Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 ✝ Hulda Jónas-dóttir fæddist á Ytri-Vík á Árskógs- strönd 14. maí 1938. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 3. febrúar 2018. Hulda var dóttir hjónanna Jónasar Frímannssonar bátasmiðs, f. 9. júlí 1915, d. 29. júní 1953, og Helgu Björnsdóttur matráðskonu, f. 13. nóvember 1919, d. 5. maí 2013. Seinni maður Helgu var Óskar Helgason sjómaður, f. 11. mars júlí 1965, sonur Stefáns er Heið- ar Þór, f. 1997. 2) Sif, iðjuþjálfi, f. 6. september 1966, maki Trausti Elísson f. 25. nóvember 1966. Börn þeirra eru Elís Þór, f. 2002, og Þórhildur Anna, f. 2004. Hulda ólst upp á Ytri-Vík til átta ára aldurs er hún flutti til Akureyrar. Hún lauk hjúkr- unarfræðiprófi frá H.S.Í. 1960 og framhaldsprófi í röntgen- tækni sama ár. Hulda og Þór bjuggu og störfuðu í Kaup- mannahöfn á árunum 1961-1965. Eftir heimkomu starfaði Hulda um árabil sem geislafræðingur á röntgendeild Vífilstaðaspítala og seinna á röntgendeild Land- spítalans við Hringbraut. Sam- hliða vann hún á Læknastöðinni Síðumúla og á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Huldu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 16. febr- úar 2018, klukkan 15. 1916, d. 7. júní 2007. Systkini Huldu eru Inga Hrönn, f. 1943, Hafþór, f. 1944, maki Heiða Björk Jónsdóttir, og Sigríður Kristín, f. 1945, maki Bald- vin Björnsson. Hulda giftist 7. janúar 1961 Þór Benediktssyni verk- fræðingi, f. 17. júní 1937, d. 27. september 1988. Þau skildu. Dætur Huldu og Þórs eru 1) Edda, arkitekt, f. 2. ágúst 1962, maki Stefán Þór Felixson, f. 14. Í dag kveð ég í hinsta sinn elskulega móður mína, of snemma að mínu mati, en hún tók veikindum sínum og örlög- um af miklu æðruleysi og með jafnaðargeði. Mamma var ein af stóru fyrirmyndunum í lífinu, kenndi mér svo ótrúlega margt og var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Hún var orðvör með eindæmum, traust, dugleg, umhyggjusöm og ósérhlífin. Húmoristi sem kunni að njóta og hafa gaman og naut sín einna best með fjölskyldunni og í góðra vina hópi, hvort sem það var á ferðalagi, við spilaborðið, úti í náttúrunni eða við mat- arborðið. Ömmubörnin voru í sérstöku uppáhaldi og gáfu líf- inu lit og nýjan tilgang. Hún tók mjög virkan þátt í þeirra dag- lega lífi og sinnti þeim af mikilli ást og alúð. Nú þegar komið er að kveðjustund er gott að ylja sér við ótal margar og fallegar minningar og með söknuði en um leið þakklæti í hjarta, þakka ég fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mun hverfa úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund. Það geislar af minningu þinni. (Friðrik Guðni Þorleifsson) Hvíl í friði, elsku mamma. Þín dóttir, Sif. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með þessum orðum kveðjum við skemmtilega, ástkæra og umhyggjusama tengdamóður og ömmu. Trausti og Þórhildur Anna. Takk fyrir, amma mín, takk fyrir allt sem tókst þér að segja og gera. Þakka þér fyrir það þúsundfalt er þú aðeins náðir að vera. (EÞT) Takk fyrir. Það síðasta sem ég sagði við ömmu mína meðan hún lifði. Takk. Það var ein- hvern veginn það eina sem ég gat sagt. Takk. Ég þakkaði henni fyrir og mun gera það svo lengi sem ég lifi. Ég vil þakka henni fyrir allar dýrðarstund- irnar, fyrir alla kaffitímana, lesninguna, lopapeysurnar, spil- in og ferðalögin. Ég vil þakka fyrir að ég fékk að vera besti vinur þinn og að þú fékkst að vera besti vinur minn. Ég vil þakka fyrir að fá að vera svona stór hluti í lífi þínu og að þú hafir fengið að vera hluti af mínu. