Morgunblaðið - 16.02.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 16.02.2018, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 ✝ Egill Guð-jónsson fædd- ist 25. júlí 1984. Hann lést á heim- ili sínu 6. febrúar 2018. Foreldrar hans eru hjónin Guðjón Einarsson frá Ás- garði í Grindavík og Elínborg Ása Ingvarsdóttir, ættuð frá Skaga- strönd. Egill var yngstur fimm bræðra. Bræður hans eru 1) Ingólfur, giftur Guðbjörgu Þórisdóttur og eiga þau þrjú börn. 2) Ingvar, giftur Stein- unni Óskarsdóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Einar, gift- ur Ástrúnu Jónasdóttur og eiga þau tvö börn. 4) Leifur, sambýliskona hans er Guðrún María Brynjólfs- dóttir og eiga þau þrjú börn. Börn Egils eru Elín Björt, f. 30. október 2006, barnsmóðir Ása Elínardóttir, og Einar Logi, fæddur 16. september 2015, barnsmóðir Sara Hödd Jó- hannsdóttir. Útför Egils fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag. 16. febrúar 2018, klukkan 14. Elsku Egill. Það er mjög sárt að missa þig, þú varst mjög háð- ur mér sem barn og baðst mig að koma í heimsóknir á kvöldin og þá sérstaklega til Ingunnar og Andrésar til að leika við Ágústu og Bjössa. Þú fórst snemma að vinna og þá aðallega til sjós og hef ég heyrt að þú hafir alltaf verið hörkuduglegur. Þú þráðir það svo heitt að kom- ast á beinu brautina og geta um- gengist börnin þín sem þú elsk- aðir svo mikið. Ég skal reyna að vernda þau eins og ég get, þú sagðir svo oft við mig að ég væri stoð þín og stytta. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér. Hvíldu í friði elsku drengur- inn minn. Freistingarnar flykkjast að, fjandinn lifnar við á ný ef þú finnur ekki þrönga veginn heim. Þar sem hlýjan bíður þín, þar sem náðarsólin skín þar sem satan ekki eldar ösku eim. Ekki yfirgefa mig þótt gangi ég um dimman dal Drottinn andans mikla gakktu mér við hlið. Ég hef augu mín til himins inn í frjálsan fjallasal, út úr skugganum í blessað sólskinið. Satan er til, já satan er til við sjáum hann í verki sérhvern dag. Halla höfði þreyttu að guði, það er ekkert hér um bil og bið hann að koma lífi mínu í lag. (Magnús Kjartansson) Ég elska þig. Þín mamma. Elskulegi yngsti bróðir, það er þyngra en tárum taki að skrifa um þig minningargrein, það er einfaldlega ekki rétt sam- kvæmt einföldustu reglu lífsins. Einfaldleiki er kannski ekki það sem markaði þitt líf því þú vald- ir erfiða leið og oftar en ekki var gatan bæði brött og grýtt. Með ótrúlegu æðruleysi náðir þú samt að vera bæði glæsilegur og góður drengur. Þú varst yngst- ur okkar bræðra, 10, 12, 15 og 17 árum yngri en við hinir sem elskuðum að fá lítinn bróður. Þú varst glaðlegur og uppátækja- samur sem krakki, alltaf kátur og elskaðir ekkert meira en að fá að vera með okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur hverju sinni. Þú varst efnilegur í íþróttum og mátulega baldinn í skóla, sem sagt svona ósköp venjulegur ungur drengur. Strax eftir skólagöngu fórst þú á sjóinn, sem varð þinn starfsvett- vangur allt þitt líf, þóttir þar duglegur og sérstaklega snyrti- legur sjómaður. Það er eins og þú hafir þurft að vera flottastur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, því var það afar óheppi- leg beygja þegar þú villtist af braut og auðvitað þurftir þú að vera með duglegri mönnum á þeirri braut líka. Í hartnær 18 ár höfum við elt þig á þessari grýttu braut með stuttum stopp- um til að taka bensín, annars bara verið á ferðinni á grýttum Veginum og því verðum við að koma skilaboðum til: