Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 22
BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigríður Á. Anderssen dóms-málaráðherra hefur skipaðað nýju stýrihóp um varnirgegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka með fulltrúum fleiri aðila sem málið snertir. Hlut- verk stýrihópsins er ráðgjöf og stefnumótun í aðgerðum á þessu sviði, samkvæmt því sem fram kem- ur í frétt á heimasíðu dóms- málaráðuneytisins. Stýrihópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka var fyrst skipaður 2015 og voru verkefni hans þá afmörkuð við umbætur í tengslum við tilmæli Financial Action Task Force (FATF), alþjóðlegs vinnuhóps á sviði varna gegn peningaþvætti. Fram kemur í frétt ráðuneytis- ins að þörf hafi verið talin á aðkomu fleiri aðila og því sé gert ráð fyrir að í stýrihópnum eigi nú einnig sæti auk dómsmálaráðuneytisins: fjármála- og efnahagsráðuneytið, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkis- ráðuneytið, Fjármálaeftirlitið, Pen- ingaþvættisskrifstofa Héraðs- saksóknara, miðlæg rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eftirlitsnefnd fasteignasala, endurskoðendaráð, Tollstjóri, Skattrannsóknarstjóri, Neytendastofa og greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Aðgerðir er lúta að vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eru víðtækar og margir aðilar innan stjórnkerfisins bera ábyrgð á öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem að málaflokknum snúa. Mikilvægt er að samstilla að- gerðir stjórnvalda og tryggja nauð- synlega yfirsýn yfir málaflokkinn. Lögð er áhersla á að með skipan stýrihóps er ekki verið að taka yfir hlutverk og ábyrgð einstakra stjórn- valda í málaflokknum heldur að sam- stilla aðgerðir,“ segir orðrétt í frétt- inni. Þar kemur fram að hlutverk stýrihópsins verði m.a. að sinna stefnumótun, tryggja yfirsýn, sam- vinnu og samstilla varnir gegn pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðju- verka; tryggja eftirfylgni og úrbætur vegna athugasemda FATF (Financial Action Task Force); stuðla að samræmdu eftirliti á grundvelli viðeigandi lagaákvæða; að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í afstöðu til mála hjá FATF; og taka þátt í innleiðingu og breytingum á regluverki. Formaður stýrihópsins er Hild- ur Dungal lögfræðingur, tilnefnd af dómsmálaráðherra. Aðrir í stýri- hópnum eru: Erna Hjaltested, til- nefnd af fjármála- og efnahagsráðu- neytinu, Sigurbjörg S. Guðmunds- dóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Þorvaldur Hrafn Yngvason, tilnefndur af utan- ríkisráðuneytinu, Áslaug Jóseps- dóttir, tilnefnd af Seðlabanka Ís- lands, Hrannar Þór Arason, tilnefndur af embætti Ríkislögreglu- stjóra, Karl Steinar Valsson, til- nefndur af embætti lögreglustjór- ans á höfuðborgarsvæðinu, Guðrún Árnadóttir, tilnefnd af Peninga- þvættisskrifstofu Héraðssaksókn- ara, Björn Þorvaldsson, tilnefndur af embætti Héraðssaksóknara, Helga Rut Eysteinsdóttir, tilnefnd af Fjármálaeftirlitinu, Theodóra Emilsdóttir, tilnefnd af Skattrann- sóknarstjóra, Arnar Halldórsson, tilnefndur af Neyt- endastofu, Gísli Rúnar Gíslason, tilnefndur af embætti Tollstjóra, Hildur Árnadóttir, tilnefnd af Endur- skoðendaráði og Kristín Ólafsdóttir, tilnefnd af Eftirlits- nefnd fasteignasala. Þörf talin á aðkomu fleiri í stýrihópnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Peningaþvætti Stækkaður stýrihópurinn, sem nú telur 15 manns, leitar leiða til þess að berjast gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Morgun-blaðið hef-ur greint frá því að gagnaver þau sem rekin eru hér á landi byggja afkomu sína að langstærstum hluta á viðskiptum við þá sem reyna að verða sér úti um raf- aurinn bitcoin með því að keyra