Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 ✝ Kristín ErlaÞórólfsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1947. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. febr- úar 2018. Foreldrar Krist- ínar voru Þórólfur Freyr Guðjónsson, f. 8.6. 1921, d. 23.5. 1994, og Regína Magdalena Erlingsdóttir, f. 30.10. 1923, d. 20.1. 2018. Systk- ini Kristínar eru Sverrir, f. 12.5. 1942, kvæntur Laufeyju Krist- jónsdóttur. Guðrún Gyða, f. 1.10. 1944, gift Lofti Bjarnasyni. Guðlaug, f. 21.12. 1950, gift Sigfúsi Bl. R. Cassata. Auður, f. 20.5. 1958, gift Inga Steini tensen. Dætur þeirra eru Silja Kristín, f. 15.6. 2006, Júlía Helga, f. 3.3. 2010, og Selma Dögg, f. 25.3. 2014. 3) Hlynur, framkvæmdastjóri, f. 25.9. 1980, eiginkona hans er Sigríður Rún Siggeirsdóttir. Börn þeirra eru Matthías Heiðar, f. 4.4. 2013, Kristófer Elmar, f. 16.11. 2014, og Henrik Unnar, f. 30.1. 2017. Kristín var ung að árum þeg- ar hún lauk sjúkraliðanámi frá Sjúkraliðaskóla Íslands. Hún út- skrifaðist síðar sem fatahönn- uður frá Columbine Inter- national Mode og Design Skole í Kaupmannahöfn. Kristín lauk einnig námi í kjóla- og klæð- skurði frá Tækniskóla Íslands. Listir og hönnun voru henni hugleikin og sótti Kristín fjöl- mörg námskeið í olíumálun og módelteikningu auk þess að vera virkur kórsöngvari í Létt- sveit Reykjavíkur til fjölda ára. Útför Kristínar fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 16. febr- úar 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Gunnarssyni. Eiginmaður Kristínar er Gylfi Magnús Guðmunds- son, húsasmíða- meistari og verk- menntakennari, f. 1.3. 1947. Börn þeirra eru: 1) Freyr, viðskipta- fræðingur, f. 10.10. 1969, unnusta hans er Íris Eiríksdóttir. Dætur Freys eru Kassandra Líf, f. 30.11. 1991, Kría, f. 5.4. 2000, og Ellý, f. 10.5. 2007. Sambýlis- maður Kassöndru er Gunnar Geir, börn þeirra eru Alba Mist, f. 3.4. 2013, og Dalía Von, f. 23.10. 2014. 2) Sandra Sif, lækn- ir, f. 31.1. 1976, eiginmaður hennar er Halldór Bjarki Chris- Lífið er fallvalt, það kemur stöðugt á óvart og auðmýkir með atburðum og áföllum sem mann órar ekki fyrir að þurfa að upp- lifa, þá og þegar. Elskuleg mamma mín varð sjötíu ára í sumar, heilbrigð og lífsglöð. Lí- kega er ómögulegt að elska neinn með álíka tilfinningum og mömmu sína. Hún er alltaf mín einstaka stoð og stytta. Elsku mamma átti stóra drauma, hætti að vinna 1. júlí í sumar og ætlaði heldur betur að fara að lifa lífinu sem hún taldi sig eiga framundan. Hún ætlaði að ferðast um heim- inn og rækta upphafið að ferli sín- um í myndlistinni. Hún var að undirbúa einkasýningu á frum- legum málverkum sem hún stefndi að því að sýna nú á vor- mánuðum. Frá því ég man eftir mér var mamma alltaf á fullu að mála, hanna, gera og græja. Stöð- ugt að mennta sig og á námskeið- um að rækta listræna hæfileika sína sem hún var þó svo feimin við að opinbera. Hún var einstakur listamaður í fjölbreyttum skiln- ingi þessa orðs. Málaði olíumál- verk, hannaði og saumaði fatnað, söng eins og engill og spilaði á pí- anóið sitt alla mína æsku. Foreldrar mínir voru búnir að skipuleggja þriggja vikna ferða- lag um Ameríku og Kanada í haust. Nýtt upphaf og tímamót hjá elsku mömmu sem var hætt að vinna og horfði áratugi til framtíðar. Fáeinum dögum fyrir ferðlagið fann hún fyrir doða í kinn, ákvað að láta rannsaka sig og frestaði ferðalaginu. Fimm mánuðum síðar er elsku mamma dáinn. Stuttri baráttu við ólæknandi heilaæxli er nú lokið. Þjáningin og sorg mömmu var okkur öllum afar þungbær. Móðuramma mín lést fyrir tveimur vikum, 94 ára, og maður gerði alltaf ráð fyrir því að mamma yrði langlíf eins og amma. Þær voru nánar og það er óraunverulegt að þessar yndis- legu mæðgur kveðji okkur nú á sama tíma. Stoðirnar í lífi mínu frá fyrsta degi. Uppalinn hjá þeim báðum svo uppörvandi og traustar bæði mamma og amma alla