Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Ljónastígur 8, Hrunamannahreppur, fnr. 220-4182, þingl. eig. Sindri
Daði Rafnsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf.,
miðvikudaginn 21. febrúar nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
15. febrúar 2018
Tilkynningar
UPPBOÐ
Boðnir verða upp lausafjármunir í
Vörumiðstöð Samskipa, Kjalarvogi 7-15
(hurð 33), 104 Reykjavík - laugardaginn
24. febrúar 2018 kl. 12:00.
Um er að ræða ótollafgreidda vöru þar sem
aðflutningsgjöld eru fallin í gjalddaga. Meðal
vara sem boðnar verða upp eru gluggar, gler,
byggingasteinar, málningarhristivél o. fl.
Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem
greiðsla, einungis debetkort eða peningar.
Greiðsla við hamarshögg.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu
Tollstjóra www.tollur.is.
Tollstjóri,
15. febrúar 2018
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingóið góða kl. 13.30, allir
velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17.
Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9. Línudans fyrir byrjend-
ur og lengra komna kl. 15.15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-
10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Landið skoðað með nútímatækni kl.
13.40. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi með Rósu kl. 10.15.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl.
14.30.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Aðstoð við notkun á æfingatækjum kl.
9.30-10.30, föstudagshópurinn kl. 10-11.30, Handaband, vinnustofa
með leiðbeinendum kl. 13-16, bingó kl. 13.30 í sal, 250 kr. spjaldið,
vöfflukaffi kl. 14.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.40. Göngu-
hópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá
Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til
baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðjan í Kirkjuhvoli er opin kl.
13-16. Allir velkomnir.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með
leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-
10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbeinanda
kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
13 tréskurður, kl. 13 léttgönguhópur (frjáls mæting). Þá verður opið
hús hjá okkur á morgun laugardaginn 17. febrúar klukkan 14.
Gullsmári Handavinna kl. 9. Ganga kl.10. Leikfimi kl.10. Fluguhnýt-
ingar kl. 13. Gleðigjafarnir kl. 14.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur kl. 11.30. Spilað bingó kl.
13.15, kaffisala í hléi.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, thai chi kl.9, botsía kl.10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl.
9-15.30, Freyjuboð kl. 14.30 kaffi drukkið úr sparibollum sem hafa sína
minningu að segja. Hefðbundinn kaffitími fellur niður vegna Freyju-
boðs. Allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum. Brids kl. 12.30 í
Borgum, hannyrðahópur kl. 12.30 í dag í Borgum. Tréútskurður kl. 13 í
dag á Korpúlfsstöðum. Sundleikfimi kl. 15 í Grafarvogssundlaug.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja
með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
bingó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin, hádeg-
isverður kl. 11.30-12.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari
upplýsingar hjá Maríu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga/hláturjóga í saln-
um á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum kl. 13. Spilað í krókn-
um kl. 13.30 og brids í Eiðismýri kl. 13.30. Skráning fyrir fimmtudags-
kvöldið 22. febrúar stendur yfir, en þá ætlum við að syngja, dansa og
hafa gaman saman í salnum á Skólabraut. Mætum öll með hatta eða
höfuðskraut. Skráning á Skólabraut og í síma 8939800.
Stangarhylur 4 Íslendingasögu- / fornsagnanámskeiðið kl. 13 og
verður kennari Baldur Hafstað. Á fyrri hluta námskeiðs verður Víga-
Glúms saga aðalviðfangsefnið. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20,
Hljómsveit hússins leikur. Allir velkomnir.
Vesturgata 7 Glerskurður ( Tifffanýs) kl. 13-16, Vigdís Hansen. Enska
hófst 22. september, leiðbeinandi Peter R.K.Vosicky. Sungið við flygil-
inn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson. Kaffiveitingar kl. 14-14.30.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
SUMARHÚSALÓÐ Í
ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botnlanga,
við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm.
og hiti komið að lóðarmörkum. Glæsi-
legt útsýni. EINSTAKT TÆKIFÆRI.
Uppl. eheinars@gmail.com eða
8661712.
Ýmislegt
Inntökupróf í læknisfræði í
Jessenius Faculty of Medicine
í Martin Slóvakíu verða haldin
25. apríl í MK Kópavogi
26. apríl í MA Akureyri
1. júní i MK Kópavogi
Upplýsingar
kaldasel@islandia.is
Runólfur Oddsson
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smá- og raðauglýsingar
Raðauglýsingar
sími 569 1100
✝ Oddbjörg Ás-rún Jóhanns-
dóttir Norðmann
fæddist á Patreks-
firði 20. mars 1936.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 3. febrúar
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jó-
hann Pétursson
skipstjóri, f. 18.2.