dópsali (skammastu þín) innflytjandi/ læknir (svei þér !) Samband þitt við okkur fjöl- skylduna var einstakt, þrátt fyr- ir allt, og aldrei vanvirtir þú heimili okkar bræðra og þú varst aldrei upp á okkur kom- inn. Þú vildir fyrir alla muni halda okkur algjörlega utan við það sem þú þráðir að komast út úr. Frændsystkinum varstu allt- af besti frændinn sem var fyndnastur og skemmtilegastur og langflottastur í klæðaburði og tísku, þú fórst t.d. í klippingu á þriggja vikna fresti. Samband þitt við foreldra okkar var ein- stakt og þá sér í lagi við hana mömmu, sem var þitt akkeri allt til enda. Viljum við þakka for- eldrum okkar fyrir það að hafa aldrei sleppt takinu þrátt fyrir að oft hafi byrðin verið þung, við vorum ekki búnir að missa von- ina, Egill minn, og vorum ákveðnir að fara alla leið með þér og koma þér á lappirnar aft- ur. Líkt og þú þráðum við ekk- ert heitar en að þú næðir fullum bata. Elsku hjartans bróðir, eft- ir skilur þú tvo gullmola, hana Elínu Björtu og Einar Loga, og munum við alltaf gæta þeirra og vernda. Hvíldu í friði, við elsk- um þig að eilífu. Þínir bræður, Ingólfur, Ingvar, Einar og Leifur. Elsku Egill minn. Mig þykir svo sárt að vita það að ég mun ekki sjá þig aftur, elsku uppá- haldsfrændi minn. Við vorum alltaf svo náin. Þú passaðir alltaf upp á litlu frænku þína, en síð- ustu ár hefur það kannski snúist við eins og þú orðaðir það sjálf- ur. Þú hefur alltaf verið mér svo kær og mér hefur alltaf þótt svo vænt um þig elsku frændi. Þú varst alltaf svo góður við mig. Þú gafst mér minn fyrsta síma og iPod. Enda var ég alltaf uppáhalds litla frænkan þín og þú minn, okkur þótti svo vænt hvoru um annað. Við gátum endalaust talað af mikilli ástríðu um mat enda elskuðum við að borða góðan mat. Það sem við elskuðum mest var góði matur- inn hennar ömmu Ellu. Við gát- um þó líka slegist um matinn hér áður fyrr, mathræðslan um að fá ekki nóg, og það fór ekki á milli mála ef okkur fannst mat- urinn góður þar sem við humm- uðum öll í kór, ég, þú og allir Guðjónsbræðurnir saman við matarborðið hjá ömmu og afa. Það sem er mér svo minnisstætt er þegar þú og Elín Björt kom- uð til mín þegar ég bjó í Vest- mannaeyjum og við gistum öll saman, fórum í sund í trampólín- rennibrautina, fengum okkur gott að borða, fífluðumst saman og horfðum á bíómynd. Það er svo skrítið að skrifa um þig minningargrein því mér líður eins og þú sért bara í Krýsuvík að vinna í sjálfum þér og reyna að koma þér á rétta braut. Þú þráðir svo mikið að koma þér á réttu brautina fyrir sjálfan þig og börnin þín, fara í nám og lifa eðlilegu lífi. En þú áttir í stríði við fíknina og græt ég með þér að vita til þess að þú náðir ekki að sigrast á þessu. Ég vona að þú hafir fundið frið og líði vel. Ég mun halda í þær góðu minn- ingar sem ég á um þig. Ég kveð þig með miklum söknuði. Þín frænka, Elínborg Ingvarsdóttir. Ó, elsku Egill frændi, hvað get ég sagt? Að fá að heyra þessar fréttir að ég muni aldrei sjá þig framar, heyra í þér fram- ar og gera eitthvað skemmtilegt með þér aftur eru fréttir sem ég hélt að ég myndi ekki heyra svona snemma. Ef það er eitt- hvað sem þú kenndir mér var það hvernig á að vera þessi skemmtilegi stóri frændi sem þú varst klárlega. Þú varst mér alltaf svo kær og þú varst alltaf svo góður við mig. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum heima hjá ömmu og þú spurðir mig: „Hey Ingi, viltu fara í klippingu?