Morgunblaðið - 16.02.2018, Page 32

Morgunblaðið - 16.02.2018, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 ✝ Valgarð HólmSigmarsson, betur þekktur sem Valli, fæddist á Nöf á Hofsósi 24. nóv- ember 1931. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. febrúar 2018. Foreldrar Val- garðs voru Sigmar Þorleifsson, f. 15. október 1890, d. 27. febrúar 1968, og Kristjana Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 14. september 1889, d. 10. mars 1945. Valgarð var yngstur af átta bræðrum. Bræð- ur hans voru Guðmundur, f. 1913, Viðar Hólm, f. 1962. Einnig á Val- garð Hugrúnu, f. 1954, með Elínu Ingvarsdóttur, f. 1933, d. 2013. Valli ólst upp á Hofsósi og byrjaði ungur að vinna með bræðrum sínum í hinum ýmsu verkum, t.d. við fiskveiðar og sveitastörf. 15 ára gamall fluttist hann til Siglufjarðar til vinnu. Árið 1950, þá 19 ára gamall, flutti hann til Hafnarfjarðar til að hefja nám við bifvélavirkjun, sem hann starfaði svo við nokkur ár á eftir. Svo fór hann að keyra leigubíl og varð síðar vörubíl- stjóri á Vörubílastöð Hafnar- fjarðar. Valli var einn af stofnendum Hópferðamiðstöðvarinnar árið 1978 og keyrði sínar rútur undir merkjum Hópferðamiðstöðvar- innar alla tíð ásamt sínu eigin fé- lagi, Viking Bus. Valgarð verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. febrúar 2018, klukkan 13. d. 1993, Ingólfur, f. 1914, d. 1993, Finn- bogi, f. 1916, d. 2004, Hjálmar, f. 1919, Sigurbjörn, f. 1922, d. 2015, Vil- helm, f. 1925, og Jakob, f. 1928, d.1996. Eiginkona Val- garðs er María Ein- arsdóttir, f.13. febr- úar 1941, saman eiga þau einn son, Valgarð Má, f. 1980. Fyrri eiginkona Valgarðs er Lilja Viggósdóttir, f. 1933, börn þeirra eru Viggó Hólm, f. 1956, Valdís Anna, f. 1959 og Hafsteinn Elsku Valli minn. Hugur minn er dapur og minningar streyma fram. Fjörutíu árin okkar saman eru á enda og ég sakna þess að heyra ekki lengur harmóníku- spil berast um húsið. Ég sakna þin og hugsa um lagið sem þú spilaðir og söngst til mín. Ég er alltaf að hugsa um daginn er hittumst við fyrst því heimurinn brosti svo sæll þegar við höfðum kysst, og er feimin við horfðumst í augu þá hjartað mitt brann því heitustu ástina mína þann dag- inn ég fann. ... Það var fallegur dagur og sólin hún dansaði þá því draumarnir mínir þeir rættust er stóð ég þér hjá. Og þó frysti hér úti að vetri og allt verði hvítt ég um þig get hugsað, þá finn ég að mér verður hlýtt. Einlæga fegurð í lífinu fundið ég hef ég finn ég mun elska þig hvort sem ég vak’ eða sef. Já, einlæga fegurð í lífinu fundið ég hef ég finn ég mun elska þig hvort sem ég vak’ eða sef. (Kristján Hreinsson) Elsku ástin mín, takk fyrir allt og við hittumst aftur í Sum- arlandinu. Þín eiginkona María Einarsdóttir. Elsku pabbi minn. Er ég sit hérna og fletti í gegnum gamlar myndir þá er eitt sameiginlegt með þeim öll- um, sama hvort þær eru gamlar eða nýjar. Á myndum frá afmæli mínu ertu þátttakandi í pokahlaups- keppni eða að hvetja aðra áfram. Frá gömlum fótboltaæf- ingum með foreldrum ertu mættur í markið, tilbúinn að verja frá hverjum sem er, þó svo að þú hafir nú ekki fengið mikið knattspyrnutengt uppeldi á þínum yngri árum. Æska þín litaðist af dugnaði og vinnusemi frá fyrsta degi og það fylgdi þér til æviloka. Af myndum með börnunum mínum ertu með þeim að púsla, lita, hlæja, spila á nikkuna fyrir þau og alltaf veitir þú þeim óskipta athygli. Þetta minnir mann á það tískuorð nútímans, núvitund, en ómeðvitað varst þú snillingur í þeim fræðum. Hvert sem ég fór síðan ég man eftir mér og var spurður „Hverra manna ert þú?