Morgunblaðið - 16.02.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 16.02.2018, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 ✝ SvanfríðurIngunn Arn- kelsdóttir fæddist á Sviðningi í Skagahreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 10. október 1927. Hún lést á Borgarspítalanum í Fossvogi 6. febr- úar 2018. Foreldrar Svan- fríðar voru Þur- íður Sveinbjörg Eiríksdóttir og Arnkell Bjarnason. Systkini Svanfríðar samfeðra voru Sig- ríður, Arent, Garðar, Hólm- fríður Erla og Ingey, öll látin. Hinn 17. apríl 1954 giftist Svanfríður Arnóri Aðalsteini Guðlaugssyni, f. 5. ágúst 1912, Guðmundur Birkir. 3) Guð- björn Bjarni, f. 31. ágúst 1958, d. 11. febrúar 2015. Barna- börnin eru sjö, langömmu- börnin eru líka sjö og það átt- unda á leiðinni. Svanfríður fluttist ásamt móður sinni til Hafnarfjarðar 1947 og bjó þar í nokkur ár. Eftir að hún giftist 1953 bjó hún alla tíð í Kópavogi, fyrst á Digranesheiði 5, síðar í Blásöl- um 22 og undir lokin í Boða- þingi 22. Hún vann um árabil ýmis þjónustustörf m.a. á Elliheim- ilinu Grund, í Menntaskólanum í Kópavogi og víðar. Hún tók virkan þátt í starfi safnaðarfé- lags Digraneskirkju frá byrjun. Þegar aldurinn færðist yfir sneri hún sér að handavinnu og prjónaskap, auk þess að taka þátt í félagsstarfi aldraðra í Boðanum. Útförin fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 16. febrúar 2018, klukkan 15. d. 15. febrúar 2003. Foreldrar hans voru Guð- laugur Bjarni Guð- mundsson og Sigurlína Guð- mundsdóttir. Svanfríður og Arnór eignuðust þrjú börn; 1) Arn- ór Heiðar, f. 28. júlí 1954, maki Margrét Fjóla Jónsdóttir, börn þeirra Anna Monika og Arnór Már. Fyrir átti Arnór Heiðar Brynhildi og Hlyn Andra. 2) Þuríður Svein- björg, f. 19. júlí 1957, maki Gunnlaugur Gunnlaugsson. Börn Þuríðar eru Svanfríður Arna, Guðsteinn Fannar og Í dag kveð ég móður mína með miklum söknuði. Hún var ekki bara móðir, hún var líka besti og tryggasti vinur okkar barnanna sinna. Mamma var dæmigerð íslensk alþýðukona, hörkudugleg og ósérhlífin. Hún var sveitastelpa sem flutti norðan úr landi með móður sinni fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún fékk at- vinnu í Reykjavík, fann þar ást- ina sína og byggði upp litla fjöl- skyldu, sem hún hélt þétt utan um. Mamma var hógvær kona, hjartahrein og skynsöm. Hún var góður uppalandi og ég er forsjón- inni þakklátur fyrir að hafa átt hana að í gegnum lífið. Mamma og pabbi voru meðal frumbyggja í Kópavogi. Þau byrjuðu að byggja sér hús við Digranesveginn árið 1953 og fluttu inn 1954. Mamma bjó í Kópavogi í 65 ár. Henni fannst vænt um bæjarfélagið sitt og var stolt af því að vera Kópavogsbúi. Síðustu árin bjó hún í þjónustuí- búð í Boðaþingi. Hún var dugleg að sækja þar félagsstarf aldraðra sér til ánægju og afþreyingar. Svo greip hún í handavinnuna þegar heim var komið, enda hafði hún ávallt eitthvað skemmtilegt á prjónunum. Fjölskyldan var henni afar kær og það leið varla sá dagur að hún innti ekki frétta af barna- börnum og barnabarnabörnum. Hún vildi fylgjast vel með fram- gangi afkomenda sinna. Eftirfarandi ljóð Kristjáns Hreinssonar segir svo margt af því sem ég hefði viljað skrifa. Ég fékk góðfúslegt leyfi skáldsins til að nota það hér: Hjartans eldur hefur brunnið, horfið það sem áður var, lífsins starf svo lengi unnið með ljósi margan ávöxt bar. Þú sem gafst mér ást í æsku sem entist vel á lífsins braut, í faðmi þínum frið og gæsku fann ég leysa hverja þraut. Þú sem gegnum unglingsárin áhyggjurnar mínar barst, þú sem vildir þerra tárin, í þjáningu mitt skjól þú varst. Þú