tíð. Mamma var jafningi í anda og mikilvægasta manneskj- an í daglegu lífi mínu. Alveg sama hversu gamall maður er, þá er mamma upphafið og endirinn á öllu. Hún var kletturinn sem ég gat alltaf treyst á þó við værum ekki endilega alltaf sammála. Mamma átti stóra drauma sem hún var ekki alveg fær um að láta rætast. Draumana sína upplifði hún hinsvegar og framkallaði með sínum hætti í gegnum börnin sín og barnabörn. Hún hafði mikil áhrif á okkur afkomendur sína og var óendanlega stolt af okkur öll- um. Stappaði stöðugt í okkur stál- inu og sannfærði um að okkur væru allir vegir færir. Mamma var best í heimi, svo mögnuð kona sem ég elska enda- laust og var ekki tilbúinn að kveðja. Söknuðurinn er sársauka- fullur. Enginn hefur reynst okkur betur en elsku mamma. Hún mun lifa að eilífu í hjarta mínu, barna minna og barnabarna. Þetta hafa verið erfiðir fimm mánuðir. Ég er óendanlega þakklátur framúrskarandi fagfólki, bæði á krabbameins- og líknardeild Landspítalans, sem hefur hjúkrað mömmu af aðdáunarverðri alúð. Freyr. Nú þegar ég kveð elskulega tengdamóður mína er mér fyrst og fremst í huga þakklæti fyrir vináttu hennar og kærleika. Ham- ingjan var mikil þegar í stelpuhóp- inn ykkar fæddist loksins lítill prins og síðan á stuttum tíma áttu þeir eftir að verða þrír, Matthías, Kristófer og litli Henrik. Það sem þú, Kristín, varst stolt af strákun- um þínum, þú vildir þeim alltat allt það besta. Eftir að þú veiktist fórstu með strákana í myndatöku svo að þeir ættu mynd af sér með ömmu Kristínu þegar fram liðu stundir. Þetta er algjörlega ómet- anlegt fyrir þá og okkur. Takk fyrir þann stutta tíma sem við fengum saman, hann var leið alltof fljótt. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Elsku hjartans Hlynur minn, Gylfi, Freyr, Sandra Sif og fjöl- skyldur. Eftir situr stórt skarð, megi minningarnar ylja okkur um ókomna tíð. Missir okkar er mikill. Þín tengdadóttir, Sigríður Rún Siggeirsdóttir. Því verður aldrei lýst með orð- um hversu góð hún amma mín var og hversu vel hún hefur reynst mér. Ég fann svo mikið hvað hún elskaði mig og ég elskaði hana líka af öllu hjarta. Frá minni fyrstu tíð var hún mér svo mikilvæg, færði mér einstaka ást og hlýju. Ég hef átt svo fallegar stundir frá því að ég man eftir mér með ömmu minni þar sem við spjölluðum, saumuðum, teiknuðum, máluðum eða sungum saman. Borðuðum síðan spagettí-réttinn hennar sem var engum líkur og ég sakna strax, eins og ég mun sakna henn- ar alla mína ævi. Eins ung og ég er í dag mun ég samt sem áður aldrei gleyma elsku ömmu og okkar mörgu, einstöku stundum saman. Amma verður alltaf ljósið í lífinu mínu. Hún mun alltaf verða í hjarta mínu, elsku besta amma mín í öllum heiminum. Ellý Freysdóttir. Ég get ekki trúað því að ég eigi ekki eftir að hitta Kristínu ömmu mína aftur. Hvernig getur svona eiginlega gerst? Hún sem var svo ung, hress og full af lífi þegar ég flutti til Danmerkur fyrir einu og hálfu ári. Ég naut þeirra forrétt- inda að vera fyrsta barnabarnið og hún og afi dekruðu mig út í eitt af sinni alkunnu snilld. Ég á svo ótrúlega margar fallegar minn- ingar um heimsóknirnar mínar til ömmu og afa. Minningarnar eru m.a. um að fara í bað og þegar ég hefði fengið nóg að því að vera í baði var amma alltaf með nýþveg- in kósíföt og búin að elda eitthvað gott sem ég hafði pantað í matinn, yfirleitt kjötbollur. Amma hafði alltaf nægan tíma fyrir mig. Í nokkur ár sótti hún mig úr Ár- bænum í Hafnarfjörð tvisvar í viku og skutlaði mér í kór í Lang- holtskirkju. Beið svo meðan á kóræfingunni stóð og skutlaði mér svo aftur heim í fjörðinn. Amma hafði alltaf óbilandi trú á mér og á mínum erfiðustu stund- um, þegar ég hafði ekki trú á sjálfri mér eða veikindi steðjuðu að, þá stappaði hún í mig stálinu. Ég er svo ótrúlega heppin að hafa erft svo margt frá henni og það sem ég erfði ekki frá henni