Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Friðrik er alinn upp á Íslandi af
íslenskri móður og þýskum föður.
Hann á einn albróður, þrjú hálf-
systkini á Íslandi og tvö í Þýska-
landi. Friðrik segir iðjusemi og
dugnað einkenna Þjóðverja og þá
eiginleika hafi hann fengið frá föður
sínum. Friðrik flutti til Bretlands
árið 1995 og bjó þar til 2012 þegar
hann flutti heim aftur.
Vildi alast upp á Íslandi
„Dóttir mín, María, sem nú er
16 ára, vildi alast upp á Íslandi og
því fluttum við feðginin heim.
Hún er eina barnið mitt og
skiptir mig mjög miklu máli. Við er-
um sálufélagar og vinir. María hefur
bullandi tónlistarhæfileika, spilar á
píanó, syngur og semur lög. Hún
hefur ekki minni hæfileika en ég,“
segir Friðrik stoltur og bætir við að
María hafi ekki áhuga eins og stend-
ur á að leggja tónlistina fyrir sig.
„Hún stefnir á menntaskóla-
nám og svo sjáum við til hvað hún
gerir. Við spiluðum og sungum sam-
an í fermingunni hennar og það var
skemmtilegt.“
Friðrik segist hafa haft það
gott í Bretlandi. Unnið mikið og
þénað vel.
„En svo fór ég að fjárfesta og
fór illa út úr hruninu. Ég fjárfesti
mikið í íslenska bankakerfinu og
fékk svakalegan skell. Já, græðgin
bítur mann í rassinn.“
Friðrik segist ekki vera bitur
yfir að hafa farið flatt á hruninu.
„Það er engum um að kenna
nema mér, ég treysti öðrum al-
gjörlega fyrir fjárfestingunum mín-
um en það fríar mig ekki ábyrgð.
Ég þurfti að byrja alveg upp á nýtt
og ég lærði af því að setja ekki öll
eggin í sömu körfuna en líka að hafa
trú á sjálfum mér.“
Friðrik segist hafa náð botn-
inum í hruninu og það hafi bitnað á
ýmsu, ekki síst heilsunni. Nú sé
hann að byggja sig upp og fjárfesta
í sjálfum sér.
„Það er nauðsynlegt að fjár-
festa í heilsunni þegar komið er að
seinni hálfleik. Í dag lifi ég mjög
heilbrigðu lífi. Ég hætti að reykja
fyrir 20 árum og er líka búinn að
leggja áfengi á hilluna. Áfengi pass-
aði ekki lengur við lífsstílinn minn,“
segir Friðrik, sem bæði hefur
grennst töluvert eftir lífsstílsbreyt-
ingarnar og tekist að vinna á bak-
vandamálum sem hrjáðu hann.
„Ég tek mér tvo til þrjá tíma á
dag í heilsurækt, syndi í sundlaug-
um og sjó, fer í ræktina og huga að
mataræðinu. Þetta snýst ekki um
megrun heldur breyttan lífsstíl sem
best er að taka upp áður en heilsan
fer að bila.“
Að verða betri manneskja
Friðrik stundar jóga og inn-
hverfa íhugun og hefur gert í ára-
tugi.
„Ég hef áhuga á andlegum mál-
efnum og lít ekki á jóga sem trúar-
brögð. Ég er kristinn en nota jóga
til þess að hjálpa mér líkamlega og
andlega í þeirri vegferð að verða
betri manneskja,“ segir Friðrik sem
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ég ákvað að verða gítar-leikari 12 ára af því að éghafði áhuga á músík. Églærði eftir eyranu með
því að hlusta á plötur en fór svo í
gítarnám 16 ára gamall,“ segir Frið-
rik Karlsson, gítarleikari og bæjar-
listarmaður Seltjarnarness árið
2018.
Friðrik segist hafa verið á eftir
skólafélögunum í nótnalestri í byrj-
un en með betri tónheyrn og því
fljótur að skrifa upp lög. Þegar tón-
listarskóli FÍH var stofnaður sótti
hann um inngöngu en var fljótlega
beðinn að kenna við skólann.
„Til þess að ljúka burtfarar-
prófi frá tónskóla Sigursveins þurfti
ég að taka þrjú stig á píanó og það
hefur komið sér vel við tónsmíð-
arnar,“ segir Friðrik.
Friðrik er ánægður með titilinn
bæjarlistamaður Seltjarnarness og
ætlar að láta að sér kveða á Nesinu.
