Morgunblaðið - 16.02.2018, Síða 6
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Neyðarlínan, 112, tekur á móti um
200.000 símtölum á ári og 150.000
þeirra verða að útkalli af einhverju
tagi. Að meðaltali er hringt um 600
sinnum á dag í Neyðarlínuna en síð-
asta laugardag var vonskuveður og
þá urðu símtölin 1.200 og um 1.000 á
sunnudeginum.
Sex manns svara í símann á slíkum
dögum en vanalega eru tveir í síms-
vörun og tveir í fjarskiptum, þ.e. í
samskiptum við viðbragðsaðila.
Tómas Gíslason, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir
að meðalsímtalslengdin sé undir 90
sekúndum. Miðað er við að afgreiðsla
forgangserinda taki ekki lengri tíma
en það, en flóknari sjúkdómslýsingar
taki þó lengri tíma, og svo verða sím-
tölin jafnvel enn lengri ef beita þarf
lífgunartilraunum, veita fæðingar-
hjálp eða kalla til túlkaaðstoð. Hann
segir að ekki eigi að vera hægt að
lenda á tali hjá Neyðarlínunni en fólk
geti lent í því að þurfa að bíða. Ef
símtöl eru á bið blikka blá ljós í
stjórnstöð 112 og þeir sem alla jafna
eru ekki að svara símanum fara þá í
símsvörun.
Öðruvísi verkefni
Tómas segir að m.v. fjölgun ferða-
manna hér á landi síðustu ár hafi
verkefnum Neyðarlínunnar ekki
fjölgað svo gríðarlega, kannski vaxið
um tæp 10% á síðustu sex árum. Eðli
verkefnanna hafi hins vegar aðeins
breyst með tilkomu fleiri ferða-
manna. „Í vetur höfum við fengið
fleiri símtöl frá ferðamönnum sem
eru fastir í snjó. Velflestir hafa ekki
einu sinni stigið út úr bílnum og leit-
að að skóflu áður en þeir hringja.
Þeir vilja bara fá hjálp. Við vísum
þeim á vegaaðstoð sem velflestar
bílaleigur eru með samninga við. Þær
aðstæður eru ekki fyrir hendi sum-
staðar á landinu, eða aðstæður þann-
ig að slík vegaaðstoð fæst ekki, og þá
þarf að kalla út björgunarsveitir. Oft
eru þetta mjög léttvæg verkefni,
jafnvel bara að setjast upp í bílinn og
bakka. Við fáum líka símtöl frá
hræddum ferðamönnum sem vilja
ekki keyra meira. Það verður
kannski allt í einu blint og þeir verða
bara hræddir.“
Tómas segir flesta ferðamenn vita
á hvaða vegnúmeri þeir séu, en
kannski lítið meira, Íslendingarnir
viti hins vegar margir jafnvel ekki
annað en í hvaða sjoppu þeir stopp-
uðu síðast.
Um 70% allra hringinga í 112
koma úr farsímum. Tómas segir það
auðvelda margt varðandi staðsetn-
ingu og með útbreiðslu 4G-
gagnasambands um landið verði það
enn auðveldara. „Síðan 2012 höfum
við getað sent svokallað Smart Loca-
tor í farsíma, móttakandinn smellir á
það og þá fáum við staðsetninguna til
baka. Þeir sem hafa verið svo fyrir-
hyggjusamir að fá sér 112-appið í
símann geta sent okkur staðsetningu
með því. Núna er komið sjálfkrafa í
stýrikerfi Android-símanna svokallað
AML (Advanced Mobile Location) og
þá þarf ekki að vera með appið eða í
3G- eða 4G-gagnasambandi til að fá
staðsetningu. En það þarf að vera í
símasambandi og þá er aðalatriðið að
farsímakerfið nái yfir þau svæði þar
sem fólk er á ferðinni.“
Þegar hringt er í 112 úr síma með
AML eða úr venjulegum heimasíma
birtist punktur á korti Neyðarlín-
unnar þar sem innhringjandinn er.
Tómas segir að þau fái góða staðsetn-
ingu í 80 til 90% tilvika ef hringt er úr
íslenskum Android-símum. Ekki er
það eins gott með erlenda síma hér á
landi en Google vinnur nú í því að
bæta úr því.
Enn sem komið er er Apple ekki
með AML-kerfið í símunum sínum
og því birtist bara svæði fjar-
skiptamastursins sem Apple-
símnotandinn er tengdur þegar
hringt er í Neyðarlínuna og það get-
ur verið nokkuð víðfeðmt. Sér-
staklega þar sem er mikil flatneskja,
t.d. á Suðurlandsundirlendinu, en þá
getur síminn verið tengdur sama
sendinum í lengri tíma á meðan einn
sendir er í hverjum firði á Vest-
fjörðum.
„Í flatlendi er hægt að vera tengd-
ur við ákveðið mastur sem sleppir
ekki símanum fyrr en gæðin eru orð-
in lítil, það þýðir að síminn getur ver-
ið 50 km í burtu frá sendinum sem við
sjáum að hann er tengdur. Á Vest-
fjörðum eru firðirnir svo þröngir að
síminn er bara tengdur sendinum í
þeim firði þar sem hann er staddur.
En með aukinni og betri tækni fáum
við sífellt betri staðsetningu,“ segir
Tómas.
Fleiri ferðamenn fastir í snjó
Neyðarlínan fær símtöl frá ferðamönnum sem hafa fest bíla sína í snjó eða eru hræddir við að
keyra 70% allra hringinga í 112 úr farsímum Sjá staðsetningu auðveldlega á Android-símum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Að störfum Um 150 símtöl höfðu borist til Neyðarlínunnar í gær, frá miðnætti til kl. 10.30. Er það rólegt.