kenndi hún mér. Við áttum ótal stundir þar sem við vorum að skapa eitthvað saman, teikna, sauma eða mála. Amma var alltaf að hanna og sauma föt á mig og ég gleymi því aldrei þegar hún kom við í skólanum hjá mér til að láta mig máta, já hún var stund- um dálítið áköf og átti erfitt með að bíða eftir að ég kæmi næst í heimsókn. En í þessari heimsókn þá héldu nokkrir af bekkjarfélög- um mínum að þetta væri mamma mín, henni leiddist það nú ekki. Hún var alltaf svo fersk og ung- leg. Ég hef alltaf verið svo ótrú- lega stolt af því að eiga svona góða, flotta, fallega, skemmtilega og hæfileikaríka ömmu. Eftir að ég eignaðist dætur mínar þá bjuggum við á neðri hæðinni í húsinu hjá henni og afa í Eyktarásnum. Það er afar dýr- mætt í dag að hugsa til þess að dætur mínar fengu að kynnast langömmu sinni og ég veit að þeirra upplifun af heimsóknum til hennar voru eins og mínar. Oftar en ekki var farið í bað og svo ein- hver uppáhaldsmatur tilbúinn þegar komið var upp úr. Elsku amma mín, ég á svo ótrú- lega erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Sakna þín svo óendanlega mikið! Mun alltaf vera endalaust þakklát fyrir að hafa átt þig, elsku besta amma, og allt sem þú gerðir fyrir mig og dætur mín- ar. Elsku amma mín, þú verður alltaf engillinn minn. Kassandra Líf Freysdóttir. Engin orð geta lýst hversu mik- ið mér þótti vænt um hana ömmu mína sem hefur alltaf reynst mér svo vel. Hún var besta amma í heiminum og alltaf til staðar. Eng- inn hefur verið eins góður við mig og elsku amma mín. Þegar allt var vonlaust þá vissi ég alltaf að ég gæti leitað til ömmu. Ég gat sagt henni hvað sem var og hún gerði alltaf allt sitt besta til að láta mér líða vel og líða betur. Svo ótrúlega falleg og góðhjörtuð kona. Amma var alltaf mín besta og traustasta vinkona. Ég er óendanlega þakk- lát fyrir hana því hún var yndis- legasta manneskjan í lífi mínu og ég mun sakna hennar sárt. Hún kenndi mér svo margt og elsku besta amma mín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Kría Freysdóttir. Kristín bar til gæfu að lifa inni- haldsríku lífi, þó að endinn hafi borið að með þungbærum hætti. Kristín var áræðin og hafði hugrekki til að eltast við drauma sína. Hún dvaldi sem ung kona í Danmörku sem hún hafði mikið dálæti á, hún byggði með Gylfa draumahúsið þeirra, hún settist aftur á skólabekk með stálpuð börn til að læra fatahönnun og síð- ar fór hún í klæðskeranám, hún ræktaði áhugamálin sín, myndlist og söng. Kristín var umhyggjusöm og kærleiksrík. Hún sinnti börnum sínum, barnabörnum og lang- ömmubörnum af hlýju og natni. Hún var lánsöm með börnin sín, það var svo einlægt og fallegt hvað henni fannst mikið til þeirra koma. Samband hennar og Gylfa ein- kenndist af gagnkvæmri aðdáun og kærleik. Þegar ég var barn og heimsótti hana umvafði hún mig móðurlegri hlýju. Fyrir það er ég þakklát. Ég votta Gylfa, Frey, Söndru Sif, Hlyni, mökum þeirra, börnum og barnabörnum mína samúð. Missir ykkar er mikill. Chien Tai. Hún Kristín vinkona er fallin frá, eftir stutta og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Við Kristín erum búnar að vera vinkonur í rúm 50 ár. Ég kynntist henni þegar við unnum á sama barnaheimili 1966. Síðan fórum við saman í sjúkraliðanám. Við náðum strax vel saman eins ólíkar og við vorum og höfum haldið góðu sambandi í öll þessi ár bæði þegar við vorum að ala börn- in okkar upp og svo þegar við vor- um orðnar frjálsari þá fundum við tíma til að gera eitthvað skemmti- legt. Fórum út að borða eða á kaffihús. Þar áttum við okkar tíma saman, sem er gott að eiga í minningunni þegar þú ert farin elsku vinkona. Mikið á ég eftir að sakna þín. Lífið er ekki alltaf réttlátt. Að taka svona flotta og hæfi- leikaríka konu frá okkur er erfitt að sætta sig við. Kristín var mörgum hæfileik- um gædd. Hún málaði og var góð í því, hún var klæðskeri og fata- hönnuður að mennt og saumaði brúðarkjóla sem hún lagði áherslu á í hönnunarnáminu, hún var snillingur í því. Ég þakka fyrir þennan tíma sem við áttum saman, elsku vin- kona. Minningin um þig lifir í hjarta mínu. Rakel. „Bilið er mjótt milli blíðu og éls.