1894, d. 1.4. 1961, og Elín
Bjarnadóttir húsfreyja, f. 27.7.
1899, d. 18.7. 1982.
Oddbjörg var næstyngst fjög-
Oddbjörg og Jón voru búsett á
Seltjarnarnesi nær allan sinn bú-
skapartíma, en þau eignuðust
þrjú börn. Þau eru: 1) Sigríður, f.
27.7. 1963, 2) Óskar, f. 24.11.
1965, og 3) Elín, f. 28.12. 1967,
gift Berki Hrafnssyni, börn
þeirra eru Snædís, f. 1997,
Tinna, f. 2001, Jón Hrafn, f. 2003,
og Óskar Árni, f. 2006.
Oddbjörg ólst upp á Patreks-
firði en flutti til Reykjavíkur árið
1950. Hún stundaði nám við
Kvennaskólann í Reykjavík, það-
an sem hún lauk námi árið 1954
og síðar við Den Suherske Hus-
moderskole í Kaupmannahöfn.
Oddbjörg var heimavinnandi
húsmóðir til ársins 1979 og starf-
aði eftir það við verslunar- og
skrifstofustörf.
Útför Oddbjargar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 16. febrúar
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
urra systkina. Þau
eru Kristín B. Jó-
hannsdóttir, f. 18.9.
1930, Pétur
Jóhannsson, f. 31.7.
1932, d. 6.12. 2013,
og Elín G. Jóhanns-
dóttir, f. 23.3. 1943,
d. 7.1. 2012.
Oddbjörg giftist
27.10. 1962 Jóni
Norðmann, verslun-
ar- og skrifstofu-
manni, f. 27.1. 1935, d. 14.12.
2006. Foreldrar hans voru hjónin
Sigríður Norðmann og Óskar
Norðmann, sem bæði eru látin.
Í dag kveðjum við elskulega
móður okkar, Oddbjörgu Jó-
hannsdóttur Norðmann. Í hug-
skotinu eigum við systkinin
hvert um sig ótal dýrmætar
minningar frá liðnum árum,
sem nú ylja okkur um hjarta-
rætur því mamma skipaði stór-
an sess í lífi okkar allra, allt til
hinsta dags.
Hún var sveitastelpa og sjó-
mannsdóttir af Vestfjörðum,
fædd og uppalin á Patreksfirði,
en æskuheimilið stóð við Að-
alstræti 9 þar í bæ.
Í gegnum tíðina sagði hún
okkur gjarnan sögur frá æsku-
árunum á Patró, svo og Ey-
steinseyri við Tálknafjörð þar
sem fjölskyldan dvaldi yfir
sumartímann.
Á unglingsárum flutti
mamma þó til Reykjavíkur og
hóf nám við Kvennaskólann í
Reykjavík.
Í huga okkar systkina hafði
mamma til að bera flesta þá
góðu kosti sem hægt var að
óska sér.
Hún var velviljuð, réttsýn og
heiðarleg, góður hlustandi, frá-
bær sögumaður, hafði gott
lundarfar og jafnframt einstak-
lega smitandi hlátur.
Á æskuárum okkar á Nesinu
var mamma alltaf til staðar og
hvatti okkur áfram í öllu því
sem við tókum okkur fyrir
hendur.
Hún var svo sannarlega
kletturinn í lífi okkar. Öllum
stundum var hægt að leita til
hennar, því ekkert vandamál
var svo smávægilegt að ekki
væri á það hlustað. Reyndi hún
þannig ávallt að leysa úr öllum
okkar málum eftir bestu getu.
Á síðustu áratugum nutu
mamma og pabbi þess að
ferðast víða um lönd með fjöl-
skyldunni allri.
Alltaf var þó Kaupmanna-
höfn vinsælasti áfangastaður
mömmu, en þar hafði hún á sín-
um yngri árum stundað nám
við Den Suherske Husmoder-
skole.
Einnig hafði hún unun af því
að dvelja í sumarhúsi fjölskyld-
unnar í Laugarási í Biskups-
tungum.
Allt voru þetta miklar gæða-
stundir og minningarnar úr
þeim ferðum fylgja okkur um
ókomna tíð.
Eftir fráfall pabba flutti
mamma sig um set og eignaðist
nýtt heimili í sama húsi og
barnabörnin fjögur. Þar naut
hún nábýlisins enda mikil fjöl-
skyldukona og velferð afkom-
endanna hennar helsta hugð-
arefni.