reikniverk á sérútbúnum tölv- um. Hlutfall þessarar starfsemi hjá gagnaverunum íslensku liggur á bilinu 80-90%, sem er ískyggilegt í ljósi eðlis bitcoin. Verðmæti bitcoin byggist á veikum grunni og hið sama á við um aðra og minni rafaura. Bitcoin hefur rokið upp í verði en hann hefur líka hrunið og framtíðin er verulegri óvissu háð. Enginn veit hvort slík mynt mun koma að notum í framtíðinni og nú um stundir að minnsta kosti gagnast hún helst þeim sem vilja fela viðskipti sín. Þetta fyrirbæri ber óþægilega mörg merki þess að vera hrein bóla sem margir munu á end- anum brenna sig á. Þá er það skuggalegt hve mikil orka fer í að grafa eftir bitcoin. Orkan sem fer í súginn við þessa vinnslu er á við orku- notkun heilla þjóða og fer ört vaxandi. Á tímum þegar áhersla er lögð á að spara orku virkar þetta fjarstæðukennt. Áhugavert er fyrir Íslend- inga að auka fjölbreytni í at- vinnulífi, meðal annars með því að fá hingað gagna- ver. Það er hins vegar áhyggjuefni að þau gagnaver sem hér eru skuli byggja tilvist sína nær eingöngu á svo fallvöltu fyrirbæri sem bitcoin er. En þetta er ekki aðeins áhyggjuefni vegna gagnaver- anna heldur einnig vegna raf- orkufyrirtækjanna, sem selja gagnaverunum orku og eru því óbeint háð gengi bitcoin, þó að í mun minna mæli sé en hjá gagnaverunum sjálfum. María Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri ráðgjaf- arsviðs Opinna kerfa, lýsti áhyggjum af þessari stöðu í samtali við Morgunblaðið. Hún telur að hér séu kjöraðstæður fyrir gagnaver, en að ófullnægj- andi gagnatengingar og skortur á skattaívilnunum hafi komið í veg fyrir að viðræður við risa- fyrirtæki á borð við Amazon, Google og Facebook skiluðu ár- angri. Nefndi hún í því sam- bandi að kvikmyndaframleiðsla hefði blómstrað eftir að stjórn- völd buðu upp á 25% endur- greiðslu af innlendum fram- leiðslukostnaði. Ljóst er að skoða þarf af al- vöru hvers vegna gagnaver hér á landi byggja afkomu sína svo mjög á bitcoin og hvort ekki er hægt að skapa aðstæður fyrir annars konar gagnavera- starfsemi. Bitcoin-gröftur er undirstaða gagna- vera hér á landi} Byggð á bólu? Lögð hefur veriðfram skýrsla um starfshætti kjararáðs. Eftir- tektarverðasti þátt- ur skýrslunnar, sem ekki hefur þó fengið mikið umtal, er sú nið- urstaða að þeir sem lúta verða niðurstöðu kjararáðs hafi ekki hækkað meira en viðmið- unarstéttir þegar litið er til baka yfir rúman áratug. Annað hefði mátt ætla vegna umræðunnar sem verið hefur í gangi. En starfshópurinn sem gerði skýrsluna leggur til breytingar, þrátt fyrir þessar meginnið- urstöður. Tilgangurinn er að leita eftir aðferð sem líkleg væri til að tryggja að minna umrót verði um fyrrgreindar ákvarð- anir. Nú er talað um að breyt- ingar verði gerðar árlega til að forðast megi hin stóru stökk, sem verður til að umræðan verð- ur óbærileg fyrir stjórnmála- lífið. Það má mikið breytast ef fljótt koma ekki upp kröfur um að þótt árstími laga væri kominn þá yrði að koma í veg fyrir að „bát sé illilega ruggað á við- kvæmum tíma kjarasamninga“. En það er eðlilegt að forsætis- ráðherrann voni hið besta eins og sést af fréttum mbl.is: „Katrín telur breyt- ingarnar vera til góðs fyrir framtíð- arfyrirkomulag á vinnumarkaði. „Þarna er verið að leggja til að færa þetta nær því sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum og að þetta verði gert með gagnsærri hætti en hingað til,“ segir Katrín en í skýrslunni kom fram að gagnsæi hefði skort um ákvarð- anir kjararáðs. „Ég tel að þessar breytingar geti orðið til þess að stuðla að aukinni sátt til lengri tíma á vinnumarkaði um mál sem hefur verið um ár og áratugi upp- spretta deilna í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún telur að hlutverk kjara- ráðs hafi í gegnum tíðina ekki verið öfundsvert og bendir aftur á að mikilvægt sé að læra af ná- grönnum okkar hvernig þeir hafi hagað sínum málum. „Það þýðir líka að verið er að leggja til færri aðila sem verði ákvarðaðir með þessum hætti, fyrst og fremst verða það þjóð- kjörnir fulltrúar og dómarar.