“ Ég sagði að sjálf- sögðu já, og svo var farið inn á klósett og náð í rakvélina og allt hárið látið fjúka af. Bara við tveir félagarnir að gera eitthvað skemmtilegt og nýtt saman. Svo kemur mamma heim og húð- skammar þig fyrir að krúnuraka mig án þess að biðja um leyfi en ég brosti bara út að eyrum með nýju klippinguna. Fyrir tveimur vikum fórum við saman í bæinn og áttum mjög skemmtilegan dag saman þar sem við tveir strákarnir fórum að versla, út að borða og kíktum í ljós. Ekki bjóst ég við að tveimur vikum seinna yrði ég að skrifa stutta minningargrein um þig en ég veit það og er handviss um að þú sért búinn að finna frið uppi á himninum. Þú ert engillinn minn og vakir núna yfir mér og ég veit að þú ert að passa upp á litla frænda þinn. Söknuðurinn er mikill. Hvíldu í friði, þinn frændi og vinur sem þykir óumdeilanlega vænt um þig alltaf, Ingi Steinn Ingvarsson. Elsku frændi. Ég mun alltaf sakna þín sama hvað. Góðir tímar þegar við vorum á sama stað. Gerðir allt fyrir mig. Edrú varstu fyrirmynd. Ef ég ætti ósk værirðu hérna fyrir framan mig. Elsku Guð, nennirðu að passa hann fyrir mig. Það er erfitt að missa svona góðan frænda og vin. Sátum saman hlið við hlið. Mig langar bara að kveðja og sjá þig. Elsku frændi. Niður leka tárin. Ég vildi að þú værir hér. Ég mun aldrei gleyma þér. Ef þú myndir spyrja myndi ég alltaf hjálpa þér, Hjá okkur tveimur þá var alltaf gaman. Við eigum fullt af minningum saman. Ég veit að þetta var erfitt. Ég veit það vel. En fyrir mér verðurðu alltaf hér. Ég elska þig. Helgi Leó Leifsson. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Elsku Egill minn. Þú þráðir ekkert meira en að verða edrú og takast á við lífið og vera til staðar fyrir þá sem þú elskaðir mest í lífinu, börnin þín og fjöl- skylduna sem þú elskaðir meira en allt í þessum heimi. Hjarta mitt er fullt af sorg yfir örlögum þínum, elsku Egill. Stundum er erfitt að skilja tilgang lífsins, sérstaklega þegar ungur maður sem ætti að vera í blóma lífsins deyr frá börnum sínum, fjöl- skyldu sinni og vinum. Sagt er að þeir sem guðirnir elski deyi ungir. Lífið getur verið svo und- arlegt, yfirþyrmandi og sárs- aukafullt. Nú ertu farinn, elsku Egill, og við fáum engu þar um breytt. Ég var nýbúin að hitta þig og þú leist svo vel út og framtíðin virtist blasa við þér, en vegir guðs eru órannsakan- legir. Þú sem varst alltaf svo glaður, vinalegur, hjálpsamur, dásamlegur og algjörlega ein- stök manneskja. Skarð þinn verður aldrei fyllt. Ég bið algóð- an Guð að blessa börnin þín, for- eldra, bróðir þinn ættingja og vini. Megi englar Guðs vaka yfir þeim og gef þeim styrk á þessari miklu sorgarstund. Ég kveð þig elsku Egill og sendi þér þetta dásamlega fallega lag Bubba Morthens sem ég veit að þú hlustaðir oft á og þú kunnir flesta textana hans, á góðri stundu áttum við það til að taka eitt og eitt Bubbalag og syngja saman. Megi minning þín vera björt og falleg. Góða ferð, elsku vinur, og sjáumst þegar minn tími kemur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Kærleikskveðja, Berglind Ólafsdóttir. Egill Guðjónsson var einn af mínum bestu vinum frá fyrsta skóladegi og fram á unglingsár. Hann var uppátækjasamur, skemmtilegur og stríðinn í æsku. Það hallar ekki á neinn þegar ég segi að hann hafi verið leið- togi hópsins í þeim fjölmörgu strákapörum sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var sama hvort við vorum að klifra upp í byggingarkrana eða upp á húsþök til að stökkva niður í snjóskafla, brjótast inn í aflagða og ónýta vinnuskúra eða báta á öskuhaugunum eða leggja í leið- angur niður í