Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is.
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Sérfræðingar í
erfiðum blettum!
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Umræða um dómskerfið á Íslandi er
á villigötum. Þá er óvarkárni þing-
manna í umræðum til þess fallin að
grafa undan trausti á réttarkerfið.
Umræða um skipan dómara í
Landsréttarmálinu er dæmi um það.
Þetta er mat Arnars Þórs Jóns-
sonar, dómara við Héraðsdóm
Reykjavíkur.
Arnar Þór vék að þessum atriðum
í erindi á hátíðarmálþingi Orators,
félags laganema við Háskóla Ís-
lands, á mánu-
daginn var.
„Margir þing-
menn þyrftu að
gæta betur orða
sinna í umræðu
um dómstóla. Þá
hafa ýmsir á sam-
félagsmiðlum
haft uppi stóryrði
um menn, mál-
efni og stofnanir.
Það eru takmörk fyrir því hvað
menn, og þar með talið stjórn-
málamenn, geta leyft sér að vega að
þessum undirstöðum. Standa full-
komin rök fyrir þessu háreysti á Al-
þingi og víðar?“ spyr Arnar Þór.
Hafa ekki vald á hugtökum
Arnar Þór segist meðal annars
vísa til umræðu um skipan dómara
við Landsrétt. „Látið er að því
liggja að hér hafi verið framin meiri-
háttar valdníðsla af hálfu ráðherra.
Ég er ekki viss um að réttmætt sé
að setja málið svona fram.“
Arnar Þór kveðst aðspurður ekki
sannfærður um að þeir sem taka
svona til máls hafi alltaf fullan skiln-
ing á hugtökum sem þeir nota.
„Raunar leyfi ég mér að efast um að
þingmenn séu allir með undir-
stöðuatriði á hreinu. Meðferð
Landsréttarmálsins ber vitni um að
þingmenn hafi sjálfir ekki verið með
hlutverk sitt á hreinu.“
Arnar Þór vísar hér til þess þegar
Alþingi samþykkti í fyrrasumar til-
lögu Sigríðar Á. Andersen dóms-
málaráðherra um dómara við
Landsrétt.
Stöndum við nær Bandaríkj-
unum en Norðurlöndunum?
Arnar Þór fjallaði í fyrirlestri sín-
um um breytingar á dómstólalögum,
nánar tiltekið um heimild ráðherra
til að breyta út frá tillögum dóm-
nefndar um umsækjendur um dóm-
arastöður, að fengnu samþykki Al-
þingis. Sá möguleiki opnaðist með
breytingum á dómstólalögum númer
45/2010.
Spurður hvort ráðherra eigi að
Þingmenn grafi undan dómskerfinu
Arnar Þór
Jónsson
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Nýi dómstóllinn verður til bráðabirgða við Vesturvör.
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur gagnrýnir stóryrði um Landsréttarmálið Sumir þingmenn
hafi ekki vald á hugtökum Í ljósi hefðar sé eðlilegt að stjórnmálamenn hafi skoðun á dómaravali
hafa þennan möguleika segir Arnar
Þór að fara megi ýmsar leiðir.
Landsréttarmálið vitni um að nýja
fyrirkomulagið hafi ekki skapað
sátt um dómaraval.
„Sú leið hefur verið farin í
Bandaríkjunum að kjósa dómara á
lægri dómstigum í beinum kosn-
ingum. Önnur aðferð hefur verið
notuð við skipun dómara í Hæsta-
rétt Bandaríkjanna. Þar má öllum
vera ljóst að pólitísk sjónarmið ráða
för. Annars staðar hafa hæfnis-
nefndir gjarnan ráðið valinu. Við
þekkjum það til dæmis frá Dan-
mörku. Ég velti því upp í erindi
mínu hvort horfast þurfi í augu við
það að Ísland standi mögulega nær
Bandaríkjunum en Danmörku að
þessu leyti. Með þeirri leið að opna
fyrir að ráðherra geti beitt sér [við
dómaraval á Íslandi] var ferlið gert
pólitískara.“
Hæpinn samanburður
við Danmörku
Arnar Þór rifjar upp að gjarnan
sé vísað til norrænnar lagafram-
kvæmdar í þessu efni. Með því að
löggjafinn komi ekki að dómaravali
sé best tryggt að dómarar séu
óháðir þinginu. Bent hafi verið á að
danskir ráðherrar skipti sér ekkert
af skipan dómara.
Hann spyr hvort slík sjónarmið
eigi við í hinum íslenska veruleika.
„Ísköld tölfræði“ tali sínu máli. Hér
á landi hafi Hæstiréttur frá 1943
a.m.k. 20 sinnum gripið fram fyrir
hendur löggjafans og talið laga-
ákvæði brjóta gegn stjórnar-
skránni.