„Ég mun standa fyrir gospel-
messu í kirkjunni, kyrrðarstund
með slökunartónlist, djasskvöldi á
Rauða ljóninu og ég stefni á að
halda fyrirlestur um tónlist,“ segir
Friðrik, sem komið hefur víða við í
tónlistinni á rúmlega 40 ára ferli.
Byrjaði upp
á nýtt og fjár-
festir í heilsu
Friðrik Karlsson er þekkt nafn í tónlistarheiminum.
Hann ákvað 12 ára að verða gítarleikari og hefur
starfað við gítarleik bæði hérlendis og erlendis við góð-
an orðstír. Friðrik, sem starfaði lengi í Bretlandi, flutti
til Íslands ásamt dóttur sinni árið 2012. Friðrik var
útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2018
og ætlar að láta að sér kveða á Nesinu næsta árið.
Málþingið um Mannréttindi intersex
fólks, þar sem fjallað verður um
nýja nálgun til framtíðar og leitast
við að varpa ljósi á stöðuna á Íslandi
í dag og þær framfarir sem eiga sér
stað í málefnum intersex fólks víða
heim, verður haldið á morgun í stofu
132 í háskólabyggingunni Öskju.
Málþingið, sem stendur yfir frá
12:00-16:00, mun einnig fjalla um
hvaða aðgerða sé þörf á Íslandi til
þess að fulltryggja mannréttindi int-
ersex fólks.
Að málþinginu standa Intersex Ís-
land – félag intersex fólks á Íslandi,
Samtökin ’78 – félag hinsegin
fólks á Íslandi, og Íslandsdeild Amn-
esty International.
Sérstakir gestir verða Piet de
Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins
um réttindi hinsegin fólks og höf-
undur skýrslu ráðsins um mannrétt-
indi intersex fólks; Ruth Baldacch-
ino, formaður ILGA-World,
alþjóðasamtaka hinsegin fólks og
stjórnandi intersex mannréttinda-
sjóðs Astraea – réttlætissjóðs
lesbía; Laura Carter, rannsakandi og
sérfræðingur í hinsegin málefnum
hjá Amnesty International. Hún vann
skýrslu Amnesty „First, Do No
Harm“ um stöðu intersex fólks í
heilbrigðiskerfum Danmerkur og
Þýskalands.
Málþingið er ætlað öllum sem láta
sig málefni intersex fólks varða og
þá sérstaklega málefni intersex
barna.
Alþingisfólk, heilbrigðisstarfsfólk,
starfsfólk skóla og leikskóla og allir
sem vinna með einhverju móti að
hag og réttindum barna eru boðin
sérstaklega velkomin á málþingið.
Málþing í Öskju
Stolt Intersexfólk í gleðigöngu.
Réttindi inter-
sex barna
Auknum áhuga fólks á því að ein-
falda lífið, minnka streitu og lifa
friðsamlegu lífi í annríki dagsins er
mætt með ráðstefnu um naum-
hyggju í Hvítasunnukirkjunni Fíla-
delfía, Hátúni 2, á morgun frá kl.
13.00 til 16.00.
Metsöluhöfundurinn Joshua Bec-
ker sem gefið hefur út bækur sem á
ensku nefnast, Simplify, The More
of Less (i.Einfaldara, meira af
minna) og Clutterfree with Kids (i.
Börn án ringulreiðar) heldur tvo fyr-
irlestra sem hann nefnir, Að lifa
með minna, óvæntur lykill að ham-
ingju (e. Living With Less: An
Unexpected Key to Happiness) og
Að finna einfaldleikann í neyslu-
menningu (e. Finding Simplicity In
A Culture of Consumption). Að
loknum fyrirlestrum mun Becker
svara fyrirspurnum.
Becker er stofnandi Becoming
Minimalist-vefsíðunnar og hefur
skrifað fyrir TIME, The Wall Street
Journal, USA Today og Christianity
Today. Becker er áberandi rödd
innan naumhyggjuhreyfingarinnar
sem bregst við ofkeyrslu og
neysluhyggju nútímans.
Fyrirlestur um naumhyggju
Leiðir til þess að finna einfald-
leika í nýrri neyslumenningu
Naumhyggja Joshua Becker er talsmaður naumhyggju. Hann skrifar og fjallar
mikið um það málefni. Íslendingum gefst kostur á að hlýða á hann um helgina.
Feðgin Friðrik Karlsson og
María dóttir hans njóta lífsins.