Neyðarlínan Tómas Gíslason er aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlín-
unnar. Hann segir margt að gerast í staðsetningu farsíma.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Sjúkrabílar villast ekki oft að
sögn Tómasar, sérstaklega ekki
með tilkomu betra leiðsagna-
kerfis. Hann segir þó að með
sameiningu sveitarfélaga og
póstnúmera síðustu ár vilji svo
til að nokkrir bæir með sama
nafni geti verið í sama póstnúm-
eri. Það geti leitt sjúkraflutn-
ingamenn í villu; þeir gætu t.d.
haldið sig þekkja til og skundað
á ákveðinn bæ en þá kemur í ljós
að útkallið var á öðrum bæ.
Skráning símanúmera er líka
orðin ótrygg með tilkomu fleiri
símafyrirtækja og frelsisnúm-
era, að sögn Tómasar. Því þurfi
að treysta orðið meira á tæknina
og AML-kerfið í símum.
„Það þarf að samræma betur
skráningu í þjóðskrá og síma-
skrá og öðrum gögnum, t.d. ef
bæjarnafn er skrifað Hvammur II
í þjóðskrá en með 2 í símaskrá
finnst símanúmerið ekki sjálf-
krafa.“
Starfsfólk Neyðarlínunnar sér
hjá sér ferðir sjúkra- og lög-
reglubíla og getur leiðbeint
þeim. Ef þörf er á geta þeir aflað
sér nánari upplýsinga um leiðina
og sent í sjúkrabílinn.
Keyrðu fram á húsgrunn
Tómas segir fólk oft mjög ómeð-
vitað um staðsetningu sína, sér-
staklega á sumarbústaðasvæð-
um. Margir sumarbústaðir eru
komnir með öryggisnúmer sem
nægir að gefa upp og kemur þá
upp nákvæm staðsetning. Það
hefur reynst vel. Tómar segir frá
atviki sem þau lentu eitt sinn í
en þá hafði sumarbústaður verið
fluttur á nýjan stað en staðsetn-
ingu í tengslum við öryggis-
númer ekki verið breytt. Það
leiddi til þess að sjúkrabíll sem
kallaður var til eftir að bústað-
urinn var færður keyrði fram á
húsgrunninn þar sem bústað-
urinn stóð áður.
Einn starfsmaður Neyðarlín-
unnar segir blaðamanni að Ís-
lendingar á öllum aldri hafi oft
ekki hugmynd um hvar þeir eru,
t.d. á leiðinni frá Reykjavík til
Akureyrar, og geti ekki gefið upp
í gegnum hvaða bæjarfélög þeir
hafa keyrt.
Sjúkrabílar
villast sjaldan
NEYÐARLÍNAN
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vinsældir þjóðlegra matarhefða
virðast aukast stöðugt. Aukning var
í sölu á þorramat og seldust sumar
gerðir hans upp nú á þorranum.
Þorraþræll er á morgun en hann
markar lok þorra, samkvæmt
gamla norræna tímatalinu. Íslend-
ingar hafa verið duglegir að borða
þorramat, nú sem fyrr, samkvæmt
upplýsingum frá tveimur framleið-
endum, Sláturfélagi Suðurlands og
Kjarnafæði.
SS jók framleiðslu sína á þorra-
mat um 5% frá fyrra ári, að sögn
Steinþórs Skúlasonar forstjóra, og
byggði það á söluhorfum. Svo fór
að allt seldist. Ekki er hægt að
bregðast við með því að bæta við
því súrmaturinn er soðinn og settur
í súr í september.
15% aukning
Ólafur Már Þórisson, sölu- og
markaðsstjóri Kjarnafæðis, segir að
aukning hafi verið hjá fyrirtækinu,
eins og undanfarin tvö ár. Sala á
hefðbundnum þorramat jókst um
rúm 15% í ár. Ef saltkjöt og hangi-
kjöt er tekið með er aukningin enn
meiri, enda lendir sprengidagurinn
inni á þorranum í ár. „Það er ótrú-
legt hvað yngri kynslóðin er farin
að taka við sér. Auk þess má finna
vel fyrir aukningu á þorrablótum á
vegum íþróttafélaga og annarra. Ef
ekki væri fyrir þessi blót hefði mað-
ur haldið að salan ætti frekar að
vera að dvína en við fögnum því að
sjálfsögðu að þróunin er í þessa
átt,“ segir Ólafur Már. Hann getur
þess að hrútspungar, blóðmör og
fleiri vörur hafi selst upp. Ljóst sé
að töluvert meira af pungum verði
sett í súr næsta haust.
Guðmundur Svavarsson, fram-
leiðslustjóri hjá SS, segir að starfs-
menn fyrirtækisins leggi natni í
þorramatinn og hviki hvergi frá
ýtrustu gæðakröfum. Það skili sér
ef til vill í að fólk velji frekar þorra-
mat frá fyrirtækinu en öðrum.
Einnig sé SS í samstarfi við aðila
sem annast matarhlutann á stórum
þorrablótum. Telur Guðmundur að
aukin aðsókn sé að þorrablótum í
sveitum og ýmis félagasamtök og
klúbbar hafi þorramat á fundinum
sínum á þorranum. Þetta auki söl-
una. Dregur Guðmundur þetta
saman með því að segja að þjóð-
legar matarhefðir eigi vaxandi fylgi
að fagna.
Hrútspungarnir seldust upp
Stöðugt aukin
sala í þorramat