gafst mér alltaf gæsku þína svo glaðlegt bros þú sendir mér. Þín fagra birta fær að skína og fylgja börnum hvert sem er. Þig var best í heimi að hitta, þín hlýja ávallt styrkti mig. Þú sem varst mér stoð og stytta, ég stend í þakkarskuld við þig. Þú sem barst þinn harm í hljóði hræddist ekki dauðans mátt. Er falla tár, með fögru ljóði ég fæ að kveðja þig í sátt. Hjartans eldur hefur brunnið, horfið það sem áður var. Æviskeið á enda runnið eftir lifa minningar. (Kristján Hreinsson) Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund. Takk fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið. Minning- in um þig lifir. Guð geymi þig. Þinn sonur, Arnór Heiðar Arnórsson. Ástkær amma mín, nú er kom- ið að kveðjustund. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin því alla tíð hefur þú verið svo mikill klettur í fjölskyldunni okk- ar. Þegar ég hugsa til baka koma upp margar góðar minningar. Ég þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og fyrir að miðla til mín öllum lífs- gildunum sem ég lærði af þér. Amma var vel af Guði gerð og lagði aldrei illt orð til nokkurs manns. Hún vildi öllum vel. Skynsemi, hógværð og umhyggja eru orð sem lýsa henni ömmu vel. Amma var mikil sveitakona, enda fædd og uppalin í sveit. Hún hafði mikla unun af prjónaskap, mynd- mennt, matreiðslu og fjölskyldu- samkomum. Henni fannst fátt skemmtilegra en þegar fjölskyld- an kom saman. Gott samband innan fjölskyldunnar var mikil- vægt fyrir ömmu enda sagði hún gjarnan „ekkert sambandsleysi hjá okkur“. Í stofunni hjá ömmu voru hillurnar þéttskipaðar myndum af fjölskyldu og ættingj- um. Fyrstu minningarnar sem koma upp í hugann eru úr fjár- húsinu hjá ömmu og afa, sérstak- lega eftir sauðburðinn að sjá litlu lömbin. Heimilið hjá ömmu, afa og Bjössa var ævinlega gott að heimsækja. Þau voru samhent í gestrisninni og alltaf eitthvað gott að fá með kaffinu. Ég gleymi ekki þegar ég labbaði heim til þeirra eftir skóla. Amma tók allt- af á móti mér með sætabrauði eða einhverju heimabökuðu. Hún var ávallt málhress og áhugasöm um hagi sinna nánustu. Amma mín, ég á eftir að sakna þess að geta ekki komið til þín og spjallað við þig. Nærvera þín hafði svo róandi og góð áhrif á mig. Eftir að ég byrjaði í námi í Danmörku fékk ég alltaf góðar kveðjur frá þér. Ég veit að mamma og pabbi voru dugleg að segja þér hvernig mér gekk. Síð- ustu minningar mínar um þig eru frá því að ég kom heim í frí um jólin. Þú varst svo áhugasöm um að heyra um námið og framtíð- arplön mín. Það var svo mikil- vægt fyrir þig að vita að afkom- endur þínir væru á réttri braut í lífinu. Elsku amma mín, ég sakna þess að geta ekki faðmað þig einu sinni enn. Eftir erfið veikindi ertu farin og ég sakna þín mikið. Þú ert komin til afa Arnórs og Bjössa frænda. Ég veit þú verður fengin í mikilvæg verkefni á nýj- um stað og munt halda áfram að fylgjast vel með okkur. Minning- arnar um þig geymi ég í hjarta mínu að eilífu. Guð blessi þig, elsku amma mín. Þitt barnabarn, Arnór Már Arnórsson. Elsku mamma mín og besta vinkona, nú er komið að kveðju- stund hjá okkur. Ég er svo þakk- lát fyrir allan tímann sem við fengum saman en núna veit ég að þú ert komin í fangið á pabba og Bjössa bróður. Ég er svo þakklát fyrir væntumþykjuna og hlýjuna sem þú sýndir mér og minni fjöl- skyldu og sama hvað var í gangi var alltaf hægt að treysta á að þú værir til staðar fyrir okkur öll. Þú hugsaðir alltaf fyrst um að öðrum liði sem best og börnin mín voru svo heppin að hafa þig. Þótt landfræðilega hafi verið langt á milli okkar á stundum þá eru bæði