Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan GÆÐA BAKKAMATUR Sjá heimasíðu www.veislulist.is Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins, bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskaran matreiðslu. Hádegismatur Verð kr. 1.370 Lágmark 3 bakkar + sendingargjald d MisMUnAndi RéTTiR AllA dAGA viKUnnAR EldUM EinniG fyRiR MöTUnEyTi Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hvítabjarnaeftirlit náttúruverndar- samtakanna WWF hefur haft nóg að gera í grænlenska bænum Ittoq- qortoormiit, sem áður hét Scoresby- sund, á Austur-Grænlandi. Hungr- aðir hvítabirnir komu 21 sinni í heimsókn til bæjarins á síðustu fimm mánuðum ársins 2017. Í þess- um tilvikum varð fólk vart við birnina, en líklega hafa enn fleiri birnir lagt leið sína nærri þorpinu. Til samanburðar urðu menn fyrir óþægindum vegna nálægðar hvíta- bjarna níu sinnum í öllu Grænlandi árið 2007, að sögn Ritzau-fréttastof- unnar. Minni hafís leiðir til hungurs Tölurnar eru fengnar frá náttúru- verndarsamtökunum WWF sem fylgjast vel með hvítabjörnum í Grænlandi. Talið er að heimsóknum hvítabjarna til mannabyggða muni fjölga á komandi árum. Ástæðan er sú að þeim gengur verr en áður að veiða sér til matar vegna minnkandi hafíss. Rýrnun hafíssins er rakin er til hnattrænnar hlýnunar. Haft er eftir Bo Øksnebjerg, aðalritara WWF, að birnirnir reyni að seðja hungur sitt. Hann kveðst vera þess fullviss að þetta háttalag hvíta- bjarnanna verði algengara og segir rannsóknir sýna að hvítabirnirnir séu horaðri nú en áður. Hvítabjarnaeftirlit WWF á að koma í veg fyrir að hvítabirnir fari inn í mannabyggðir. Í nær öllum heimsóknum hvítabjarnanna til It- toqqortoormiit voru eftirlitsmenn kallaðir til. Þeir reyna að fæla birnina burt, því árás bjarnar er lífshættuleg. „Enginn vill mæta soltnum hvítabirni, því þá verður maður drepinn,“ sagði Øksnebjerg. Þess vegna er lögð áhersla á að fæla birnina frá bæjarmörkunum. Það tókst svo vel að enginn varð fyrir meiðslum vegna bjarnanna. Á þeim árstíma sem mest hætta er á nærgöngulum hvítabjörnum fer hvítabjarnaeftirlitið í ökuferð um It- toqqortoormiit klukkan sex hvern morgun til að gá að hvítabjörnum. Það er gert til að birnir séu ekki þar á ferli þegar börnin fara í skólann. Þorpsbúar láta vita ef sést til hvíta- bjarnar í nágrenninu, enda eru eft- irlitsmennirnir á vakt allan sólar- hringinn. Oft nægir hljóðið í ökutækinu til að fæla birnina burt. Annars er skotið viðvörunarskotum til að fæla þá. Ef það dugar ekki þá er skotið á þá gúmmíkúlum. Láti bangsi sér ekki segjast verður að fella hann. Óþægileg nálægð hvítabjarna WWF hóf hvítabjarnaeftirlit í þorpinu árið 2015. Á heimasíðu samtakanna má lesa um fólk sem lenti óþægilega nálægt hvítabjörn- um. Dines mætti til vinnu við brennslustöðina í þorpinu snemma morguns í september. Hann ákvað að fá sér sígarettu áður en vinnan hæfist en brá talsvert þegar hann sá í smettið á hvítabirni í skímunni frá kveikjaranum. Björninn var um fjóra metra frá honum og gerði sig líklegan til að koma nær. Dines hljóp fyrir hornið á húsinu og sem betur fór ákvað bangsinn að fara annað. Mikkel ætlaði að senda veðurloft- belg á loft klukkan 22 að kvöldi 18. október 2017. Hann heyrði marra í snjónum á bak við sig og þegar hann sneri sér við sá hann hvíta- björn í um þriggja metra fjarlægð. Mikkel tókst að komast inn í hús en björninn hljóp niður að sjó og syndi burt. „Nágrannabær“ Íslands Segja má að Ittoqqortoormiit sé „nágrannabær“ Íslands. Árið 2013 voru íbúar þar 452 talsins. Þorpið er eitt það afskekktasta í Grænlandi. Norlandair heldur uppi áætl- unarferðum milli Neerlerit Inaat, sem er flugvöllur þorpsins, og Ak- ureyrar. Skákfélagið Hrókurinn hefur heimsótt þorpið árum saman og fært heimamönnum gjafir. Einnig hafa Hróksmenn stundað þar