Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 38

Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2.. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Þýski ljósmyndarinn Candida Höfer hlýtur í ár heið- ursviðurkenningu Sony World Photography Awards fyrir framúrskarandi framlag til ljósmyndamiðilsins. Viðurkenningin verður afhent í Somerset House í London í apríl þegar hin viðamikla og árlega verð- launasýning á ljósmyndum sem kennd er við Sony, verður opnuð, en á henni verða yfir 600 ljósmyndir teknar af fólki víða um lönd. Þá verður jafnframt opn- uð sýning á úrvali verka eftir Höfer. Meðal fyrri handhafa heiðursviðurkenningarinnar má nefna ljósmyndarana Mary Ellen Mark, Eve Arnold, Bruce Davidson, Elliott Erwitt og Martin Parr. Hin þýska Candida Höfer, sem er fædd árið 1944, er í framvarðasveit samtímaljósmyndara sem hafa notað miðilinn til að skapa verk sem einkum hafa birst í söfn- um, sýningarsölum og bókverkum. Hún var í hópi nem- enda hinna kunnu listamanna og kennara Bernd og Hilla Becker, við Listaháskólann í Düsseldorf, sem margir hafa orðið heimskunnir fyrir ljósmyndaverk sín en auk Höfer má nefna þá Andreas Gursky, Thomas Struth, Thomas Ruff og Axel Hütte. Höfer er þekkt fyrir nákvæm vinnubrögð og meist- araleg tök á tækninni en í verkum sínum skráir hún einkum með stórum blaðfilmumyndavélum og milli- formatsvélum stofnanir þar sem menningararfleifð manna er varðveitt og þá ekki síst bókasöfn. Verk hennar hafa verið sýnd í mörgum helstu listasöfnum jarðar og eru í eigu safna víða. Höfer ljósmyndari heiðruð © Candida Höfer/ VG Bild-Kunst Framúrskarandi Eitt verka Candida Höfer úr bókasöfn- um: Trinity College Library, Dublin, I – 2004. Af óviðráðanlegum orsökum hefur þurft að færa tónleika ensku popp- stjörnunnar Jessie J. í Laugardals- höll á nýja dagsetningu, 6. júní í stað 18. apríl. Miðar sem þegar hafa verið seldir á tónleikana gilda þó að um nýja dagsetningu sé að ræða. Jessie J. hefur áður haldið tón- leika hér á landi, í Laugardalshöll í september árið 2015 og gerðu gest- ir góðan róm að þeim. Tónleikar Jessie J. færðir til 6. júní Kraftmikil Jessie J. á tónleikum sem hún hélt í Laugardalshöll árið 2015. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Leikreglur, Règle du Jeu, er heiti sýningar á verkum finnska ljós- myndarans Elinu Brotherus sem verður opnuð í Listasafni Íslands í kvöld, föstudag, kl. 20. Á sýningunni eru ný ljósmynda- og vídeóverk, unnin 2016 til 17, og er hún liður í Ljósmyndahátíð Íslands 2018. Elina Brotherus (f. 1972) er einn þekktasti og áhrifamesti myndlist- armaður Norðurlanda í dag sem vinnur með ljósmyndamiðilinn en allt frá upphafi ferilsins hefur hún einkum unnið með sjálfsmyndir og landslagsmyndir, og oft sameinað hvoru tveggja með allrahanda vís- unum í listasöguna. Í verkum Brot- herus má skynja sterka nálægð hennar sjálfrar en hún kemur fyrir í öllum verkum sýningarinnar, ber- skjölduð og hispurslaus. Þessi nýju verk byggjast á marg- laga frásögnum þar sem sveiflast er milli kímni og trega. Mörg þeirra byggjast á leikreglum sem listakon- an setti sér og fer eftir innan ramma myndavélarinnar sem, eins og segir í tilkynningu um sýninguna, er í senn leikfélagi hennar og sálarspegill. Segja má að verk Elinu Brotherus hafi slegið í gegn meðan hún var enn í listaháskóla og var hún farin að sýna á alþjóðlegum vettvangi fyrir aldamótin, sem hluti af hópi finnskra ljósmyndara sem vinna innan mynd- listarheimsins og kallast Helsinki skólinn. Brotherus hefur markvisst notað ljósmyndamiðilinn, og seinna einnig vídeó, til að endurspegla til- finningalífið og kanna persónulegar en jafnframt sammannlegar upplif- anir, sjálfsmyndina, tímahugtakið, nærveru og fjarveru ástarinnar. Verk Brotherus hafa verið sýnd í mörgum þekktum söfnum, svo sem í Centre Pompidou í París, Neue Berliner Kunstverein í Berlín, Þjóðarlistasafni Finnlands og Loui- siana-listasafninu í Danmörku. Verk hennar hafa í tvígang verið sýnd hér á landi, í i8 Galleríi árið 2000 og á samsýningu í Gerðarsafni í Kópa- vogi árið 2006. Þá hefur hún unnið verk hér á landi sem birst hafa á sýningum hennar og í bókum. Viss melankólía Sýningarstjórinn Birta Guðjóns- dóttir segir mörg verkanna unnin út frá fyrirmælum sem Brotherus gaf sjálfri sér og þá hafi þorri þeirra verið frumsýndur á viðamikilli sýn- ingu hennar í Pompidou-safninu í fyrra, í kjölfar þess að hún vann virt verðlaun safnsins, „Carte blanche PMU 2017“. Í þeim vísar hún til að mynda til leikja barna nema hér eru það tvær konur sem taka þátt í þeim, Brotherus sjálf og kunnur finnskur dansari, Vera Nevanlinna, og leik- irnir vísa til verka annarra lista- manna, eins og Johns Baldessari og Johns Cage. „Verkin eru úr þremur seríum,“ segir Birta sem valdi þau og stillir upp í sal Listasafnsins. „Í samráði við Elinu kusum við að sýna aðeins ný verk. Elina er sjálf í öllum römm- um þessarar sýningar, sem er ekki yfirlitssýning á neinn hátt en gefur samt góða sýn á það hvernig hún hugsar sig sem módel og á í samtali við önnur myndverk, og jafnframt sín eigin eldri verk.“ Þeir sem þekkja til listasögunnar sjá að í nánast öllum verkunum er vísað á einhvern hátt til annarra verka og listamanna en sýningar- gestir þurfa samt á engan hátt að þekkja til þess til að njóta einlægrar og tærrar nálgunarinnar í verkum Brotherus. „Þetta eru marglaga verk en í öllum er viss melankólía, sem hún hefur orðið þekkt fyrir. Með þessum fyrirmælaverkum má samt líka greina leið fyrir hana til að stíga frá vissum persónulegum að- stæðum sem hún var að vinna úr og það er meiri leikur í þessum en mörgum fyrri verkum hennar,“ seg- ir Birta. Hún mun á sunnudag kl. 14 leiða gesti um sýninguna. Birt með leyfi Elina Brotherus og gb agency, París Sjálfsmyndir Eitt verka Elinu Brotherus sem er til vinstri: Orange Event, frá 2017. Úr myndröðinni Leikreglur. Sjálfsmyndir Brotherus  Sýning á ljósmynda- og vídeóverkum eftir hina þekktu finnsku listakonu Elinu Brotherus opnuð í Listasafni Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.