“ og yf- irleitt eftir svör mín fylgdu hrós eins og „Pabbi þinn er toppmaður“, „Já, hann Valli vinur“ eða álíka. Þú hafðir einstakt lag á því að lynda við flest fólk, unga sem aldna, þú varst prinsipp- maður svokallaður, varst heið- arlegur, spurðir fólk hvernig það hefði það, kallaðir alla vini þína sem þeir og urðu og sýndir þolinmæði og fórnfýsi í garð annarra. Ég óska þess að ég muni geta verið sú fyrirmynd fyrir börnin mín sem þú varst mér. Að ég geti kennt þeim þau gildi sem ég fékk í mínu uppeldi frá þér og mömmu. Takk fyrir að styðja alltaf við bakið á mér, takk fyrir að hafa alltaf haft trú á mér og takk fyrir að hafa ver- ið pabbi minn. Þín minning mun lifa með okkur alla tíð. Þinn sonur, Valgarð Már. Þú varst með hjarta úr gulli og hafðir einstaklega ljúfa nær- veru. Þú hefur svo sannarlega kennt mér að njóta líðandi stundar. Ég sakna þín sárt. Þín tengdadóttir Dóra. Elsku Valli afi minn. Það ríkir sorg í hjarta mínu er ég skrifa þessar línur. Ég sit í flugi á leið til Íslands í jarðaförina þína. Seinast sáumst við í byrjun nóvember og þegar ég kvaddi þig sagðir þú „við sjáumst í vor“. Mig grunaði að svo yrði ekki. Vorið er komið í Berlín og ég fæ að sjá þig í hinsta sinn. Fyrir nokkrum vikum dreymdi mig þig og ég hringdi í þig seinna sama dag og við spjölluðum um lífið og veginn. Ég sagði þér frá lífinu í Berlín, þú sagðist vera mjög stoltur af mér. Ég náði að þakka þér fyrir alla umhyggjuna og segja þér hversu vænt mér þótti um þig. Ég er svo fegin við áttum þetta seinast spjall og hugsa um það á hverjum degi. Þú og amma hafið ávallt ver- ið til staðar fyrir mig. Ég hef alltaf getað komið til ykkar á Sævanginn. Það er ég ótrúlega þakklát fyrir. Þið eigið bæði stóran hlut í mér og ég sótti mikið til ykkar strax frá barnsaldri. Ekki skemmdi fyrir að ég átti hjá ykkur stóran frænda sem ég leit mikið upp til og ákvað snemma að kalla stóra bróður minn. Hann er líkur þér og ég er fegin að eiga hann og hans fjöl- skyldu og ömmu enn að. Þú varst alltaf svo myndar- legur og snyrtilega klæddur frá því ég man eftir mér. Klæddur í hvíta eða himinbláa skyrtu og í pressuðum buxum með dökkt hárið greitt aftur og með yf- irvaraskeggið góða. Þegar fólk spurði mig hverra manna ég var nefndi ég þig alltaf með stolti og lærði að þú varst velþekktur og fólk hafði gott orð af þér. Þú varst/ert mér frábær fyr- irmynd, hjartahlýr, brosmildur og mikill skemmtikraftur. Ég hefði ekki getað óskað mér betri afa. Með tár á kinn bið ég að heilsa þér í bili og vona þú spil- ir á harmonikkuna á himnum. Elska þig, afi minn. Þitt barnabarn Eva Björg Hafsteinsdóttir. Elsku besti Valli okkar er dáinn. Okkur þótti öllum mjög vænt um Valla afa, enda var hann einstakur maður. Það eru svo mörg orð sem næðu yfir mannkosti Valla en upp úr standa; ljúfmennska, hlý nær- vera, hógværð, dugnaður og ósérhlífni ásamt gestrisni og einlægum áhuga á fólkinu sem í kringum hann var. Valli og Maja, Maja og Valli voru ein órofa heild. Hve samrýnd hjón þau voru var öðrum til eftir- breytni. Fallega heimilið þeirra í Sævanginum eins og umferð- armiðstöð á góðum degi. Hjá þeim fengu allir sömu hlýlegu og góðu móttökurnar. Ósjaldan var hrært í vöfflur og ávallt heitt á könnunni. Mat- arveislurnar víðfrægar. Fleiri ljúfar minningar koma upp í hugann og ein alveg ógleymanleg. Aðfangadagskvöld jóla árið 2014 eftir dýrindis jólamat. Valli afi dró fram nikkuna og amma Maja tók undir söng Matthildu litlu, sem þá var 2½ árs gömul. Stemning eins og á besta jólaballi og bókstaflega öll gömlu, góðu jólalögin leikin og sungin. Eftir þrjú korter var lagalist- inn loks tæmdur og Valli lagði brosandi frá sér nikkuna. Það eru svona fjölskyldustundir sem gefa lífinu gildi. Þetta kunnu Valli og Maja svo vel. Við vottum elsku Maju ömmu og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð. Sindri, Sóley, systurnar Matthilda og Hekla Sól og amma Þórdís. Takk afi fyrir að gefa þér tíma til að leika við okkur, syngja með okkur, faðma okk- ur, dekra við okkur og hlæja með okkur. Stundirnar með þér voru svo sannarlega dýrmætar og við vitum að þér fannst þær líka. Okkur þykir mjög erfitt að kveðja þig og vildum óska þess að við gætum alltaf haft þig hjá okkur. Vonandi líður þér vel uppi hjá guði og færð góðar kökur og afakex með kaffinu. Benjamín Snær, Una Björt, Móeiður og Þórdís María. