Morgunblaðið - 16.02.2018, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Ómar Ragnarsson
er ötull baráttumaður
fyrir náttúruvernd á
Íslandi og hann hefur
ritað ófáar greinar
um þau mál. Nýverið
birtist grein eftir
hann hér á síðum
Morgunblaðsins sem
bar yfirskriftina „Er
hægt að eiga kökuna
og éta hana sam-
tímis?“ Við hjá Vest-
urverki, sem fyrirhugar að reisa
Hvalárvirkjun á Ströndum, viljum
bregðast við skrifum Ómars með
nokkrum orðum.
Þótt Ómar sé hjartfólginn okkur
Íslendingum og hafi komið ýmsum
brýnum framfaramálum í þarfa
umræðu verður að gera þá kröfu
að hann fari með rétt mál og dylgi
ekki um verkefni sem hann hefur
ekki kynnt sér nægilega vel.
Norðmenn virkja og virkja
Ómar skrifar um þá ákvörðun
Norðmanna á sínum tíma að falla
frá öllum áætlunum um svokall-
aðar þakrennuvirkjanir. Hvaða til-
gangi þjónar það að nefna slíkar
virkjanir í samhengi við Hval-
árvirkjun? Hvalárvirkjun á ekkert
skylt við þakrennuvirkjun og eng-
ar slíkar virkjanir eru fyrirhug-
aðar á Íslandi. Fyrir mörgum ár-
um voru uppi hugmyndir um
þakrennuvirkjun á Glámuhálendi
Vestfjarða en þeim var sópað út af
borðinu.
Norðmenn eru meðal stærstu
vatnsaflsframleiðenda heims og
munu verða til langrar framtíðar.
Margar virkjanir eru ýmist á
teikniborðinu eða í byggingu –
virkjanir á stærð við Hval-
árvirkjun og stærri. Allar upplýs-
ingar um virkjanir og virkjana-
áform Norðmanna má finna á
vefsíðu Orkustofnunar Noregs,
Norges vassdrags- og energid-
irektoratet (NVA) https://
www.nve.no/.
Hvalárvirkjun
telst til
meðalstórra
virkjana
Hvalárvirkjun verð-
ur 55 megavött að
stærð. Það telst til
meðalstórra virkjana
á borð við Írafoss-
virkjun í Soginu. Við
hönnun Hvalárvirkj-
unar er ýtrustu um-
hverfisstaðla gætt.
Allir vatnsvegir og
stöðvarhús eru neð-
anjarðar, leitast er við að hafa all-
ar námur í lónum svo efnis-
tökusvæði hverfi undir vatn.
Engin gljúfur eða gil verða
sprengd. Með mótvægisaðgerðum
verður inngrip í náttúruna tak-
markað sem mest má. Vesturverk
hefur einnig boðið aðkomu sína að
ýmsum samfélagsverkefnum í Ár-
neshreppi, þar sem virkjunin mun
rísa, og áformar að reisa og bjóða
út rekstur á gestastofu í Ófeigs-
firði, með veitinga- og gistiað-
stöðu. Gestastofan gæti orðið mik-
il lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á
svæðinu.
Lykillinn að hringtengingu
rafmagns á Vestfjörðum
Ein og sér gerir Hvalárvirkjun
ekkert gagn. En með nútíma-
legum tengingum við dreifikerfi
Landsnets eykur hún til muna raf-
orkuöryggi Vestfirðinga og getur
lagt grunninn að hringtengingu
rafmagns á Vestfjörðum. Vest-
urverk hefur talað fyrir því að um
leið og hugað er að tengingu Hval-
árvirkjunar við aðaldreifikerfi
Landsnets verði flutningsleið til
Ísafjarðar tryggð. Þannig myndi
nást sú bráðnauðsynlega hring-
tenging rafmagns sem tryggir að
Vestfirðingar búi við sama afhend-
ingaröryggi raforku og aðrir
landsmenn.
Uppbygging dreifikerfisins er
alfarið á hendi Landsnets. Teng-
ing inn á aðaldreifikerfið er dýr
en flutnings- og tengigjöld frá
Hvalárvirkjun munu standa undir
þeim kostnaði. Vestfirsk sveit-
arfélög þrýsta á um hringtengingu
til Ísafjarðar, sem kostar sitt, en
Hvalárvirkjun og mögulegir virkj-
unarkostir í Ísafjarðardjúpi gætu
skapað tekjur upp í þann kostnað.
Það er stjórnvalda að ákveða
hvort af slíkri hringtengingu getur
orðið.
Virkjanir og þjóðgarðar
Ómari verður tíðrætt um þjóð-
garða og virkjanir og hann vill sjá
þjóðgarð í stað virkjunar á því
landsvæði þar sem Hvalárvirkjun
er fyrirhuguð. Hann segir að ekki
gangi að virkja fyrst og friða svo.
Virkjanir má finna innan þjóð-
garða víða um heim og ýmis dæmi
eru um að virkjað sé eftir að þjóð-
garður er settur á laggirnar. Alp-
ine National Park í Ástralíu var
stofnaður árið 1989 og virkjunin
Bogong Hydropower Station
(140MW) var byggð inni í miðjum
þjóðgarðinum á árunum 2006-
2009, tuttugu árum síðar. Jafnt í
Evrópu sem í Bandaríkjunum eru
vatnsaflsvirkjanakostir víða til
skoðunar innan þjóðgarða.
Þjóðgarður á Vestfjörðum er
ekki í áætlunum ríkisins og jafnvel
þótt svo væri yrði að ná sam-
komulagi við alla landeigendur um
slíkt. Það gæti orðið strembið.
Hátt í þrjá áratugi tók að koma
Snæfellsjökulsþjóðgarði á fót og
þar var eignarhald jarða mun ein-
faldara. Þjóðgarður á nyrsta hluta
Vestfjarða verður því ekki að
veruleika í náinni framtíð. Svæðið
er auk þess veðurfarslega erfitt og
aðeins aðgengilegt lítinn hluta af
ári og því yrði starfsemi þar tak-
mörkuð og tekjur sömuleiðis.
Stærstu virkjanir Íslands
innan hálendisþjóðgarðs
Að endingu bendum við á grein-
argóða skýrslu umhverfis- og auð-
lindaráðuneytisins „Forsendur
fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhá-
lendi Íslands“, sem kom út í nóv-
ember 2017. Þar má sjá mörk hins
fyrirhugaða þjóðgarðs. Innan hans
yrðu flestar stærstu virkjanir Ís-
lendinga. Þar er einnig að finna
ýmsa virkjunarkosti sem tilteknir
eru í rammaáætlun.
Það er ljóst að þær virkjanir
sem fyrir eru hafa ekki komið í
veg fyrir að undirbúningur að
stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
sé kominn nokkuð áleiðis. Því ætti
það ekki að þvælast fyrir hug-
myndum um þjóðgarð á hálendi
Vestfjarða þótt Hvalárvirkjun
verði að veruleika innan nokkurra
ára.
Hafa skal það sem
sannara reynist
Eftir Gunnar Gauk
Magnússon
» Þótt Ómar sé hjart-
fólginn okkur Ís-
lendingum og hafi kom-
ið ýmsum brýnum
framfaramálum í þarfa
umræðu verður að gera
þá kröfu að hann fari
með rétt mál.
Yfirlit yfir ýmis mannvirki innan miðhálendisins. Birt með leyfi umhverfis- og auðlindaráðuneytis.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vesturverks á Ísafirði.
Gunnar Gaukur
Gunnar G. Magnússon
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU
AÐ LÁTA
GERA VIÐ?