Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 39

Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég er svolítið litaglöð – þetta er glaðlegri sýning en sú sem ég var með í Kling & Bang í fyrra og kallaði Valbrá,“ segir Hulda Vilhjálms- dóttir myndlistarkona þar sem hún er að stilla upp nýjum málverkum í Listamenn gallerí á Skúlagötu 32. Sýning hennar, Gjöfin, verður opnuð þar á morgun, laugardag, klukkan 17. Á þessari litaglöðu sýningu ber mikið á málverkum af konum en á hinni sem Hulda nefndi, Valbrá, voru abstraktverk áberandi. Sú var einmitt tilnefnd nú í vikunni til hinna nýstofnuðu Íslensku myndlistar- verðlauna, og skiljanlega gladdi það Huldu. „Ég hef áður sett upp nokkrar ab- straktsýningar, þær eru orðnar þrjár, þá fer ég frá þessum fígúrum sem eru áberandi hér,“ segir hún. „En þarna er nú eitt abstrakt- málverk, það er gaman að stilla þeim hér með hinum. Svo sýni ég þessa skúlptúra líka.“ Hún beygir sig nið- ur og tekur upp einn þeirra, brennd- an hnykillaga leirskúlptúr sem er glerjaður að hluta. „Ég hef líka unn- ið skúlptúra frá 2008 en hef ekki sýnt þá mikið. Ég hef gripið í þá með málverkinu. Þessir voru úti í garði hjá mér í eitt ár, þar sem þeir brotn- uðu og ég límdi þá saman.“ – Átti náttúran að níðast á þeim? „Já, hún mátti gera það, verkin máttu alveg brotna. Það er langt ferli bak við þessa skúlptúra.“ – Þú ert taksverður axjón-lista- maður. Það er hraði og snerpa í verkunum. „Það er axjón en tíminn vinur líka með þeim,“ svarar hún og brosir. Tekur svo upp málverk af hestum eftir Stefán V. Jónsson – Stórval sem er þarna í galleríinu og hengir við hlið stórs verks eftir sig af konu. „Er þetta ekki flott saman?“ spyr hún og hlær. „Við Stórval saman. Ég er akademískur listamaður en með einfaldan og einlægan stíl, kannski ekkert ósvipuð naívistum með það. Stórval hafði mikil áhrif á mig, lit- irnir og ýmislegt í nálguninni.“ Við ræðum að það sé mikið tilfinn- ingaflæði í málverkunum. „Ég nota grófa málningu, þykka olíuliti, og stóra pensla – og mála oft gróft og vinn stór form og línur. Kannski eins og Gunnlaugur Scheving að ein- hverju leyti. En ég er kona og verkin mín fjalla mikið um konur. Og ab- straktverkin mín eru líka kvenleg, með mjúk form og hreyfingar. Myndirnar mínar byggjast oft upp á axjón og mýkt,“ segir Hulda. „Þetta er unglingur,“ segir hún og bendir á eitt verkið, „og þar reyni ég að túlka unga konu. Þarna er hins vegar þroskuð kona, ég túlka konur á öllum aldri.“ Og hún segist sjá ákveðnar konur fyrir sér þegar hún málar. „Dóttir mín er oft fyrirmynd og vinkonur mínar … svo hefur móðir mín haft mikil áhrif á mig.“ Áhugasamur listunnandi snarast nú inn í salinn og fær að líta á mál- verkin; ekki líður á löngu þar til hann er búinn að tryggja sér eitt þeirra. Hulda segist þá hafa málað öll verkin á sýningunni á síðasta ári sem var vissulega skrýtið en hún greindist þá með krabbamein og hefur verið í meðferð vegna þess. „Ég ætlaði að vera með þessa sýn- ingu hér í nóvember en hún frest- aðist vegna þess að ég fór í upp- skurð. Ég ætlaði að fresta henni aftur en var þá ráðlagt af sérfræð- ingum að halda áfram að vinna, halda áfram með lífið. Ég er slöpp og hress til skiptis en er að vatnslita, teikna og vinna hugmyndavinnu. Ég er mjög spennt að fara að mála meira aftur. Ég hef starfað við að mála í 18 ár og það er mín ástríða – það er ekkert sem stoppar mig þar.“ Og Hulda er glöð yfir tilnefning- unni til myndlistarverðlaunanna. „Hún kom mér á óvart. Málverkið hefur ekki verið alveg á hæsta stalli upp á síðkastið – tilnefningin var heiður fyrir málverkið.“ – Og fyrir þig líka! „Já, auðvitað! Þetta er mjög já- kvætt – og þessi verðlaun eru góð fyrir myndlistarlífið, vekja áhuga á því. Ég er mjög þakklát fyrir að vera í þessum fjögurra manna hóp.