Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 21

Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði verið vöruð við unglingi, sem skaut 17 manns til bana og særði á annan tug í skotárás í framhalds- skóla á Flórída í Bandaríkjunum á miðvikudagskvöld. Pilturinn, sem heitir Nikolas Cruz og er 19 ára, er sagður hafa sett myndskeið á vefinn YouTube á síð- asta ári þar sem hann sagði: „Ég ætla að verða atvinnuskólaskotmað- ur.“ Þá sendu stjórnendur Marjory Stoneman Douglas-menntaskólans í Parkland í Flórída, þar sem árásin var gerð, kennurum tölvupóst í fyrra þar sem sagði, að Cruz mætti ekki koma inn á skólasvæðið ef hann væri með bakpoka. Cruz, sem var handtekinn skömmu eftir árásina, var í gær ákærður fyrir að myrða 17 manns að yfirlögðu ráði. Hann skaut 15 manns til bana í skólanum með Colt AF-15 hálfsjálfvirkum riffli, sem hann mun hafa keypt með löglegum hætti. Tveir til viðbótar létust á sjúkrahúsi af sárum sem þeir hlutu í árásinni. Cruz er fyrrverandi nemandi í skólanum en var vísað úr honum á síðasta ári. Skólastjórnin hefur ekki upplýst hver ástæðan var en fyrrver- andi skólafélagi sagði að Cruz hefði ráðist á vin fyrrverandi kærustu sinnar og einnig beitt hana ofbeldi. Scott Israel, lögreglustjóri í Brow- ard-sýslu, sagði að rannsókn á heimasíðum Cruz á samfélagsmiðl- um hefði leitt í ljós afar ógnvekjandi hluti. Cruz mun hafa birt að minnsta kosti tvær myndir af sér á Insta- gram með byssur. Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti sjónvarpsávarp síðdegis í gær en gagnrýnt hafði verið að einu við- brögðin sem komu frá honum fyrsta sólarhringinn eftir árásina voru tvær færslur á Twitter. Trump sagði í ávarpinu að hann ætlaði að heimsækja skólann þar sem árásin var gerð. Hann minntist ekkert á skotvopn en sagðist hins vegar ætla að grípa til aðgerða til að „takast á við það erfiða málefni sem snýr að geðheilsu“. Trump hafði áður sagt á Twitter að margt benti til þess að árásar- maðurinn í Flórída hefði átt við geð- ræn vandamál að stríða. Nærri tuttugu skotárásir hafa verið gerðar í skólum í Bandaríkjum það sem af er þessu ári. AFP Ákærður Nikolas Cruz fluttur í fangaklefa í Broward-sýslufangelsinu í Ft. Lauderdale í gær. Hann var ákærður fyrir að myrða 17 í skotárás. Lögregla var vöruð við  Nítján ára piltur ákærður fyrir að myrða sautján manns í skotárás AFP Í hálfa stöng Fánar blöktu við hálfa stöng við bandarískar opinberar bygg- ingar og sendiráð í gær, þar á meðal við Hvíta húsið í Washington. Þing Suður-Afríku kaus Cyril Ramaphosa í embætti forseta lands- ins í gær en fyrirrennari hans, Jacob Zuma, sagði af sér á miðvikudags- kvöld. Nýi forsetinn sagði þegar hann ávarpaði þingið í gær að hans fyrsta verk yrði að grípa til aðgerða gegn spillingu og bæta rekstur ríkisfyrir- tækja. Ramaphosa var kjörinn leiðtogi stjórnarflokksins Afríska þjóðar- ráðsins, ANC, í desember sl. og í kjölfarið krafðist flokkurinn þess að Zuma segði af sér þótt kjörtímabili hans lyki ekki fyrr en á næsta ári. Forsetinn lét loks undan þegar ljóst var að ella yrði lögð fram van- trauststillaga gegn honum á þinginu. Ramaphosa er 65 ára gamall og fyrrverandi ræðismaður Íslands í Suður-Afríku. Hann tók þátt í bar- áttu svartra gegn aðskilnaðarstefn- unni í Suður-Afríku og þótti líklegur eftirmaður Nelsons Mandela í for- setaembætti. Hann hætti hins vegar í stjórnmálum árið 1999 og gerðist þá kaupsýslumaður og er nú vellauð- ugur. Hann var síðan kjörinn vara- formaður ANC árið 2012. Jacob Zuma hefur verið bendl- aður við fjölda spillingarmála. Í gær var gefin út handtökuskipun á hend- ur helsta viðskiptafélaga hans. Ramaphosa kjörinn for- seti S-Afríku AFP Nýr forseti Cyril Ramaphosa ávarpar þing S-Afríku eftir kjörið.  Boðar baráttu gegn spillingu Pappelina gólfmotta, 70x90 cm Verð 11.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL Þinn dagur, þín áskorun OLYMPIA Þegar frost er á fróni Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Höfn • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Suðurafríski erkibiskupinn og friðarverðlaunahafi Nóbels, Desmond Tutu, lýsti því yfir í gær að hann hefði sagt af sér embætti sem sérstakur sendiherra bresku hjálparsamtak- anna Oxfam. Í yfirlýsingu frá skrifstofu Tutus sagði að erkibiskupinn væri miður sín vegna ásakana sem hafa komið fram um ósiðlega hegðun og hugsanleg afbrot hjálparstarfsmanna sem tengjast samtökunum. En starfsmenn Oxfam hafa m.a. verið sakaðir um að kaupa þjónustu vændiskvenna. Tutu hættir sem sendiherra hjá Oxfam Desmond Tutu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.