„Slíkt er á hinn bóginn fáheyrt í
Danmörku. Hæstiréttur þar í landi
hefur sárasjaldan beitt slíkri vald-
heimild. Litið hefur verið á þessa
varkárni sem hluta af ríkri hefð í
danskri réttarframkvæmd. Ef við
horfum á íslenskan veruleika blasir
við önnur mynd. Ástæðurnar fyrir
inngripum Hæstaréttar kunna að
vera margþættar, svo sem að laga-
setning hérlendis sé óvandaðri en
annars staðar á Norðurlöndum.
Ég tel því ekki fyllilega
réttlætanlegt að horfa á réttar-
framkvæmd í Danmörku, þar sem
ráðherra skiptir sér ekkert af skip-
un í dómstólana, og ætla að spegla
hana yfir í hinn íslenska veruleika.
Það er að mínu áliti hvorki sann-
gjarnt né raunhæft. Meðan íslensk-
ir dómstólar telja sig þurfa að beita
löggjafann svona virku aðhaldi er
kannski ekkert óeðlilegt að stjórn-
málamenn vilji hafa skoðun á því,
og kannski einhver áhrif á það,
hverjir sitja í dómaraembættum
hér á landi. Það væri hjálplegt fyrir
umræðuna að horfast í augu við
þessa staðreynd.“
Arnar Þór fjallaði um það í fyrirlestri sínum að íslenskir fjölmiðlar væru
orðnir „tilfinningadrifnir“. Hann segir aðspurður sennilegt að vaxandi
notkun netmiðla, einkum samskiptamiðla, hafi ýtt undir þessa þróun.
„Getur verið að hér á Íslandi sé bilið milli þess að vera reiður maður fyrir
framan tölvu einn daginn og á hinu stóra sviði fjölmiðla hinn daginn
styttra en til dæmis í Þýskalandi. Hverju getur það þá sætt? Hver stjórn-
ar umræðunni?“ spyr Arnar Þór. Hann segir þetta áhyggjuefni. Þá ekki
síst þegar rætt er um dómsmál og sakamál.
„Hér á landi leyfa sumir fjölmiðlar athugasemdum að birtast þótt þær
bæti engu málefnalega við umræðuna og séu jafnvel aðeins persónulegar
árásir, níð eða órökstuddar samsæriskenningar. Hlutaðeigandi fjölmiðlar
ættu að sýna mun meiri ábyrgð og sía slík ummæli í burtu.“
Slæm áhrif samskiptamiðla
SEGIR REITT FÓLK EIGA GREIÐA LEIÐ Í FJÖLMIÐLA
Dómnefnd sem metur hæfni um-
sækjenda um embætti dómara
mat Arnald Hjartarson hæfastan
umsækjenda um embætti dóm-
ara við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Alls sótti 31 um embættið. Til
samanburðar sóttu 37 um emb-
ætti 15 dómara við Landsrétt.
Þrír umsækjendur um dóm-
arastöðuna við Héraðsdóm
Reykjavíkur sóttu líka um Lands-
rétt. Þau Helgi Sigurðsson, hrl.,
Jónas Jóhannsson, hrl., og
Nanna Magnadóttir, forstöðu-
maður úrskurðarnefndar um
umhverfis- og auðlindamál.
Helgi Sigurðsson og 5 aðrir
drógu umsóknina til baka.
Verður aldrei vélrænt
Umsögn dómnefndar um vægi
matsþátta vekur athygli:
„Ákvæði laga nr. 15/1998, reglna
nr. 620/2010, meginreglur
stjórnsýsluréttar og hefðbundið
vinnulag dómnefndar a.m.k. frá
2010 krefjast þess að mats-
þættir sem tilteknir eru í reglum
nr. 620/2010 séu greindir af
eins mikilli nákvæmni og unnt
er. Þrátt fyrir þetta hlýtur matið
einnig að byggjast á lögfræði-
legri þekkingu nefndarmanna,
reynslu þeirra af dómstörfum
við dómstóla, í lögmennsku og
stjórnsýslu og dómgreind þeirra
… Þótt þættir séu metnir sam-
viskusamlega breytir það því
ekki að slíkt mat verður ekki
unnið af vélrænni nákvæmni og
þýðingarlaust að láta sem svo
sé,“ sagði m.a. í rökstuðningi.
Til upprifjunar vísaði Sigríður
Á. Andersen dómsmálaráðherra
m.a. til reynslu af dómara-
störfum þegar hún vék frá til-
lögu dómnefndar um Landsrétt.
Slíkt mat yrði aldrei vélrænt.
Þrír sóttu um
við tvo dóma
DÓMARI VALINN
Morgunblaðið/Ómar
Í Reykjavík Við Héraðsdóm.