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið bestu ömmu sem ég gat beðið um. Takk. Elís Þór. Ég kynntist Huldu nánast um leið og tengdaforeldrum mínum, enda var samband þeirra mjög náið. Þau kynni voru einstak- lega ánægjuleg, enda naut ég góðs af því að vera „fyrsti tengdasonurinn“ og hvorug dóttirin á landinu til að dekra við. Hulda tók mér opnum örm- um og sýndi mér strax mikinn áhuga og vinsemd sem hélst alla tíð. Hún kunni ýmsar sögur af mínu fólki sem hún hafði hitt á lífsleiðinni og sagði skemmtilega frá þeim kynnum. Seinna átti ég eftir að reyna það hversu minn- ug Hulda gat verið um ýmis at- vik sem við upplifuðum, ekki síst ýmis samskipti við börnin okkar Ollu, hvort sem þeir at- burðir töldust merkilegir eða ekki. Hulda var listakokkur og átti auðvelt með að skapa notalega stemmingu með kertaljósum og fallegum skreytingum. Raunar finnst mér dætur hennar báðar hafa erft þennan hæfileika. Þeg- ar við foreldrarnir lögðum land undir fót skömmu eftir fæðingu Sigga elsta sonar okkar og hitt- um Huldu og Sæu vinkonu hennar hjá Eddu í Danmörku var ekkert slegið af kröfum í huggulegri stemmingu. Þær vinkonur, sem voru reyndar mun frískari en nýbakaðir for- eldrar, enduðu gjarnan kvöld- stundirnar á léttu spjalli yfir konfekti og koníaksglasi. Huldu þótti ekki annað koma til greina en að vera „babysitter“ eins og Hulda Jónasdóttir ✝ Lúðvík Þór-arinsson fædd- ist á Ánastöðum, Hraunhreppi, Mýrasýslu 6. apríl 1930. Hann lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Jaðri, Ólafsvík, 5. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Guðlaug Andr- ésdóttir, f. 2.1. 1908, d. 18.8. 1978, og Þórarinn Herluf Sigurðsson, f. 29.3. 1901, d. 8.9. 1987. Systkini Lúðvíks eru: Hulda, f. 1931, d. 2011, Andrés, f. 1937, d. 2015, Sig- urður, f. 1940, og Axel, f. 1943. Eiginkona Lúðvíks var Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 27.1. 1933, d. 30.5. 2011. Þau gengu í hjóna- band 1.3. 1952. Sigríður og Lúð- vík eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Hrefna, f. 4.8. 1952, eig- inmaður Gísli Páll Björnsson, f. 29.4. 1953. Börn: a) Íris, f. 1972, gift Nökkva Jóhannessyni, f. 1964. b) Björn, f. 1976, kvæntur Hrafnhildi Halldórsdóttur, f. 1975. c) Hafrún, f. 1985. Sam- býlismaður var Björgvin Þór Heiðarsson, f. 1985. Þau slitu samvistum. Sambýlismaður Haf- rúnar er Ingi Steinn Þorsteins- son, f. 1986. 2) Inga Birna, f. 31.5. 1989. c) Hilma, f. 1993. Langafa- börnin eru orðin 23. Lúðvík lauk barna- og ung- linganámi í Borgarnesi og því næst námi við Gagnfræðaskóla Akraness. Hann hóf nám í bak- araiðn hjá Brauðgerð Kaupfé- lags Borgfirðinga 1. febrúar 1947, en lærimeistari hans var Marinó Sigurðsson. Bóklega hlutann tók hann í Iðnskóla Akraness og Borgarness. Lauk sveinsprófi 26. janúar 1951 og öðlaðist meistararéttindi 19. mars 1954. Að loknu sveinsprófi lá leið Lúðvíks til Ólafsvíkur þar sem hann, í samstarfi við Kaupfé- lagið Dagsbrún, hóf rekstur bak- arís er fékk nafnið Brauðgerð Kaupfélags Dagsbrúnar. Síðar tók hann alfarið við rekstri bak- arísins sem hlaut þá nafnið Brauðgerð Ólafsvíkur og er það félag rekið af fjölskyldu hans í dag. Fyrir utan hinn daglega bakstur sá hann einnig um bók- hald fyrirtækisins. Rótarýklúbbur Ólafsvíkur var helsti vettvangur Lúðvíks í fé- lagslífinu. Hann starfaði líka með Leikfélagi Ólafsvíkur og Skátafélaginu Ægi, Ólafsvík, en áður hafði hann sinnt skátastarfi í Borgarnesi. Var félagi í Slökkviliði Ólafsvíkur, auk þess að sitja í hreppsnefnd Ólafsvík- ur. Lúðvík ferðaðist víða og hafði gaman af ljósmyndun. Lúðvík verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 16. febrúar 2018, og hefst athöfnin kl. 14. 