplega 74 þús- und tonn fyrir 23. febrúar, en höfðu í gær tilkynnt um rúmlega 23 þúsund tonna afla samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Norges sildesalgslag. Flest hafa skipin landað í höfn- um fyrir austan og hefur aflinn ýmist farið í frystingu eða bræðslu, en áta hefur verið í loðnunni. Norsku skipin hafa síð- ustu daga verið fyrir norðan land, meðal annars í Öxarfirði og Skjálf- anda. Í fyrsta skipti í þrjú ár hafa Norðmenn nú veitt loðnu í Bar- entshafi, en skipið Vikingbank var í gærmorgun komið með 760 tonn eftir tvo sólarhringa á miðunum. Loðnan var smá, 53-64 stykki í kílói, og hrognafylling innan við 10% þannig að hún hentar ekki fyrir frystingu. Loðna hér við land hefur gjarnan verið um 40 stykki í kílói í vetur. aij@mbl.is Vertíð undir væntingum hjá Norð- mönnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.