samverustundirnar þegar ég kom suður og símtölin á kvöldin áður en ég fór að sofa nokkuð sem ég á eftir að sakna ótrúlega mikið og enginn sem getur komið þar í staðinn fyrir þig, elsku mamma mín. Hjartahlý og dugleg var hún mamma mín og að alast upp á Digranesveginum í örmum henn- ar eru forréttindi sem við systk- inin vorum svo heppin að fá að njóta. Mamma var svo fórnfús, alltaf jákvæð og tilbúin að gera allt fyrir okkur. Börnin mín fengu líka að njóta þessa og betra veganesti inn í lífið er vart hægt að hugsa sér og verður seint hægt að þakka að fullu alla þá ást sem þú sýndir fjölskyldu minni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku mamma mín, þakka þér fyrir samfylgdina í lífinu. Guð geymi þig. Þín dóttir Þuríður Sveinbjörg Arnórsdóttir. Elsku langamma. Ég er svo þakklát fyrir þessi 15 ár sem ég átti með þér og allar þessar ynd- islegu minningar sem ég á um okkur saman. Það var alltaf svo gott að koma til þín í heimsókn og maður gat spjallað um allt við þig. Ég dáðist alltaf að því hvað þú varst dugleg að prjóna og gera handavinnu. Ég á eftir að sakna þín mikið. Takk fyrir allt elsku langamma, ég elska þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín langömmustelpa Harpa Dagbjört. Elsku besta amma mín. Fyr- irmyndin okkar. Alltaf svo sterk og kvartaðir aldrei, ekki einu sinni. Takk fyrir að vera alltaf þú og vera ætíð til staðar. Þegar ég hugsa til æsku minnar finnst mér eins og þið afi hafið búið í sveit þó svo að þið hafið búið í Kópavog- inum. Með fjárbúskap í efri byggðum í Kópavogi og garður- inn við húsið ykkar á Digranes- heiðinni fullur af ævintýrum fyrir ungan strák. Mikill gróður, rifsberjarunnar og alltaf hægt að sækja sér eitthvað ferskt út í gróðurhús með þér. Ég á ekki orð til að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir allar góðu og einlægu stundirnar sem ég hef átt með þér í gegnum tíðina. Farðu í friði elsku amma. Guðmundur Birkir Jóhannsson. Elskuleg amma mín hefur fengið hvíldina eftir skammvin veikindi, 90 ára að aldri. Sökn- uðurinn er mikill en eftir sitja hugljúfar minningar um yndis- lega konu sem var mér svo kær. Amma Svana flutti ung kona frá Skagahreppi til Reykjavíkur. Ekki leið á löngu þar til hún kynntist afa Arnóri og saman byggðu þau sér fallegt hús í Kópavogi þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Börnin urðu þrjú og elstur þeirra er faðir minn, Arnór Heiðar. Amma bjó í Kópavogi alveg fram til dauða- dags. Uppvaxtarárin í sveitinni voru ömmu hugleikin, hún naut þess að rifja upp bernskuminningar og deila þeim með okkur unga fólkinu. Frásagnir hennar eru dýrmætar heimildir um gamla tímann. Þau amma og afi byggðu sér fjárhús og gerðust tóm- stundabændur í Kópavogi upp úr 1970. Því fylgdi mikil ánægja, ekki síst fyrir barnabörnin sem fengu þannig dálitla tilfinningu fyrir sveitalífinu. Það gleður mig að fjárhúsin og kindurnar stóðu á sama reit og ég hef nú komið fjöl- skyldu minni fyrir á nýju heimili. Ekki skemmir fyrir að útsýnið vísar upp í brekkuna þar sem amma og afi stofnuðu heimili sitt. Amma Svana var einstök kona, hún var ættmóðirin mikla sem hélt utan um og sameinaði fjöl- skyldu sína. Hún vissi ætíð um hagi hvers og eins og hjá henni fengum við fregnir hvert af öðru. Hún var eins og klettur og hjart- að hennar var svo stórt að það virtist rúma allt, bæði í gleði og sorg. Amma var traust, skynsöm og áreiðanleg og hún hafði mikið jafnaðargeð. Það var þess vegna endurnærandi að vera í návist hennar og ræða við hana um öll heimsins mál. Það er mér minnisstætt hvað amma talaði fallegt