Morgunblaðið - 16.02.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
Skoðið nýju vefverslun okkar casa.is
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640
COMPONIBILI
hirslur 3ja hæða
Verð frá 17 900,-
BOUR
borðla
Verð frá 34.9
BATTERY
borðlampi
Verð 22.900,-
GIE
mpi
00,-
TAKE borðlampi
erð 10.900,-
.
V
16. febrúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 101.27 101.75 101.51
Sterlingspund 140.51 141.19 140.85
Kanadadalur 80.48 80.96 80.72
Dönsk króna 16.785 16.883 16.834
Norsk króna 12.849 12.925 12.887
Sænsk króna 12.592 12.666 12.629
Svissn. franki 108.41 109.01 108.71
Japanskt jen 0.9423 0.9479 0.9451
SDR 146.82 147.7 147.26
Evra 125.05 125.75 125.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.351
Hrávöruverð
Gull 1353.7 ($/únsa)
Ál 2137.5 ($/tonn) LME
Hráolía 62.84 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagnaður Lykils,
áður Lýsingar, fyrir
tekjuskatt dróst
saman um 21% á
milli ára og nam 1,1
milljarða króna
árið 2017. Í fyrra
var hins vegar bók-
færð 991 milljón
króna tekjuskatts-
inneign og því jókst
hagnaður eftir
skatta um 706 milljónir króna. Ástæðan
er að tekjuskattsstofn samstæðunnar
er neikvæður. Stjórn leggur til að greiða
940 milljónir króna í arð sem renna
mun til Klakka, áður Exista.
Leigusamningar og útlán Lykils juk-
ust um 28% á milli ára og námu 22,7
milljörðum króna við árslok. Hlutfall
einstaklinga jókst úr 40,7% árið 2016 í
56,5% ári síðar. Eigið fé Lykils jókst um
1,4 milljarða króna á milli ára og var
13,3 milljarðar við árslok. Eiginfjárhlut-
fallið var 46,6% við lok ársins 2017.
Lykill greiðir Klakka
940 milljónir í arð
Lykill Útlán jukust
um 28% milli ára.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ástæða þess að Íslandsbanki hefur
ákveðið að skipta út tveimur af
þremur óháðum stjórnarmönnum
sínum í greiðslukortafyrirtækinu
Borgun tengist ekki þeirri ákvörð-
un stjórnar fyrirtækisins að hafa
ráðið Sæmund Sæmundsson í starf
forstjóra í byrjun árs. Þetta segir
Birna Einarsdóttir bankastjóri. Í
ViðskiptaMogganum í gær var
sagt frá óánægju í hópi hluthafa
Borgunar vegna þess sem heimild-
armenn blaðsins kölluðu „óeðlileg“
afskipti Birnu af ráðningarferli
nýs forstjóra til fyrirtækisins í lok
síðasta árs. Var þar fullyrt að
Birna hefði sett þrýsting á stjórn
fyrirtækisins um að ráða Katrínu
Olgu Jóhannesdóttur, formann
Viðskiptaráðs Íslands, í starfið.
Aðeins var rætt við einn
umsækjanda í lokin
„Ég hvatti stjórn Borgunar til
að taka viðtöl við kandídata af báð-
um kynjum. Þá var ég upplýst um
að það væru eingöngu karlar á leið
í viðtöl og ég vissi af því að það
hefðu mjög hæfar konur einnig
sótt um. Ég taldi það því ekki
skaða ferlið að það væri rætt við
fleiri hæfa einstaklinga. Í lokafas-
anum í ráðningarferlinu var ein-
göngu tekið viðtal við einn aðila en
þá lýsti ég þeirri skoðun minni að
það hefði átt að vera rætt við fleiri
aðila við svona stóra ákvörðun,“
segir Birna.
Hún segist ítreka að hún telji
Sæmund mjög vel hæfan í starf
forstjóra Borgunar og hann njóti
fulls stuðnings og trausts Íslands-
banka til sinna starfa.