1955. Hennar mað- ur var Ríkharður Hjörleifsson, f. 5.3. 1950. Þau skildu. Börn: a) Steinar, f. 1973, kvæntur Guð- rúnu Önnu Finnbogadóttur, f. 1970. b) Thelma, f. 1975. Sambýlis- maður var Heiðar Haugen, f. 1971. Þau slitu sam- vistum. Síðari sambýlismaður Thelmu var Björn Kodvaag, f. 1975. Þau slitu samvistum. 3) Guðlaug, f. 27.11. 1959, eig- inmaður Kristjón V. Guðmunds- son, f. 6.4. 1958. Börn: a) Guð- mundur Kristján, f. 1978. b) Lúðvík, f. 1983. Barnsmóðir Fjóla K. Hafsteinsdóttir, f. 1988. Eiginkona Lúðvíks er Elísabet Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 1987. c) Heba Rut, f. 1985, eig- inmaður Kjartan Hafsteinsson, f. 1987. 4) Hildur, f. 5.9. 1961. Hennar maður var Gunnþór Ingvason, f. 22.4. 1962. Þau skildu. Börn: a) Sigríður, f. 1990. b) Arnór Reginn, f. 1993. c) Irma, f. 1996. 5) Jón Þór, f. 11.6. 1963, eiginkona Bjarney Jörgensen, f. 1.3. 1966. Börn: a) Gígja, f. 1988. Sambýlismaður Jón Björn Vil- hjálmsson, f. 1987. b) Janus, f. Nú er komið að lokum á löngum vinnudegi, elsku pabbi minn, ef einhver á skilið hvíldina ert það þú. Ég fann að þú fórst sáttur eftir langa og stranga vakt. Vinnan og fyrirtækið sem þú barðist fyrir að halda gangandi tóku allan þinn tíma og áttu hug þinn allan. Vinnudagarnir oftast langir og voru aldeilis ekki búnir þegar heim var komið. Þá tók við vinna við bókhald og reikninga. Ég man hve oft þú komst þreyttur heim í hádeginu og lagðir þig á gólfið með púðann yfir höfuðið og við krakkarnir hoppuðum ofan á þér á meðan. Allt sem þú gerðir var gert af heilum hug, sama hvort það var vinnan eða annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Við byrjuðum snemma að vinna saman. Ég fékk fyrst að koma 14 ára gamall, þó að ekki væri mikið gagn að stráknum. Þvílík þolinmæði sem þú hafðir, aldrei heyrðist styggðaryrði um frammistöðuna. Það lærði ég líka af þér, að allir þurfa að læra að vinna, það er ekki meðfætt. Gefðu öllum tækifæri til að sanna sig og ekki dæma fólk fyr- irfram, það er eitthvað gott í öll- um. Þú kenndir mér líka að allt sem ég gerði ætti ég að gera vel, sama hvaða verk væri unnið, það myndi skila sér. Mæta á réttum tíma, ekki láta bíða eftir sér. Við náðum vel saman og gátum unnið heilan vinnudag án þess að segja mikið. Vissum hvað hinn var að hugsa og unnum okkar vinnu án allra málalenginga, svo gátum við spjallað saman á eftir. Margir komu til þín í bakaríið og fengu góð ráð hjá þér, það er mér minnisstætt. Allskonar fólk, all- ir fengu sömu góðlegu meðferð- ina hjá þér, það var ekki farið í manngreinarálit. Þess vegna báru margir virðingu fyrir þér sem persónu, það var hægt að treysta því sem þú sagðir. Þú varst ótrúlegur karl, af gamla skólanum en samt svo nú- tímalegur. Varst með þeim fyrstu til að eignast sjónvarp í Ólafsvík og tölvurnar komu sterkar inn. Commandor 64 kom fljótlega inn á heimilið og stóra segulbandið