íslenskt mál og hún mælti aldrei illt orð um nokkurn mann. Það má með sanni segja að amma Svana hafið verið heilsteypt manneskja. Heiðarleiki, ósérhlífni og góð- mennska eru orð sem lýsa henni best. Hennar einstaki persónu- leiki mótaðist af sterkri trú, enda hafði hún mikinn innri styrk og kærleika. Þessi gildi voru sem rauður þráður í lífi hennar. Ég mun aldrei gleyma þeim styrk sem hún sýndi þegar Guðbjörn sonur hennar lést skyndilega í ársbyrjun 2015. Amma var mikil handavinnu- kona, hún málaði myndir á striga, sneið og saumaði föt, málaði á postulín, saumaði út og var ávallt með eitthvað á prjónunum. Hér áður voru pönnuköku- og kleinu- bakstur hennar sérfag. Dugnað- urinn og myndarskapurinn var til fyrirmyndar. Þegar kemur að kveðjustund er mér efst í huga djúpt þakklæti. Amma Svana kenndi mér svo margt um lífið og tilveruna og var mér ómetanleg fyrirmynd. Ég mun ætíð halda minningu hennar á lofti og reyna að tileinka mér hennar góðu gildi. Það eru sönn forréttindi að hafa átt ömmu að og hún mun alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Einstök kona hefur lokið farsælu lífshlaupi og bið ég góðan Guð að taka vel á móti elsku bestu ömmu minni. Þín elskandi ömmustelpa Anna Monika Arnórsdóttir. Elsku amma Svana hefur kvatt þennan heim og eftir eru einstakar minningar sem munu lifa lengi. Sjá, hér brotnar tímans bára, byltist fram með straumi ára, geirar milli hærðra hára, hrukkótt ennið nýtur sín. – Þetta er hún amma mín. Á myrku vetrar köldu kveldi kveikir hún ljós og gerir að eldi, hver athöfn greypt í æðra veldi, engin mistök, léttúð, grín. – Amma vandar verkin sín. Hún les á kvöldin, segir sögur, semur jafnvel stundum bögur. Þá er hún í framan fögur, fegri en nokkur blómarós. – Þó fær amma aldrei hrós. Þótt hún sömu verkin vinni, vefi, tæti, kembi, spinni, alltaf er hennar sama sinni, sífelld vinnugleði og fjör. – Svona eru ömmuævikjör. Amma mín er fyrst á fætur, flýr hún langar vökunætur. Þegar barnabarnið grætur, bregst hún þá við létt og ör. – Amma forðast feigðarkjör. (Haraldur Hjálmarsson) Hlýja þín og umhyggja mun fylgja mér að eilífu. Þín Brynhildur. Elsku besta amma mín. Það er svo skrítið að vera að kveðja þig. Allar góðu minning- arnar sem við eigum saman streyma fram í hugann og hver einasta svo dýrmæt. Þú varst mér svo mikið meira en bara amma því þú varst líka ein besta vinkona mín. Ég gat alltaf leitað til þín og spjallað við þig um hvað það sem var að ger- ast í lífi mínu. Ég var svo heppin að fá að vera mikið hjá ykkur afa og Bjössa frænda á Digranesveg- inum í dekri þegar ég var lítil. Þú sást alltaf um að öllum liði vel og dáist ég að því hvað þú varst góð, þolinmóð og hafðir alltaf allan heimsins tíma fyrir mig. Við átt- um yndislegar stundir saman og þú leyfðir mér alltaf að taka þátt í öllu með þér og tókst þátt í öllu með mér. Ég get ekki hugsað mér umhyggjusamari manneskju en þig, elsku amma mín. Fjölskyldan var þér allt, þú varst svo stolt af öllum í litlu fjöl- skyldunni þinni, vildir vita allt um okkur og spurðir alltaf hvað allir voru að gera og vildir vita hvernig öllum liði. Litla fjölskyld- an þín mun standa áfram saman og fjölskylduböndin sem þú hefur prjónað munu halda. Ég mun sakna þíns hlýja faðm- lags, allra skemmtilegu sagnanna frá því þú varst ung, allra símtal- anna og helgarnar verða skrítnar því nú er engin amma að heim- sækja. Þú varst svo mikil kjarn- orkukona og hefur kennt mér svo margt sem ég mun búa að alla tíð. Þú varst líka alltaf svo góð við börnin mín og eru Harpa og Al- mar heppin að hafa fengið að kynnast þér og munum við sjá til þess að Hilmir fái að vita hvað þú varst mikil perla. Ég er svo heppin að hafa átt þig að og kveð þig með miklum söknuði en veit að þú ert nú kom- in til strákanna þinna sem þú saknaðir svo mikið. Þakka þér fyrir allt, elsku amma mín. Ég ætla að kveðja þig með sama ljóði og ég kvaddi afa. