Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
» Nær húsfylli var átónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands í
gær þegar Osmo Vänskä,
heiðursstjórnandi SÍ,
hélt um tónsprotann. Á
efnisskránni voru þrjú
verk: svítan Kijé liðsfor-
ingi eftir Sergej Proko-
fíev, Sinfónía nr. 6 eftir
Dmítríj Shostakovitsj og
loks frumflutningur á
Silfurfljóti eftir Áskel
Másson þar sem Einar
Jóhannesson klarínett-
leikari lék einleik. Tón-
skáldin Shostakovitsj og
Prokofíev urðu að þola
margs konar mótlæti í
Sovétríkjum Stalíns enda
féllu hugmyndir þeirra
ekki að öllu leyti að vilja
yfirvalda og er tónlist
þeirra dæmi um það
hvernig mikilfengleg list
getur orðið til í mótbyr.
Osmo Vänskä stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu
Glöð Hallgrímur Jónasson, Jónína Jónasdóttir, Steinn Jónsson, Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.
Á́nægðir gestir Guðrún Rúrí Magnúsdóttir, Valgerður Ólafsdóttir, Kári
Stefánsson og Styrmir Gunnarsson voru á meðal tónleikagestanna.
Tónlistarvinir Áskell Másson, Sigríður Búadóttir, Ólafur Haukur Sím-
onarson og Guðlaug María Bjarnadóttir komu til að njóta tónlistarinnar.
Morgunblaðið/Eggert
Skipuleggjendur Brit-verðlaun-
anna bjóða öllum gestum sem við-
staddir verða verðlaunaafhend-
inguna 21. febrúar að næla í sig
hvíta rós til áminningar um baráttu
kvikmyndabransans gegn kynferð-
islegri áreitni og ofbeldi. Frá þessu
greinir The Guardian.
Þetta verður þriðja stóra verð-
launaafhendingin þar sem við-
staddir sýna þolendum kynferðis-
legrar áreitni og ofbeldis samstöðu
með táknrænum hætti frá því
#metoo-byltingin hófst í framhaldi
af uppljóstrunum um áratugalanga
ósæmilega hegðun kvikmynda-
framleiðandans Harveys Weinstein.
Í upphafi árs stofnuðu um 300
þekktar konur í bandaríska
skemmtanaiðnaðinum hópinn
Time’s Up og hvöttu til þess að allir
klæddust svörtu á Golden Globe-
verðlaunaafhendingunni sem flest-
ir gerðu. Stuttu síðar voru
Grammy-verðlaunin afhent og þá
voru viðstaddir hvattir til að næla
hvítri rós í barm sinn og svöruðu
margir kalli. Hvíta rósin varð fyrir
valinu því sögulega táknar hún von,
frið, samkennd og andspyrnu.
Gestir hvattir til að bera hvítar rósir
AFP
Samstaða Sam Smith mætti með hvíta
rós á Grammy-verðlaunaafhendingu.
Rokksveitin Dr. Spock heldur út-
gáfutónleika í kvöld á Húrra
vegna nýrrar breiðskífu sinnar,
Leður. „Oft var þörf en nú er
nauðsyn. Í upphafi árs eru margir
sorgmæddir og þurfa að taka til
hendinni í tilverunni sinni. Guli
hanskinn sinnir þörfinni og kynnir
með stolti Leður, nýja plötu með
rokksveitinni kattþrifnu Dr.
Spock,“ segir í tilkynningu og að
platan komi út bæði á netinu og á
vínyl í dag.
Um tónlistina á plötunni nýju
segir að ekki sé brugðið út af van-
anum heldur bætt í og að fram-
sækið furðurokk Dr. Spock taki á
sig nýjan og hraðari blæ, eins
konar leðurklædda hraðsækni sem
kveði við nýjan en þó kunnuglegan
tón.
Dagskráin hefst kl. 21 í kvöld
og mun Dj Matti sjá um að hita
upp gesti þar til að Dr. Spock
stígur á svið. Leðurklæddir gestir
fá sérstakan glaðning.
Viðtal við liðsmenn hljómsveit-
arinnar verður í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins sem kemur út á
morgun.
Dr. Spock Óttarr Proppé og félagar í hljómsveitinni kattþrifnu.
Leðri fagnað á Húrra
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
Sýnd kl. 8, 10.15
ÓDÝRT Í BÍÓ
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS UM HELGINA.
ATH! TILBOÐSSÝNINGAR ERU MERKTAR MEÐ RAUÐU.
Sýnd kl. 5, 7.50, 10.35
Sýnd kl. 10.30Sýnd kl. 7.50 Sýnd kl. 3.50, 6Sýnd kl. 3.50, 5.35
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16
Katrín Matthíasdóttir
Síðasta sýningarhelgi
Hið augljósa
Sýning í Gallerí Fold 2. – 17. febrúar
Vefuppboð
Grafík – lýkur 20. febrúar
Mávastellið – lýkur 21. febrúar
Myndlist – lýkur 27. febrúar