Tók hún virkan þátt í upp-
eldi barnabarnanna meðan
heilsa og kraftar leyfðu.
Amma Lilla var góður félagi
og naut mikilla vinsælda hjá
börnunum, sem þótti einstak-
lega notalegt að geta litið inn
til hennar þegar komið var
heim úr skólanum.
Að leiðarlokum kveðjum við
mömmu með innilegu þakklæti
fyrir samfylgdina og allar þær
dýrmætu stundir sem við áttum
saman í lífinu. Guð geymi hana.
Sigríður, Óskar og Elín.
Í dag er borin til hinstu hvílu
tengdamóðir mín, Oddbjörg Jó-
hannsdóttir Norðmann. Liðin
eru rúm 27 ár síðan ég kynntist
þeim heiðurshjónum, Jóni
Norðmann og Oddbjörgu. Ég
og Ella, yngri dóttir þeirra
hjóna, vorum þá byrjuð að
draga okkur saman. Barða-
strönd 37 varð fljótlega mitt
annað heimili enda var þar gott
að vera. Í minningunni var
Lilla, eins og tengdamamma
var gjarnan kölluð, í eldhúsinu
og Jón að spila djasstónlist á
flygilinn.
Þegar árin liðu og við Ella
eignuðumst börnin okkar fjög-
ur var gott að komast í mat á
Barðaströndina og láta stjana
við sig. Lilla var af gamla skól-
anum.
Hún var fyrst og fremst hús-
móðir og hennar líf snerist um
börnin hennar og síðar barna-
börnin.
Hún þreyttist seint á því að
heyra sögur af barnabörnunum
og vildi vita um allt sem á daga
þeirra hafði drifið. Hún þurfti
því ekki að hugsa sig lengi um
þegar við Ella buðum henni að
búa hjá okkur eftir að Jón féll
frá árið 2006.
Þar bjó hún síðasta áratug-
inn, eða þar til hún þurfti sök-
um heilsubrests að flytjast á
hjúkrunarheimilið Sóltún á síð-
asta ári. Samverustundir lið-
inna ára voru margar og góðar
og fyrir þær ber að þakka.
Minningin um góða tengdamóð-
ur lifir.
Börkur Hrafnsson.
Í nokkrum orðum langar
okkur systkinin að minnast
hennar elsku ömmu Lillu, sem
nú hefur kvatt þessa jarðvist.
Amma bjó með okkur í húsi
stærstan hluta ævi okkar og
tengdist okkur systkinum því
órjúfanlegum böndum.
Við eigum ótal góðar minn-
ingar um hana sem munu fylgja
okkur alla tíð og vera okkur
gott veganesti í framtíðinni. Þó
heilsu ömmu færi hrakandi
allra síðustu árin gafst hún
ekki upp heldur reyndi eftir
fremsta megni að taka þátt í
lífinu og njóta þess eins og
kostur var.
Hún var besta amma sem
hægt er að hugsa sér, skemmti-
leg, hjartahlý, gjafmild og með
stóran faðm. Hennar verður
sárt saknað.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðard.)
Snædís, Tinna, Jón Hrafn
og Óskar Árni.
Oddbjörg Jóhanns-
dóttir Norðmann
✝ Guðmundurfæddist 10.
október 1964. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu í Nor-
egi 27. janúar 2018.
Hann var sonur
Rósu Pálsdóttur og
Garðars Guð-
mundssonar.
Þegar Rósa,
móðir hans, giftist
Arnóri Þorgeirs-
syni gekk Arnór honum í föður
stað.
Guðmundur ólst upp hjá
ömmu sinni og afa, Þórhildi
Skarphéðinsdóttur og Páli Lín-
berg.
Guðmundur
kynntist Maríu
Stefánsdóttir í
ágúst árið 1988 og
giftu þau sig 15.
apríl 1995. Þau
eignuðust tvö börn,
þau Hilmi Frey, f.
9. febrúar 1992, og
Thelmu Maríu, f.
14. maí 1996, í sam-
búð með Stefáni
Daða Bjarnarsyni.
Guðmundur og María skildu
2008.
Bálför hefur farið fram.
Minningarathöfn verður frá
Akureyrarkirkju í dag, 16. febr-
úar 2018, kl. 13.30.
Kveðja frá móður til sonar.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Þín mamma,
Rósa
Pálsdóttir.
Guðmundur
Garðarsson