Gaujahelli vopn- aðir eingöngu eldspýtum og kertum. Oftast fór Egill fyrstur. Hann hélt því reyndar alltaf fram að pabbi hans hefði fundið Gaujahelli og að þaðan kæmi nafnið. Ég er ekki ennþá sann- færður um að það sé rangt. Agli fannst líka mikilvægt að við myndum vinna okkur inn einhverja aura og fékk misgóðar hugmyndir í þeim tilgangi. Einu sinni fórum við niður á bryggju til veiða. Eftir nokkra klukku- tíma þrömmuðum við, Egill fremstur í flokki, inn á skrif- stofu forstjóra Fiskimjöls og lýsis með fullan svartan rusla- poka af ufsa og marhnúti. Hann losnaði ekki við okkur fyrr en hann hafði greitt nokkra hundr- aðkalla fyrir aflann, sem okkur var gert að sturta í þar til gerða þró til bræðslu. Við höfum verið svona átta til níu ára gamlir. Í annað skipti létum við körfu síga ofan í sömu þró, sem þá var full af loðnu, fylltum hana og laumuðumst í burtu með feng- inn. Egill hafði fengið þá hug- mynd að sniðugt væri að bræða loðnuna í ónýtum frystigámi á bak við veiðafærageymslu Þor- bjarnar og selja mjölið aftur eigandanum sjálfum. Þær til- raunir misheppnuðust algjör- lega og við skiluðum þýfinu aft- ur í þróna. Þegar ég flutti, ellefu ára gamall, í húsið á móti Agli fór- um við samferða í skólann á hverjum degi. Það fyrirkomulag hélst út grunnskólagönguna, jafnvel þó að önnur samvera hafi minnkað mikið í unglinga- deild. Mér er minnisstætt hversu illa mömmu hans gekk að koma honum á fætur og í föt. Marga morgna beið ég í eldhús- inu hjá þeim á meðan Egill hámaði þreyttur í sig morgun- mat og klæddi sig. Mér þótti það ágætt, því þá daga skutlaði hún okkur í skólann, sem var í hinum enda bæjarins. Hin síðari ár hitti ég Egil ein- göngu á förnum vegi, það voru ávallt fagnaðarfundir. Þegar við hittumst var hann alltaf kátur og bjartsýnn, sagði mér frá áætlunum sínum til framtíðar jafnvel þótt við værum staddir í röð í verslun eða á öðrum fjöl- förnum stað. Það er sorglegt að þær framtíðaráætlanir hafi ekki ræst og að hann sé nú látinn, langt fyrir aldur fram. Um leið og ég rifja upp minningar um góðan æskuvin vil ég votta börnum hans og öllum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Daníel Pálmason. Elsku vinur, ég sem hélt að þetta væri nú loksins komið hjá okkur, þá fæ ég þessar skelfi- legu fréttir. Ég á eftir að sakna þín mikið og er óendanlega þakklátur fyrir það að við hitt- umst daginn áður en ég fór til Spánar. Við spjölluðum einmitt um það hversu lífið okkar ætti eftir að verða fallegt og hvað við ætluðum að gera margt skemmtilegt í sumar á Spáni, er þú kæmir í heimsókn til mín. Ég á ávallt eftir að muna eftir öllum þeim góðu stundum sem við eyddum saman, enda báðir álíka hressir. Mér þykir rosalega sárt að hugsa um vanlíðan þína á þessari örlagaríku stundu, elsku vinur, og vildi ég óska þess að ég hefði getað gert eitthvað til að hjálpa þér. En hvíldu í friði, vinur minn, og sjáumst hressir síðar. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starrri í Garði) Þinn vinur Kristinn Örn Kristinsson. Árið er 1997 og ég er nýflutt til Grindavíkur, eftir um það bil viku byrjar einhver strákur að hringja heim til mín í tíma og ótíma. Hvað mér fannst það óþolandi. Einn daginn hringdi síminn um miðjan dag og röddin hinum megin á línunni vildi bjóða mér og Jennýju í partí heima hjá Einari Hannesi. Ég ætlaði sko ekki að láta plata mig og sagði feitt nei þar sem ég vissi að rót- tækt samsæri væri í gangi um að kynnast nýju stelpunni. En ég gat samt ekki hamið forvitn- ina og fékk mér göngutúr