skák- kennslu og efnt til skákhátíðar, und- ir forystu Hrafns Jökulssonar, í samvinnu við KALAK, vinafélag Ís- lands og Grænlands. Hrafn sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrra að Ittoqqortoormiit sé nú orðinn mesti skákbær Grænlands. Hungraðir birnir í heimsókn  Hvítabjörnum gengur verr að veiða vegna minni hafíss  Þeir leita í auknum mæli til byggða  Ittoqqortoormiit er eitt afskekktasta þorp Grænlands Ljósmynd/Hrókurinn Ittoqqortoormiit Áhyggjulaus börn í boltaleik. Á hverjum morgni fer hvítabjarnaeftirlit WWF um þorpið og stugg- ar við hvítabjörnum sem hafa gerst of nærgöngulir. Birnirnir leita ætis því þeim gengur verr að veiða sér til matar. ÍSLAND Austur-Grænland Græ nla nds sun d Ittoqqortoormiit Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessi hópur ætlar að skoða náttúr- una hér, sleppa sér og finna gleðina,“ segir Ada Benjamínsdótt- ir, framleiðandi hjá Republik. Ada tekur eftir helgi á móti kínversku stórstjörnunni Josie Ho sem hingað kemur ásamt fríðum hópi fólks. Jos- ie Ho þykir vera stórt nafn á sínum heimaslóðum, hefur leikið í um þrjá- tíu kvikmyndum, gefið út fjölda hljómplatna og stýrt sjónvarpsþátt- um. Josie Ho hyggst gera heimildar- mynd um ferð sína hingað ásamt hljómsveit sinni, The Uni Boys, uppistandaranum Jim Chin, hiphop- stjörnunni MC Yan og tónlistar- manninum Jan Qui Hong. Ísland varð fyrir valinu sem áfangastaður af því að íslenska þjóðin skorar jafnan hátt á lista yfir hamingjusömustu þjóðir í heimi en ekki síður fyrir þá sök að okkar blómlega tónlistar- og menngarlíf er frægt um allan heim. „Þetta er ferðasaga og Ísland er í stóru hlutverki. Við verðum í tökum um allt höfuðborgarsvæðið en mun- um líka skoða náttúruperlur á Suð- urlandi og Reykjanesi,“ segir Ada. „Svo endar þetta á einhverju mega- djammi þar sem þessi kínverska hljómsveit og íslenskir tónlistar- menn spila saman. Unnsteinn Manuel tekur þátt í þessu, krakkar úr FÍH og fleiri.“ Kínverska popp- stjarnan Josie Ho í tökum á Íslandi  Gerir heimild- armynd um ferð sína hingað Josie Ho Kínverska poppstjarnan heimsækir Ísland í næstu viku. Forsætisnefnd Alþingis mun halda áfram umfjöllun sinni um alla þætti er varða starfskjör alþingismanna og verður þeirri vinnu hraðað eins og kostur er. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem forseti Al- þingis sendi frá sér í gær en sam- kvæmt henni hefur þingmönnum, forseta þingsins og skrifstofu Al- þingis borist fjöldinn allur af fyr- irspurnum um starfskjör alþing- ismanna og aðra þætti sem þeim starfskjörum tengjast. Ýmist með ósk um upplýsingar um heildar- kostnað eða sundurgreindar greiðslur og endurgreiðslur til ein- stakra þingmanna. Segir í tilkynn- ingu forseta þingsins að forsætis- nefnd muni skoða þær reglur sem í gildi eru og taka þær til endurskoð- unar, fyrirkomulag þeirra, eftir- fylgni og upplýsingagjöf. Fyrsta skrefið er fundur forsætisnefndar nk. mánudag. mhj@mbl.is Hraða skoðun nefndar á starfs- kjörum þingmanna Morgunblaðið/Eggert Alþingi Fjöldi fyrirspurna um starfskjör þingmanna hefur borist skrifstofu þingsins. Veðurstofan hefur sent frá sér við- vörun vegna umfjöllunar um ný- fundinn íshelli í Blágnípujökli sem gengur suðvestur úr Hofsjökli. Öndunarerfiðleikar og augn- skemmdir geta fylgt því að dvelja lengur en eina klukkustund í hell- inum vegna loftmengunar þar inni. Í hellinum mældist styrkur brenni- seinsvetnis um 60 ppm og bent er á að ofan við 20 ppm styrk brenni- steinsvetnis hætta margir að finna lyktina af því. Ef styrkurinn fer yfir 100 ppm er lífshætta á ferðum. Því sé óráðlegt að fara inn í hellinn nema hafa með sér gasmælitæki. Einnig virðast ísflekar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um. Íshellir í Blágnípu- jökli varasamur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.