þar sem hlustað var á Kardimommubæ- inn og Dýrin í Hálsaskógi. Með bestu pennum sem um getur, góður sögumaður og leikari af Guðs náð. Svo var það auðvitað ljósmyndunin og allar slæds- myndasýningarnar. Þú varst alla tíð mikill félagsmálamaður og gafst þér tíma til þess að sinna Rótarý, skátunum og þeim verkum sem þér voru falin af bæjarfélaginu. Þakka þér fyrir að vera frá- bær pabbi, tengdapabbi, afi og langafi. Það var ómetanlegt fyr- ir krakkana að hafa afa og ömmu til að leita til og ekki síður fyrir okkur hjónin. Það stóð aldrei á því að redda hlutunum, þó svo að þú vildir aldrei láta neitt fyrir þér hafa. Þakka þér fyrir allar stund- irnar sem þú gafst okkur. Við söknum þín og mömmu, en ég veit að þú varst búinn að bíða eftir að fá að hitta hana aftur. Snúður saknar þín mikið og leit- ar eftir þér. Dýrin voru engin undantekning, þú hafðir gaman af þeim og varst mikill vinur þeirra. Nú er dagur að kveldi kom- inn, þú getur sofið áfram róleg- ur, engin vekjaraklukka lengur. Þinn sonur og fjölskylda, Jón Þór, Bjarney, Gígja, Janus og Hilma. Lúðvík Þórarinsson ✝ Guðrún Hjart-ardóttir fædd- ist í Knarrarhöfn í Hvammssveit, Dalasýslu, 5. októ- ber 1923. Hún and- aðist á hjartadeild Landspítalans 30. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Hjörtur Egils- son, f. 1884 að Köldukinn í Haukadal, d. 1958, bóndi í Knarrarhöfn, og Ingunn Ólafsdóttir, f. 1888 að Vatni í Haukadal, d. 1971. Systkini Guðrúnar eru: 1) Margrét, f. 1908, d. 1908. 2) Guðmundur, f. 1910, d. 1991. 3) Ólafía Katrín, f. 1915, d. 2010. 4) Magnea Kristín, f. 1916, d. 2007. 5) Egill, f. 1918, d. 2006, 6) Björn Daníel, f. 1919, d. 1992. 7) Sigurlaug, f. 1921, d. 1993. 8) Kristján Benedikt, f. 1926, d. 2010. 9) Katrín, f. 1927, d. 2013, og 10) Halla Jensína, f. 1930. Eiginmaður Guðrúnar var Sigurður Jónsson, f. 1914, d. 2006. Foreldrar hans voru Jón Óli Árnason bóndi í Köldukinn, f. 1874, d. 1954, og Lilja Þorvarð- ardóttir húsmóðir, f. 1872, d. 1944. Börn Sigurðar og Guðrúnar eru: 1) Árni, f. 1949, kvæntur Selmu Magnús- dóttur. 2) Hjörtur Egill, f. 1952. 3) Ingunn, f. 1954, gift Jóni Axel Brynleifssyni. Hún á þrjú börn a) Ósk- ar Þór, f. 1975, synir hans Sigurð- ur Karl og Hlynur Ingi, b) Sigrúnu Björk, f. 1987, börn hennar Ing- unn Edda og Stefán Logi, og c) Sigurð, f. 1979, d. 1990. 4) Jón Óli, f. 1965, kvæntur Kristínu Árnadóttur. Hann á þrjú börn, a) Sigurgeir Smára, f. 1987, synir hans Jón Orri og Arnar Smári, b) Sigurð, f. 1988, dóttir hans Malen Ýr, og c) Heiðrúnu Ósk, f. 1993. Guðrún ólst upp í Knarrar- höfn, sinnti í uppvextinum bú- störfum og ýmsum störfum ut- an heimilis, sótti nám í einn vetur í Héraðsskólanum í Reyk- holti og svo einnig í Hús- mæðraskólanum á Blönduósi. Hún hóf búskap í Köldukinn með Sigurði eiginmanni sínum, en þau gengu í hjónaband sum- arið 1954. Hin síðari ár hafði Guðrún búsetu í Reykjavík, í Hraunbæ 90. Útför Guðrúnar fer fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík í dag, 16. febrúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Í dag kveð ég tengdamóður mína sem ég var svo heppinn að kynnast. Það er margt hægt að segja um þessa konu sem hefur kvatt okkur. Ég dáðist að því hversu vel hún fylgdist með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu og var alltaf tilbúin að ræða heimsmálin og þó sérstaklega málefni bænda. Þeg- ar komið var