fram hjá húsinu þar sem við nöpp- uðum ykkur úti í garði að leika. Ég mun aldrei gleyma þess- ari minningu því þetta er dag- urinn þegar þú með þínum ein- kennandi ákafa og hvatvísi tróðst þér inn í lífið mitt. Þetta er dagurinn þegar ég kynntist besta vini mínum. Elsku hjartans Egill, þetta er erfitt og ég get ekki hringt í þig til að fá hughreystingu. Sam- band okkar er búið að standa af sér alls konar storma en nú er komið að leiðarlokum og ég trúi því ekki að það sé raunveruleik- inn. Takk fyrir að hafa alltaf nennt að hlusta á vandamálin mín sama hversu smávægileg þau voru, takk fyrir að hug- hreysta mig, takk fyrir að segja mér hvað þér fannst ég sæt, sér- staklega þegar ég var ólétt, takk fyrir að nenna alltaf að borða pitsu með mér, takk fyrir að treysta mér fyrir leyndarmálun- um þínum, takk fyrir að láta mig endalaust vita að ég væri besta vinkona þín, takk fyrir að þerra tárin mín, takk fyrir að vita allt- af hvernig átti að koma mér til að hlæja, takk fyrir að gefa mér hlutdeild í fjölskyldunni þinni og umfram allt takk fyrir að vera besti vinur minn. Þín vinkona Gunný. Elsku Ella, Gaui, Elín Björt, Einar Logi, bakkabræður og fjölskyldur. Hugur minn og hjarta er hjá ykkur. Guðný Gunnlaugsdóttir. Ég trúi ekki að ég sitji hér og skrifi minningargrein til þín, elsku vinur, og finnst mér þetta allt saman alveg hrikalega ósanngjarnt. Velti því fyrir mér hvað ég á að skrifa, langar að segja svo ótrúlega margt en er samt hálf- orðlaus. Allt voðalega skrítið eitthvað og satt best að segja veit ég ekkert hvernig ég á að koma þessu frá mér. En ég veit allavega hvar ég á að byrja því ég man það eins og það hafi gerst í gær. Það var verið að vísa þér heim úr skólanum, man ekki út af hverju en alveg örugglega fyrir einhverjar mjög litlar sakir og held ég meira að segja að þetta hafi verið í fyrsta og eina skiptið sem það gerðist. Ég lá á pullunum undir stig- anum og þú sást mig þar og spurðir hvort ég væri ekki til í að kíkja með þér heim í tjill. Aldrei hefði mann grunað að þetta væri upphafið að ómetan- legri og áralangri vináttu. Hef ég oft hugsað ef þú hefðir bara ákveðið að fara heim og sleppt því að spyrja þennan strák sem þú þekktir ekki neitt, vissir hver ég var og allt það en ekki mikið meir. Lýsir þér svo vel, elsku vinur, hvað þú varst ófeiminn, opinn og skemmtileg- ur. Ég veit allavega að ef dæm- inu væri snúið við hefði ég ekki spurt þig, það er klárt mál. En vá, hvað ég er ótrúlega þakklátur að þú hafir spurt mig. Tæp 20 ár síðan! Ég gæti setið hér í viku að skrifa niður sögur af okkur en ég ætla ekkert að vera að því enda er megnið af þeim ekkert við hæfi í einhverju blaði í minn- ingargrein. Margt má rita með og á móti því en þannig var það bara og ég sé ekki eftir neinu, eða allavega afskaplega litlu. En ekki einni mínútu sem ég eyddi með þér, það er alveg á hreinu, og vildi óska þess að ég gæti fengið fleiri. Mikið ógeðslega á ég eftir að sakna þín, Egill, sérstaklega þessa hreinræktaða húmors sem þú varst með, það sem maður gat hlegið að þér drengur. En svona í stórum dráttum langar mig mest til að segja takk. Takk fyrir hláturinn og grát- inn. Takk fyrir gleðina og sorgina. Takk fyrir samtölin og þögn- ina. Takk fyrir kærleikann og eymdina. Takk fyrir ævintýrin og bara allt ferðalagið, elsku besti vinur minn, og ég hlakka til að fara með þér í það næsta, hvar og hvernig sem það nú verður. Þinn vinur Matti. Matthías Svansson. Egill Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.