Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
Ég er mikið að vinna í útlöndum og hef töluvert verið í Banda-ríkjunum og kem til með að halda því áfram,“ segir BjörnThoroddsen gítarleikari sem á 60 ára afmæli í dag.
Hann gaf síðast út plötu árið 2016 hjá útgáfu gítargoðsins Robben
Ford sem stjórnaði einnig upptökum á plötunni og ber hún heitið
Bjössi. Lögin á plötunni eru eftir
Björn, Robben Ford og Bob Dylan.
„Við erum enn að fylgja plötunni
eftir því hlutirnir ganga hægt fyrir
sig í Ameríkunni.“ Björn hefur haft
það að markmiði í gegnum tíðina að
hafa helminginn af því efni sem
hann gefur út eftir hann sjálfan.
„Núna í seinni tíð er ég meira far-
inn að semja lög fyrir söngvara en
áður var ég meira í að semja instrú-
mental tónlist.“
Björn spilar ýmist einn eða með
gítardúettum og -tríóum auk þess
að spila með hljómsveitum, jafnvel
einnig með rokk- og kántríböndum,
eins og á síðustu plötunni sinni.
„Það er gaman að takast á við ólíka
hluti og mér finnst alveg jafn
spennandi að spila á gítar í dag og
þegar ég var tíu ára.“
Þótt Björn sé upptekinn við spila-
mennsku erlendis spilar hann alltaf
öðru hverju á Íslandi. Í haust verða
stórtónleikar í Salnum í Kópavogi
þar sem hann mun spila með Martin
Taylor, en hann spilaði með Stéph-
an Grappelli og hefur verið aðlaður
fyrir gítarleik sinn, og sænska gítarleikaranum Ulf Wakenius.
Næstu tónleikar Björns verða hins vegar í kvöld í Salnum í Kópa-
vogi. „Ég ákvað í tilefni dagsins að kalla saman marga af góðum vin-
um sem ég hef spilað með í gegnum tíðina. Meðal annars ætlar hljóm-
sveit Björgvins Halldórssonar að spila en hún fór í tónleikaferð til
Rússlands árið 1982 og hefur ekki komið saman síðan þá.
Þetta var fimm vikna tónleikaferð og við vorum heimsfrægir popp-
arar þarna í Rússlandi. Það var mikið fjallað um þessa ferð á sínum
tíma og fór blaðamaður Morgunblaðsins, Arnaldur Indriðason, með
okkur og sendi Telex-skeyti á blaðið með myndum og sögum af ferð-
inni á hverju kvöldi.“
Eiginkona Björns er Elín Margrét Erlingsdóttir bankamaður. Börn
þeirra eru Erlingur Óttar, Stefán Atli og Steinunn Erla og barnabarn
þeirra er Sólbjörg Thoroddsen.
Gítarleikarinn Bjössi.
Afmælistónleikar í
Salnum í Kópavogi
Björn Thoroddsen er sextugur í dag
Morgunblaðið/Hanna
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
F
riðrik Ingi Óskarsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 16.2. 1948
og ólst þar upp: „Þeim
sem ólst upp í Eyjum á
þeim árum fannst Vestmannaeyjar
vera alheimurinn. Aðrir staðir á
jarðríki komu þeim ekki við.“
Friðrik Ingi var í Barnaskóla og
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja,
stundaði nám við Bændaskólann á
Hvanneyri og Dane End College á
Englandi 1965-67.
Friðrik Ingi fór 15 ára til sjós á
Sjöfn VE 37, og var síðan af og til
afleysingarmaður á Hugin VE 65 og
Hugin VE 55, með námi. Einnig
vann hann alllengi hjá Vinnslustöð
Vestmannaeyja, hjá Ársæli Sveins-
syni útvegsbónda og Ísfélagi Vest-
mannaeyja. Þar slasaðist hann illa
og hafa afleiðingar þess slyss hrjáð
hann alla tíð.
Friðrik Ingi keypti sér vörubíl
þegar hann fékk bílpróf og ók aðal-
lega fyrir Útgerðarfélagið Hugin
hf., sem var í eigu föður hans og
Guðmundar Inga Guðmundssonar.
Friðrik Ingi hóf störf hjá Útvegs-
banka Íslands í Vestmannaeyjum
árið 1967 og starfaði fram að gosi,
1973. Þá þurfti fjölskyldan að yf-
irgefa heimabyggð sína og flytja
upp á land. Þar hóf hann störf hjá
Kaupfélaginu Þór á Hellu, hjá Ing-
ólfi Jónssyni ráðherra.
En Vestmannaeyjar og þjóðhátíð-
arlögin kölluðu og fjölskyldan sneri
Friðrik Ingi Óskarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri – 70 ára
Dugnaðarforkur og
músíkalskur Eyjapeyi
Tónlistarmaðurinn Friðrik Ingi með nikkuna á fullu á Tenerife, en þar er
hann heimsfrægur og er líklega að spila lag eftir Oddgeir Kristjánsson.
Á þjóðhátíð Friðrik Ingi og Guðlaug í hátíðarskapi í Herjólfsdal með Sigurbjörgu Þóru, langömmubarni Guðlaugar.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinni mbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.