Skýrslur frá FME höfðu
áhrif á stöðu stjórnarinnar
Fjármálaeftirlitið skilaði á síð-
asta ári niðurstöðum sínum á at-
hugun á aðgerðum gegn peninga-
þvætti og fjármögnun hryðjuverka
Borgunar og gerði athugasemdir
við rekstur Borgunar. Spurð út í
hvað valdi því að bankinn taki nú
ákvörðun um að skipta út stjórn-
arformanninum, Erlendi Magnús-
syni, og meðstjórnandanum Sig-
rúnu Helgu Jóhannsdóttur segir
Birna að fyrir því liggi ólíkar
ástæður.
„Ég hafði fengið upplýsingar um
að Sigrún Helga þyrfti að fara út
úr stjórninni vegna annarra starfa
sinna. Það er heldur ekki óeðlileg-
ur hlutur að gerðar séu breytingar
á stjórnum félaga. Sigrún og Er-
lendur tóku þátt í jákvæðum
breytingum og hjálpuðu félaginu
vel áfram. Nú er kominn nýr for-
stjóri að fyrirtækinu og nýir
stjórnarmenn koma að borðinu og
við teljum það gott skref fyrir fyr-
irtækið sem Íslandsbanki á yfir
60% hlut í,“ segir Birna.
Segir útskiptinguna ekki
tengjast ráðningarferlinu
Samsett mynd/Elín Arnórsdóttir
Eignarhaldið
» Borgun er að stærstum hluta
í eigu Íslandsbanka.
» Bankinn á 63,5% í fyrirtæk-
inu.
» Bankinn tilnefnir þrjá af fimm
stjórnarmönnum félagsins.
» Á grundvelli sáttar við Sam-
keppniseftirlitið þurfa stjórnar-
mennirnir allir að vera óháðir
bankanum.
Bankastjóri Íslandsbanka hvatti stjórn Borgunar til að bæta konum í viðtalshóp
Hagnaður Landsbankans nam 19,8
milljörðum króna á síðasta ári, sam-
anborið við 16,6 milljarða króna á
árinu 2016. Jákvæð virðisbreyting
útlána bankans nam 1,8 milljörðum
króna á síðasta ári samanborið við
neikvæða virðisbreytingu upp á 318
milljónir króna árið 2016.
Hreinar vaxtatekjur jukust um
rúma 1,6 milljarða króna milli ára og
námu 36,3 milljörðum króna árið
2017. Vaxtamunur eigna og skulda
hækkaði á milli ára, var 2,5% í fyrra
en var 2,3% árið 2016.
Hreinar þjónustutekjur Lands-
bankans hækkuðu um 8% á milli ára
og námu 8,4 milljörðum króna.
Tekjuaukning er einkum vegna auk-
inna umsvifa í markaðsviðskiptum
og eignastýringu, að því er fram
kemur í afkomutilkynningu bank-
ans. Aðrar rekstrartekjur námu 7
milljörðum króna og hækkuðu um
7% á milli ára, sem mun einkum
skýrast af jákvæðum gangvirðis-
breytingum óskráðra hlutabréfa.
Kostnaðarhlutfall Landsbankans
lækkaði á milli ára og var 46,1% á
árinu 2017, samanborið við 48,4% ár-
ið á undan.
Lilja Björk Einarsdóttir banka-
stjóri segir afkomu Landsbankans á
síðasta ári hafa verið í samræmi við
væntingar. „Stefna Landsbankans
um að vaxa á ábyrgan hátt í takti við
samfélagið hefur gengið eftir. Rekst-
urinn er stöðugur og bankinn hefur
skilað raunhæfri ávöxtun á eigið fé.
Með góðri stýringu lausafjár hefur
verið hægt að greiða umtalsverðan
arð til eigenda undanfarin ár.“
Bankaráð Landsbankann mun
leggja til að greiddur verði arður til
hluthafa sem nemur 15,4 milljörðum
króna vegna ársins 2017. sn@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Landsbanki Lilja Björk segir stefn-
una að vaxa í takti við samfélagið.
Hagnaðurinn 20
milljarðar í fyrra
Landsbankinn
greiðir 15,4 millj-
arða króna í arð