““ Enn einu sinni er gerð tilraun til að finna upp kjara- dómshjólið} Óvænt niðurstaða en fyrirsjáanleg tilraun Þ etta gegndarlausa ógegnsæja bruðl með almannafé er ekkert sem er að verða til í dag. Bruðlið hefur alltaf verið til staðar. Um- ræða um ferðakostnað nú er ein- ungis dropi í hafið. Staðreyndin er sú að það þarf að taka allt kerfið í heild sinni út fyrir sviga. Ekki einungis einn einstakling sem er hreinlega lagður í einelti í kerfi sem þús- undir opinberra starfsmanna nýta sér. Við þurfum að gegnumlýsa allt kerfið, fylgja því eftir að reglurnar séu virtar, og hvað er þá betra en að bæta við enn einni nefndinni! Til að vera aðeins meira háðsk, hm … já þá gætu nefndirnar hugsanlega náð því að vera jafnmargar og ævintýrin í Þúsund og einni nótt. Allt upp á borðið Kjörnir fulltrúar verða að fara að átta sig á því, að þeir eru launþegar þjóðarinnar. Þeir eru rúnir trúverð- ugleika og trausti á meðal kjósenda og eiga sannarlega ærið verk fyrir höndum ef þeim á að takast að snúa þessari neikvæðu ímynd til betri vegar. Það þarf að vera hafið yfir allan vafa að valdhafarnir séu heiðarlegir og starfinu vaxnir. Það er staðreynd að dregið hefur úr kjörsókn svo um munar. Að sjálfsögðu veltir maður því fyrir sér hvort ein af ástæðunum sé vantraust kjósenda á stjórnmálamönnum. Ég tel líkurnar á því tvímæla- laust vera meiri en minni. Þess vegna: Upp á borð með allan kostn- að, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Nóg af peningum í ríkissjóði? Það er með ólíkindum hvernig ætíð virð- ist vera til nægjanlegt fjármagn í ríkissjóði þegar kemur að hverskyns gæluverkefnum. Hvernig forgangsröðun fjármuna virðist oft- ar en ekki í hróplegri mótsögn við vilja og þarfir þess hluta kjósenda sem berjast fyrir tilveru sinni. Fastir í fátæktargildrum í boði stjórnvalda sem svipta þá öllum mögu- leikum á að bjarga sér. Stjórnvalda sem skattleggja fátækt og skerða alla sem það reyna. Á toppi hagsveiflunnar Góðærið er ekki fyrir alla, ó nei, það er einungis fyrir suma. Þúsundir og aftur þúsundir Íslendinga ná engan veginn endum saman. Þúsundir barna líða hér mismikinn skort. Af hverju er þessu fólki ekki hjálp- að? Stjórnvöld halda áfram að básúna allt það frá- bæra sem þau eru að gera fyrir alla en á sama tíma er fólkið okkar að svipta sig lífi vegna óhamingju og örbirgðar. Ég kalla eftir alvöruaðgerðum en ekki innantómum orðum. Þið eigið að vinna fyrir alla en ekki bara suma. Inga Sæland Pistill Úr einu í annað Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Dómsmálaráðherra segir að stýri- hópurinn sem settur var á lagg- irnar 2015 hafi tekið virkan þátt í vinnu við úttekt FATF (Financial Action Task Force) á Íslandi en hún hófst í janúar á síðasta ári. „Við þá vinnu varð ljóst að fleiri aðila þyrfti að borðinu og því var stýrihópurinn stækkaður og fulltrúar fleiri aðila fengnir inn,“ sagði Sigríður í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Það er mjög mikilvægt fyrir Ísland að taka þátt í því al- þjóðlega jafningjamati sem FATF- úttektirnar eru því þær ganga út á að standa vörð um trúverð- ugleika íslenska fjármálakerf- isins, að það sé ekki mis- notað í peningaþvætti og við fjármögnun hryðju- verka. Öll tilmæli og ráðleggingar úttekt- araðilanna miða að því að tryggja þennan trúverð- ugleika,“ sagði Sigríður jafn- framt. Mikilvægt fyrir Ísland DÓMSMÁLARÁÐHERRA Sigríður Á. Andersen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.