“ „Ekkert sem stoppar“  Hulda Vilhjálmsdóttir opnar á morgun sýningu í Lista- menn gallerí á nýjum málverkum og leirskúlptúrum Morgunblaðið/Einar Falur Litaglöð „Verkin mín fjalla mikið um konur … Myndirnar mínar byggjast oft upp á axjón og mýkt,“ segir Hulda. Hún er hér við verk á sýningunni. Leikritið Ukiumi Ulloriaq, í ís- lenskri þýðingu Vetrarstjarnan, verður frumsýnt í Nuuk á Græn- landi í kvöld en leikstjóri sýning- arinnar er Ívar Örn Sverrisson. Nuuk-búinn Naleraq Eugenius stendur að sýningunni og setti saman hóp listamanna frá Græn- landi, Íslandi og Danmörku, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ív- ari. Verkið er nýtt og eftir ungan, grænlenskan rithöfund, Maasi Chemnitz, sem er aðeins 24 ára og er það jafnframt hans fyrsta sviðs- verk. Ívar segir verkið fjalla í stórum dráttum um sögu Ukiumi Ulloriaq sem hafi tekist að lifa af hrikalegar hamfarir og sé mögulega síðasti maðurinn á jörðinni. Fylgst sé með því hvernig hann lifi af í harkalegu landslagi Grænlands og geri upp líf sitt. Verkið verður frumsýnt í menn- ingarhúsinu Katuaq í Nuuk og seg- ir Ívar að verkið verði sýnt víðar um Grænland og að þeir sem standi að því hafi í hyggju að kynna það á Norðurlöndum og víð- ar. Þá hafi grænlenska ríkissjón- varpið tryggt sér réttinn á því að taka hana upp og sýna á Græn- landi. Þrír grænlenskir leikarar leika í sýningunni, þeir Ujarneq Fleischer, Miké Thomsen og Nukaka Coster- Waldau og segir Ívar að mikið sé lagt upp úr því sjónræna og að hljóðheimurinn sé líka mikilvægur og skapaður af dönskum tónlistar- manni, Fredrik Eberhardt. Ívar segir að í sýningunni sé einnig lagt mikið upp úr líkamlegri tjáningu og hreyfingu sem hafi verið hans sér- grein hin síðustu ár. Ívar frumsýnir á Grænlandi Ljósmynd/Sam Egede Úr Vetrarstjörnunni Í verkinu Ukiumi Ulloriaq segir af manni sem er mögulega sá síðasti á jörðinni. Ívar Örn Sverrisson leikstýrir því. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Lau 17/2 kl. 20:00 126. s Fim 1/3 kl. 20:00 131. s Lau 10/3 kl. 20:00 136. s Sun 18/2 kl. 20:00 127. s Fös 2/3 kl. 20:00 132. s Sun 11/3 kl. 20:00 137. s Fös 23/2 kl. 20:00 128. s Lau 3/3 kl. 20:00 133. s Lau 17/3 kl. 20:00 138. s Lau 24/2 kl. 20:00 129. s Sun 4/3 kl. 20:00 134. s Sun 25/2 kl. 20:00 130. s Fös 9/3 kl. 20:00 135. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fös 16/2 kl. 20:00 16. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Lau 17/2 kl. 20:00 53. s Lau 24/2 kl. 20:00 55. s Lau 3/3 kl. 20:00 Lokas. Mið 21/2 kl. 20:00 54. s Fös 2/3 kl. 20:00 56. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Lóaboratoríum (Litla sviðið) Sun 18/2 kl. 20:00 9. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas. Í samvinnu við Sokkabandið. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 17. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Slá í gegn (Stóra sviðið) Mið 21/2 kl. 19:30 Fors Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 17.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 17/2 kl. 19:30 Síðustu Fös 16/3 kl. 19:30 Síðustu Síðustu sýningnar komnar í sölu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 18/2 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 16:00 Sun 11/3 kl. 16:00 Síðustu Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu Síðustu sýningnar komnar í sölu Faðirinn (Kassinn) Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn Þri 27/2 kl. 19:30 Auka Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 18/2 kl. 13:00 11.sýn Sun 25/2 kl. 13:00 12.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 16/2 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 22:30 Fim 8/3 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 20:00 Sun 25/2 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fim 1/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 22:30 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00 Fim 22/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30 Fös 23/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Lau 3/3 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Hvað er í bíó? mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.