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín ömmustelpa Svanfríður Arna. Við vorum stödd í Héraðs- skjalasafni Kópavogs á miðjum sauðburði í fyrravor til að fagna 60 ára afmæli Sauðfjáreigendafé- lags Kópavogs og útgáfu safnsins og Sögufélags Kópavogs á smá- ritinu „Sauðfjárbúskapur í Kópa- vogi“. Það var okkur sem að þess- um viðburði stóðum mikið fagnaðarefni að Svanfríður skyldi geta tekið virkan þátt í honum. Hún hafði reyndar lagt okkur lið við efnisöflun fyrir ritið. Í því eru m.a. myndir af henni, eiginmann- inum Arnóri og syninum Guð- birni Bjarna en þau stunduðu fjárbúskap í Kópavogi sér til ynd- is og ánægju síðustu þrjá áratugi liðinnar aldar, bæði við Digranes- veg og í fjárhúsahverfinu í Fífu- hvammslandi þar sem Linda- hverfið er nú á dögum. Margs er að minnast frá þess- um árum en þar lét Svanfríður sitt ekki eftir liggja, fyrirhyggju- söm, harðdugleg og fjárglögg, ekki síður en þeir feðgar. Það var gaman að sjá til hennar í Foss- vallarétt á haustin þegar þau voru að draga í dilkinn sinn og svo kom snyrtimennið Guðbjörn Bjarni með gljábónaðan bílinn og flutti kindurnar á sérhannaðri kerru niður á Hólstún eða alla leið niður úr. En Svanfríður var einnig alltaf að sinna ýmsu öðru. Hún var list- ræn og mörg fallegt handverk prýddi heimilið. Þá var hún mjög iðin, röggsöm og ráðagóð, sýndi okkur félögunum í fjárbúskapn- um mikla ræktarsemi alla tíð, og sagði skemmtilega frá mönnum og málefnum. Þannig urðu öll kynni af henni hin ánægjuleg- ustu. Skömmu eftir áramótin hringdi Svanfríður til mín, hafði lesið viðtal við mig í Morgun- blaðinu um sauðfjáreign í þétt- býli, lýsti yfir ánægju sinni og fór að rifja upp gamlar minningar úr fjárbúskapnum. Mér fannst ég ekki vera að tala við konu á 91. aldursárinu. Svo ern, minnisgóð og skýrmælt var hún. Í framhaldi af ágætu kindaspjalli fræddi hún mig um búskapar- og sjávarnytj- ar á uppvaxtarárunum norður á Skaga; á Sviðningi, í Kálfsham- arsvík og víðar. Á þessum slóðum var hún miklu kunnugri en ég og því varð ég margs vísari. Ekki sakaði að rifja það upp að ég væri einnig ættaður úr Austur-Húna- vatnssýslu. Mér var því brugðið þegar ég frétti að Svanfríður væri dáin, svo skömmu eftir að við áttum samtalið góða. Svanfríður var höfðingi heim að sækja. Gestrisni og hugulsemi voru ætíð í fyrirrúmi við ýmis tækifæri og það kunnum við nafna hennar, Svanfríður Ósk- arsdóttir, eiginkona mín, vel að meta. Við og börn okkar eigum góðar minningar um Svanfríði og þá feðga og kveðjum hana með virðingu og þökk. Við vottum öllum aðstandend- um innilega samúð okkar. Ólafur R. Dýrmundsson. Svanfríður Ingunn Arnkelsdóttir HINSTA KVEÐJA Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Sveinbjörn Egilsson) Takk fyrir allt elsku besta amma Svana. Guð geymi þig. Þín langömmubörn, Harpa Dagbjört, Almar Jökull, Arnór Stirnir, Jó- hann Birtir, Jóhann Örn, Baldur og Hilmir Steinn. Elsku hjartans amma mín. Það er með miklum söknuði sem leiðir okkar skilur. Þó er þakklæti efst í huga mér þessa síðustu daga. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar þegar á þurfti að halda. Takk fyr- ir allt sem þú hefur sýnt og kennt mér. Takk fyrir allt og allt. Þinn Fannar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.