Morgunblaðið - 16.02.2018, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. „Umsóknin lá bara ofan í skúffu“
2. Ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt
3. Jóhann var að semja fyrir Disney …
4. „Ég vil deyja í bardaga“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvikmyndin Svanurinn, eftir leik-
stjórann Ásu Helgu Hjörleifsdóttur,
hlaut síðastliðna helgi sérstök dóm-
nefndarverðlaun á alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Santa Barbara í
Kaliforníu. Dómnefnd tók sérstak-
lega fram að leikur hinnar ungu
Grímu Valsdóttur, sem fer með aðal-
hlutverk myndarinnar, væri mjög
áhrifamikill. Svanurinn var sýndur í
keppnisflokki norrænna kvikmynda á
hátíðinni sem er með þeim virtustu í
Bandaríkjunum. Verðlaunin eru þau
þriðju erlendu sem Svanurinn hlýtur
og er kvikmyndin tilnefnd til níu
Edduverðlauna.
Svanurinn hlaut verð-
laun í Santa Barbara
Sæunn Þor-
steinsdóttir opnar
einkasýninguna
Landbrot í Lista-
sal Mosfellsbæjar
í dag kl. 16. Sæ-
unn sýnir einkum
lágmyndir sem
hún hefur unnið
úr landakortabút-
um og býr til úr þeim nýtt landslag án
þess að gera upp á milli landshluta.
Býr til nýtt landslag
Ljótu hálfvitarnir halda tónleika í
kvöld og annað kvöld kl. 22 í Hard
Rock-kjallaranum. Hálfvitarnir hafa
hingað til verið ákaflega íhaldssamir
þegar kemur að tónleikastöðum í
Reykjavík en nú á að breyta til og
troða upp í fyrsta sinn á fyrrnefndum
stað. Fyndnir hattar, litlir gítarar og
hress lög í bland
við aðeins minna
hress lög verða
meðal þess sem
hálfvitarnir
bjóða upp á, eins
og þeir lýsa því
sjálfir.
Hálfvitar í kjallara
Á laugardag Hæg breytileg átt og víða dálítil él en bjart inn til
landsins. Frost 0-8 stig, mildast við suðurströndina. Á sunnudag
Vaxandi austan- og suðaustanátt, 13-20 m/s og snjókoma síðdeg-
is, hvassast við suðurströndina, síðar slydda eða rigning.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg átt með éljum, en léttir til á
Norður- og Austurlandi. Hiti nálægt frostmarki.
VEÐUR
„Breytingarnar á kvenna-
landsliðinu í fótbolta á einu
ári eru gríðarlega miklar. Til
marks um þær er nánast
heilt byrjunarlið, eða 10
leikmenn, í hópnum sem var
valinn í gær fyrir Algarve-
bikarinn sem ekki voru með
fyrir aðeins ári. Óreyndir
leikmenn munu því spreyta
sig gegn ógnarsterkum
andstæðingum,“ skrifar
Sindri Sverrisson í frétta-
skýringu í opnunni. »3
Nánast heilt byrj-
unarlið bæst við
Elsa Guðrún Jónsdóttir keppti í gær
fyrst íslenskra kvenna í skíðagöngu á
Vetrarólympíuleikunum og Freydís
Halla Einarsdóttir náði loks að keppa
eftir ítrekaðar frestanir á keppni í
alpagreinum á leikunum. Elsa var
sátt við sinn hlut en Freydís var von-
svikin yfir því að
hafa ekki náð að
ljúka síðari ferð-
inni. »2
Elsa var sátt en Freydís
Halla var vonsvikin
ÍR og Tindastóll eru á toppi Dominos-
deildar karla í körfuknattleik eftir
sigra á neðstu liðum deildarinnar í
gærkvöld. Höttur er fallinn úr deild-
inni og Þórsarar frá Akureyri standa
afar tæpt. Valsmenn eru nánast
sloppnir eftir sannfærandi sigur á
Þór frá Þorlákshöfn, sem um leið á
minni möguleika á að komast í úr-
slitakeppnina. »4
ÍR og Tindastóll eru
í toppsætunum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Haraldur Sigurðsson augnlæknir er forseti í sam-
tökum evrópskra augnskurðlækna, European
Society of Oculoplastic and Reconstructive surg-
ery, ESOPRS (ESOPRS.eu). Hann var kjörinn
til að gegna embættinu til tveggja ára á árs-
þinginu í Stokkhólmi fyrr í vetur.