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Einhvers staðar bak við rangt og rétt munum við hitt- ast. Kveðja frá Sálarrannsóknar- félaginu í Hafnarfirði. Arnbjörn Leifsson formaður. Hæ, Valli minn. Ég vil byrja á því að sam- hryggjast mömmu okkar (Mar- íu) Valla Más, Valdísi, Viggó, Hafsteini, Hugrúnu og öllum sem þekktu þennan góða mann. Þegar ég er hérna heima á Sævangi 11 finnst mér að þú gætir komið hvenær sem er heim og opnað dyrnar og sagt „Ég er kominn heim!“ með bros á vör, sem bara þú áttir, eftir langar ferðir kringum landið. Ég og bróðir minn, Matti, búum í Svíþjóð og Danmörku með fjölskyldum okkar og þú hefur alltaf tekið svo vel á móti okkur með hlýjum faðmi og gleði. Alltaf varstu mjög já- kvæður, hjálpsamur og vildir gera allt svo okkur liði vel hérna, sem og við gerðum. Við munum sakna þín mjög mikið og minnast þín og smit- andi hlátursins þíns, sérstak- lega þegar við horfðum á gam- anmyndir! Við gleymum þér ekki, Valli minn! Ástar- og saknaðarkveðjur frá Kristrúnu og fjölskyldu og Matta og fjölskyldu. Kristrún Rúnarsdóttir og Matthías Rúnarsson. Öll við færum, elsku vinur, ástar þökk á kveðjustund. Gleði veitir grátnu hjarta. guðleg von um eftirfund. Drottinn Jesú, sólin sanna, sigrað hefur dauða og gröf. Að hafa átt þig ætíð verður, okkur dýrmæt lífsins gjöf. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í dag kveðjum við Valgarð Sigmarsson, Valla eins og hann var alltaf kallaður, og söknuð- urinn er mikill. Það var fyrir mörgum árum að ég og Maja móðursystir mín fórum saman til Akureyrar. Gistum á hótel KEA og eins og oft vill verða spjölluðum við saman lengi nætur. Þá trúði Maja mér fyrir því að hún hefði hitt mann og væri alveg bálskotin í honum. Nokkru seinna kynnti Maja svo Valla rútubílstjóra fyrir fjöl- skyldunni og það var auðséð að hann var jafn skotinn í henni og það skot entist út ævina. Minningarnar eru margar, þorrablót fjölskyldunnar þar sem harmóníkan, gítarinn og hljómborðið hljómuðu undir dillandi söng, samvera á jóla- dag, afmælisboð, fermingar já allar stundir með fjölskyldunni í gleði og sorg. Ekki má heldur gleyma ferð- um með Soroptimistaklúbbi Kópavogs þar sem Valli var bíl- stjóri. Alltaf var Valli jafn ljúfur og greiðvikinn. Hann átti rútufyr- irtæki og gerði út nokkrar rút- ur og var vakinn og sofinn um rekstur þeirra. Valli var líka mikill pabbi, tengdapabbi og afi en í fyrsta sæti hjá Valla var þó alltaf Maja, sem í veikindum hans var við hlið hans og annaðist hann af ást og umhyggju. Hennar missir er mikill en minningar um hann lifa. Við Geiri, synir okkar og fjöl- skyldur sendum Maja, Valla Má og allri fjölskyldunni hans Valla einlægar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa all- ar minningarnar um hann. Þóra. Rútan er kl. 4.20 við Sævang og inn stíga Valgarð og María Brosmild að venju og bjóða hressilega góðan dag. Svona hefst ævintýraferð – ein af mörgum – sem við fórum saman til Evrópu á vegum Hópferðamiðstöðvarinnar. 