til hennar í heim- sókn í Hraunbæinn sagði hún alltaf: Jón minn, helltu nú upp á kaffi og náðu í konfektkassann, hann er þarna í skápnum. Stundum þegar við komum til hennar sagði hún: Æ, viltu skipta um ljósaperu fyrir mig á gang- inum? Eða: Viltu laga húninn á svalahurðinni? þetta var nú meira en sjálfsagt að gera fyrir hana. Það var nú alltaf stutt í glettn- ina og hafði hún gaman af þegar verið var að grínast eitthvað. Er mér sagt að þegar hún og Sigurður bjuggu í Köldukinn hafi allir verið velkomnir og móttök- urnar hjá Guðrúnu hafi verið eins og á hóteli, dekkað borð af kræs- ingum svo lá við að borðið svign- aði undan. Sama er að segja um þegar komið var til hennar í Hraunbæ- inn, alltaf var einhverju góðgæti skellt á borð. Hún hafði gaman af að segja frá sínum yngri árum og rifja upp skemmtilegar sögur frá þeim tíma. Þó að heilsan hafi verið orðin léleg núna, sérstaklega seinasta ár, veit ég að þangað sem þú ferð nú áttu eftir að hlaupa um hinar grænu grundir og verður vel tek- ið á móti þér. Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt – dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra um síðir Edensblundur. (Jakob Jóhannesson Smári.) Hinsta kveðja Jón Axel. Í dag kveð ég Guðrúnu tengdamóður mína. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir 18 árum þegar ég kynntist yngsta syni þeirra Guðrúnar og Sigurðar, Jóni Óla. Var mér mjög vel tekið og mynd- aðist strengur á milli okkar Guð- rúnar sem einkenndist af hlýju og vinsemd. Hún var sterk kona, hafði skoðanir á hlutunum og stóð á sínu og fylgdist vel með öllu. Þegar ég kom í heimsókn ræddum við oft um gamla tíma og oft sagði hún mér sögur af sér þegar hún var ung skólastúlka í Reykholti í Borgarfirði, Hús- mæðraskólanum á Blönduósi og þegar hún kynntist Sigurði manni sínum og gerðist húsfreyja í Köldukinn, en þar bjuggu þau Sigurður og ólu upp sín fjögur börn. Gaman var að hlusta á Guð- rúnu segja frá en stutt var í húm- or og brosið svo kom oft blik í augun á henni þegar hún minnt- ist á gömlu dagana. Hún hafði mikinn áhuga á matargerð, upp- skriftum, handvinnu, en ófá handavinnuverkin liggja eftir hana á heimili hennar í Hraun- bænum. Þegar árin færðust yfir höfðu þau hjónin vetursetu í Reykjavík þar svo alveg þegar þau hættu búskap, en sveitin togaði í þau á sumrin og dvöldu þau oft þá í Köldukinn meðan þau gátu sjálf keyrt. Sigurður lést árið 2006 og eftir það dvaldi Guðrún í Hraunbæn- um og hélt sitt heimili en hún hafði orð á því að elliheimili væri bara fyrir gamalt fólk og hún gæti eins hvílt sig heima og þar. Með góðri hjálp og aðstoð síðustu ár var það henni mögulegt og höfðu sumir í fjölskyldunni hlut- verk, til dæmis að kaupa í mat- inn, fara í fiskbúð að kaupa harð- fisk og súran hval og aðrar sendiferðir. Ég hafði það hlut- verk að fara í fatabúðir ef þurfti. Það gladdi hana alltaf mikið að fá fjölskylduna í heimsókn, börn- in sín og barnabörnin og nýverið eignaðist hún þriðja barnabarna- barnið. Nú er vegferð þinni lokið, ég óska þess að þú sért komin á góð- an stað með Sigurði þínum og öðru skyldfólki sem hefur vakað yfir þér og við sem eftir sitjum munum halda minningu þinni á lofti. Ég kveð þig með þakklæti, kærleika og hlýju og minnist bliksins í augum þínum. Þín tengdadóttir Kristín Árnadóttir. Guðrún Hjartardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.