“ Þessar línur komu upp í huga minn eftir að þú kvaddir, elsku Kristín. Blindbylur, úfinn sjór og öskrandi vindur voru í algjörri andstæðu við fegurðina og friðinn sem umvafði þig en samt svo við- eigandi, veðrið var birtingamynd þeirra tilfinninga sem bærðust innra með okkur sem elskum þig. Það haustaði snemma í lifi Kristínar og fjölskyldu síðasta sumar. Það er sagt að hver hafi sitt göngulag í erfiðleikum og sorg, það er satt og var einstakt að fylgjast með hvernig göngulag hvers og eins sameinaðist í kær- leika, samheldni og styrk í veik- indum Kristínar. Þessi hógværa brosmilda kona með hlýja faðm- inn undirbjó jarðveginn og sáði fræjum á þeim stutta tíma sem hún hafði frá því að hún veiktist. Það voru forréttindi að fá að kynnast Kristínu og verða hluti af lífi hennar. Kristín gegndi svo mikilvægu hlutverki í lífi margra, hún lagði ríka áherslu á að allir væru jafnir og að okkur bæri að hafa kærleikann að leiðarljósi. Fegurð lífsins er áþreifanleg- ust í sársaukanum og tilgangur alls aldrei eins skýr og þegar sorgin umvefur allt og alla. Elsku Gylfi, Freyr, Sandra Sif, Hlynur og aðrir aðstandendur. Megi minningin um elsku Krist- ínu vera ykkur styrkur og ljós. Guð geymi þig fallega vinkona, Íris. Fráfall Kristínar Þórólfsdótt- ur, föðursystur minnar, var ótímabært en minnir okkur sem eftir lifum á að tíminn er af skorn- um skammti og að öllu er afmörk- uð stund. Kristín var mikil og góð hand- verkskona, fatahönnuður og lista- góður klæðskeri. Klæði og skæri léku í höndum hennar og sér- hverjum þræði var vel valin leið sem lá að listaverki. Hún lagði hug, hjarta og hönd í sérhvert verk sem hún tók sér fyrir hendur og þau bera þess fögur merki. Kristín og Gylfi reistu sér hús og heimili frá grunni við Eyktarás í efri byggð Reykjavíkur. Heimili þeirra bar smekkvísi þeirra fag- urt vitni. Þar var öllum tekið vel og skjól veitt þeim sem þangað leituðu. Gæfudísirnar vöktu yfir hjóna- bandi Kristínar og Gylfa og það reyndist farsælt og gjöfult. Börn þeirra og afkomendur allir voru Kristínu til mikillar gleði. Er nú skarð fyrir skildi. Kristín var mér ávallt elskuleg og aldrei bar skugga á hlýhug hennar og tryggð. Ég og fjölskylda mín sendum þeim sem næst henni standa dýpstu samúðarkveðjur. Sólrún Sverrisdóttir. Kristín Erla Þórólfsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku stóra systir mín, þú ert alltaf í huga mínum. Þú ert hetja sem ég dáist að. Fallega glaðværa systir með stærsta brosið sem á eftir að ylja okkur þegar við minnumst þín. Ég elska þig svo mikið. Ég horfi í gegnum gluggann, á grafhljóðri vetrarnóttu, og leit eina litla stjörnu, þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. (Magnús Ásgeirsson.) Guðlaug Þórólfsdóttir. Útfararþjónusta Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR GUNNARSDÓTTIR, Grundargerði 3d, Akureyri, lést að dvalarheimilinu Hlíð 12. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. febrúar klukkan 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Öldrunarheimili Akureyrar. Sigurbjörn Hallsson Ane Thomsen Margrét Hallsdóttir Kristinn Einarsson Gunnar Hallsson Friðrik Haukur Hallsson Þórarinn Óli Hallsson Karin Rova Hallur Heiðar Hallsson Hlynur Hallsson Kristín Þóra Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆMUNDUR HAFSTEINN JÓHANNESSON, Sóltúni 25, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 12. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. G. Magnea Magnúsdóttir Magnús Orri Sæmundsson Guðrún Gísladóttir Jóhanna F. Sæmundsdóttir Katla Magnea, Stígur og Flóki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.