30- 40 manns sem skemmtu sér konunglega í hvert sinn. Valli var með rólegt yfir- bragð, yfirleitt brosandi – nokkuð kankvís og hrókur alls fagnaðar í þessum ferðum. Spilaði á harmonikkuna sína fyrir okkur á löngum rútudög- um og ekki man ég eftir því að hann hafi ekki kunnað það lag sem um var beðið. María, með sína fallegu söng- rödd, leiddi oftar en ekki hóp- inn í söng og tíminn flaug áfram. Og þó að rúmlega 30 ár skildu okkur að í aldri varð maður þess aldrei var. Gleði- maður í allri góðri merkingu þess orðs var Valli. Í þau tæpu 20 ár sem ég vann á Hópferðamiðstöðinni féll ekki skuggi á vináttu okkar Valla. Við vorum auðvitað ekki sammála um alla hluti, en hann var Valli vinur með stórum stöfum, því ég held að flestallar setningar hafi falið það orð í sér í samtölum við mig sem aðra. Við Helgi og Andrea Bóel þökkum Valla vin samveruna í þessari jarðvist og biðjum Mar- íu og öðrum aðstandendum allr- ar blessunar. Ólöf V. Bóasdóttir. Valgarð Sigmarsson Ástkæri faðir okkar, sonur, bróðir og vinur, GUÐMUNDUR GARÐARSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Noregi 27. janúar. Bálför hefur farið fram. Minningarathöfn verður frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 16. febrúar, klukkan 13.30. Hilmir Freyr Guðmundsson Thelma María Guðmundsd. Stefán Daði Bjarnason Rósa Pálsdóttir Arnór Þorgeirsson Páll Þ.Ó. Hillers Arina Ree Þóra Gunnarsdóttir Grétar Sölvason Þorgeir Arnórsson Kristbjörg Ólafsdóttir Halldóra Ósk Arnórsdóttir Dúdda frænka var sætasta og frískasta konan á Dalbrautinni. Það átti hún fleiru en góðum genum að þakka, því hún hafði stundað hugleiðslu og slök- un í áratugi. Dúdda gerði sér grein fyrir ómetanlegu gildi þess, löngu áður en hugleiðsla og slök- un urðu staðalbúnaður í orðfæri okkar hinna. Þetta var þó ekki á kostnað almennrar kátínu hjá Líneik Þórunn Karvelsdóttir ✝ Líneik ÞórunnKarvelsdóttir fæddist 1932. Hún lést 4. janúar 2018. Útför hennar fór fram 17. janúar 2018. Dúddu því hún var full af lífi og leik. Hún ólst upp á Bjargi í Ytri-Njarð- vík í stórum systk- inahópi. Bræðurnir voru tveir og syst- urnar fimm. Þær voru söngelskar og músíkalskar, hlýjar og ákveðnar og eft- irminnilegar hver og ein. Dúdda var skemmtileg kona, hreyfði hendur og fingur meðan hún talaði, var með dillandi hlát- ur og hafði næmt auga fyrir öllu kómísku í kringum sig. Með börnum var hún full af sögum af kisunni Fífí sem alltaf rataði í ný og spennandi ævintýri og að auki bjó Dúdda til leiki eins og þurfti hverju sinni og hæfði barnahópn- um. Dúdda var sjálfstæð og fram- sýn, flott fyrirmynd, smekklega klædd og vildi hafa fallegt í kringum sig. Hún passaði alltaf upp á að vera vel á sig komin andlega og líkamlega og að hreyfigetan væri í toppstandi. Hún hrósaði og hældi fólki, hafði glöggt auga fyr- ir fallegri líkamsbyggingu og góðum limaburði. Hún var íþróttakennari af köllun, sund- þjálfari, snyrtifræðingur og nuddari, kenndi fólki á öllum aldri leikfimi, var undurflink að lesa hópinn og aðstæður hans og gera það besta úr því sem hún hafði. Hún leiddi slökun og hug- leiðslu með geðsjúkum og fíklum og öllum sem þurftu. Dúdda var frumkvöðull í inn- leiðingu leikrænnar tjáningar. Það var viðbragð hennar við skorti á íþróttaaðstöðu við Æf- ingaskólann hér í gamla daga. Hún tileinkaði sér Eurythmy frá Rudolf Steiner og nýtti í kennsl- unni. Það opnaði nýjar víddir í leikfimitímunum. Hún var langt á undan sinni samtíð þegar kom að hreyfingu og andlegri velferð fólks. Þrátt fyrir það barði hún sér aldrei á brjóst heldur laumaði, endrum og sinnum, einu og einu gullkorni um slökun, að þeim sem voru nærstaddir. Dúdda var konan sem bjó til hljóðfæri úr hrísgrjónum og baunum, konan sem kallaði buff- hamar foreldra minna indíánaexi, konan sem birtist óvænt með súkkulaðitertu og konan sem spilaði Síglaða söngvara af hljóm- plötu fyrir börnin í fjölskyldunni minni. Dúdda var ræktarsöm og stóð vaktina með sínu fólki. Hún var móðursystir mín og gekk með okkur, fjölskyldunni á Háaleitis- brautinni, í blíðu og stríðu. Takk fyrir okkur. Edda Huld. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.