Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið 10% afsláttur 10% afsláttur af trúlofunar- og giftingarhringa- pörum CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is Sendum frítt um allt land Skoðaðu úrvalið á carat.is Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Merkivélarnar frá Brother eru frábær lausn inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu og kíktu á úrvalið hjá okkur Anders Olshov, hagfræðingur hjá rannsóknarsetrinu Intelligence Watch í Svíþjóð, sagði í erindi á morgunverðarfundi íbúðaleigufyrir- tækisins Heimavalla í gær að mjög líklega væri húsnæðisbóla í Svíþjóð, en sem dæmi þá er húsnæðisverð þar í landi 60% hærra en í Dan- mörku. Hann sagði að af þessum sökum væru íbúðir yfirverðlagðar og það væri áhættusöm fjárfesting í dag að kaupa íbúð í Svíþjóð. Erindi Olshow fjallaði um hús- næðismarkaðinn í Svíþjóð og Dan- mörku, og hlutverk og þróun leigu- markaðar í þessum löndum. Hann sagði að staðið hefði yfir langt tíma- bil sterks húsnæðismarkaðar í bæði Danmörku og Svíþjóð. Í máli hans kom fram að gríðar- lega vinsælt væri að vera á leigu- markaði í Svíþjóð, en um 40% allra íbúða eru leiguíbúðir. Leiguverð sé bæði frekar lágt og stöðugt og tengt verðbólgu, sem hefur ekki verið há, en leiguverð hefur lengi verið ákvarðað í samningum milli leigu- taka og samtaka leigusala. Þá er regluverkið sem um geirann gildir hagstætt leigutökum. Hann segir verðhækkanirnar á húsnæði í Svíþjóð keyrðar áfram af langvarandi lágum vöxtum og mikilli eftirspurn eftir húsnæði til kaups. Byggingarkostnaður sé hár og því sé dýrt að reisa nýbyggingar. Lítt freistandi sé einnig að byggja þegar ekki megi leigja íbúðirnar út á mark- aðsverði. tobj@mbl.is Áhætta fólgin í íbúðakaup- um á sænska markaðnum  Eftirspurn eftir leigu mun meiri en framboð  40% leigja Bið Álíka að fá leigt í Stokkhólmi og fá Trabant í A-Þýskalandi, 10 ár. Hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári nam 108 milljónum bandaríkja- dala, jafngildi um 11,2 milljarða króna. Til samanburðar var hagnað- ur fyrirtækisins 66,8 milljónir dala árið 2016. Rekstrartekjur Landsvirkjunar á síðasta ári námu 483 milljónum dala, eða liðlega 50 milljörðum króna, og jukust um tæplega 63 milljónir dala á milli ára. Skýrist aukningin að mestu af hærra álverði, aukinni orkusölu, hærri flutningstekjum og styrkingu íslensku krónunnar gagn- vart bandaríkjadal. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármangsliði, EBITDA, var 346 milljónir dala og var EBITDA hlut- fall 71,5% af tekjum, samanborið við 71,8% árið á undan. Nettó skuldir Landsvirkjunar voru í árslok 2.043 milljónir dala, jafnvirði 212 milljarða króna. Hækk- uðu þær um 82 milljónir dala á árinu 2017, sem einkum skýrist af veikingu bandaríkjadals gagnvart helstu myntum. Þá var fjárfest fyrir 254 milljónir dala á síðasta ári, einkum í byggingu Þeistareykjavirkjunar og Búrfells II. Hörður Arnarson forstjóri segir þessar framkvæmdir hafa hægt á lækkun skulda en þær leggi grunn að styrkari og öruggari tekjustofn- um fyrir fyrirtækið. „Á árinu 2018 lýkur þessu mikla framkvæmda- tímabili og þá eru horfur á því að fyr- irtækið verði enn stöðugra en áður og betur í stakk búið að takast á við verkefni framtíðarinnar.“ Hörður segir rekstur Landsvirkj- unar hafa gengið vel á árinu 2017. „Tekjur voru meiri en nokkru sinni fyrr og slegin voru met í orkusölu og -vinnslu. Selt magn nam 14,3 tera- vattstundum, sem var yfir 5% aukn- ing frá fyrra ári.“ sn@mbl.is Metár hjá Landsvirkjun  Hagnaður 11 milljarðar í fyrra  Selt magn jókst um 5% Morgunblaðið/Golli Raforka Hörður Arnarson segir að á þessu ári muni miklu fram- kvæmdatímabili ljúka. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hafa annars vegar upplýst Banka- sýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta kauprétt að 13% hlut ríkisins í Arion banka. Hins vegar hafa Kaupskil samið við Arion banka um að bankinn kaupi 9,5% hlut af eigin bréfum af félaginu. Eftir viðskiptin eykst hlutur Kaupskila í Arion banka um 3,5%. Um er að ræða langstærsta hluthafa bankans. Fram kemur í tilkynningu frá Bankasýslunni að kaupverðið yrði 23,4 milljarðar króna og að málið verði tekið til skoðunar. Fram kem- ur í tilkynningu frá Arion banka að hann kaupi bréfin af Kaupskilum fyrir rúmlega 17,1 milljarð króna. Sú fjárhæð komi til frádráttar arð- greiðslu sem samþykkt var á hlut- hafafundi á mánudag og geti að há- marki numið 25 milljöðrum króna. Arion banki greiði 90,087 krónur á hlut fyrir bréfin sem sé sama verð og Kaupskil greiði íslenska ríkinu við nýtingu kaupréttarins. Kaup- rétturinn er í samræmi við ákvæði í hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Tilboð Kaupskila til Arion banka er háð því skilyrði að uppgjör hafi átt sér stað á milli Kaupskila og ís- lenska ríkisins varðandi nýtingu Kaupskila á kauprétti 13% hlutar ríkisins í Arion banka. Hafi fram- angreindu skilyrði ekki verið full- nægt á uppgjörsdegi geta Kaupskil frestað uppgjörsdeginum um allt að tíu daga. Fyrirhugað er að upp- gjör fram fari þann 21. febrúar 2018, segir í tilkynningu frá Arion banka. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, vildi ekki tjá sig umfram fréttatilkynninguna við Morgunblaðið. helgivifill@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Arður Kaup Arion á eigin bréfum mun dragast frá 25 milljarða arðgreiðslu. Kaupa og selja í Arion Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.