„Þetta er mikill heiður og ég kemst ekki hærra
á þessu sviði, þó að ég hafi hvorki sóst eftir því né
látið mig dreyma um það,“ segir Haraldur, sem
flutti heiðursfyrirlestur á þingi samtakanna í
Barcelona 2013. Hann er fyrsti Íslendingurinn
sem er kjörinn í stjórn samtakanna og annar for-
setinn frá Norðurlöndum, en Svíinn Anders Hed-
in gegndi embættinu árin 2001-2003. Bretland,
Þýskaland, Ítalía og Frakkland eiga föst stjórn-
arsæti en önnur Evrópuríki eiga samtals þrjá
stjórnarmenn.
Í samtökunum eru augnskurðlæknar sem hafa
sérhæft sig í skurðaðgerðum á augnlokum, tára-
göngum og augntótt. Félagið á systurfélög í
Bandaríkjunum, ASOPRS, og Asíu, APSOPRS.
Til hliðar við það er félag norrænna augn-
skurðlækna í þessu fagi, NOSOPRS, sem Har-
aldur átti þátt í að stofna fyrir 12 árum.
Friður og læknisþjónusta
Ströng inntökuskilyrði eru í félagið en meðal
annars er tekið mið af birtingu ritrýndra fræði-
greina og fyrirlestra. Að loknu prófi í læknisfræði
við Háskóla Íslands fór Haraldur í sérfræðinám
til Bretlands og dvaldi þar árin 1984-1989, þar af
tvö ár við Moorfields Eye Hospital í Lundúnum
sem er einn virtasti augnspítali heims. Síðan hef-
ur hann byggt upp sína sérgrein hérlendis sam-
fara því að hafa starfað sem leiðandi skurðlæknir
á augndeild Landakots, síðar Landspítala Hring-
braut auk þess sem hann hefur verið klínískur
dósent á Landspítala frá 2005. Ennfremur hefur
hann unnið sem skurðlæknir meðal annars í
Jerúsalem og Stokkhólmi.
„Konur hafa reynst mér einstaklega vel,“ segir
Haraldur og nefnir að Sigríður Jónsdóttir og
Margrét Thorlacius hafi kennt honum í Hlíða-
skóla, Þorgerður Ingólfsdóttir hafi vísað honum
leiðina í Menntaskólanum við Hamrahlíð og
nunnurnar á Landakoti hafi verið gulls ígildi,
þegar hann hóf þar störf. „Þær hafa verið mínir
bestu yfirmenn,“ segir hann. „Þá hefur konan
mín til 40 ára, Guðleif Helgadóttir augnhjúkr-
unarfræðingur, unnið að þessari uppbyggingu
með mér og stutt heilshugar.“
Haraldur er eini sérfræðingur landsins á þessu
tiltekna sviði og gerir alls um 1.200 aðgerðir á
ári. Hann segir að aðrir læknar vísi um 70% að-
gerðasjúklinga til sín. „Í sérfræðináminu í Bret-
landi sá ég að þarna var sérgrein sem ekki var
mjög þróuð hérlendis, enginn hafði sérhæft sig í
henni. Eftir að ég kom heim hóf ég vegferðina,
hægt og rólega duttu kollegar mínir út úr þessu
og nú gerir þetta enginn nema ég,“ útskýrir Har-
aldur.
Með vísun í skurðaðgerðirnar segir Haraldur
tiltölulega auðvelt að reka nútímalæknisþjónustu
hérlendis fái menn frið til þess. „Það er minni
friður til þess en var fyrir um 20 árum, vantraust
er til staðar og leiðigjarnt þras um hvaða kerfi
henti best,“ segir Haraldur. Erlendis sé að finna
mismunandi heilbrigðiskerfi, flestir styðji við sitt
kerfi enda séu þau yfirleitt byggð á gömlum
traustum grunni líkt og hér á landi. Starf forseta
ESOPRS sé fyrst og fremst að horfa fram á veg-
inn og vera sáttasemjari. „Ég þarf að finna mála-
miðlanir,“ segir hann og bætir við að eins þurfi að
auka tengslin við Bandaríkin og Asíu. „Þetta hef-
ur gengið vel og er bara spennandi og skemmti-
legt.“
Sáttasemjari í Evrópu
Ljósmynd/Landspítali – háskólasjúkrahús
Augnlæknir Haraldur Sigurðsson einbeittur við vinnu sína á Landspítalanum í vikunni.
Haraldur Sigurðsson
er forseti samtaka evr-
ópskra augnskurðlækna
Heiður Haraldur Sigurðsson var kjörinn forseti í
samtökum evrópskra augnskurðlækna.